Nýtt kvennablað - 01.10.1949, Side 15

Nýtt kvennablað - 01.10.1949, Side 15
Skólakjólcn1. Tvílitm- kjóll, sem vel má samna upp úr tveim gömlum, skozkum og ein- litum. Breiður skozkur bekkur á aS vera neSan- um pilsiS. Hnepptur á baki. — Prjóna- peysa er alltaf falleg og skokk- pils utanyfir. Alla titla teljið þið smómuni. En þeir eru þó eitt mesta kurteisistákn. Sá maður, sem ekki notar titla í ávarpi kvenna t. d., er ekki kurteis. Þetta verður að vana — og „annað hvort eða", — þeir, sem nota titla, geta helzt ekki hætt því, og vilja ekki hætta því, vegna þess, að það er að hverfa frá ljósi til myrkurs. í sveitinni er minna um titla kvenna heldur en í kaupstöð- unum. Er það eitt með öðru þess valdandi, að stúlk- ur vilja ekki vera í sveit. Sveitin titlar aðeins embætt- ismannadætur. Bændadætur og tómthúsmanna, sjó- mannadætur og iðnaðarmanna hljóta aldrei ávarps- titilinn, fröken. Ekki í sveitinni. — Strax og þær konta í kaupstaðina, eða til Reykjavíkur, fá þær titilinn. Hvers vegna er sveitafólk svona sparsamt á þetta litla aðfengna orð, sem okkur stúlkunum yljar þó. Er um að gera að sýna ungum slúlkum hálfgerða lítilsvirð- ingu í sveitinni, ef þær eru ekki embættismannadætur? Kannski þetta sc' eitthvað í sambandi við það, að sveitamaðurinn vill vera svo sannur. Ekki má lirosa, nema meina eitthvað með því. Ekki gera lífið á neinn hátt skemmtilegra með aðfengnum flírulátum, titlum eða kækjum. Kækjunum er kannski ekki bót mælandi, en það eru þó þeir, sem frekast, af þessu þrennu, setja svi]> sinn.á sveitamanninn, og það stundum til prýðis, eða sérkennileika, sem er mjög ákjósanlegt. Það gerir eigandann miklu minnilegri, svo að hann getur orðið eins og „vin“ á eyðimörku. En hýran í augunum, þessi endurfæðing í brosinu, J>að má ekki í sveit. Sá, er lygari og svikari. Hann eða hún fær ekki svar, J)ví varla eru tveir svo miklir erkilygarar í sömu sókn. Það er Ieikaraskapur, sem sveitafólkið vill ekki sjá. En það vill horfa á leikara úr Reykjavík —- kaupa sig inn. Ekki vera leikari sjálft, heldur satt og dag- satt í framkomu sinni. Þetta er það, sem við köllum þunglamalegt hérna í kau])staðnum. Þetta er gömul klausa um sveitina, en eitlhvað eimir eftir að þessu enn. Því er fólk ekki elskulegra en það er, hýrara, kurleisara? Því leikur Jiað ekki hamingju- samt fók? L. Ekki er það vel gott enn. Nú er þá kaffið aftur frjálst og kornmaturinn, en betur má, ef duga skal. Enn eru höft. Og það er Ijót- ur leikur, að heimska þjóðina jafnhratt og hún er menntuð, íþyngja lienni með óþarfa slriti jafnótt og vélarnar létta undir með annað. Það yrði, smátt og smátt, nóg af vörunum, aðeins ef höftunum væri aflétt. Cræðgin hyrfi |)á í álnavöruna, sokkana, garnið og greiðurnar. Höftin eiga að ska]>a réttlæti. Allir fá sama reita- fjöda. En J)að er nú svo með réttlætið, eins og annað, að of mikið má að öllu gera. Þörfin er svo misjöfn hjá einstaklingunum, að fyrr má nú vera. F'ullorðið fólk 50—60 ára og þar yfir hefur aldrei í manna- minnum þurft ný föt árlega, ekki einu sinni á 5 ára fresti. Það hefur tekið við uppgjafafötum af sonum og dactrum, æft nægiusemi o. s. frv. Það á önnur hugðar- mál en þau, að tolla í tískunni. Unga fólkið þarf marga fatnaði á ári. Það’ er að stækka framundir tvítugt, og félagslyndið er svo gífurlegt, sem vilanlega útheimt- ir nýtt og nýtt, til þess að koma ekki alltaf í sömu fötunum á mannamótin. Meðan allt endurnýjast í lík- amanum og smekkurinn hatnar og breytist dag frá degi, og fólkið vinnur hratt og mikið. Fari höftin til fjandans. — Eldra fólkið , sem á svo margt fram yfir J)á ungu. Fyrst og fremst börnin sín, sveitina sína, landið sitt, Jtjóðmálin, von í framhaldslifi eftir dauð- ann o. fl. Það er verið að æsa það upp með þessum Vefnaðarvörumiðum, að það eigi nú líka, eins og ungl- ingar, að iara að halda sér til. Væri varan frjáls, eins og áður, yrðu helmingi færri, sem J)yrftu hennar með. S\o er það annað mál, hvernig okkur gengur að ná í vöruna. Við stöndum í biðröð, og fáum framan í okkur, að þetta sé alltaf sama fólkið, sem fái vör- urnar, sem í búðirnar koma. Þessu er þó öllu deilt á heimilunum. En útivistin er oft löng og hörð. Og hvílík fásinna að halda Jtessu áfram. Það má leggja á vöruna, svo hver og ei-nn kau]>i hana, J)ví aðeins að hún sé honum bráðnauðsynleg. Eins og var. Geta og húsakostur fólks leyfir varla stafla af ónauðsyn- legum varningi. Eða hefur kornmaturinn verið keypt- ur í óhófi, síðan hann var gefinn frjáls? Það er lítið gaman að púla fyrir álnavöru og þar með „fatasaum“ fram 'yfir |)arfir. Þegar allt á að jafna milli einstakl- inganna, tekur J)ó í hólana, ef það á að jafna J)að á þann liátt, að ganga að fjöldanum berfættum og klæð- lausum. „liér faíst allt, sem mann dreymir um lieirna, sokkar og ávextir,“ skrifaði unglingsstúlka, sem fór utan í sumar. Þá er J>að sykurinn, sem veittur er lil iðnaðarins, i hættulegan brjóstsykur og karamellur og vínerbrauð og annað „bakaríismix“. En við fáum skammtaða úr hnefa „hungurlús“ til sultugerðar. Ef taka á fram fyrir hendur einstaklinganna þannig, að auka með því ómat og heilsuspillandi lostæti, þá er takmarkinu náð. Nú liafa Svíarnir sykurinn frjálsan. Burt með höftin. Frjálst val í innkaupum. Vigga. NÝTT KVENNABLAÐ 13

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.