Nýtt kvennablað - 01.03.1952, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.03.1952, Blaðsíða 5
lialda því fram, að án trúar á guðs eingetinn son, dáinn til að afplána syndir mannanna og upprisinn, sé cng- in trú. Eru það ekki vafasamar fullyrðingar? Andi er eitt og bókstafur annað,' trú og trúarform sitt hvað. Meistarinn sjálfur sagði: „Sá tími mun k,oma, að guð verður hvorki tilbeðinn á þessu fjalli eða í Jerúsalem, því að guð er andi og þeir, sem hann til- biðja, tilbiðja hann í anda og sannleika.“ Krislur átti sífellt í höggi við fastheldni landa sinna við gamlar kreddur. Þessi faslheldni við aukaatriði lögmálsins hafði á hans dögum gert yfirstéttirnar meira og minna skinhelgar, en alþýðuna lítilsiglda. Kirkjunni liefur löngum hælt við að sveipa Krist helgihjúp, er gefur af honum ósanna mynd. Hann var sannarlega laus við mærð, mannlegur, hreinskilinn og djarfur, og ómyrkur í máli, ef því var að skipta. Mál- stað sinn varði hann með viturlegum rökum og hár- beiltum orðum, og liafði meir en í fullu tré við lær- dómsmenn og höfðingja. Þó er það mildi, hjartagæska og mannkærleikur, er einkennnir allt hans líf og starf og ekki er lögmálsins langt að leita. „Það, sem þér viljið að mennirnir gjöri yöur, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Hversu blátt áfram og sjálfsagt, en þó svo örðugt í framkvæmd. Með eftirdæmi sínu, kenningum og dauða gaf hann mannlífinu trúarhugsjón, er ber af öllum öðrum trúar- brögðum, svo göfuga og háleita, en i samræmi við lífið sjálft og mannlegt eðli, og þessvegna hefur kristnin ávallt reynst ])ess megnug, að sprengja af sér þá fjötra, ENDURFUNDIR — Framh. aj kápusíðu. og hann sá svipinn á foreldrum sínum, þegar þeim yrði færð þessi saga, ýkt og endurbætt. Þannig leið fram til miðnæltis og þau sátu ráðþrota. Loks hét hann því, ef þau kamiust úr þessarri klípu, heil á húfi og án þess að fleiri fengju vitneskju um, skildi hann giftast Laufeyju hvað sein foreldrar hans segðu. Þegar hann hafði unnið heit sitt, fóru þau að reyna að kveikja á eldspýtum og litast um í kjallaranum ut- an kennslustofunnar. Fundu þau loks dyr, sem lágu út í hænsnahúsið, og þar var lúa, sem hæsnunum var ætlaö að komast um út í byrgi það, er þau voru í á daginn. Og með miklum ei’fiðlegum tókst þeim að kom- ast ómeiddum út um þetta op. Og þegar þau kvöddust við húsgaflinn, þar sem Laufey átti heima, hvíslaði Lárus að henni: Þegar ég byggi hænsnahús á okkar búi, skal ég hafa glugg- ann stóran til hagræðis fyrir elskendur, sem líkt vrði ástatt um og okkur. „.. . , , Cromul kaupakona. sem skammsýni hvers tíma hefur hneppt hana í. Hví- likur meistari. Nýlega komst einn okkar ágætu presta svo að orði, að Kristur væri höfundur frjálsrar hugg- unar, en frjáls hugsun er lífslind sálarinnar. Það er söguleg staðreynd, að Kristur var til, lifði og starfaði, það kemur víst flestum saman um. Æfisögu hans þekkjum við og árangurinn af starfi hans. Frek- ari fullyrðingar eru aftur trúarveikum lítill ávinning- ur, að ég held. Vel er þá ef prestarnir með það í huga leitast við að eygja með okkur og glæða eilífðarvon, er gefi lífinu tilgang og gildi. Davíð Stefánsson hefur ort unaðslegt ljóð, „Föstu- dagurinn langi.“ Hvorki skortir þar trúarlotning né innileik, og þó eru engin trúaratriði nefnd. Það fagra ljóð gengur næst passíusálmunum, og vildi ég, að út- varpið tæki upp þann sið að lesa það að kvöldi Föstu- dagsins langa. Fyrir þeim degi ber ég mesta lotningu allra helgra daga. Meistarinn lét lífið fyrir hugsjón sína, þess vegna verður krossinn ávallt heilagt tákn kristinnar kirkju. Eins og allir vita er starf prestanna víðtækara en prédikanir í kirkjunni og önnur prestverk, og meira að segja er mest um það vert, hvernig hann rækir starf sitt úti meöal fólksins. En því nánara andlegt eða trú- arlegt samband, sem er milli prestsins og safnaðarins, því meiri og betri árangurs má vænla þar. Góður prest- ur lætur sér ekkcrt mannlegt óviðkomandi. Hann tekur þátt í lífi fólksins á sem flestum sviðum, starfar að sveita- og félagsmálum, ráðhollur og góðgjarn og ger- ir sér far um að vera til fyrirmyndar í sem flestu. En umfram allt er hann vinur, sem sóknarbörn geta leitað til með vandamál sín, vitandi það, að hann ber ]>au fyrir brjósti hvert og eitt, og helzt að enginn fari til hans erindisleysu. Ég heyrði eitt sinn mædda konu segja: „Ég hef tvisvar leitað til prestsins í raunum mínum og fór þaðan jafn nær í bæði skiptin.“ Sem fæstir fari slíka för. Lútherska kirkjan aitti að taka upp skriftamál. Á ]>eim vetlvangi er prestsins helgasla hlutverk, en erf- iðasta. Þau trúnaðarsamskij)ti yrði bæði presti og fólk- inu eðlilegri, ef það tilheyrði beinlínis embættisverk- um prestsins. Þannig viljum við hafa prestinn okkar, og ekki er til lítils mælzt, enda er sálusorgarstarfið ekkert. með- almanns verk. AS endingu vildi ég minnast á passíusálmalesturinn. Ég vildi helzt, að prestar eða prestsefni læsu paSsíu- sálmana í útvarpið, að öðrum kosti vel þekktur út- varj)smaður t. d. Andrés lljörnsson, en ekki maður alls ókunnur öllum þorra hlustenda. 20. febrúar 1952 — G. R. NÝTT KVENNAltLAÐ 3

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.