Nýtt kvennablað - 01.10.1947, Blaðsíða 9

Nýtt kvennablað - 01.10.1947, Blaðsíða 9
Neyðin kennir naktri konu að spinna. Hún er sannarlega réttmæt uppástungan um að rýmka beri inntökuskilyrði til hjúkrunarnáms, eins og Aðalbjörg Guðmundsdóttir drepur á í síðasta Nýju kvennablaði. Er ég fór að athuga þetta mál kom fleira til greina í huga mínum í þessu sambandi. Mætti ekki ef til vill skipta hjúkrunarnáminu þannig að hver einstaklingur þyrfti ekki að læra alla hjúkrun. Þyrfti ekki t. d. að læra bæði að stunda berklasjúklinga og geðveikissjúklinga. Það hlýtur að vera töluvert fjarskylt. Eins t. d. farsóttir og ellisjúkdómar. í Menntaskólunum, þar sem velja má um mála- nám og stærðfræði, útskrifast stúdentar fullum fetum eftir að hafa verið í annarri deildinni. Fullorðnar konur, sem gjarnan vildu starfa að hjúkrun, kysu kannske minna nám, jafnvel þó þær kæmust aldrei í hæsta launaflokk. Ekki hafa nunnurnar sett fyrir sig lág 'aun. Stúlkur, sem orðið hafa á ýmsa lund fyrir vonbrigðum og ástasorgum, vildu kannske eins í lúterskum sið fórna sér fyrir Krist sinn, eða sjúka, hans minnstu smælingja. En starfskraftana vantar ekki bara til hjúkr- unarstarfsins, og ekki bara til framleiðslunnar, eins og oft heyrist, heldur alls staðar. Það vantar lækna, það vantar presta. Nokkrar raddir hafa nú heyrzt í þá átt að hvetja stúlkur, kvenstúd- enta til að læra til prests. Gæti þá ekki komið til mála að piltarnir lærðu hjúkrun? Prestastefn- urnar boða til: Bræðralags, friðar og kærleika. Menntamaður deilir nýlega á kvenstúdenta fyrir það „að læra ekkert til hlítar", heldur hafna í hjónabandi. Menntalíf yrði annað og meira á landi hér ef þær héldu áfram, eins og þeir, til embættisprófs er líklega meiningin. Ríkið á svo að tvöfalda embættafjöldan. En almenningsálit- ið togar í konuna á allar lundir, hversu hressi- lega, sem einstaklingar hvetja til dáða. Breyting kemur vitanlega smátt og smátt. En ekki bylt- ing. Það eru ekki nema 40—50 ár síðan konur inum, sem einkennt hafði hennar líf, tók hún þessu mótlæti. Var sívinnandi til æviloka. Dó tæpra níutíu og fjögra ára í ágúst-mánuði 1946. Var borin til hinztu hvíldar að Barði í Fljótum á sólbjörtum sumardegi, og fylgdu henni til graf- ar auk ættingja og vina allar konur úr hennar byggðarlagi. Þær skildu að hér var fallin ein þeirra atorkusömu kvenna, sem föðurland vort hefur átt svo mikið af á öllum tímum. Reykjavík, 8. ágúst 1947. Hólmfríður Einarsdóttir. Vlða út um Iandið hafa kvenfélögin komið sér upp trjá- reitum. Myndin er af einum slíkum reit, heitir hann „Freyju- lundur“, og er eign kvenfélagsins „Freyja", Arnarnesshreppi, form. frú Þóra Stefánsdóttir, Hjalteyri. — 1932 var sáð hirkifræi í nokkurn hluta garðsins, og árið eftir voru keypt- ar og settar niður reyni- og birkiplöntur, einnig nokkur læ- virkjatré. „Hægt fannst okkur litlu plönturnar vaxa fyrstu árin, en nú eru þetta orðin myndarleg tré og vaxa nú hröð- um skrefum ár frá ári.“ Þannig fórust orð félagskonu, er Nýtt kvennablað átti tal við. — Myndin er tekin sumarið 1946. Nokkrar félagskonur höfðu þá komið saman í garðinum til að eiga þar sameiginlega ánægju- og hvíldarstund. fóru að læra stafagerð. í æsku þekkti ég stúlku, sem ekki mátti, fyrir föður sínum, læra að draga til stafs. Sagði hann að stúlkur skrifuðu aldrei neitt, nema sér til skammar. Sá ætti fyrir því, að rísa nú upp úr gröf sinni. Við gætum fallega rekið hann á stampinn. Þessi maður var „Dannebrogs- maður“. Drengina sína létu foreldrarnir stúdera. Mæðurnar höfðu þessa trú, margar hverjar. engu síður en feðurnir, að óþarft væri að stúlkubörn- in lærðu til bókarinnar. Dætur sínar byrgðu þær inni við spuna og hannyrðir. Það er því of títt eð skella skuldinni í þessum efnum eingöngu á karlmennina, eða feðurna. Mæður okkar og ömmur réðu þessu engu síður. Synirnir hafa líka gert þeim margan sómann. En þegar bókin: „Móðir mín“ kom út orti ein dætranna: Þú þjáninganna móðir! allra mœðra mest, um móðir sína Ijóðskáldin yrkja stundum bezt. En þvi ekki um þig eina, sem æ ert söm og fyrr, og engu sinni dæturnar viljandi afskiþtir? Víst veit ég að íslenzkar konur stæðu ekki bræðrum sínum að baki í prestembættum. Þau verða í framtíðinni að mestu leyti venjuleg kenn- ara störf. Ræðurnar hlustum við á í útvarpinu. En er það eins Jrýðingarlaust eins og sumir vilja vera láta, að kvenstúdent hafni í hjónabandi. Prinsessum og drottningum er talið til gildis að giftast, og ef þær svo sjá um fóstur og uppeldi NÝTT KVENNABLAÐ 7

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.