Nýtt kvennablað - 01.12.1961, Side 3
NÝTT
KVENNABLAD
8. tbl. dcsember 1961.
22. árgangur.
•Jóliii koma
o
Hver er sá okkar á meðal, að liann hafi ekki eitt
sinn spurt með mikilli eftirvæntingu: „Hvenær koma
jólin?“
Á þetta auðvitað við um fyrstu hernsku, meðan
fjarlægðir tíma og rúms eiga ennþá ekki glöggt af-
niarkað svið í skynheimi barnsins. Og svörin voru
auðvitað mismunandi hagstæð fyrir spyrjanda. —
Stundum gátu blessuð jólin sýnzt óralangt burtu fyrir
bráðlátum harnshuganum, en stundum gátu þau líka
verið rétt á næstu grösum. Og þá var nú gaman að
1 ifa og vera ungur og óreyndur.
En eitt er þó víst að alltaf koma blessuð jólin á
sínum tíma, það þurfti enginn að efast um, ef hann
annars fékk að lifa j)á stund. — Einmitt þegar
skammdegið grúfði yfir með öllum sínum drunga og
áhyggjum um langan og ef til vildi strangan vetur,
komu þau með sitt himneska, milda, lífgandi Ijós á
mínútunni klukkan sex, 24. desember. Þeim var allt
öðruvísi farið en sumrinu íslenzka, sem svo oft lét
bíða sín, þótt almanakið hefði þegar tilkynnt komu
'þess.
En jólin komu heldur engum að óvörum. Allt skyldi
Vera fágað og prýtt, eflir j)ví sem orðið varð, til þess
að fagna sem bezt þessari ljóssins og lífsins hátíð, sem
flutti þeim fátæku og smáu þann fagnaðarboðskap, að
sjálfur skapari alheimsins, Faðir og verndari alls
J)ess, sem lifir og hrærist, hefði á þessari heilögu nóttu
fyrir svo mörgum öldum og árum opnað himin sinnar
gullnu dýrðar, sent hrjáðu mannkyni son sinn til
þess að endurleysa það frá synd og villu og lýst bless-
un sinni og friði yfir mönnunum, sem sýndust þó
æfinlega eiga í erjum og illdeilum sín á milli.
Var þetta ekki of gott til þess að vera satt? Nei,
fyrir Guði er enginn hlutur of stór eða of smár, öllu
heldur hann jafnt í sinni forsjónarliendi. Þetta vissi
fátæka og fáfróða fólkið í sveitum og bæjum þessa
lands. Þess vegna mátti helzt engin lifandi vera fara
á mis við blessun jólahaldsins. Hvert mannsbarn þurfti
* *
helzt að geta fengið sitt eigið kerti, til þess að fara
ekki á mis við birtuna himnesku, sem forðum ljómaði
í kring um hirðana á Hetlehemsvöllum. Mennirnir, sem
svo oft áður voru harðir og miskunnarlausir í um-
gengni sinni við smælingjana, urðu nú bljúgir og mild-
ir og reyndu eftir mætti að miðla þeim, er veikari var,
því sem j>eir máttu, jafnvel bæði í orði og verki. Það
mun hafa verið algengt að þeir, sem ríkari voru miðl-
uðu kertum til hinna fátækari barna, svo að þau gætu
einnig horft á sitt jólaljós.
Þá mátti heldur enginn vera svangur. Helzt varð
hangikjötið að flóa út af hvers manns diski. Dugðu
víst engir diskar til að hemja allt það, sem skammtað
var á betri bæjum á aðfangadagskveld. Gat þá fólk
líka búið að sínu um alllangan tíma og stytti þetta
ekki svo litið böl skammdegisins. Þá hafði líka marg-
ur hálf-nakinn kroppur fengið hlýja og góða flík
til þess að búa að í hörkum og hreti útmánaðanna.
Jafnvel skepnurnar voru ekki látnar fara á mis við
þann kærleiksyl, sem jólabarnið hafði veitt inn í mann-
leg hjörtu. Hús gripanna voru hreinsuð og þrifin eftir
j)ví sem verða mátti. Líka var fremur seilzt eftir betri
tuggunni úr heystálinu. — Þar sem sjálfur endurlausn-
ari heimsins hafði hlolið gisting í gripajötu, þá fyrstu
nótt, sem hann dvaldi sýnilegur í mannheimi, þá var
það ekki nema sanngjarnt, að húsdýrunum væri sýnd
sú mannúð og miskunn, sem höfundur lífsins hafði
ætlazt til af skynigæddum mannverum.
Nú koma jólin ekki lengur yfir land vort svo kalt
og dimmt sem það áður var. Það er að segja, að
kuldi og myrkur hefur nú verið yfirunnið að mestu
í híbýlum manna. Og Guði sé lof fyrir það!
Kerti litla barnsins hefur nú ekki framar svo göfugu
hlutverki að gegna, sem það hafði á dögum grútar-
lampanna og lítilfjörlegra olíulampa,, því að hvít-
skúruð baðstofan varð sem æfintýrahöll, þegar hvert
barn hafði sett sitt kerti á sinn rúmstólpa. Ylur og
birta kærleikans ljómaði þá á margri annars hrjúfri
NÝTT KVENNABLAÐ
1