Nýtt kvennablað - 01.11.1954, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.11.1954, Blaðsíða 12
Guðrún frá Lundi: ÖLDUFÖLL FRAMHALDSSAGAN Eftir aS hann kom heim henti hann sér upp í rúmið sitt á grúfu og leit ekki á matinn, sem mamma hans ætlaði honum. Hallfríður settist á stokkinn hjá honum og strauk blíðlega yfir hnakkann á honum og bað hann að reyna að vera rólegan. Von- andi ræki bátinn einhevrs staðar hinum megin fjarðar- ins. Þá fór hann að hágráta eins og smákrakki. Út frá þessum ósköpum sofnaði hann úrvinda af þrevtu og vonbrigðum. Seinna um daginn ætluðu kaupmanns- synirnir að launa Hannesi gamla fyrir framkomu hans úti í búðinni og köstuðu steinum í gluggann hans, þangað ti] engin rúða var heil í bænum hans. Þá vildi svo iila til, að faðir þeirra var á gangi úti og sá til þeirra. Ekki bætti það málstað þeirra og glerið var komið í gluggana aftur fyrr kvöldið, án þess að gamli maðurinn talaði um það. Um seinan háttatíma sást gamli prófasturinn staulast fram bryggjuna, krjúpa þar niður til að ná í endann,' sem eftir var af toginu, sem þessi óláns bátur hafði verið festur með. Hann at- hugaði kaðalsspottann nákvæmlega og tautaði: ,,Þaö er ekki vafi á því, að þetta er skorið. Guð hjálpi þess- um ungdómi, sem kemur þannig fram við ekkjur og munaðarleysingja. „Hann minnti að þessi kona þarna úti á Tanganum væri ekkja og minntist því orða ritn- ingarinnar, að þeim ætti fyrst og fremst að líkna. Dóttursynir h'Ens höfðu séð til ferða hans og komu hlaupandi fram á bryggjuna. Þeir voru ekki óhræddir um, að afi þeirra dytti í sjóinn. Þeir höfðu hreina samvizku í þetta sinn og gátu því verið upplitsdjarfir.“ „Við gerðum þetta ekki afi,“ sögðu þeir einum munni. „Við sváfum í alla nótt.“ „Ég vona að þið segið það satt,“ sagði gamli maðurinn þreytulega.,, En þið ætt- uð að passa ykkur fyrir honum þessum dreng, því að ekki er ólíklcgt, að hann hugsi vkkur þegiandi þörf- ina, eins og 93gt er.“ Það fór líka svo að fínu strák- arnir þorðu ekki að koma út úr húsi fyrr en þeir höfðu skimað í allar áttir eftir þessum herskáa stigamanni, sem nú var búinn að sýna, að hann hugði á hefndir. Ragnar hafði komið heim illa til reika eitt kvöldið. Eldri kauprrannssonurinn hafði fengið lítið betri út- reið upp á Brekkubrúnum. En í Víkinni sjálfri sást hann aldrei. Einhver hafði þá sögu að segja, að Þor- björg í Nausti hefði hótað kaupmanninum málsókn út af bátshvarfinu. Aldrei fékkst nein sönnun á þeirri sögn. 10 Einn daginn sást blessaður gamli prófasturinn á leið út á Tangann í annað sinn með stultu millibili. Það var óvanalegt að hann færi þangaö. en nú voru góð ráð dýr. Honum hafði dottið í hug að reyna að miðla málum milli þesssra gjörspilltu unglinga. En vegna ókunnugleika barði hann að dyrum í Nausti. Hann sá, að gráum hesti var tyllt við snúrustaurinn og þótti honum það lakara, því að hann vissi það af reynslu, að þægilegast var, að fáir væru við, þegar eitthvert vandamál væri rætt. Þorbjörg gekk til dyra og bauð guðsmsnninum inn. „Ég býst við, að ég hafi farið húsavillt,“ sagði hann. „Ég ætlaði að finna ekkj- una í Bakkabúð.“ Þorbjörg bjóst við, að hún væri ekki heima. Þau væru víst að taka upp mó mæöginin. Það þótti prófastinum slæmt, því að það kostaði hann annan göngutúr, en honum var oröið þungt um sporið. Hann þáði að koma inn og kasta mæðinni. Þorbjörg var hreinlega til fara eins og vanalega, og eins leit allt út í kring um hana. „Þér hafið gest, kona góð,“ sagði hann og leit til hestsins. „Já, það er gestur hjá mér, sem við þekkjum bæði,“ sagði hún. Það var Andr- és kennari, sem sat inni í baðstofunni. Prófasturinn heilsaði honum með virktum. Engan mann vildi hann heldur hitta í þessum vandræðum en hann. Þessi kaldi þeli, sem verið hafði fyrir brjósti hans út af því, að Bensa hafði verið troðið ofar en hans frænda, eða réttara sagt troðiö á milli hans drengja á prófinu var algerlega horfinn á þessari stundu. „Þér komið eins og sendur til mín í þessum vand- ræðum, sem ég stend í og steðja yfir fleiri hér í þorp- inu. Þvílík ölduföll hafa sjaldmi risið hér áður,“ sagöi prófasturinn og stundi mæðulega. „Það er þessi ófyrir- ' leitni drengur ekkjunnar í Bakkabúð, sem öllu ætlar að kollvarpa eins og stundum áður,“ hélt hann áfram, gaf þó þeirri stórlyndu húsmóður auga útundan sér. Sízt af öllu vildi hann lenda í deilum við hana. Hann mundi eftir því, þótt nokkur ár væru liðin, þegar liann hafði reynt að tala milli hennar og manns hennar. „Þorbjörg var einmitt að segja mér tíðindin,“ sagði Andrés, fálega. „Ég var nú einmitt að hugsa um að tala við piltinn, en hann er þá ekki heima, er mér sagt,“ sagði gamli maðurinn. „En líklega hefði það enga þýöingu, því að hann er hræðilega tannhvass og óvæginn í orðum. En nú vona ég, að þér verðiö mér hjálplegur Andrés minn. Þér höfðuð svo gott lag á honum í vetur. Það er óskaplegt, að drengirnir skuli hvergi vera óhultir fyrir honum, ef þeir koma út úr húsi.“ Mér fannst engin vandræði að hafa lag á honum,“ sagði Andrés. „En nú sé ég ekki önnur ráð en koma þeim öllum burtu í sumar. Ragnar fór í morgun. Hann NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.