Nýtt kvennablað - 01.10.1949, Síða 6
Myndin er tekin á 90 ára ajmœlinu.
jr
Það er mikill heiður íslenzka ættstofninum,
er nrenn ná hundrað ára aklri. Þar eru styrkar
rætur og mergur í kögglum. Eyfirðingar mega
miklast af Margréti Einarsdóttur, hún var á
fyrsta missiri, þegar Skaglirðingar gerðu heim-
reið að Grími amtmanni á Möðruvöllum, og lif-
ir enn í dag. Hún er ættuð úr Hörgárdal, fædd
að Laugalandi á Þelamörk, 4. apríl 1849, dóttir
Einars Ólafssonar, bónda og smiðs, og konu hans
Sigríðar Ilalldórsdóttur frá Krossastöðum, sem
er næsti bær við Laugaland.
Einar Ólalsson var einn af smiðum Daníelsens
á Skipalóni, ásamt sonum hans, er lærðu hjá
Daníelsen, en börnin voru 3, synir tveir og Mar-
grét. Einar iðkaði og mikið sund. Árið 1824
hjargaði hann stúlku úr Hörgá í vexti. Það þótti
svo mikið afrek, að honum var boðið, hvort
sem hann vildi heldur, björgunarorðu eða 40
ríkisdali rir ríkissjóði Dana. Hann kenndi báð-
um sonum sínum sund. Og man Margrét eftir
öllum feðgunum á sundi í Hörgá. Langaði hana
til að læra sund, eins og bræðurna, en það vildi
faðir hennar ekki, sagði að hún hefði svo mikið
og þykkt hár, það myndi íþyngja henni. Nú er
öldin önnur.
Margrét var 18 árurn yngri en yngri bróðir
hennar. Um vetur kenndi eldri bróðir hennar
stálpuðum drengjum skrift, reikning o. 11., lang-
aði Margréti mjög mikið til að vera í þeim hóp,
og fór hún margar ferðir að stofuhurðinni, þar
sem kennslan fór fram, stóð þar, en hafði ekki
kjark til þess.að biðja um að fá að læra. Þar til
einu sinni að bróðir liennar var einn í stofunni,
þá áræddi hún að fara inn. Sat hann við borð,
en hún staðnæmdist lyrir aftan hann, svo liann
sæi ekki framan í liana. Þá brast þó kjarkinn til
þess að biðja um að lá að lara í skólann, en hún
stundi upp, hvort hann vildi gefa sér stafrof.
Hann svaraði engu, en hélt áfram við það, sent
hann var að gera, hún bíður nokkra stund, þang-
að til hann tekur, þegjandi, blað og skrifar á
það stafroíið, fyrst stóru stafina, og síðan þá litlu
og réttir henni þegjandi. Eftir þessari forskrift
lærði hún svo, og skrifaði seinna fyllilega eins
góða hönd og hann. .
Þetta sýnir hvað það þótti fjarri öllum sanni,
að kvenfólk nyti nokkurrar menntunar. Því þó
Margi'ét færi svona lijá sér, á þessari bónleið til
bróður síns, var hún einurðargóð frá æsku,' og
tápmikil í l>ezta lagi, þó hún væri aldrei stór
vexti.
Þegar hún var barn, gengu öll stúlkubörn, eft-
ir 7 ára aldur, sem nokkurs máttu sín, með húfu,
með silfurhólk og mislitum skúf, bláurn eða
rauðum. En lienni leiddist húfan. Þegar hún
var 13 ára kom fátækur telpukrakki að Lauga-
landi, sem enga húfu átti. Ilað hún þá móður
sína að leyfa sér að gefa henni lnifuna, og losnaði
þannig við hana.
Margrét var yfir tvítugt, þegar hún sá fyrst
steinolíu, áður voru lýsislantpar og kertaljós.
Saga hennar, ef skráð væri, yrði að nokkru
leyti saga íslenzku þjóðarinnar. Hún hefur lif-
að allar hinar miklu breytingar, á öllum sviðum
þjóðlífsins.
Föður sinn missti Margrét, er hún var 15 ára
gömul, en dvaldist með móður sinni, unz hún
missti hana 25 ára gömul. Hún giftist um þrít-
ugsaldur, Gísla Pálssyni bónda á Grund í Svarf-
aðardal, en missti hann eftir fjögurra og hálfs árs
sambúð, frá tveim börnum þeirra, Sigríði og
Aðalheiði. Bjó hún rúmt ár áfram á Grund, en
leitaði svo á fornar slóðir, inn í Hörgárdal, með
sínar litlu, greindu dætur og þar ólust þær upp,
sú yngi'i alltaf með móður sinni, þangað til
Margrét fluttist 1905 til Fáskrúðsfjarðar til stjúp-
sonar síns, Páls Gíslasonar, og var þar til 1911,
4
NÝTT KVENNABLAÐ