Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 íþróttir Áreiti Það er rosalega mikið áreiti á kvennalandsliðið þessa dagana og því nóg að gera segir landsliðsþjálfarinn í knattspyrnu, Sigurður Ragnar Eyjólfsson 4 Íþróttir mbl.is Morgunblaðið/Eggert Undirbúningur Íslenska landsliðið hóf í gær undirbúning fyrir leikinn gegn Serbum í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli á morgun. Hér fylgist Guðni Kjartansson aðstoðarþjálfari spenntur með gangi mála á æfingunni og Þóra B. Helgadóttir er við öllu búin. JÓHANN Birnir Guðmundsson knattspyrnumað- ur úr Keflavík er tvíkinnbeinsbrot- inn og hann leik- ur því ekki með Suðurnesjaliðinu næstu vikurnar. Jóhann fékk þungt högg á andlitið í leikn- um gegn Breiðabliki um síðustu helgi með fyrrgreindum afleið- ingum. „Þetta uppgötvaðist þegar ég fór með dóttur mína til læknis í gær. Stefáni Eggertssyni (faðir Ólafs Stefánssonar) fannst ég eitt- hvað undarlegur í framan. Hann sendi mig þegar í stað í mynda- töku og þá kom í ljós að ég er brotinn. Ég fer í aðgerð á morgun (í dag) en ég stefni á að ná bik- arúrslitaleiknum í haust,“ sagði Jóhann við Morgunblaðið í gær- kvöldi. gummih@mbl.is Jóhann Birnir Guðmundsson HEIMIR Guðjónsson, þjálfari Ís- landsmeistara FH í knattspyrnu, hefur gert nýjan samning við Hafn- arfjarðarliðið og er nú samnings- bundinn því út tímabilið 2011. ,,Mér hefur liðið virkilega vel hjá FH þessi ár sem ég verið hjá liðinu og það er jákvætt fyrir mig að þeir menn sem ráða ríkjum hjá félaginu eru ánægðir með það sem ég er að gera og vonandi líka þeir frábæru stuðningsmenn sem við eigum. Stefnan er að halda áfram á sömu braut. Liðinu hefur vegnað vel og við erum hvergi nærri hættir,“ sagði Heimir við Morgunblaðið í gær og bætti við; ,,Ég er örugglega einn auðveldasti samningsmaður sem um getur í íslenskri knattspyrnu.“ Heimir gerði FH-inga að Íslands- meisturum í fyrra á sínu fyrsta ári í þjálfarastarfinu en eftir að hafa verið aðstoðarmaður Ólafs Jóhannessonar og þar áður leikmaður og fyrirliði liðsins tók hann við þjálfun liðsins eftir tímabilið 2007. FH er á góðri leið með að verja Íslandsmeistaratit- ilinn undir stjórn Heimis en liðið hef- ur 10 stiga forskot á toppnum. ,,Þótt forskotið sé gott þá megum við hvergi slaka á. KR er á mikilli sigl- ingu og því verðum við að vera á tán- um og einbeittir.“ gummih@mbl.is ,,Líður vel hjá FH“  Heimir Guðjónsson verður áfram í Krikanum næstu árin  Þjálfari meistaranna samdi við FH-inga út tímabilið 2011 BJARNI Ólafur Eiríksson lands- liðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Vals hélt til Noregs í gær þar sem hann verður til skoðunar hjá norska úrvals- deildarliðinu Vålerenga, sem er í 9. sæti í norsku úrvalsdeildinni. Bjarni Ólafur, sem er 27 ára og hefur spilað alla leiki Valsmanna í Pepsi-deildinni í sumar, er samn- ingsbundinn Hlíðarendaliðinu fram í nóvember 2011. Hann á að baki 15 leiki með íslenska A-landsliðinu og var í landsliðshópnum sem gerði 1:1 jafntefli við Slóvaka í fyrrakvöld en varnarmaðurinn hávaxni sat á bekknum allan tímann. gummih@mbl.is Vålerenga skoðar Bjarna Bjarni Ólafur Eiríksson Dóra Stefánsdóttir er leikmaður íslenska kvenna- landsliðsins sem tekur þátt í úrslitakeppni EM í Finnlandi.  Dóra er 24 ára og leikur sem tengiliður með landsliðinu en hefur ýmist leikið sem tengiliður eða bakvörður með liði sínu Malmö í sænsku úr- valsdeildinni.  Dóra hefur leikið 43 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim þrjú mörk. Hún var fasta- maður á miðjunni í leikjum liðsins í undankeppni EM en missti af einum leik vegna leikbanns og öðrum vegna meiðsla.  Dóra lék með Val þegar hún var hér á Íslandi en samdi svo við Malmö í byrj- un árs 2006.  Hún hefur leikið 64 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 22 mörk og í sænsku úrvalsdeildinni hefur hún leikið 64 leiki og skorað 10 mörk. FYRSTI LEIKUR ÍSLANDS Á EM Í FINNLANDI ER EFTIR 10 DAGA HÚN FER Á EM DÓRA STEFÁNSDÓTTIR Jóhann kinn- beinsbrotinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.