Nýtt kvennablað - 01.10.1947, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.10.1947, Blaðsíða 10
Bréfkafli að norðan í<cr sit. við ííluggann og horfi út yfir sveitin^> Gullroðin ský speglast í silfurtærri ánm, sv.t.» líður áfram rétt við túnfótinn. Árniðurinn hef- ur töfrað mig síðan ég var barn. Á slíkum kvöld- um sem þessum verður niðurinn seiðþrunginn. Ég legg aftur augun og nlusta og hlusta, hann á til svo ljúfa tóna þessi árniður. Titrandi silfur- strengir, knúnir af ósýnilegri hendi, framleiða þessa tóna, og þeir berast út yfir byggðina á báðar hendur. Ef til vill ná þeir til eyrna sumra, aðeins sem hversdagslegur niður. Þeir sem hlusta með hjarta og sál eiga fleiri gleði og þjáninga stundir. Andardráttur lífsins er heitur. Áin á tvennt til. 1 vorleysingum er hún ótta- leg. Sem barn man ég hana oft í æðisgangi. Þá þorði ég naumast ofan á bæjarhólinn. Fannst að þá og þegar myndi hún gleypa mig. Eða ljótir, loðnir hrammar myndu teygja sig eftir mér og keyra mig ofan í djúpið. Eða þegar hún braut af sér klaka-fjötrana með brestum og braki, þá fann ég hversu voldug og óttaleg hún var. Ég lít til fjallanna, hnjúkarnir bera við bláan himin. Hvítt ský snertir hæsta hnjúkinn eins og svansvængur. Ofurlítill andblær lyftir því upp á við, hærra og hærra, eins og til að minna það á að snerta ekki neitt óhreint. Roðið af geislum hnígandi kvöldsólar líður það hægt og hægt unz það leysist sundur og hverfur í himin- blámann. Æ þessir hnjúkar, hvað þeir toga í mig. En ég fer ekki þangað upp í kvöld. Ég þekki svala blæinn þarna uppi. Ég man hvað það er dá- samlegt að líta yfir þessa fríðu byggð, og út á hafið. Ég þarf ekki nema upp á brúnina hérna fyrir ofan Selið til þess að sjá Hrólfssker og Hríseyna. í áttina vestur til Múlans teygir sig Gjögur- barna sinna. Má ég spyrja? Gildir eitthvert ann- að mat á ótignum konum og kvenstúdentum? Kannske hef ég heyrt svarið fyrir löngu síðan. Hið fyrsta sinn, er ég heyrði talað um nasisma og kommúnisma, þá sagði lærdómsmaður, sem þátt tók í samræðum: „Þetta verður að vera eins og í dýrarýkinu, þar lifir hvert kvikindið á sinn hátt.“ Meira. 8 táin að austan. Eða hafa þau ekki þannig hallað sér hvort að öðru, í eilífu tilhugalífi, eins og verndarar litla skersins og eyjarinnar, með Látr- arfjöllin í baksýn? Lengst í noðri glottir Grímseyjan, eins og útlagi. Barin af brimróti elur hún önn fyrir fósturbörnum sínum. Þau ein kunna að segja frá kostum hennar. Stolt og kuldaleg ber hún við sjóndeildarhring. Kuldanæðingurinn hefur sitt hlutverk að vinna. Hann setur kaldan harð- an svip á það, sem hann næðir um. Hann nær þó ekki alltaf til þess að deyða þróttinn, orkuna, lífið sjálft. Óviðkomandi augu sjá aðeins ytri svip, forvitin glámskyggn augu eru hættuleg augu. Á morgun verður ef til vill betra skyggni jmeð mildri blámóðu við yzta sjónhring. Þá öfunda ég eyjarskeggja. Út í eyjum, og inn til dala, þar sem ríkir kyrrð og friður, verður vonin ríkari, trúin sterkari, þakklætið fyrir heyrðar bænir heitara, gleðin óvæntari, sorgin sárari, lífið auðugra. í dag er sunnudagur heitur og bjartur. Ið- grænt túnið er alsett fíflum og sóleyjum. Loftið kveður af kliði. Yfir í hólmanum hefur krían byggt sér ból. Velluspóinn er stríðinn fugl. Hann er stöðugt að erta kríurnar. Þær skerpa röddina. Garg þeirra blandast dillandi kvaki stelksins, hláturdilli velluspóans og þýðum lof- söng lóunnar, eins og falskir tónar í kórsöng. Skógarþrösturinn lætur til sín heyra frá reyni- trjánum í garðinum. Þarna situr hann og gægist ofan í rifsrunnann. Ef ske kynni að hann fyndi ber í nefið eða var hann að bíða stundarinnar til stefnumóts við ástvin sinn. Undir heiðbláum himni í sumarsól er lífið svo auðugt og töfrandi. Niður í mýrinni eru litlu heimalningarnir tveir, mestu sóma skepnur. Þeir virðast harla ánægðir með lífið. Bráðum koma þeir hlaup- andi og fá sér sopa úr pelanum sínum, svo rölta þeir af stað aftur til þess að kroppa grængresið. Ég held að ég geti lært af þeim. Þeir virðast hafa lært að ,,það sem verður að vera, viljugur skal hver bera.“ En er það nú ekki oft það, sem okkur menn- ina vantar, að geta sætt okkur við orðinn hlut. Við viljum hafa það svona og svona, og það er nú líklega ekkert óeðlilegt. Við erum hvert um sig sjálfstæðar verur, sem hljóta að gera kröfur. En einhversstaðar þurfa takmörkin að vera, og eitt er víst að gott er að leggja allt sitt ráð í guðs hendi, og hann mun vel fyrir sjá. Hugrún. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.