Morgunblaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eigandi Sjó-vár greiddisér drjúg- an arð árið 2007. Arðgreiðslurnar námu 170% af hagnaði, að því er segir í frétt Þórðar Snæs Júlíussonar í Morg- unblaðinu í dag. Þetta er ekki villa. Fyrir hverjar hundrað krónur, sem tryggingafélagið hagnaðist um, tók eigandinn 170 krónur. Í ársreikningnum frá 2007 kemur fram að félagið greiddi 7,3 milljarða króna arð til eigandans, Milestone ehf., þetta ár, en hagnaður Sjóvár af tryggingum og fjárfest- ingum var 4,3 milljarðar króna. Á árunum 2005 til 2007 var alls greiddur út 19,5 millj- arða króna arður. Greint var frá því í Morg- unblaðinu í gær að tap Sjóvár vegna fjárfestinga hefði numið 35,5 milljörðum króna á síð- asta ári. Kom fram að fjárfest- ingafasteignir félagsins hefðu verið orðnar um 77% af öllum eignum þess um síðustu ára- mót. Fyrir þremur árum voru þær minna en einn hundraðs- hluti af eignum þess. Milestone eign- aðist Sjóvá að fullu fyrir þremur ár- um. Ofangreint sýnir að áhugi eig- andans á trygg- ingum var takmarkaður. Fyr- irtækið og sjóðir þess þjónuðu greinilega öðru markmiði en hefðbundinni trygginga- starfsemi. Nú er eitt af hinum rótgrónu fyrirtækjum landsins rjúkandi rúst. Málefni Sjóvár eru nú til rannsóknar hjá sér- stökum saksóknara. Ríkið hef- ur afhent nýju félagi í kringum vátryggingarekstur Sjóvár 16 milljarða króna til að það standist kröfur um gjaldþol tryggingafélaga og geti borgað vátryggingaskuldir. Sú aðferð að taka yfir vel stæð fyrirtæki til að nota sjóði þeirra sem stökkpall til frekari fjárfestinga þannig að eftir standi hol skel er alþekkt. Slík- ar sögur eru fleiri úr viðskipta- lífi undanfarinna ára. Eigend- urnir sáu fram á skjótfenginn gróða. Almenningur situr eftir í rústunum. Eigendurnir sáu fram á skjótfenginn gróða. Almenningur situr eftir í rúst- unum} Saga úr viðskiptalífinu Það er hættulegtað gagnrýna ráðandi öfl í Rúss- landi. Á miðviku- dag var mann- réttinda- frömuðinum Natalíu Estemírovu rænt í Grosní og fannst lík hennar illa leikið síð- ar um daginn. Estemírova hafði hvað eftir annað flett of- an af óhæfuverkum ofbeldis- manna á vegum stjórnar Ramzans Kadyrovs í Tétsníu. Fullyrt er að Kadyrov hafi hót- að henni og Oleg Orlov, leið- togi mannréttindasamtakanna Memorial, sem Estemírova vann fyrir, segir að einu gildi hver hafi gefið út skipunina um morðið, hann beri ábyrgð á því. Fleiri hafa goldið fyrir að fara gegn forseta Tétsníu. Um- ar Israilov, téténskur and- ófsmaður, sem hafði borið því vitni fyrir Mannréttinda- dómstól Evrópu að Kadyrov hefði pyntað sig, var skotinn til bana á götu úti í Vín í mars. Annar andstæðingur hans skotinn í Dúbaí í sama mánuði. Í janúar var lögfræðing- urinn Stanislav Markelov skot- inn ásamt Anastasíu Baru- rovu, blaðamanni dagblaðsins Novaja gaseta. Markelov var þekktastur fyrir að hafa rekið mál á hendur Júrí Búrdanov, ofursta í rússneska hernum, fyrir að myrða 18 ára stúlku í Tétsníu. Búrdanov var dæmd- ur í tíu ára fangelsi. Viku áður en Markelov var skotinn ásamt Barurovu var Búrdanov látinn laus án þess að hafa afplánað allan dóminn. Anna Politkovskaja er þekktasta fórnarlambið úr röðum þeirra, sem barist hafa fyrir mannréttindum í Rúss- landi. Politkovskaja var líka blaðamaður á Novaja gaseta og vann með og þekkti bæði Markelov og Estemirovu. Hún var harður gagnrýnandi hern- aðar Rússa í Tétsníu og bók hennar, Rússland Pútíns, er harður áfellisdómur. Hún galt fyrir skrifin með lífi sínu. Morðið á Natölju Estemir- ovu hefur verið fordæmt um allan heim. Dmítrí Medvedev, forseti Rússlands, hefur sagt að málinu verði fylgt eftir, en sú hefur ekki verið raunin hingað til. Ítök rússneskra stjórnvalda í Kákasus eru hverfandi og stefnir víðar í upplausn en í Tétsníu. Kady- rov komst til valda með vel- þóknun stjórnvalda í Kreml, en lýtur ekki stjórn. Gagnrýn- endur ástandsins eru einangr- aðir og valdalausir. Meira er fjallað um hlutskipti þeirra og málflutning utan Rússlands en innan. Þetta ástand er í hróp- andi mótsögn við yfirlýsingar forsetans um jafnrétti, en rím- ar betur við fálæti Pútíns gagnvart andmælendum sín- um og réttindum þeirra. Það er hættulegt að gagnrýna ráðandi öfl í Rússlandi} Morð í Kákasus D álkahöfundurinn Hadley Free- man skrifaði pistil í blað sitt The Guardian fyrr í vikunni þar sem hún velti því fyrir sér hvernig í ósköpunum á því gæti staðið að Bernie Madoff, fjárglæframaðurinn bandaríski, hefði komist upp með svikamyllu sína, (Ponzi scheme eins og það er kallað) svo árum skipti án þess að nokkur kveikti á per- unni að eitthvað hlyti að vera bogið við málið. Hún vitnar í ónefndan mann sem hafi sagt henni að einhverju sinni hefði einn af þeim sem voru að útvega Madoff viðskiptavini – í bestu trú að því er virtist – haft samband við sig og boðið sér að stökkva um borð í þessa óstöðvandi hringekju. „Og í hverju fjárfestir Madoff?“ segist maðurinn hafa spurt. „Ó, hafðu ekki áhyggjur af því.“ var svarið. Hann hafi aldrei aftur heyrt frá manninum eftir að hafa látið þessar efasemdir í ljós. Þetta væri næstum því fyndið, segir Freeman, ef þetta gæfi ekki til kynna að fjöldi manns hefði afhent þannig peningana sína án þess að spyrja nokkurra spurninga. Og ástæðan fyrir því að Madoff og fleiri fjárglæframenn hafa komist upp með að hafa peninga af fólki er að jafnvel velmenntað fólk kann ekki að lesa ársreikninga og lætur froðusnakk sérfræðinganna villa um fyrir sér, segir Freeman. Kreppan og hrunið hafi hins vegar leitt í ljós að þessir svokölluðu sérstæðingar vissu – í besta falli – ekki neitt. Hún setur síðan fram þá róttæku tillögu til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig að Gordon Brown, forsætisráðherra og þar áður fjármálaráðherra, setji lestur ársreikninga inn í námsskrá skólakerfisins. En sér svo að sér og segir að það að slíkt gerist sé álíka líklegt og að milljarðarnir hans Madoffs endurheimtist. En einhvern veginn hljómar þetta allt kunn- uglega og auðvelt að heimfæra upp á íslenskar aðstæður. Hér voru teknir „snúningar“ eftir „snúninga“ eins og það var kallað, á fjölmörg- um ágætum hlutafélögum, verðmæti og sjóðir hirt út úr þeim, þau tekin yfir á ný með skuld- setningum og óefnislegar eignir og við- skiptavild þöndust út við hvern snúning. Allt í boði íslensku bankanna. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær rek- ur Hálfdán Örnólfsson söguna á bak við Ponzi- leikinn sem hann kallar svo og veltir því upp hvort það sem gerðist hér á landi hafi í reynd ekki verið einn alls- herjar Ponzi-leikur. Flestir þátttakendur í leiknum hafa þó væntanlega verið ágætlega læsir á ársreikninga. Þeir kærðu sig bara ekki um að sjá hvað stóð í ársreikningunum. Helsti fræðimaður landsins í reikningshaldi snupraði mig eitt sinn fyrir oftrú á ársreikninga. „Ársreikningar eru ekki raunvísindi,“ sagði hann. „Þeir eru frásagnarlist.“ Þá þótti mér þetta fyndið. Nú er ég ekki viss. bvs@mbl.is Björn Vignir Sigurpálsson Pistill Frásagnarlist Minni aukavinna og kjötsala dregst saman FRÉTTASKÝRING Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is N okkur samdráttur hef- ur að undanförnu orð- ið í sölu lambakjöts. Afkomu sinnar vegna bera sauðfjárbændur kvíðboga fyrir því og eins þeirri stað- reynd að mjög hefur þrengst um alla aukavinnu sem sveitafólk hefur sinnt til að drýgja tekjur sínar. Þar má til dæmis nefna þjónustu í sambandi við heyskap, girðingavinnu, skógrækt, störf í skólum og við umönnun og þannig mætti áfram telja. Á þessum vettvangi hefur talsvert verið skorið niður og áhrifanna gætir býsna víða. Færa sig í ódýrara Fyrir sauðfjárbændur skiptir af- urðasalan öllu. „Í fyrrahaust vorum við á ágætu róli og sala á lambakjöti var góð. Eftir efnahagshrunið hafa neytendur hins vegar í vaxandi mæli verið að færa sig yfir í ódýrari kjöt- tegundir sem er ekki óeðlilegt,“ segir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, bóndi í Bakkakoti í Stafholtstungum í Borg- arfirði og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Sala á dilkakjöti í júní sl. var 374 tonn samanborið við 402 tonn í sama mánuði í fyrra. Það er 7% samdráttur í sölu. Miðað við sama ársfjórðung í fyrra, það er tímabilið apríl til júní, er salan nærfelt fjórðungi minni en sé litið til tólf mánaða mánaða er salan 3,7% minni, að því er fram kemur á vef sauðfjárbænda. Markaðshlutdeild kindakjöts á inn- lendum kjötmarkaði var 26,6% síð- ustu 12 mánuði en alifuglakjöt seldist best, hlutdeild þess var 28,5%. Næst kom svínakjöt með 27,3%, þar á eftir kindakjöt, svo nautgripakjöt með 14,7% og loks hrossakjöt með 2.9%. Sé litið til alls kindakjöts þá seldust 410 tonn í júní. Það er 11,7% minna en var í júní í fyrra. Búið er að flytja út 823 tonn af kindakjöti það sem af er ári, sam- anborið við 235 tonn sömu mánuði í fyrra. „Útflutningurinn hefur gengið mjög vel, segir Sindri. Samkeppnishæfir í ESB Verð á aðföngum til búrekstrar hefur hækkað mikið að undanförnu og margir bændur eiga erfitt með að rísa undir þeim álögum. „Áburð- arverð hefur frá árinu 2006 hækkað um 180% og í dag er algengt verð fyr- ir hvert tonn 80 þúsund kr. Vara- hlutir í dráttarvélar og heyvinnutæki eru sömuleiðis miklu dýrari en áður. Einstaka hlutir sem áður kostuðu kannski 15 þús. kr. eru í dag komnir í 50 þús. kr,“ segir Sindri. Forysta bænda hefur gert sig gild- andi í Evrópuumræðunni og er andsnúin aðild Íslendinga í ESB, telur að innganga í bandalagið geti rústað íslenskum landbúnaði. Sindri segir hins vegar að sauðfjárræktin sé betur í stakk búin til að mæta sam- keppni erlendis frá en flestar aðrar búgreinar. „Þar kemur til að við sauðfjár- bændur höfum aldrei náð þeirri hækkun afurðaverðs sem er greininni mikilvæg. Þetta veldur því, að við er- um og verðum ágætlega samkeppn- ishæfir komi til inngöngu Íslendinga í ESB. Eigi að síður er verðhækkun á lambakjöti nauðsynleg, en það er hins vegar nokkuð sem við megum ekki segja enda telst slíkt samráð sam- kvæmt skilningi Samkeppniseftirlits- ins,“ segir bóndinn borgfirski. Morgunblaðið / BFH Rekið í réttir Sauðfjárbúskapur er mikilvægur í sveitum. Afurðaverð hefur hins vegar lækkað og aukavinna býðst ekki í þeim mæli sem var. Sala á lambakjöti hefur dregist saman. Bændur bera kvíðboga fyrir því og eins er aukavinna minni en áður. Lágt afurðaverð skapar þó ákveðna möguleika í hugsanlegri samkeppni frá ESB. „Fyrst eftir efnahagshrunið í októ- berbyrjun sl. haust var mjög góð sala á kindakjöti,“ segir Sigurgeir Sindri Sig- urgeirsson. „Engu var líkara en fólk væri að birgja sig upp í sláturtíðinni til að eiga kjöt í frystikistunni fyrir erfiða tíma sem í vændum væru. Vildi sýna ákveðin búhygg- indi. Og ef til vill á fólk ennþá kindakjöt í kistunni frá þessum tíma sem skýrir minni sölu að undanförnu. Fólk hefur líka ef til vill fært sig yfir í ódýrari kjöt- tegundir, sem ekki væri óeðlilegt í ljósi aðstæðna í efnahagslífinu. Hins vegar hefur kindakjötssala alltaf verið mjög góð yfir sumarið – í grillvertíðinni – og þess vegna ollu sölutölur fyrir júní ákveðnum von- brigðum.“ Þess má geta að í tengslum við þættina Eldum íslenskt, sem m.a. eru sýndir á mbl.is, hafa kokkar á vegum bænda heilgrillað kjöt- skrokka fyrir utan verslanir að undanförnu þar sem fólk hefur fengið ráð og gott að smakka. BIRGÐIR Í KISTU Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.