Nýtt kvennablað - 01.10.1947, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.10.1947, Blaðsíða 5
GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR frá Brautarholti: Se eg hana glœsta ganga, gyðju likri, veginn stranga. Hallgerði með hárið langa að húsfreyjunnar tignarstól, hjartað brann og hjartað kól. í Fljótshliðinni fögru og hlýju fundið gat hún hvergi skjól. Hugurinn var harmi lostinn, hjartastrengur sundur brostinn. Þó hún veldi versta kostinn vissi enginn hvað hún leið, ein hún bar þá nöpru neyð. Nú var ekki neins að dylja, i ný og gömul meinin sveið. Beiskja er yfir bernsku minni, blóðug und i vitundinni, ekki gleymdist einu sinni augun skœr við þjófsmál kennd. Fyrsta eiturörin send. Þessi orð af þungum mœtti þau voru inn i hugann brennd. Löngum var hún leidd í vanda og látin ein i böli standa. Gafst ei aðstoð hugs né handa henni' er lifið var um megn. Sólu huldi sorgarregn. En skapið stóra og hjartað heita hlaut að risa þessu í gegn. Af þvi bœði i orði og verki orku beitti viljinn sterki, og löngum sáust Ijóst þess merki að leyndur harmur undir brann þegar hermdarverk hún vann. Oft var kalt í vök að verjast vinalaus í eigin rann. Þrisvar gift og þrisvar slegin, þvi var orðin bitur treginn, oft i hjarta verkin vegin, vöktu, kveiktu hatursbál, hörku og beiskju i hennar mál. Svall og brann af sviknum vonum særð og kvalin konusál. ull og fáskiptinn, — og það, sem mcira var, að þau fóstur- systkinin voru orðin afskiptalítil hvort við annað. Konan, sem hafði vakað yfir velferð þeirra og hlúð að þeim eftir beztu getu, gat ekki unnið bug á áhyggjum sínum. — Myndi það vera á rökum byggt að Hildur væri mikið með hon- um Magnúsi, syni söðlasmiðsins? Það var eitthvað annað, en Sína hefði kosið fyrir sitt barn. Undarlega djúp sorg gagn- tók hana. Hún hafði aldrei vantreyst Hildi, alltaf fundið traust í návist hennar, og gleðina góðu, sem hafði breytt ein- 6tæðingskennd hennar sjálfrar í dýpri og næmari skilning á mannlifinu. Sína leit upp frá vinnu sinni og renndi augunum til Hauks, sem sat með hönd undir kinn og horfði framhjá bókinni, sem hann var að lesa í. r— Haukur minn! Pilturinn hrökk við, og leit á fóstru sína. — Elsku drengurinn minn. Hvað er það, sem særir hjarta þitt? Við skulum ekki láta þögnina eitra andrúmsloftið. Segðu mér hvað kvelur þig. Huukur horfði á fóstru sína, þunglyndislegum, dökkum augum. — Haukur, drcngurinn minn. Lífið er stutt, við skulum ekki láta það fjara út til einskis. — Já, fóstra mín, þú hefur alltaf verið rnér svo góð. En ég segi þér eins og er, að ég hef ekki verðskuldað kærleika þinn. Mér finnst stundum, ég muni ekki verða neinn maður. — Sínu varð undarlega við þessa játningu. Hún hafði aldrei reynt Hauk að öðru en samvizkusemi i öllu, sem hann tók sér fyrir hendur. Augu þeirra mættust. — Haukur, segðu mér allt eins og er. NÝTT KVENNABLAÐ — Fóstra mín! Ég elska Hildi okkar. En af því ég óttast að hún felli hug til annars manns get ég ekki talað um það viu hana. Sínu furðaði ekki vitund á þessari útskýringu. Þetta var ekki annað en það, sem hún hafði búizt við, að jafnvel fáleiki þeirra beggja mundi stafa af ást hvort til annars, án þess þó að þau kæmu sér að því að játa það. Nú voru þau orðin fulltíða fólk, og þá fjarlægðust þau hvort annað. — Við skul- um athuga þetta rólega, Haukur minn. Ég þekki Hildi fjarska vel, og ég held hún felli ekki hug til nokkurs manns, nema þá þín. Pilturinn stundi við. — Já, ég veit það vel, að ég hef alltaf verið henni 6em bróðir. — Kannske þú sért henni jafnvcl ennþá meira en bróðir. Af hverju kemur þögn ykkar og afskiptaleysi, hvors í ann- ars garð. Ekki er það af neinum kala eða vanþóknun frá þér, og eins mun geta verið frá hennar hendi. Ég þekki Hildi undur vel. Skapgerð hennar er hrein og fölskvalaus. Ég held hún hefði sagt okkur það báðum, ef hún væri að hugsa um þennan Magnús. — Nei, það er eitthvað ennþá viðlvvæmara, sem hún er að fela með því að láta sig fljóta svona með. Eitthvað, sem henni finnst jafnvel óviðeigandi að játa. Hauk- ur horfði á fóstru sína. Augu hans lýstu í senn bæði efa og þó innibyggðri gleði. — Gat þetta verið? — Haukur minn, eftir þína játningu er ég viss um þetta. Ég set tilfinningar Hildar í samband við þínar tilfinningar. Ykkur finnst báðum aðstaða ykkar ekki góð. Ég veit það 3

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.