Morgunblaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 39
Menning 39FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2009
Hvíta bókin
Ámeðan Þjóðviljinn kom út var sjón-armið vinstri róttækni hluti af op-inberri umræðu á Íslandi. Það kannað vera að undir lokin hafi orðræða
róttækninnar verið farin að daprast, en hún
hvarf ekki með öllu út á jaðarinn fyrr en Þjóð-
viljinn hvarf. Margir hafa saknað hennar og
eftir hrunið hefur mátt sjá
vissar tilraunir til að end-
urvekja hana í vefritum á
borð við Smuguna og Dag-
blaðið Nei, sem segist vera
kommúnískt dagblað, hvað
sem það nú þýðir. Einari
Má Guðmundssyni hefur
tekist vel upp að punda á
stjórnmálamenn og pen-
ingamenn með greinum í
Morgunblaðinu sem end-
urvekja mælskulist íslenskrar vinstriróttækni:
Einar Már er bæði róttækur og þjóðernissinn-
aður, og hann er í senn þungorður siðapostuli
og háðfugl. Hann vitnar í ömmu sína, rétt eins
og Davíð Oddsson og Halldór Laxness, en líka í
Bob Dylan. Greinar hans hefðu sómt sér vel í
Sunnudagsblaði Þjóðviljans sáluga og smell-
passað, að breyttu breytanda, inn í orðræðu
áttunda áratugarins. Og þær eiga ágætlega við,
nú þegar íslenskt samfélag er hrunið marga
áratugi aftur í tímann.
Í Hvítu bókinni er greinum Einars sem birt-
ust í Morgunblaðinu frá hausti 2008 og fram á
vor 2009 safnað saman. Eitthvað hefur hann
unnið í þeim, en þó er ekki að sjá að margt hafi
verið fellt niður eða miklu bætt við. Útkoman
er hressandi. Einari Má tekst að lesa kröft-
uglega yfir stjórnmálamönnum og peningafólki
án þess það verði reiðilestur og strax á fyrstu
síðum bókarinnar birtast þemu sem síðan end-
urtaka sig. Góðærið var „fávitavæðing“ og fá-
vitunum leyfðist að beita fólkið sem vann hefð-
bundin störf af heiðarleika og samviskusemi
kerfisbundnum niðurlægingum (18, 25, 29).
Fjármálafurstarnir frömdu „siðferðileg“ land-
ráð sem hafa gert okkur (íslensku þjóðina) að
„gíslum á lögreglustöð heimskapitalismans“
(15, 23). Einar gerir greinarmun á almenningi
(hann notar ekki orðið alþýða fyrr en alveg í lok
bókarinnar) annarsvegar og stjórnvöldum og
auðmönnum hinsvegar, sem hafi í raun hætt að
finnast hagsmunir fólksins skipta nokkru máli.
Hugmyndin um siðferðilega hnignun kemur
aftur og aftur fyrir í bókinni og Einar Már velt-
ir því fyrir sér hvenær hún hafi byrjað: Einn
möguleikinn er að kvótakerfið hafi leitt til slíkr-
ar hnignunar (85). Annar möguleiki er að
hnignun „pólitískrar hugsunar“ hafi stuðlað að
fjármálablekkingunni (164). Þessar vangavelt-
ur leiða til ákveðinnar niðurstöðu sem mér sýn-
ist vera mikilvæg fyrir Einar Má þótt hann
setji hana ekki fram með berum orðum, en hún
er þessi: Þjóðin (fólkið, almenningur) ber ekki
ábyrgð á hruninu, heldur stjórnvöld og fjár-
málamenn. Af þessu leiðir að sjálfsögðu mik-
ilvæg viðbótarniðurstaða: Sé ábyrgðin ekki al-
mennings, þá á skattfé almennings ekki heldur
að fara í að borga þær skuldir sem þjóðarbúið
stendur frammi fyrir vegna hrunsins.
Einar segist aldrei hafa heyrt á ICESAVE
minnst fyrr en á hann voru sett hryðjuverka-
lög, eins og hann orðar það (61), og þó að með
þessu lýsi hann ekki yfir „sakleysi“ þá er hann
ómyrkur í máli um að ábyrgðina á þeim hrak-
förum beri þeir sem stýrðu Landsbankanum
(63). Í þessari röksemdafærslu birtist róttækni
Einars Más ágætlega. Stjórnvöld eru sam-
kvæmt henni ekki fulltrúar almennings sem
starfa í umboði hans, heldur eru þau orðin óvin-
ir fólksins.
Á þessu er hnykkt með kostulegum dæmum.
Einar Már rifjar upp viðtal við Björgvin G. Sig-
urðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra sem
sagði við embættistöku sína í lok maí 2007 að
helsta verkefni hans yrði að vinna með fjár-
málamönnunum. Flokksbróðir hans Lúðvík
Bergvinsson fær líka sinn skammt fyrir fast-
eignabrask sitt (129). Einar gerir gys að fyrr-
verandi menntamálaráðherra Þorgerði Katr-
ínu Gunnarsdóttur fyrir að hafa sagt kreppuna
„skemmtilega og spennandi tíma“ (148). Hann
bendir á að það sé eins og stjórnmálamenn og
fjármálamenn hafi ánetjast fíkniefnum: Hugs-
anlega hafi menn byrjað í smáum stíl og með
hógværð en endað í botnlausri neyslu, rétt eins
og ferill alkóhólistans getur byrjað með sak-
lausu rauðvínsglasi (151). En víman er búin.
Fjármálastofnanir eiga að skila því sem þær
tóku (139) og ekki nóg með það, þeir sem rök-
uðu til sín gróða í formi arðgreiðslna eiga að
skila því fé líka (179).
Lygin er Einari Má hugleikin: Íslenskur
veruleiki var „lélegur skáldskapur í höndum at-
hafnaskálda“ segir hann og þó að menn væru
ekki að ljúga meðvitað voru þeir þátttakendur í
vef sem byggðist á lygi. Þetta hefðu allir átt að
geta séð (103). Forsetinn á að segja af sér, hinir
seku eiga að borga og væntanlega hljóta dóma.
Þó stöndum við frammi fyrir því að stjórnvöld
ætla að láta íslenskan almenning borga og láta
undan Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem er
„handrukkari alþjóðlegra lánardrottna“ (98).
Það er einhvernveginn ekki ljóst hvort Einar
telur að stjórnarskiptin í vetur breyti nokkru,
því eftir sem áður er engin byltingarstjórn við
völd, heldur stjórn sem sér ekki að hægt verði
að komast undan því að láta almenning bera
byrðarnar af hruninu.
Í anda íslenskrar vinstriróttækni stingur
rómantík sjálfstæðisbaráttunnar upp kollinum
af og til, ekki síst í dálítið væmnum kafla um
hvernig mótmælendur við Austurvöll endurómi
„fornar raddir“ og engu líkara sé en að „sjálfur
Jón Sigurðsson tali í gegnum þá“ (111). Auð-
stéttin í landinu hefur rofið réttlæti í landinu.
Gegn henni þarf að rísa eins og kannski Dönum
áður: Alþýðan sem með baráttu sinni hefur
skilað okkur velferðarsamfélaginu þarf nú að
láta til sín taka, brjótast undan bölvun spill-
ingar og skapa réttlátt samfélag.
Einar Már endar bókina á ljóði eftir sjálfan
sig um eyju í hjartanu og herhvöt úr norðri, en
einhvernveginn fyndist manni að „Internasjón-
alinn“ gæti verið betur við hæfi – eða „Öxar við
ána“. Og manni er óneitanlega léttara í skapi
eftir lexíuna.
Íslenska efnahagsundrið
Íslenska efnahags-undrið er furðulegbók. Höfundurinnrekur í henni þróun
íslenskrar fjármála-
starfsemi undanfarin ár,
vöxt banka og fjármálafyr-
irtækja, lánastarfsemi og
tengsl fyrirtækja innbyrðis
og við bankana. Hann hef-
ur greinilega yfirgrips-
mikla þekkingu á málum
og glöggan skilning á bólunni sem íslenskt fjár-
málakerfi læstist í þangað til hún sprakk. Gall-
inn við bókina er þó sá að höfundurinn virðist
ekki hafa unnið neina rannsóknavinnu umfram
það að kortleggja umfjöllun fjölmiðla að vissu
marki auk þess sem hann hefur látið alla heim-
ildaskráningu eiga sig. Þessvegna lítur Ís-
lenska efnahagsundrið ekki út eins og full-
skrifuð bók, heldur eins og fyrsta uppkast að
bók sem lofar góðu.
Jón Thoroddsen lætur nægja að endurtaka
sögusagnir og orðróm um ýmis lykilatriði frá-
sagnarinnar án þess að geta í eitt einasta skipti
staðfest réttmæti þeirra eða bætt einhverju við
sem máli skiptir. Um þetta er hægt að taka
mörg dæmi: „Sagt er“ að bankarnir hafi losað
vildarvini við ónýt skuldabréf eftir gjaldþrot
fjárfestingafélagsins Gnúps (91); „sagt er“ að
Bill Clinton hafi fengið eina milljón bandaríkja-
dala fyrir að vera ræðumaður á „Baugsdeg-
inum“ (50); Íslensk stúlka „er sögð“ hafa ratað
inn á gleðskap íslenskra auðmanna (án maka) á
skútu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og verið
ítrekað beðin um að þegja yfir því sem hún varð
vitni að (111) og svo framvegis. Það er voðalega
lítið gagn í bók sem endurtekur aðeins kjafta-
sögurnar í stað þess að vinna úr þeim og fá
staðfest það sem máli skiptir.
Bókin er full af þrælathyglisverðum útskýr-
ingum á því hvernig kaupin gengu fyrir sig á
eyrinni og hvaða sjónarmið réðu ferðinni
hverju sinni. Það er ekki laust við að lesand-
anum sé orðið hálfflökurt í bókarlok. Í rauninni
er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu
en að íslenski fjármálaheimurinn hafi verið
blekkingarleikur frá upphafi, sama hvort það
er hagfræðingurinn Jón Thoroddsen sem lýsir
honum eða róttæklingurinn Einar Már Guð-
mundsson. Viðskiptin sem þátttakendur í þess-
um gleðileik áttu voru fyrst og fremst bundin
við þá sjálfa og því er eðlilegt að spyrja hvort
íslenski hlutabréfamarkaðurinn kunni að hafa
verið „mesti gervimarkaður heimsins fyrr og
síðar“ (62). Á sama hátt gefur margt af því sem
bent er á ástæðu til að spyrja sig um dóm-
greind og heiðarleika næstum allra sem gerðu
sig gildandi í fjármálastarfsemi á Íslandi á ár-
unum eftir einkavæðingu bankanna. Þó ekki
nema brot af því sem gefið er í skyn í bókinni
væri satt ætti fjöldi manns að vera bak við lás
og slá (sjá til dæmis 92-93). En vegna þess að
það er ekki gerð nein tilraun til að vinna úr
sögusögnum og upplýsingum missir bókin því
miður marks.
Það er þó áhugavert að lesa bækur Einars
Más og Jóns Thoroddsen á sama tíma vegna
þess að innihald þeirra og framsetning eru svo
lýsandi fyrir viðbrögðin við hruninu: Hjá Ein-
ari höfum við hina pólitísku mælskulist, orð-
kynngi rithöfundarins sem dregur spunameist-
ara fjármálablekkingarinnar sundur og saman
í háði og afhjúpar þá, hjá Jóni höfum við
raunsæi fjármálamannsins sem kannski sá í
gegnum blekkinguna allan tímann en var ann-
aðhvort ekki í aðstöðu til að segja neitt eða ekk-
ert var hlustað á hann þegar hann tók til máls.
En skilningsþyrstur og fróðleiksfús lesandi
er því miður ekki nærri búinn að fá fylli sína
þegar þessum bókum sleppir. Þvert á móti,
þær eru ekki annað en krafs í yfirborðið. Mig
grunar að ef höfundur sem kann til verka tæki
bók Jóns og liti á hana sem fyrsta uppkast eða
beinagrind að bók gæti útkoman orðið stór-
kostlega áhugaverð. En öll vinnan er eftir, það
er nú málið, rétt eins og í uppgjörinu við hrunið
sjálft.
Stjórnmál
Hvíta bókin, eftir Einar Má Guðmundsson.
Mál og menning 2009, 189 bls.
Íslenska efnahagsundrið, flugeldahagfræði fyrir
byrjendur, eftir Jón Fjörni Thoroddsen. Brúðuleikur
2009, 141 bls.
JÓN
ÓLAFSSON
BÆKUR
Bræður, fylkjum liði í dag
Morgunblaðið/Golli
Mótmælendur „Einar Már gerir greinarmun á almenningi...annarsvegar og stjórnvöldum og
auðmönnum hinsvegar, sem hafi í raun hætt að finnast hagsmunir fólksins skipta nokkru máli.“
Einar Már
Guðmundsson
Jón Fjörnir
Thoroddsen
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
BÓKABÚÐ Máls og menningar
flytur senn af Laugavegi 18 í hús
SPRON á Skólavörðustíg, en
verslunin er nú í eigu Pennans á
Íslandi, sem á líka nafnið. Elsa
María Ólafsdóttir verslunarstjóri
segir að borði hafi verið settur upp
á götuhlið verslunarinnar, þar sem
á stóð að hún flytti innan skamms,
en í gær fór Kaupangur, sem á
húsið, fram á að hann yrði fjar-
lægður.
„Við töldum það saklaust að
auglýsa flutninginn, en eigandinn
vísar í ákvæði í leigusamningi þar
sem fram kemur að hafa þurfi
samráð við eiganda um merkingar
á húsinu,“ sagði Elsa María í gær.
„Kaupangur vildi hækka húsaleig-
una það mikið að við áttum engan
kost annan en að flytja, og auðvitað
grunar mann að ætlunin hafi alltaf
verið sú að fá aðra aðila í húsið með
bóksölu. Við reyndum lengi að kom-
ast að samningum við Kaupang en
urðum loks að taka af skarið og
festa okkur annað húsnæði.“
Og sú er raunin nú. Bókabúð
Máls og menningar þarf að vera
farin úr húsnæðinu við Laugaveg-
inn fyrir mánaðamót. „Við reynum
að opna eins fljótt og við getum á
Skólavörðustígnum.“
Verslunin verður á götuhæðinni,
þar sem aðalútibú SRON var til
húsa, en að sögn Elsu Maríu er það
helmingi minna pláss en verslunin
er nú í. „Við ætlum að reyna að
koma sem flestu fyrir, en þurfum
sennilega að minnka við okkur í rit-
föngunum. Bókabúð Máls og menn-
ingar hefur verið höfuðvígi bók-
menntanna og við ætlum að halda
því. Það er líka menningarlegur
andi í SPRON-húsinu.“
Kaffihús verður áfram í bóka-
búðinni fyrir þá sem vilja tylla sér.
Elsa María segir að það sé Bók-
menntafélag Máls og menningar,
sem seldi verslun sína fyrir sex ár-
um, sem ætli að koma aftur inn í
húsnæðið á Laugaveginum, án þess
að kaupa það. Elsa María er ekki
sátt við það. „Við erum auðvitað
ekki ánægð með það, að húseigand-
inn geti sett upp svo háa leigu að
við ráðum ekki við hana, en opni
svo húsið næsta dag fyrir öðrum
með samskonar rekstur. Best hefði
verið, ef Penninn hefði getað keypt
húsnæðið. Það var aldrei nein laun-
ung á því að við vildum vera áfram
á Laugaveginum.“
Bókabúð Máls og
menningar í SPRON
Morgunblaðið/Eggert
Engin launung Elsa María kveðst hafa viljað vera áfram á Laugavegi.
Sumarið 2003 keypti Penninn
rekstur bókaverslana Máls og
menningar af Eddu útgáfu, en
Edda varð til árið 2000 þegar Mál
og menning og Vaka-Helgafell,
voru sameinuð. Í vetur yfirtók
Nýja Kaupþing rekstur Pennans.
Nýja Kaupþing er í ríkiseigu.
Laugavegur 18 var upphaflega í
eigu Vegamóta, stuðningsfyrir-
tækis Máls og menningar, sem
byggðu það árið 1961. Vegamót
seldu sinn hlut í því 2007 til þess
að fjármagna kaupin á bókaút-
gáfuhluta Eddu, sem sameinaður
var JPV útgáfu. Eignarhalds-
félagið Kaupangur keypti af Vega-
mótum.
SPRON seldi hús sitt á Skóla-
vörðustíg til eignarhaldsfélagsins
Landic Properties. Eigendur þess
hafa átt í greiðsluerfiðleikum og
hafa fulltrúar ríkisbankanna nú
tekið sæti í stjórn félagsins með-
an endurskipulag þess fer fram.
Eignarhaldið