Morgunblaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2009 ✝ Snorri Snorrasonfæddist í Reykja- vík 16. október 1973. Hann lést á Flateyri 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Snorri Frið- riksson og Steinunn Húbertína Ársæls- dóttir, þau búa í Kópavogi. Systkini Snorra eru: Jón, maki Linda Björk Árnadóttir, Katarína, maki Smári Eggertsson, og Ársæll. Snorri kvæntist 4. mars 2000 Guðmundu H. Birgisdóttur, fædd í Reykjavík 13. febrúar 1971. For- eldrar hennar eru Birgir K. Krist- Hvolsvöll, og kláraði hann grunn- skólann þar. Á sumrin var hann vinnumaður á Neðri-Þverá í Fljótshlíð þar sem mikill áhugi á dýrum vaknaði sem varð til þess að á fullorðinsárum fylgdi honum gjarnan hundur og hafði hann gaman af að segja hestasögur, sérstaklega af óförum sínum í samskiptum við hestana. Hann reyndi fyrir sér hin ýmsu iðnaðarstörf í landi, en alltaf var það sjómennskan sem togaði í hann enda alinn upp á sjómanns- heimili og byrjaði hann ungur að stíga ölduna með föður sínum og stundaði eingöngu sjómennsku síð- ustu ár á Hrugni GK frá Grinda- vík og síðast var hann á Stefni ÍS-28. Snorri verður jarðsunginn frá Flateyrarkirkju í dag, laugardag- inn 18. júlí, og hefst athöfnin kl. 14. Meira: mbl.is/minningar jánsson og Elín Ell- ertsdóttir, þau búa í Hveragerði. Börn Snorra og Guð- mundu: 1. Birgitta Kristín, f. 6. júní 1988, sambýlismaður Atli Þór Fanndal. 2. Helga Karen. 3. Anna María. Snorri ólst upp á heimili foreldra sinna í Kópavogi og gekk í Kársnesskóla. Frá unga aldri sótti hann mikið í Hofsós til ömmu sinnar, það var mjög kært á milli þeirra og var hún mikill trúnaðarvinur hans alla tíð. Hann fluttist tímabundið til Kat- arínu og fjölskyldu hennar, á Sonur okkar, Snorri Snorrason, er látinn. Við viljum þakka honum allar samverustundirnar og minn- umst hans með þessu fallega ljóði: Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Megi góður Guð blessa minningu Snorra og styrkja Guðmundu, Birg- ittu, Helgu og Önnu Maríu í þeirra miklu sorg. Mamma og pabbi. Elsku pabbi, ég mun aldrei gleyma þeim stundum sem við átt- um saman, þú munt alltaf lifa í hjarta mínu. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Þín dóttir, Helga Karen. Elsku pabbi minn. Þú fórst mjög snemma frá okkur og það er mjög erfitt að fara heim og vita að það sé ekkert að hlakka til einu sinni til tvisvar í mánuði að fá þig heim til okkar eftir langa sjó- ferð. Það er alltaf gott að hugsa um góða og skemmtilega hluti sem við gerðum saman eins og t.d. þegar við gerðum þessa frægu pítsu okkar. Hún hefði ekki verið svona góð ef þú hefðir ekki gert hana með okkur. Ég hef staðið við gluggann, heyrt hann tala um komandi harðæri, nístandi él. Aldrei fyrr séð hann svo hryggan stara. Þegar þú kvaddir, hvað ég skildi hann vel. Ég hef staðið við gluggann, séð hann stara á norðanvindinn, úti í fjúkinu leika sér. Stundum heyri ég hlátur, í gólffjölum marra, hjartað tekur kipp en það er ekkert hér. (Bubbi Morthens) Þín yngsta dóttir, Anna María. Með trega og hlýhug kveð ég nú litla bróður minn. Ég man þegar við fórum saman hringveginn með mömmu og pabba. Ég man þegar ég passaði þig um kvöld í fyrsta sinn. Ég man hvað þú leist upp til mín og vildir líkjast mér en það leist mér ekkert á. Ég man hvað ég var stoltur þegar þú fórst að búa og að koma undir þig fótunum. Ég man þegar þú leitaðir til mín og ég reyndi að gefa þér góð ráð. Ég man þegar ég var ósáttur við þig en aðallega man ég þó og mun alltaf standa upp úr í minningunni hvað við glöddumst og hlógum dátt þegar við hittumst. Þannig mun ég alltaf minnast þín, glaðs og hlæjandi. Kveðja, Ársæll bróðir. Elsku Snorri minn, það er svo tómlegt án þín. Ég vona innilega að þér líði betur núna. Þú varst alltaf svo góður félagi og ég sakna þín svo mikið. Sérstaklega að hafa einhvern til að tala við, eng- inn bjó yfir eins mikilli þekkingu á því hvernig konurnar í fjölskyldunni standa alltaf saman, okkur tveimur oft til mikillar mæðu. Það er svo lit- laust að koma heim þegar þú ert ekki hérna. Enginn til að fíflast í verslunum, enginn sem aðstoðar mig við að æsa Birgittu upp þegar við þrætum og enginn sem hlær með mér að afskiptasemi dætra þinna. Þeir sem voru svo heppnir að vera hleypt nálægt þér kynntust einstak- lega góðum, hjálpsömum, ljúfum og skemmtilegum manni. Fjölskyldan var þér það mikilvægasta og ég hef alltaf dáðst að því hvað þú varst óhræddur við að segja þeim og öðr- um það. Ég þekkti þig sem ljúfan og góðan trúnaðarvin en líka sem kjánalegan vitleysing sem hægt var að plata í allt. Ég man svo eftir því þegar þú komst út til okkar Birgittu og þegar allir voru sofnaðir fórum við þrjú í göngutúr um bæinn með það eitt í huga að finna allan þann versta og ógeðslegasta mat sem Bretland hefði upp á að bjóða. Meðan á göng- unni stóð sameinuðumst við um sögu til að segja henni Guðmundu svo hún yrði ekki pirruð út í okkur fyrir að hunskast ekki í bælið. Það var sama hvaða vitleysa var borin á borð; alltaf var Snorri til, engu skipti hvort það var ferð í loft- belg, kappakstur með innkaupakörf- ur í búðum eða að fá þig til að klæð- ast spandexi og kúrekahatti yfir kaffispjalli. Sagan af sláturpítsunni þinni verður alltaf sögð og ég vona að einhvern daginn getum við Birg- itta sagt syni okkar eða dóttur frá honum Snorra afa. Ekki hafa áhyggjur af fjölskyld- unni þinni Snorri minn, við vinnum okkur í gegnum sorgina með þinni hjálp. Atli Þór Fanndal Guðlaugsson. Kenndu mér klökkum að gráta, kenndu mér lífið í svip, færðu mér friðsæld í huga, finndu mér leiðir og veg. Gefðu mér gullin í svefni, gættu að óskum og þrám, minntu á máttinn í sálu, minning er fegurri en tár. Og sjáðu hvað heiður himinn handan við þyngstu ský er dagur sem dugar á ný. (Sigmundur Ernir Rúnarsson.) Þegar ég hugsa um bróðurson minn Snorra, koma ótal myndir upp í hugann. Ég er búin að fylgjast með honum síðan ég sá hann fyrst á fæð- ingardeildinni, stór og fallegur, ljós- hærður gutti. Flestar minningarnar frá bernsku hans tengjast Hofsós, þegar hann fór að vera þar í smá- tíma á sumrin. Hann komst fljótt upp á lag með að láta ömmu sína dekra við sig, ég held að hún hafi notið þess ekki síður en hann og tókst mikill vinskapur með þeim. Stundum þegar maður sest niður og flettir gömlum myndaalbúmum rifj- ast upp margar skemmtilegar stundir. Fullt af krökkum í afmæl- isveislum og fjölskylduboðum. Eftir því sem árin líða breytast mynd- irnar í fermingarmyndir, brúð- kaupsmyndir, nýjar barnamyndir. Ég hef verið svo heppin að fá að fylgjast með þessum alvarlega unga manni sem átti þó geislandi bros og hlý faðmlög þegar hann kom í heim- sókn. En tíminn líður. Snorri kvænt- ist Guðmundu H. Birgisdóttur og hóf búskap með henni og þremur ungum dætrum hennar. Nú síðast áttu þau heimili á Flateyri þar sem hann verður jarðsunginn. Og aftur leita ég í ljóð, að þessu sinni eftir Snorra Hjartarson. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. Góða ferð, vinur – sofðu rótt. Við Sverrir sendum öllum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Friðriksdóttir (Dúdda.) Elsku Snorri. Ég hef engu við það, sem mér meiri menn og konur hafa ritað, að bæta. Svo að ég gríp niður í orð Spámannsins: „Þú leitar að leyndardómi dauðans. En hvernig ætti þú að finna hann, ef þú leitar hans ekki í æðaslögum lífs- ins? Uglan sem sér í myrkri, en blindast af dagsbirtunni, ræður ekki gátu ljóss- ins. Leitaðu að sál dauðans í líkama lífs- ins, því að líf og dauði er eitt eins og fljótið og særinn. Í djúpi vona þinna og langana felst hin þögla þekking á hinu yf- irskilvitlega, og eins og fræin, sem dreymir undir snjónum, dreymir hjarta þitt vorið. Trúðu á draum þinn því að hann er hlið eilífðarinnar. Óttinn við dauðann er aðeins ótti smaladrengsins við konung, sem vill slá hann til riddara. Er smalinn ekki glaður í hjarta sínu þrátt fyrir ótta sinna við að bera merki konungsins? Og finnur hann þó ekki mest til óttans? Því að hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga and- ann annað en að frelsa hann frá frið- lausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund Guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagn- arinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Úr Spámanninum/ Khalil Gibran) Það eina sem hér á undan er ósagt og ég vil bæta við er að ég þakka þér fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Stóri, fallegi og skemmtilegi þrjóskupúkinn sem þú varst, fullur af húmor, hjartahlýr og mannlegur. Fyrst og fremst; mann- legur. Elsku Guðmundu minni og dætr- unum Birgittu, Helgu og Önnu Mar- íu votta ég mína dýpstu samúð, sem og foreldrum Snorra, tengdaforeldr- um, systkinum og öðrum ástvinum. Ylfa Mist Helgadóttir. Kær vinur er horfinn frá okkur og við söknum hans sárt. Við munum aldrei gleyma þér. Þú varst maður með stórt hjarta. Það sést best á því að þú tókst að þér stelpurnar henn- ar Guðmundu og varst við þær eins og þú ættir þær sjálfur og varst þeim faðir þegar þær þurftu á því að halda. Við munum aldrei gleyma stundunum sem við áttum saman öll fjögur með stelpurnar, hversu ynd- islegt það var að vera hjá ykkur á Flateyri í sumar. Guð blessi þig. Sigurbjörn og Hlín. Kæri Snorri. Það er ansi sárt að þurfa að kveðja þig svona snemma. Þú varst vinur sem lífgaði upp á til- veruna en fyrst og fremst traustur vinur. Ótalmargar minningar skjóta upp kollinum enda eru þau ófá skiptin sem við höfum hlegið eða tekist á við erfiða hluti saman. Fyrir 16 árum kynntist ég þér á áfanga- heimilinu Takmarkinu og náðum við fljótt saman, báðir svona nett öfga- fullir, ekkert of góðir að taka leið- sögn og alltaf til í eitthvert grín þótt alvara lífsins væri ávallt skammt undan. Þú varst með lengri edrútíma en ég og náðir að leiða mig inn í það líf sem edrúmennskan býður upp á, dróst mig á alla mögulega fundi, skipaðir mér að taka virkan þátt og láta eins og trúður þess á milli. Þessi stuðningur þinn reyndist mér ómetanlegur. Á þessum tíma vorum við báðir atvinnulausir en með hjálp hvors annars náðum við nú að plata einhvern til að ráða okk- ur í vinnu og ekki leið á löngu þar til við vorum farnir að leigja saman húsnæði. En þó það hafi alltaf verið stutt í grínið var líka tekist á við al- vöruhluti. Þú áttir þína slæmu daga og það leyndi sér oftast ekki en þá varð ég að beita á þig sömu tækni og þú beittir á mig, drífa þig út, finna upp á einhverju nýju og dreifa huganum. Þannig náðum við oft að finna ný áhugamál sem hægt var að gleyma sér yfir eins og t.d. keilu. Þú kynntir mig fyrir þeirri íþrótt og í okkar sameiginlegu öfgum eignuðumst við fljótlega kúlur, skó, hlífar, fast skápapláss í keiluhöllinni, stofnuð- um deild og fengum dómararéttindi. Já, svona gat þetta stundum verið. Annað hvort í ökkla eða eyra. Þannig voru nú líka oft þínar til- finningar og var ekki hverjum sem er hleypt að þeim. Ef þér leið illa varð maður að leiða þig áfram með spurningum og ef maður hafði ekki rétt fyrir sér komst maður aldrei að því hvað hafði verið að hrjá þig. Sömuleiðis var þegar þér leið vel. Einu sinni sem oftar hringdir þú og baðst mig um að koma í kaffi og ég þáði það. Þá kynntir þú mig fyrir Guðmundu og stelpunum hennar. Sem fyrr varst þú ekkert að tvínóna við hlutina og ekki leið á löngu þar til þið hófuð sambúð og þú farinn að taka þátt í uppeldi þriggja stúlkna og endaðir sem giftur maður. Ég sá langar leiðir að þú varst hamingju- samur og montinn faðir. Þegar þú svo fluttir til Þorláks- hafnar með fjölskylduna voru marg- ir kaffisopar drukknir, hlustað á marga diska með Eric Clapton, skipulagðar veiðiferðir, klappað mörgum hundum og umfram allt myndaðist góð vinátta milli fjöl- skyldna. Ég gæti endalaust haldið áfram og sagt margar skemmtilegar sögur frá veiðferðum, tónleikum, matargerð, nú eða hestamennskunni en ég ætla að geyma þær fyrir mig. Þær fá mig til að brosa og létta mér þá þungu raun að þurfa að syrgja þig nú, minn kæri vinur. Elsku Guðmunda, Birgitta, Helga, Anna María og Steinunn, Snorri og aðrir aðstandendur, við færum ykkur okkar dýpstu samúð- arkveðjur og biðjum góðan Guð að styðja ykkur í ykkar miklu sorg. Róbert og Guðlaug. Okkur langar að minnast vinar okkar Snorra Snorrasonar. Við kynntumst Snorra fyrst fyrir um 11 árum þegar Guðmunda kynnti hann fyrir okkur. Strax líkaði okkur vel við þennan hægláta spaugara. Snorri tók dætrum Guðmundu, þeim Birgittu, Helgu og Önnu Maríu, sem sínum eigin og hefði engum tekist betur upp að öðlast virðingu þeirra og trúnað. Öll börn löðuðust að hon- um því hann kom fram við þau af virðingu og sem jafningja. Snorri sá alltaf fyndnu hliðina á flestum mál- um og oft var stutt í brosið. Sterkar í minningunni eru ófáar stundirnar sem þau hjónin sátu hjá okkur fram á nótt yfir kaffibolla og góðu spjalli. Snerist spjallið yfirleitt um hunda og hvernig bæta mætti aðbúnað þeirra. Snorri var mikill dýravinur og ekki má gleyma að minnast á boxerhundinn hans, hann Megas, sem hann hafði miklar væntingar til og hafði honum tekist vel upp með hann enda lagt mikla vinnu í þennan gæða-hund. Alltaf heilsaði Snorri með stóru faðmlagi og orðunum: Gaman að sjá þig elskan. Þetta lýsir Snorra svo vel, hann var vinur vina sinna og alltaf innilegur. Snorri kom til dyranna eins og hann var klædd- ur, hann var alltaf hann sjálfur. Stríðinn var hann og alltaf stutt í brosið, jafnvel þó aðrir sæju ekki spaugilegu hliðina á hlutunum, eins og þegar við vorum að aðstoða þau við flutning og bakka þurfti kerru inn í innkeyrslu, Snorri sagði það nú ekki mikið mál þó svo aðrir treystu sér ekki í það. Okkar maður settist undir stýri, steig bensíngjöfina vel niður og fór í loftköstum aftur á bak. Ekki vildi betur til en svo að kerran snarsnerist og skall í hliðina á bíln- um, Snorri vippaði sér út og sá þá hvað gerst hafði og sprakk úr hlátri við lítinn fögnuð eiginkonu sinnar. Hæglátur og hógvær eru orð sem með sanni lýsa Snorra á svo full- kominn hátt en líka orðin hress og fyndinn. Viljum við kveðja Snorra vin okkar með þessum orðum: Tárin eru leið til að lækna undir, lífið er aðeins þessar stundir Gangverk lífsins þau látlaust tifa og við lærum með sorginni að lifa. (Bubbi Morthens.) Elsku Guðmunda, Birgitta, Helga, Anna María, Atli og aðrir að- standendur, megi góður guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Sædís, Ásgeir og börn. Síminn hringdi 8. júlí – við trúðum þessu ekki, hann Snorri er dáinn. Einu sinni sem oftar litum við inn hjá Guðmundu til að spjalla og fá kaffibolla, er við komum inn í eld- hús, þá situr þar ungur maður sem við höfðum ekki séð áður, það var Snorri. Þetta var fyrir ellefu árum og erum við mikið búin að spjalla og gantast síðan þá. Snorri var mjög ljúfur og góður drengur og mikill spaugari, alltaf stutt í glensið. Oftar en ekki þegar við fórum til þeirra eða þau komu til okkar þá var tekið í spil og spilað fram á morgun ef því var að skipta. Elsku Snorri, þú ert núna kominn Snorri Snorrason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.