Morgunblaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 40
Saga Stiegs Larssons, Karlar sem
hata konur, er sú fyrsta af þremur
sem hann náði að skrifa um tvíeykið
Mickael Blomkvist og Lisbet Saland-
er, áður en hann lést aðeins fimm-
tugur að aldri árið 2004. Bókin, sem
hlaut Glerlykilinn, norrænu glæpa-
sagnaverðlaunin, árið 2006, hefur
selst í bílförmum á Norðurlönd-
unum, sem og víðar og hefur nú
komið út í tæplega 30 löndum.
Kvikmyndin virðist ætla að feta
sama veg vinsældanna og bækurnar.
Hún er aðsóknarmesta myndin í
Danmörku með yfirburðum það sem
af er árinu og fimmtungur þeirra
bíómiða sem seldust þar í landi á
fyrstu þremur mánuðum ársins voru
allir á Karla sem hata konur. Eins
hefur myndin hlotið mjög góðar við-
tökur í Svíþjóð og Noregi.
En hverjar telur leikstjórinn vera
ástæður þessara gífurlegu vin-
sælda? „Saga Larssons er svo
meistaralega skrifuð og ég held að
ástæður vinsældanna séu tvær.
Annarsvegar er þetta klassísk
glæpasaga í anda Agöthu Christie,
flott flétta sem inniheldur dimm
fjölskylduleyndarmál. Svo er hins-
vegar kynnt til sögunnar þessi
magnaði persónuleiki sem Lisbeth
Salander er. Hún er kona sem hefur
að mörgu leyti átt ömurlega ævi, lit-
aða af misnotkun og kúgun. Það
sem er svo flott við hana er að hún
neitar að verða fórnarlamb. Hún
lendir alltaf á fótunum og leitar
hefnda á hverjum þeim sem gerir á
hennar hlut. Ég held að það höfði til
fólks og ekki síst kvenna,“ segir leik-
stjórinn Niels Arden Oplev.
Hin magnaða Lisbet Salander
40 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2009
Hin geðþekka útgáfa Smekk-
leysa fékk nokkur eintök af plötu
Sigur Rósar, Með suð í eyrum við
spilum endalaust, send frá Banda-
ríkjunum á dögunum. Sem væri
svosem ekki í frásögur færandi ef
ekki væri fyrir forláta límmiða sem
liggur á … já þú giskaðir rétt …
berum bossum strípalinganna sem
prýða umslagið. Miðinn er dulbúinn
sem nokkurs konar útskýring-
armiði en þær æfingar gabba eng-
an sæmilega viti borinn mann.
Myndband sveitarinnar við lagið
„Gobbledigook“, þar sem nakið fólk
kemur fram, fór þá líka fyrir
brjóstið á blessuðum Bandaríkja-
mönnunum. Ef um blóð og ofbeldi
hefði verið að ræða hefði hins veg-
ar enginn pælt í þessu …
Það vantar ekki tepru-
skapinn í Kanann …
Fólk
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
AÐSTANDENDUR techno.is hafa haldið teknókyndlinum hátt á
loft undanfarin misseri og keyra m.a. vikulegan þátt á fimmtu-
dagskvöldum á FLASS FM 104,5 þar sem fagnaðarerindið er
boðað. Þessir teknóriddarar hafa verið óþreytandi í
framkvæmd og skipulagningu taktfastra danskvölda
þar sem mikilsvirtar raftónlistarhetjur hvaðanæva
úr heiminum hafa séð um stuðið.
Í kvöld, á hásumri, verður svo sumarviðburði
techno.is hleypt af stokkum og er vettvangurinn
skemmtistaðurinn vinsæli NASA. Verður svifið um
á teknóvængjum þöndum langt fram á nótt en
belgíska teknóstjarnan Marco Bailey mun koma
þar fram, þrautreyndur skífuþeytir sem hefur
farið mikinn síðastliðin tíu ár í alþjóðaheimi teknósins. Bailey hef-
ur komið við á öllum mikilvægustu póstum teknóheimsins og leik-
ið á öllum helstu teknóhátíðunum en ferill hans tók stakkaskipt-
um er goðsögnin Carl Cox tók hann upp á arma sína á sínum
tíma.
Arnviður Snorrason, eða Addi Exos, er með innri
koppum í techno.is-búrinu og segist hann eðlilega
fagna því að Bailey taki þessa sumargleði að sér,
enda hafi svitinn bókstaflega lekið niður veggi,
stiga, hendur og leggi í þau skipti sem hann
hefur troðið hér upp áður. Exos sjálfur sér svo
um upphitun, ásamt Atla A.T.L. og Hallibal.
Miðaverð í forsölu er 1.500 í Mohawks í
Kringlunni.
Harry Potter-æði grípur um sig
hér heima sem erlendis öðru
hverju. Fyrst varð jafnan allt vit-
laust þegar bækurnar komu út,
menn flykktust í bókabúðir og rifu
eintökin úr hillunum. Og nú fjöl-
mennir fólk í bíó til að sjá kvik-
myndauppfærslur upp úr sögunum.
Sjötta Harry Potter-myndin var
frumsýnd hér á landi í vikunni og
það sama gerðist hér og erlendis;
bíóbekkurinn var þéttsetinn allt frá
frumsýningu.
Þær upplýsingar hafa borist að
tæplega 5.000 manns hafi lagt leið
sína í Sambíóin og Laugarásbíó á
miðvikudaginn síðasta, þegar
myndin var frumsýnd.
Töfrum galdradrengsins virðast
engin takmörk sett þegar hann nær
að lokka þúsundir manna í bíó á
þessum mestu góðviðrisdögum
sumarsins.
Harry Potter og fimm
þúsund Íslendingar
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
„Ó, ÉG á svo dásamlegar minningar
frá Íslandi,“ segir danski leikstjór-
inn Niels Arden Oplev þegar blaða-
maður sló á þráðinn til hans á dög-
unum.
„Það var svo gaman að kynnast
öllu þessu frábæra fólki og upplifa
svo marga magnaða staði þegar við
vorum að taka upp Örninn. Ég bið
kærlega að heilsa öllum á Íslandi.“
Tilefni samtalsins var þó hreint
ekki að ræða um hið annars ágæta
Ísland heldur nýjustu mynd leik-
stjórans, Karlar sem hata konur
(Män som hatar kvinnor), sem gerð
er eftir samnefndri metsölubók
Stiegs Larson.
„Sænski framleiðandinn Søren
Stærmose kom að máli við mig fyrir
mörgum árum og spurði hvort ég
hefði áhuga á að leikstýra sænskri
spennumynd. Ég hélt nú ekki, var á
fullu í mínum eigin verkefnum og
búinn að vera að leikstýra spennu-
þáttum á borð við Rejseholdet og
Örnen.
Ég þekkti ekki til bóka Siegs
Larson þá og hafði ekki lesið þær,“
segir Oplev.
„Nokkru síðar bað Søren mig að
endurskoða hug minn og þá tók ég
mig til og las bókina og varð mjög
hrifinn.“
Handritið ömurlega
Þegar Oplev hafði samþykkt að
taka að sér verkið lá þegar fyrir
handrit að myndinni sem einhver
ónefndur Breti hafði skrifað upp úr
bókinni.
„Það handrit var ömurlegt og
endaði samstundis í ruslafötunni,“
segir Oplev hreinskilinn.
„Ég sagði strax að ef ég ætti að
taka að mér þetta verkefni yrði það
að vera algerlega á mínum for-
sendum, ég vildi fá að vera með í að
skrifa handritið, velja leikara og
tökustaði og svo framvegis. Ég
gerði þetta ekki til að vera leið-
inlegur eða til að vera með vesen,
mér fannst bara vera svo mikið í
húfi. Þegar á að gera myndir eftir
jafn þekktu verki og bókin hans
Larsons er skiptir máli að það sé
vandað til allra verka.“
Og það varð úr, Oplev fékk sínu
framgengt og úr varð kvikmyndin
Karlar sem hata konur, 150 mínútna
spennumynd, sem frumsýnd verður
hér á landi á miðvikudaginn kemur.
Oplev segist þó ekkert hafa verið
óöruggur að gera mynd eftir svo
þekktri sögu.
„Það þýðir ekkert, um leið og
maður er búinn að taka ákvörðun
um að gera þetta ríður á að gera
þetta sem best og þá þýðir ekkert
að vera að stressa sig á útkomunni
eða viðtökunum fyrirfram.“
Blomkvist hatar ekki konur
Sænsku leikararnir Michael Ny-
quist og Noomi Rapace fara með
aðalhlutverkin í myndinni, hlutverk
blaðamannsins Mickaels Blomkvist
og tölvuhakkarans Lisbet Salander.
Hvað var það við leikarana sem
tryggði þeim hlutverkin?
„Ég hefði séð Michael Nyquist í
Tilsammans og vissi hvers hann var
megnugur. Það var mikilvægt að
Mickael Blomkvist hefði þennan
trúverðugleika. Áhorfandinn verður
að trúa á hann sem þennan slynga
rannsóknarblaðamann auk þess sem
hann varð að hafa þetta „bangsa-
element“, að vera traustur og
tryggur og á þann hátt aðlaðandi
fyrir konur, einhver sem gott væri
að halla sér upp að. Hann er ekki
einn af þessum körlum sem hata
konur,“ segir leikstjórinn.
„Svo hélt ég að mitt erfiðasta
verk á ferlinum hingað til yrði að
finna réttu manneskjuna í hlutverk
Lisbeth Salander. En sænsku fram-
leiðendurnir bentu mér fljótlega á
Noomi, þeir höfðu séð hana á sviði í
Svíþjóð leika annað hörkutól. Eftir
að hafa hitt hana sá ég fljótt að hún
hefði þennan innri styrk til að bera
til að túlka Lisbeth.“
Oplev bætir við að eini hausverk-
urinn hafi í raun verið að hanna rétt
útlit á Noomi svo hún yrði sem trú-
verðugust í hlutverki hinnar
grönnu, húðflúruðu og pönkaralegu
Lisbet.
Nú er myndin á sænsku. Skyldi
hinn danski Oplev ekki hafa átt í
neinum erfiðleikum með að leik-
stýra á öðru tungumáli, eða er hann
kannski öllu vanur eftir leikstjórn á
þáttunum Örninn, sem fram fór á
mörgum tungumálum.
„Jú, eftir að hafa verið á Íslandi
að taka upp með þýskum og rúss-
neskum leikurum sem ekki töluðu
allir ensku þá var þetta barna-
leikur,“ segir Oplev og skellihlær.
„Tungumálið skiptir reyndar ekki
svo miklu í þessu samhengi að mínu
mati. Það hvernig hlutirnir eru
sagðir skiptir máli í bíómyndum,
raddblærinn og túlkunin kemur
framvindunni til skila frekar en
textinn sjálfur.“
Ég bið að heilsa
Danski leikstjórinn Niels Arden Oplev er leikstjóri sænsku spennumyndarinnar
Karlar sem hata konur sem byggð er á samnefndri sögu Stiegs Larssons
Lisbet Salander „Hún er kona sem hefur að mörgu leyti átt ömurlega ævi, litaða af misnotkun og kúgun. Það sem
er svo flott við hana er að hún neitar að verða fórnarlamb,“ segir leikstjórinn um aðalsöguhetju sína.
»Eftir að hafa verið áÍslandi að taka upp
með þýskum og rúss-
neskum leikurum
sem ekki töluðu allir
ensku þá var
þetta barnaleikur.
Karlar sem hata konur verður
frumsýnd hér á landi miðvikudag-
inn 22. júlí.
Leikstjórinn „Ég vildi fá að vera
með í að skrifa handritið, velja leik-
ara og tökustaði og svo framvegis.“
Miðasala á tónleika Jethro Tull
sem fram fara 11. september næst-
komandi hefst núna á mánudaginn
á midi.is og í verslunum Skífunnar.
Þetta er í þriðja sinn sem sveitin
kemur hingað til lands en Ian And-
erson, leiðtogi sveitarinnar, hefur
og haldið hér sólótónleika. Glöggir
lesendur hafa séð skuggamynd
Andersons tylla sér á síður blaðsins
að undanförnu en að sögn Birgis
Daníels Birgissonar, tónleikahald-
ara, mun hann hingaðkominn m.a.
gæta að birkiplöntu sem hann
plantaði í Vinaskóginum á Þingvöll-
um fyrir þremur árum. Birgir þarf
þá ekki að hafa áhyggjur af
stjörnustælum en í síðustu heim-
sókn saup Anderson víst á baksviðs-
hvítvíninu úr kaffiplastmáli í stað
kristalsglassins sem í boði var.
Miðasala á Jethro Tull
hefst á mánudaginn
Stemmdur Belgíska teknóhetjan Marco Bailey.
Marco Bailey þeytir sumrinu upp