Nýtt kvennablað - 01.11.1954, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.11.1954, Blaðsíða 7
Hugleidingar um grein G. P. Ég varð ekki lítið undrandi yfir því, að kvenna- blað skyldi birta annan eins óhróður um konur, eins og er að finna í grein Guðmundar Péturssonar í 6. tbl. Nýs kvennablaðs, þ.á. Samtímis fylltist ég með- aumkun með þessum vesalings manni, sem ekki virð- ist hafa komizt í kynni við nema óhæfar húsmæður, ef dæma má eftir þeirri hryggðarmynd, sem hann dregur upp í greininni. Mér skilst að hann sé ekki að tala um neinar undantekningar, heldur húsmæður al- mennt. Til eru sjálfsagt konur, sem kaupa pelsa, hatta og annan dýran fatnað til þess að hreykja sér hærra^ eins og G.P. kemst að orði. En ætli þær séu ekki fleiri almúgakonurnar, sem neita sér um ýmislegt í klæða- burði, — sem þær, ef til vill, hefðu löngun til að fá sér, — til þess að geta keypt nauðsynlegustu flíkur handa börnunum. Flestar mæður skilja það, að fátt svíður börnum eins sárt og það að vera verr klædd en önnur börn. Þær kjósa því heldur að slá af sínurn eigin kröfum til nýtízku fatnaðar, en að börnin þeirra fái minnimáttarkennd af því að vera verr til fara en leiksystkini þeirra. Þeim eiginmönnum get ég ekki vorkennt, sem G. P. telur hafa orðið að yfirgefa góð störf og hagstæð- ar aðstæður úti á landi, til þess að konur þeirra gætu komizt í borgina, til þess að stunda kjaftasamkvæmi annarra eiginkvenna. Það er að vísu nauðsynlegt í hjónabandi að geta tekið tillit hvort til annars, en ekki mega menn glata svo algjörlega persónuleika sínum, að þeir láli kon- una teyma sig á asnaeyrunum út í slíka vitleysu. Það má vel vera að til séu konur, sem fletta fólk æru og heiðri yfir rjúkandi kaffibollum, eins og G.P. kemst að orði, en er hann ekki sjálfur að reyna að fletta okkur konur æru og heiðri með illkvittnislegum skrif- um sínum. Svo er hann svo eðallyndur, að hann kveðst því að komast alveg fyrir orsakir þessara vandamála er ógjörningur. Þetta fer eftir geðslagi. Sumir eru fæddir af þessari gerð, aðrir ekki. Foreldrarnir geta gert ástandið verra eða betra. Það er allt og sumt. Heppilegast að Iáta barnið sem mest í friði, ekki nein umbrot. Gefa því öryggi í heimilinu og forðast eins vel og hægt er, að það verði til alhlægis. Það hindr- ar í öllu falli, að minnimáttarkenndin setjist að fyrir fullt og allt. NÝTT KVENNABLAÐ vilja verða síðastur til þess að egna kynjunum saman. Fullyrðingar G.P. um að vinnudagur flestra reyk- vískra húsmæðra sé langt innan við 8 stundir á dag, er svo mikil fjarstæða, að engri heilvita manneskju dettur í hug að taka það alvarlega. Þá þætti mér gaman að fá leiðbeiningar hjá G.P. í því, hvernig fara á að því, að láta meðallaun endast til þess, að kaupa öll nýtízku tæki, mikinn hluta mat- ar tilbúinn, henda hverjum sokk um Ieið og gat kem- ur á hann, bæta enga flík og sauma ekkert á heim- ilinu. Ég er hrædd um að lítið yrði úr tekjum verka- mannsins, ef þannig væri á haldið. G.P. tekur dæmi af konu með tvö börn. Maðurinn vinnur úti og kemur ekki heim til hádegisverðar. G. P. virðist álíta, að það létti mjög störf konunnar, að maðurinn borðar ekki heima um hádegið. Fæ ég ekki séð, að það skipti miklu máli. Konan þarf að búa til mat handa sér og börnunum hvort eð er og ætti ekki að taka mun lengri tíma að elda mat handa fjórum en þremur, nema G.P. ætlist til að meira sé haft fyrir matnum, þegar maðurinn er heima, en þegar konan er ein með börnin, en það tel ég ástæðulaust. Ef konan fer á fætur kl. 8 að morgni og þarf að koma einu eða tveimur börnum í skóla kl. 9 fer þessi fyrsti klukkutími dagsins í að útbúa morgunverð og koma börnunum af stað. Þá þarf að gera innkaup til dagsins. Ef konan er með lítið barn, sem hún þarf að hafa með sér, tekur dálítinn tíma að útbúa barnið og komast af stað. Þurfi konan að koma í mjólkurbúð, fisk- eða kjötbúð og nýlenduvöruverzlun, geta hæg- lega farið einn til tveir klukkutímar í þetta allt. Þá er kominn tími til að búa lil hádegismatinn, eftir er að gera hreina íbúðina, ef lítið barn er á heimilinu, þarf að þvo af því daglega og strjúka fötin. Þá eru hinar máltíðir dagsins með tilheyrandi uppþvotti, jijónustubrögð, saumaskapur, bökun, stórþvottar, snúningar við börn og ótal margt annað. Auk þess má alltaf búast við einhverjum gestagangi á hverju heim- ili og þarf þar ekki að vera um að ræða kjaftasam- kvæmi þau, sem um getur í grein G.P. Það verður orðið áliðið dags, þegar við getum setzt niður með eldhúsreyfarann, sem G.P. heldur að við séum að lesa meiri hluta dagsins. Þær konur, sem hafa húshjálp geta að sjálfsögðú stundum tekið sér frí, en af meðaltekjum er ógern- ingur að borga húshjálp að staðaldri og verða bví flestar húsmæður að vinna öll heimilisstörfin sjálfar. Ég beld að G. P. hefði ekki átt að bætta sér út á þann hála ís að fara að skrifa um hluti, sem hann auðsjáanlega ber ekkert skynbragð á. — Ó. ö. 5

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.