Nýtt kvennablað - 01.11.1941, Blaðsíða 16

Nýtt kvennablað - 01.11.1941, Blaðsíða 16
12 NÝTT KVÉNNABLAÐ hefir nú hafizt handa nieö útgáfu fræSslurita fy'rir ahnenning um þetta efni, og er þaS vel fariS. Er ekki eitthvað til, sem nefnist vörueftirlit og heilbrigðisstjórn? Mundu þaS ekki vera réttir aö- ilar til aö hlutast til uni, aö matvara sú, er til lands- ins flyzt, kæmi hingaö í því ástandi, aö næringar- gildi hennar væri sem minnst skert. Ef séö væri fyrir, aö góö vara væri jafnan fáanleg, þá mundu húsmæöurnar fljótlega læra aö taka hana fraih yfir hiö lélega. ' M. J. K. Flauelsgrautur. \/2 1. mjólk, 50—100 gr. smjör, 200 gr. hveiti, salt. — Hveitiö er' hrært út í nokkru af mjólkinni og l)ú- inn til þykkur jafningur; afgangurinn af mjólkinni er soöinn og jafningurinn hræröur út í hana smátt og smátt og stööugt hrært í, þar til sýöur. Þá er smjöriö látið saman viö og soöiö i 3—4 mínútur. Þaö má vel hafa vatn í stað mjólkur, til helminga. Kanel og sykur borinn meö. — Saftblanda eöa mjólk út á. Svangur af sjó,. soltinn af berjamó. Kaffidúkur í „shantung“, (frá Verzlun Augustu Svendsen) 90X90 cm. Fæst áteiknaöur í guldrap, grænum og ljósbláum litum. Saumaöur með mörgum blómalitum. Ábyrjaöur meö garni kr. 14.70. Kögur — 4.63. Skrifiö blaöinu, og yöur veröur sendur dúkurinn gegn póstkröfu. Þessi svör hafa borizt viö spurningunni: Hver er fegursta rödd sumarsins?: Kliðurinn í börnunum kringum bæinn. — Gauk- urinn í suðri. — Þyturinn i lijörkinni. — Lækjar- niöurinn. — Morgunsöngur fuglanna. — Rómur kaujiamannsins. — Rödd fyrsta farfuglsins, sem maöur heyrir eftir langan vetur. Hér kemur önnur spurning, sem konur eru beön- ar aö svara: Hvað prýðir karlmanninn mest í yðar augum? ATHUGASEMD Eftirfarandi athugasemd hefir blaðinu borizt frá stjórn H.f. Hallveigarstaða. Breytir hún engu af því, sem í greininni stendur, um hina brýnu þörf á því, að heimilið komist upp, — Ég hefi átt kost á að sjá greinina um Kvennaheim- iliö Hallveigarstaöi og hefir mér góðfúslega verið leyft að gera viö hana dálitla alhugasemd. Hlutafé H.f. Hallveigarstaða var aldrei nándarnærri svo mikiö, að hægt væri aö ráöast i neina fullnægjandi byggingu með því einu saman. Hlutirnir eru mest- megnis mjög smáir (23,00), og auk þess ekki svo margir, sem greinarhöf. viröist ætla. Hér heföi því þurft á miklu lánsfé aö halda til viðbótar. Þó hefir þetta atriði ef til vill ekki valdiö mestri töfinni, held- ur liitt : yfir hve mikiö var hugsað aö geta byggt. Þarfirnar, sem bæta þurfti úr, og sem álitið var aö Hallveigarstaðir ættu aö bæta úr, voru svo margar. Má þar til dæmis nefna eitt atriöi (húsmæðraskól- ann), sem nú er kominn á rekspöl með öðrum sam- tökum. Ágreiningur sá, sem varð um lóðina, mun nú úr sögunni, og allir viöurkenna aö skiftin hafi verið félaginu hagkvæm. Að lóðin er leigö nú til skamms tima er heldur ekki neitt athugavert, og mun ekki veröa til tafar, ef aðrir erfiðleikar, svo sem leyfi fyrir byggingarefni, falla burtu. Aö ööru leyti er ég þakk- lát Nýju kvennablaði fyrir að hafa vakið máls á nauösyn þess, aö Hallveigarstaöir komist upp, og tillögum þess um aukiö hlutafé, sem ég vona aö eigi góðum undirtektum aö mæta. Inga Lárusdóttir. Ekki hræddur. Ellefu ára gamall drengur í Skotlandi bar litlu systur sína, sem særst haföi i loftárás, all-langan veg til næstu hjálparstöðvar, meðan á árásinni stóö. Nóttin var köld og nöpur og litli snáðinn aöeins klæddur þunnum náttfötum og gamalli jieysu utan yfir. Þegar hann vissi systur sína örugga í höndum læknanna, stamaöi hann: „Þú mátt ekki halda, aö ég sé hræddur — það er af kulda, sem tennurnar glamra í munninum á mér.“ (Lausl. þýtt). Mannssálin er eins og hljómborö. Þaö eru ótal snertilínur í brjósti hvers manns. Þær syngja, ef ein- hver kernur við þær; þær þegja — steinþegja — ef fegurð lifsins fær eigi aö komast nálægt þeim. NÝTT KVENNABLAÐ Kemur út mánaðarlega frá október—mai, — 8 sinnum á ári, — fellur niður sumarmánuðina. Gjalddagi í október ár hvert. Verð árg. kr. 5.00. Afgrciðsla: Fyrir Reykjavík: Franmesveg 38. Fyrir sveitirnar: Fjölnisveg 7. Utanáskrift: Nýtt kvennablað, Pósthólf 613, Reykjavík. Ritstiórar Guðrón Stefánsdóttir, 0 Fjölnisvegi 7. Sími 2740. María J. Knudsen. útgefendur Framnesveg 38. Sími 5516. Prentað i Félagsprentsmiðjunni h.f.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.