Nýtt kvennablað - 01.05.1954, Blaðsíða 2

Nýtt kvennablað - 01.05.1954, Blaðsíða 2
Hentug krakkaföt. n Kjóllinn fráhnepptur á neðri myndinni. Þannig scgist Ingveldi Einarsdóttur frá Þegar fólkið hópast saman í sumarferðalög, detta mér í hug ástæðurnar í gamla daga ti! skemmtiferða. Þegar auglýst var eftir stúlkum í síldarvinnu til Siglufjarðar og Hjalteyrar á árunum, flaug það strax fyrir í huga mínum, að með því að taka þátt í þessari vinnu, gæti ég séð Norðurland og Akureyri. Vorkonur voru þá kallaðar konur þær, ,sem gengu að útivinnu að vorinu, áður en 'sláttur hófst, tvær krónur fengu þær um vikuna, en kaupakonur sex krónur, um sláttinn. Dreif ég mig norður. í síldinni gat kaupið orðið töluvert hærra. Borgaðar voru þá 3 krónur á tunnuna, og 20 tunnur söltuðu dugleg- ustu stúlkurnar stundum í einni lotu, en það gat vissu- lega orðið meir en lítið erfitt. „Þegar Skalli skríður inn, skelfist allur líður.“ var haft að máltæki. Mun Skallagrímur hafa verið aflahæsta skipið. Við fengum fríar ferðir háðar leiðir. Einn sunnudag í yndisfögru veðri, fórum við, tvær stúlkur, gangandi frá Hjalteyri inn á Akureyri. Mátti þá taka undir með Ólöfu á Hlöðum: ,jÖIl stendur byggðin í hásumar ljóma.“ Mikil var maðran í túninu á Möðruvöllum. Höfuð- bólið ber sannarlega nafn með réttu. Vorum við orðn- ar hálf þreyttar og þyrstar, er þangað kom og hörðum að dyrum og báðum um skyr. Fengum við hrokaða diska af sykruðu skyri og rjómablandaða mjólk í stórri könnu. Kostaði þetta 25 aura fyrir hvora. Rúma tvo klukkutíma vorum við til Akureyrar, skoðuðum þar Gróðrarstöðina og sáum Sigurhæðir Matthíasar, heim- ili skáldsins. Við gengum heim um kvöldið og þóttumst liafa vel að verið. Þótti okkur Akureyri vera tígulegur bær og Eyjafjörður fagur. Síðan hef ég notið Eyjafjarðar- kvæðanna betur, bæði Matthíasar og Davíðs og fögru myndarinnar, sem Ólöf á Hlöðum hefur málað í ljóði: Myndin af byggðinni okkar. Ef værir þú horfinn úr hálfdimmum sölum í hásumarljósið hér norður í dölum. Það er fljótlegra fyrir fólkið núna að bera sig yfir og í hópferðunum, utanlands og innan, að skoða sig um. Fljúga aðra leiðina. En varla veit ég annað yndi betra, en ganga í góðu veðri með góðum vini um fagr- ar lendur. Það finnst mér vera að njóta lífsins.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.