Nýtt kvennablað - 01.05.1954, Blaðsíða 3

Nýtt kvennablað - 01.05.1954, Blaðsíða 3
NÝTT KVENNABLAD 15. árgangur. 4.—5. tbl. apríl-maí 1954. ELÍNBORG LÁRUSDÓTTIR: VA B O » I Fundum okkar hafði ekki borið saman í mörg úr, svo nú urðu fagnaðarfundir. Við vorum ættaðir úr sömu sveit og urð- um vinir strax á æskuárum. Sú vinátta hélzt Jjótt fjarlægðin gerði samfundi strjálli. Ég fluttist úr sveitinni um tvítugs ald- ur. Hann sat eftir og gerðist bóndi á ættaróðali sínu. Ilann heimsótti mig alltaf er hann koin til borgarinnar. Ég bjó i höfuðborginni en hann á Norðurlandi. Einstöku sinnum lagði ég leið mína norður til átlhaganna, einkum fyrstu árin eftir að ég fluttist suður. Ég þráði átthagana og norðlenzka lofts- lagið, sem er hreinna og tærara en hið sunnlenzka og á betur við mig. Mest þráði ég þó sveitina mína er vora tók. Björn æskuvinur minn var því góður gestur og bjó alltaf hjá mér meðan hann var í bænum. Viðstaðan var oftast fáir dagar. Það loðir lengst við sveitabóndann að eyða tímanum ekki að óþörfu og vilja friðlausir halda heim er erindum er lokið. Á hverju kvöldi sátum við og röbbuðum, langt fram á nótt. Þetta var síðasta kvöldið hans hjá mér að þessu sinni Talið hneigðist alltaf að sveitinni okkar og fólki, sem við þekktum í æsku, kynlegum háttum þess og tali og trú þess á drauga og aftur- göngur. Við hlóum að þessu. Sumt af þe9su fólki hafði verið af- ar hjátrúarfullt og tekið mark á ýmsum ævagömlum bábiljum. Þetta sama fólk fordæmdi andatrú, vildi ekki heyra hana nefnda á nafn og taldi allt slíkt komið Ireina leið frá djöflin- um. 1 þá daga hugsuðum við harla lítið um þessi mál. Nú vor- um við eldri og þroskaðri og greindum andstæðurnar og rædd- um þær fram og aftur. Hvorugur okkar var andatrúarsinni, en hins vegar datt okkur ekki í hug að neita því að til væri fleira milli himins og jarðar en menn gætu skilið eða skýrt á eðlilegan hátt. Við sátum með koniaksglösin, fyrir framan okkur og smá dreyptum á. Hvorugur okkar var drykkjumaður en okkur þótti gleði og hressing í því að bragða áfengi, en allt var það í hófi. Þetta var skilnaðarskálin. Guð mátti vita, hvenær fundum okkar bar saman næst. Kynlegt þótti inér að Bjurn virtist ekki eiga neitt erindi, eftir því sem hann sagði sjálfur. „Við fáum allar okkar nauðsynjar í þorpinu heima, með jafn sanngjörnu verði og hér,“ sagði hann. „En eitthvað rak mig í þessa för. Líklega löngunin til þess að Iiitta þig,“ sagði hann brosandi. Mér varð hlýtt í sinni. Vinur minn hafði sýnt mér margskonar vináttuvott frá fyrstu kynnum. En þetta sýndi betur en flest annað hve vináttuböndin voru rammlega tryggð. Strax og talið barst að dularfullmn fyrirbærum' og hjátrú og liindurvitnum eldra fólksins fannst mér loftið í stofunni, NtTT KVENNABLAÐ Klínliorg Kárnsdóttir, rithöfnndnr. sem við sátum í breytast. Fyrir vit mér lagði alls konar lykt, sem ég hafði aldrei áður fundið á heimili mínu og. gat ekki stafað af neinu sem var í stofunni. Ég fann afar sterkan skógarilm. Þið skuluð samt ekki halda að ég hafi fundið á mér. Ég hafði þá dreypt á fyrra glasinu og ekki bragðað vin áður þennan dag. Á þessum þrem klukkutímum er við sátum þarna drukkum við aðeins tvö lítil snafsglös hvor. Það gat því ekki verið vegna áhrifa af víninu að ég komst í þetta kyn- lega ástand, sem nú skal greina. Loftið var kveljandi þungt. Einkennileg óhugð kom yfir mig, óhugð, sem ég fæ ekki lýst með orðum. Svefn sótti að mér. Loftið fannst mér kvikt af ósýnilegum verum, sem tóku þrótt frá mér og gerðu mig lémagna. Ég reyndi af öllum mætti að hrista þetta af mér, en tókst það ekki. Ég var svo syfjaður, að ég gat ekki haldið mér uppi. Mér þótti skömm að því að sofna mitt i samræðunum við vin minn, síðasta kvöldið, sem liann var hjá mér. Ég tók það ráð að standa upp og spígspora uin gólfið þvert og endilangt í von um að svefninn rynni af mér. En hvar sem mig bar að í stofunni, var sama þunga loftið. Stundum fannst mér ég reka mig á einhvern. Tvívegis fann ég greinilega snertingu. í fyrra sinnið var eins og hönd, þung hönd væri lögð á öxl mér. Rétt á eftir fann ég greinilega, að tekið var í lafið á jakkanum mínum og það svo þétt að ég var stöðvaður á göngunni. Aldrei áður hafði slíkt ástand komið yfir mig. Ég vildi ekki með nokkru móti hafa orð á þessu við vin minn, sem ekki virtist veita því eftirtekt að ég væri öðruvísi en ég átti að mér að vera. Mér datt í hug hvort ég væri að verða ruglaður. Ég sá ekkert óvenjulegt og það var nú ein- mitt ]iað, sem gerði mig órólegan og óttasleginn um hið and- lega ástand mitt. En loftið virtist smjúga í gegnum mig. Við 1

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.