Nýtt kvennablað - 01.02.1958, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.02.1958, Blaðsíða 6
Velferð landsins (Gamansaga úr sveitinni.) Sólbjai Lur sumardagur var liðinn að kveldi og löng dagleið að baki fyrir 12 ára stelpu, sem var að fara í sveit í fyrsta sinn. Húsbóndi minn tilvonandi, Jón í Vaðbrekku, leit um öxl og kallaði til mín: „Þá erum við nú komin fram í Arnardal. Þessi bær heilir Yztibær.“ Hann benti á reisulegan bæ með 4 þiljum hinum megin við ána. Þar bjó lengi bóndi, sem hét Halldór. Hann er nú orðinn mesta skar og hættur að búa. Sonur hans, Ólafur, tók við.“ „Er langt að Vað- brekku?“ spurði ég. „Ó, nei, ekki mjög,“ sagði hann. „Ertu lúin, litla slráið?“ „Ekki mjög,“ sagði ég. Sólin gyllti blómskreytt túnin og grasgrónu þökin á bæjunum. Reykurinn teygði sig hærra og hærra móti bláum vorhimninum. Fuglarnir sungu og Arnardalsá niðaði vingjarnlega í kvöldkyrrðinni. Ég var alltaf að benda heim á bæina og spyrja: „Er ekki þelta Vaðbrekka?“ „Nei, ekki ennþá,“ sagði Jón, svo nafn- greindi hann bæina. Einn hét Miðhús, annar Hóll o. s. frv. „Þetta er Vaðbrekka,“ sagði Jón loksins og benti á bæ, sem var beint á móti okkur fyrir handan ána. „Nú er eftir að fara yfir ána. Hún er ekki mikil núna, en hún gelur verið illur þröskuldur. Ég er ekki hræddur um þig á honum Gráskjóna.“ Það hét hann stóri, sterki hesturinn, sem bar mig heim á nýja heimilið, en Seljalands-Brúnn hesturinn húsbóndans. Svo teymdi hann reiðingshest klyfjaðan fugli og fiski. Okkur gekk vel yfir ána, enda var hún ekki nema í hné á hestunum. Framhúsið í Vaðbrekku var grátt og vindblásið með rauðum skellum til og frá og grænu lorfþaki. Dyr voru fyrir miðju og sexrúðugluggar sinn hvorum meg- in, annar var stofuglugginn með hvítum blúndugardín- um, hinn skálaglugginn, ein rúðan brotin og fjalir negldar fyrir. Grár hundur lá í varpanum. Hann fagn- aði Jóni, þegar hann steig af baki. „Það var ekki liætt við, að þú gleymdir að taka á móti mér, Kópur minn, greyið,“ sagði hann og klappaði hundinum. Rétt í því kom gömul kona fram í bæjardyrnar, gráhærð, feit og góðmannleg á svip. „Það eru nú fleiri en Kópur, sem muna eftir að taka á móli þér“. sagði hún hlæjandi. „Ætli það ekki, móðir góð,“ sagði Jón og heilsaði henni blíðlega. Þetta var Geirlaug, móðir hans. „Þau ætluðu nú að vaka eftii þér, angarnir litlu, og fá eitthvað upp í sig, en þau eru nú dottin útaf. Helga 4 er sofnuð líka, henni var illt í höfði. Ásgeir fór fram í Seljaland, rétt einu sinni, en það gerir ekkert, ég skal spretta af með þér.“ „Þú þarft að fylgja kaupakonunni I bæinn“, sagði Jón. Þá bauð hún mig velkomna og fór með mig inn í maskínuhús, þar sem nratur beið eftir okkur Jóni. Hún vísaði mér til sætis og gekk svo fram, en kom aftur eftir lilla stund og sagði, að Jón væri að ílytja heslana. Reyndi hún nú að láta mig borða sem mest, en ég var lystarlítil eftir ferðalagið. Þá fór hún með mig inn í lítið hús í öðrum baðstofuendanum og vís- aði mér á uppbúið rúm á móti rúminu sínu. Þarna inni var allt hvítskúrað. „Jæja, nú fer ég að plokka fuglinn", sagði Geirlaug daginn eftir, þegar við höfðuin lokið uppþvottinum eftir hádegið, „en fyrst ætla ég að syngja einn sálm.“ „Og ég líka,“ sagði Stefán litli, sem var 6 ára. „Og ég líka“, sagði Áslaug, sem var 4 ára. Mér leizt strax vel á þau lillu systkinin. Ilelgu hafði ég séð áður. Hún dvaldi um tíma veturinn áður á heimili foreldra minna og gekk þá til læknis. Við gengum nú til baðstofu. Geiri svaf í rúminu sínu í miðbaðstofunni, langur og mjór og freknóttur. Jón svaf inni í suðurhúsinu. — „Lokið þið dyrunum, krakkar, svo að pabbi ykkar hafi > frið lil að hvíla sig eftir kaupstaðarferðina“, sagði Geirlaug. „Þarf ekki Geiri líka að hvíla sig“, sagði Asa lilla. „Ja, ekki held ég það“, sagði Geirlaug. „Það var enginn að biðja hann að brölta fram í Seljaland. Það Jrarf að gera að fiskinum, hann úldnar strax í þess- um hita.“ Norðurhúsdyrunum var því ekki lokað. Geir- laug settist á rúmið silt með sálmabókina og krakk- arnir hjá henni. Hún fann sálm tilheyrandi guðspjalli dagsins. Hann var undir sama lagi og „Aldrei skal ég eiga flösku“. Krakkarnir kunnu það. En Stebbi var illa læs og var alltaf á eftir ömmu sinni. Ása leit ekki á bókina, en söng og galaði af öllum kröftum. Geiri var vaknaður, þegar við komum framfyrir aftur. — „Ivomdu fram og fáðu þér kaffi,“ sagðí Geirlaug, „Farðu svo að líta á fiskinn.“ Geiri geispaði og klóraði sér, en drattaðist á fætur. Ég fór í kjólgarm af Helgu, en krakkarnir settu upp svuntur. Svo fórum við fram í skála að plokka fugl- NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.