Nýtt kvennablað - 01.05.1954, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.05.1954, Blaðsíða 10
Viðtal við Margréti Thoroddsen Fyrir 10 árum átti Nýtt kvennablað'lal við þig, frú Margrét Thoroddsen, þá varstu nýkomiri frá New York og hafðir frá mörgu nýstárlegu að segja. — Þú fórst aftur til Ameríku? — Ég fór aftur til Ameríku árið 1950, þá lá leið- in til Mexikó. Þar hef ég búið í þrjú og hálft ár. — Hvað tekur langan tíma að fara á milli? — Ef flogið væri viðstöðulaust, tæki það 19 klukkutíma. 12 klukkutíma til New York, en 7 klukku- tíma þaðan til Mexikóborgar. — Þú kynokar þér ekkert við að fljúga yfir hafið? — Nei, síður en svo, en ég verð að viðurkenna, að það er dálítið erfitt með 4 ung börn að koma alla þessa leið, af því ég þurfti að skipta um flugvél á þremur stöðum. — Á öllum tímum eigum við kven- skörunga, læt ég í ljósi. — Eru ekki siðvenjur tölu- vert ólíkar hjá Mexikönum og Norðurlandabúum? — Aðstaða kvenfólksins er mjög ólík. Konur í Mexikó hafa ekki haft kosningarrétt, alþýðufræðslan verið minni, en þeim afmarkaður bás innan heimilis- veggjanna. En það merkilega skeður: Þær virðast ekkert óánægðar með þetta. Og í fyrra, í þinginu, þeg- ar konur fengu kosningarétt, börðust sumar á móti. En í höfuðborginni og landamæraborgunum hafa kon- ur orðið fyrir áhrifum frá Bandaríkjunum og gengið í æðri skóla, og sennilega voru það þær, sem beittu sér fyrir kosningarréttinum. — Vendilega hafa karlmennirnir rænt okkur jafn- réttinu, þegar hugarfarsbreyting hefur jafnvel svæft endurkallshugsjónina. — Já, það sem vakti sérstaklega athygli mína, var það, hvað ungu stúlkurnar eru ófrjálsar. Þær fá t.d. ekki að fara á dansleik eða kvikmyndahús með ungum mönnum, nema eldri fjölskyldumeðlimur fari líka, svo að vissa sé fyrir, að fellt fari vel fram. Það er al- gengt, að sjá á kvöldin ungu mennina standa utan við rimlagluggana og tala við ungu stúlkurnar, sem sitja í gluggakistunni. Ef þeim fer að lítast ofurmáta vel hvoru á annað, verður ungi pilturinn að fá föður sinn til þess að fara til foreldra stúlkunnar og biðja um hönd hennar. Faðir brúðurinnar ákveður, hvenær þau mega gifta sig. — Hvað er að heyra þetta. En á hvaða aldri eru þær þá giftar blessaðar? — Yfirleitt giftist fólkið mjög ungt, sautján, átján ára. Upp til sveita og hjá fátækasta fólkinu jafnvel 13—14 ára. — Fjölgar fólkinu þá ekki ört? —■ Fátæka fólkið á yfirleitt flest börnin, en lifir ákaflega fábrotnu lífi. Margt af j>ví hefur aldrei sofið í rúmi, liggur bara á gólfinu, fatalítið og börnin hálf ber. En litið er niður á þetta fólk af þeim, sem betur mega. Mexíkó er langt á eftir Norðurlöndunum, hvað snertir almannatryggingár og fátækrahjálp. — En hvað um hjónaskilnaði? — Þjóðin er svo strang katólsk, að hjónaskilnaðir mega ekki eiga sér stað, enda virðast hjónabönd frek- ar góð. Þó konurnar séu ófrjálsar, hugsa mennirnir um, að láta þær eiga gott. Algengt er, að þeir, sem hafa sæmileg ráð hafi tvær til fjórar vinnustúlkur. Þar með er ekki sagt, að húsmæðurnar leggist í leti, því margar þéirra eru mjög stjórnsamar, og þó nóg fáist af öllum nýtízku heimilistækjum, kaupa fæstir ]>au, - því það þykir ódýrara og þægilegra að hafa vinnu- stúlkur. Auk þess er mikið haft fyrir matnum, því á þessum heimilum tíðkast að borða 5-réttað um miðjan daginn. Fátæka konan liefur vissulega óskaplega erf- itt, auk þess að stella við heimilið og börnin, er bún oft og einatt duglegri en maðurinn að draga björg í bú. En allar halda fjölskvldurnar vel saman, og eru heimakærar. Ferðafélögin í Mexíkó vinna aðallega að því að fá ferðafólk inn í landið, einkum Amerikana og skipuleggja ferðalög fyrir það. Einn aðal atvinnu- vegur Mexikana er að taka á móti ferðafólki. — Hvernig er veðráttan? — Borgin, sem við bjuggum í var í 1800 metra hæð, sömu hæð og Vatnajökull. Mexikóborg liggur ennþá hærra, í 2200 m. hæð. Þar er alveg rnátulega heitt all- NtTT KVENNABLAÐ 8

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.