Nýtt kvennablað - 01.10.1955, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.10.1955, Blaðsíða 13
— Hugsið þér yður prófessor Torrens, Jan var ráðinn. Ó, hvað ég er hamingjusöm! — Óska til hamingju! sagði prófessorinn hlýrri röddu. — Já, ég sagði yður að það skyldi heppnast! Þá heyrðist rödd Jans: — Ég er ráðinn allt tímabilið, ferðast um meginlandið og síðan yfir til Ameríku. — Ó, ér það ekki yndislegt. Loksins heppnaðist syni mínum að skara fram úr. — En hvernig stendur á því, Jan, spurði prófessorinn. — Þú ert ekki glaður og hamingju9amur? — Víst er ég glaður. — Skrökvaðu ekki, Jan. Þú hefur aldrei tekið á heilum þér síöan daginn, sem þú komst heim og sagðir okkur, að þið Peggy liefðuð slitið trúlofuninni. — Það er málefni, sem kemur mér einum við og ég tala alls ekki um, svaraði Jan hvasst. — En það er þó það, sem þú ættir að gjöra, sagði prófessor- inn ákveðiö. Bæði móðir þín og ég eigum rétt á að vita, hvernig þau mál standa. Mig fýsir ekki að þurfa að minna þig á Jan, að við höfum bæði hjálpaö þér til að ná þeim sigri, sem þú hefur unnið í dag, vitaskuld sér í lagi hún móSir þín. Og nú skalt þú segja okkur, hvað kom fyrir. — Já, gjörðu það, Jan, bað móðir hans. Peggy var svo indæl stúlka, og mér féll hún svo vel í geð. Peggy sat eldrauð í framan. Þvílík kænska hjá gamla mann- inum, hugsaði hún. En áður en hún gat ákveðið sig til að fara framfyrir og standa ekki lengur á hleri, heyrði hún aftur rödd Jans. — Það er bezt, sagði hann eins og hann biti á jaxlinn, að ég Ijóstri upp leyndarmálinu. Lögfræðingur Peggyar hafði ekki háar hugmyndir um útlendinga og víst því síður píanó- leikara. Hann var nærgöngull í spurningum sínum. Yfirheyrði mig um smátt og stórt. Þýfgaði mig um .... unz það væri nógu greinilegt fyrir Peggy aö ég væri glæframaður. — En hvernig geturðu tekið þér þetta orð í munn? sagði móöirin grátklökk. — Af því það er satt. Ég hefði ekki beðið hennar, hefði ég ekki vitaö, að hún hafði peningaráð, svo að hún þyrfti ekki að vera háð mínum óvissu tekjum. Heldurðu ekki, að ég viti, mamma, hvað þú hefur orðið að ganga í gegnum og þola mín vegna? Hvernig átti ég að geta beðið stúlkuna, sem ég elskaði, hugulsama og góða stúlku eins og Peggy að þola stöðuga sjálfs- afneitun? Þó að ég sé fátækur, hef ég mitt stórlæti. En nú gæti ég það! — Jan, Jan! lirópaSi Peggy og dró frá dyratjaldið. — Peggy! Jan þrýsti henni að brjósti sér. ★ TIL FBÚ INGÚNNAR BJARNADÓTTUR. Hennar, sem bjó til lagiS „Amma raular í rökkrinu og ótal mörg önnur. Hvo blómliafið ber l>css Ijósan vott, að blómum bér er ciginlegt að sinna. I>ú dáir allt, scm göfugt er og gott, að gróðri öllum listalicndur vinna. Svo vítt er dáð, hvað böndin bín só hög. Við hekl og sauma liprir cru fingur. — I'ó öllu kærra mór, bín Ijúfu lög, er lífrænt bú oss iitn í lijarta syngur. LILJA BJÖRNSDÓTTIR. Áfcngriisflóðið / Þú landi‘8 mitt Ijúfa og bjarta, nú liggur mér þunglega á lijarta, hve almennt og illa er drukkiS. Er allt hreint að hverfa í sukkið? Þeir saklausu sárast þess gjalda, hve sorglega á málunum halda þeir allir, sem áfengis neyta. Þeir „Eden“ í kvalastað breyta, Þú áfengis myglaSa menning, þú magndSa heimskunnar kenning. Ég hata þig! lirópa þig niður! Er livergi á jörðunni friður? Og þú líka, barniS mitt bezta, sem birtu mér oft veittir mesta, í Bakkusarfjötra ert fœrður, í flóðinu liggur þú sœr'ður! Ó, Kristur, meS kraftinn þinn milda, þinn kœrleikur alltaf mun gilda. Þú veitir mér líkn til u8 lifa og IjóS mér til svölunar skrija. LILJA BJÖRNSDÓTTIR. Guðrún Geirsdóttir Framhald af bls. 2. Mánuði seinna var hún dáin og hafði þá róleg og örugg kvatt sína nánustu vini. Guðrún Geirsdóttir er mér í huga sem ein af ágæt- ustu og fágætustu konum þessa lands. Þau Guðrún og Þorsteinn eignuðust 5 börn, sem öll lifa. Þau eru: Geir verkfræðingur, framkvæmdarstjóri h.f. Ræsis, Hannes, fulltrúi í Landsbankanum, giftur Önnu Hjartardóttur, kaupmanns Hanssonar, Þorsteinn viðskiptafræðingur, giftur Helgu Hansdóttur, heild- sala Þórðarsonar, Narfi rafmagnsfræðingur, giftur Gyðu Guðjónsdóttur, verkstjóra Jóhannessonar, Bryn- dís, gift Helga verkfræðingi Árnasyni, Helgasonar læknis á Patreksfirði. Öll eru systkinin að eðli og upp- eldi gæfunnar börn. Megi blessun fylgja afkomendum Guðrúnar og Þorsteins um aldir. Reykjavík i júní 1955. GuðriSur Þórarinsdóttir. NYTT KVENNABLAÐ 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.