Nýtt kvennablað - 01.03.1951, Síða 10
CpBeíra (J- h.)
„Melar (í HrútafirSi) draga nafn sitt af víSáttumiklum mel-
um, sem bærinn stendur á, en fyrr á tímum var sagt, aS hann
hafi staSiS viS melana yzt og neSst á túninu; þar eru rústir,
sem kallaSar eru „Fornibær." Ég heyrSi fallega þjóSsögu í
ungdæmi mínu um flutning bæjains:
Einu sinni í fyrndinni var jörSin í eigu konu nokkurrar, en var
dæmd af henni. Ekki var getið hvers vegna. En líklega fremur af
gleymsku en brjóstgæðum, fékk hún að halda kofa, sem hún átti
utan túns, uppi á háa melnum, þar sem bærinn stendur nú.
Hún elskaði jörðina sína, sem hún mátti nú engar nytjar
hafa af, og gat því ekki flutt burtu. Hún tók þá það ráð, að
fara með poka á næstu bæi og fá sér mold í hann, sem hún
bar svo á hakinu heim og dreifSi í kringum kofann sinn.
Þessu hélt hún áfram dag eftir dag, — og líklega ár eftir
ár, þangaS til komið var svo fallegt tún, að bærinn var flutt-
ur þangað næst þegar þurfti að byggja hann. En það lítur út
fyrir. að fylgt hafi jörðinni Melum jafnan síðan, að eigendurn-
ir tækju mikilli tryggS við hana.“
lngunn Jónsdóttir: „Gömul kynni“, bls. 47—48.
Fegri tíð hún muna mátti — muna gnægS, og viröingar,
bóndi hennar, gegn og gildur, göfgrar ættar merki bar.
Héldu Mela hjón með risnu, heim að ráðum gjarna sótt,
mæt í starfi, merk til orða, mild og hugul snauðri drótt.
Sól þó skíni skært í heiði skugga dregur saman brátt:
Konan glæsta gjörðist ekkja — gekk það nær á margan hátt;
hélt þó tryggð við höfuðbólið hún, og bjó meS risnu þar.
iþó ei lengi þess var dulin, þyngra undir fæti var.
Eins og skugginn eltir ljósið öfund fylgir góðum hag;
ýtni sýnda galt hún gæSum — gekk svo margur á það lag.
Hennar fremur hagur þrengdist hverju liðnu ári með;
iðgjöld bóndans utan dyra ekki voru henni léð.
Áfram teygðist ekkju-standið — yndisvana tímabil;
undir hjúpi hversdagsleikans hjartað þráði vernd og yl.
því, er ungur ver og vaskur vistar-festist ernu hjá
ekki neinum undrum sætti er þau lögðust huigi á.
Varmt og indælt síðla sumars sól í heiði skinið fær
ungri kynslóð bjartra blóma blíða haustsins viðgang Ijær;
blómskraut það er börnum jarðar blessun ljúf og hvatning ,ný
vetur þó í valdi Heljar vofi jafnan yfir því.
Hjartað varmt í vorsins mildi vonar-blóma skrýddist þá,
brauzt svo út í ljósum loga lengi bæld og dulin þrá.
Hamingja, sem aldrei áður entist henni nokkurt skeið,
enda síðan hennar helzta huggun títt á raunaleið.
Skinið það fékk skjótan enda — skugga aftur saman dró:
Mammon hafði máttka kirkju mýlt og tamið fyrir pólg.
ástamálum, eins og fleiru, yfir fékk hún drottins-vald
til að knýja í kirkjusjóðinn, kreista, sjúga blóðugt gjald.
Ekkjan, líkt og firðar fleiri, fékk nú því aS kenna á:
Meinbugi á hennar högum harðir klerkar þóttust sjá.
Skriftir, bann og djarfir dómar dundu yíir hana þá,
æruskert og auðnu rúin eignum dæmd og hrakin frá.
Vanmegnugur vinur hennar valdsins þunga lúta hlaut:
öllu sviftur, huldu höfSi hrökklaðist frá sekt og þraut;
gripinn skelfing, gæfu rændur guðs- og manna flýði bann.
Engum þótti arSi svara ómak viS aS fanga hann
8
Ekkjan var í öngum sínum eftir grimman féráns-dóm,
heima-trygg við hérað fagurt hugSi lítt að gönguskóm.
Buguð nær, en brotin hvergi, baS hún Guð sinn — ekki menn,
fremur þá ,en hopa af hólmi .hugðist dauðans bíða senn.
Einni fékk þó eign að halda — ógát þessi kom sér vel:
geitakofa-garmi lösnum garði fjær, á hrjósturmel:
sína flýja sveit ei vildi, sig í kofahreysið dró
örbirgð haldin alla ve;ga — átthögunum bundin þó.
Þaðan sá hún einlægt yfir óðal sitt er fýrrum var;
öðrum, nú sem áttu býlið árnað gat hún farsældar.
Nú þó einskis njóta mætti nægtum þeirrar jarðar af
öfundsýki eSa beizkju ei hún rúm í sinni gaf.
Fleirum gæti fábreytt lífiS fundist slíkum kjörum í;
gestum heim ei gat hún boSið — griSlaus örbirgð spillti þvi.
Fátækt, bæði úti og inni efldi hennar sterku þrá
til að getia gróðri boðið griðland, kofa sínum hjá.
Horskan bónda höfuðbólsins hún ei nokkurs beðiS gat
er í hennar eigin ríki eftir hæpnum dómi sat.
granna hún að góðu þekkti — gekk við færi til hans inn
bað hann, vagna Guðs, sér gefa gróðurmold í pokann sinn.
Hugsjón göfga halur skildi — hygginn kenndi basl og þrot,
henni fékk til frjálsra nota fornt og hrunið stekkjarbrot.
Dögum oftar ekkjan þangaS efldi ferS, með sveitta kinn
moldu þaðan bar á baki bljúg, og dreifSi á melinn sinn.
Moldin blakka móðursorgum magnast hafði aldir tvær:
Þarna höfðu |þráð og saknaS þolinmóðar göfgar œr;
hún var því af „hvítum töfrum" hlaðin mjclg, og býsna frjó,
fræin hulin brugðu blundi — brátt á melinn grænku sló.
Alla góða ársins daga ekkjan mold á hrjóstrin bar;
trú á Guð og göfugt hlutverk gæddi styrk, sem hét og var.
Bóndans fé til hennar hændist -— hulinn máttur þangað dró,
ærnar melnum áburð guldu eftir þegna hvild og ró.
Friðsæld kringum fátækt hennar fugla einnig þangað dró,
rjúpan jafnvel egg sín átti upp við þrönga Ijóra-tó;
spekingslegur vöngum velti veggjum hennar spóinn á,
lóan sínu liði á haustin litlu býli fylkti hjá.
Þessi skari og þrotlaus elja þróun túnsins veitti lið,
alltaf jaðra út það teygði, ár hvert jók þaS nokkru við.
Ekkjan fyrir endadægur átti fagran gróinn reit
minnisvarða — en mædd að lokum mátti greftrun þiggja af
sveit!
Líkt og verndað helgri hendi hólt þar áfram landnám gott.
Gleymdu nafni gömul saga, grundir fagrar bera vott.
Fór svo loks að firðar bæinn fluttu til á grundir þær
en hins gamla óðals rústir eru nefndar „Fornibær".
SíSan allir ábúendur ást við Mela hafa fest
enda var þar oftast búið eins og þar sem gjörist bezt.
Hyllir til .sín hollar vætir hjarta gott, sem lítils krefst,
einnig þeim, sem elska mikið, umbnn stór að lokum gefst.
Ef þið hlustið efablandin, eða rengið frásögn þá
hyggið að hvað ósérplægnin oft í leyndum vinnur á.
Staðreynd ber að halda i heiðri: Hvar sem skyggnist þiS
um jörð
hafa oft með und í hjarta afrek mestu verið gjörð.
Gu<Sm. Þorsteinsson Irá Lundi.
NÝTT KVENNABLAÐ
§