Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 GOLF og rugby, þar sem sjö leikmenn eru inná í hvoru liði, verða líklegast nýjar greinar á Ól- ympíuleikunum í Berlín 2016. Framkvæmda- stjórn Alþjóða ólympíunefndarinnar samþykkti þetta á fundi sínum í gær en fyrirvari er þó enn á og endanleg niðurstaða verður tekin á fundi nefndarinnar í Kaupmannahöfn í október. Mjúkbolti, skvass, hafnabolti, karate og hjólaskautar verða að bíða eitthvað eftir að verða samþykkt á leikana, en sóst hefur verið eftir því að þessar greinar verði á leikunum. Golf var ólympíugrein fyrir margt löngu, en síðast var leikið golf á Ólympíuleikum árið 1904. Mikið hefur verið rætt um hvort bestu kylf- ingar heims muni mæta á leikana. Tiger Woods til- kynnti í gær að hann myndi mæta og Jacques Rogge, forseti Alþjóða ólympíu- nefndarinnar, segist ekki óttast að bestu kylfingarnir láti ekki sjá sig. „Þessu var einnig haldið fram þegar tennis og íshokkí voru nýjar greinar en allir bestu tenn- isspilarar heims mæta á Ól- ympíuleika og ég er viss um að bestu kylfingar heims munu mæta á leikana,“ sagði Rogge. skuli@mbl.is Golf og rugby á Ólympíuleika Tiger Woods á Ólympíuleika. FIMM íslenskir kylfingar hófu leik á opna finnska áhugamannamótinu í golfi í gær og léku flestir með miklum ágætum. Hlynur Geir Hjartarson úr GK lék manna best, en hann lauk leik á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari vallarins og er í 4. til 11. sæti, en sá sem lék best er á fimm höggum undir pari. Alfreð Brynjar Kristinsson úr GR lék á pari og er í 18. til 24. sæti og eru þeir báðir fyrir ofan strik hvað varðar að komast áfram en um 40 komast áfram á þriðja og síðasta hring eftir morgundaginn. Ólafur Björn Loftsson úr NK náði sér ekki á strik í gær og lék á fjór- um höggum yfir pari og þarf að bæta sig til að komast áfram á lokahring- inn á laugardaginn. 93 kylfingar eru í karlaflokki en hjá konunum eru 36 keppendur og verður þeim fækkað í 18 eða því sem næst eftir tvo daga. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni lék í gær á fjórum höggum yfir pari vallarins og er í 12. til 15. sæti en Eygló Myrra Óskarsdóttir úr Oddi lék á fimm höggum yfir pari og er í 16. til 20. sæti. Sú sem lék best í gær lék á tveimur undir pari. skuli@mbl.is Hlynur Geir meðal efstu manna Hlynur Geir Hjartarson Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is SIGURÐUR Ragnar lítur þó á björtu hliðarnar á þessu öllu saman. „Mikið áreiti er betra en ekkert, en það hefur kannski verið akkiles- arhællinn í kvennafótboltanum í gegnum tíðina. Nú hins vegar bregður svo við að allir fjölmiðlar vilja tala við stelpurnar og kast- ljósið er á þeim, ekki bara hérna heima heldur frá mörgum erlendum aðilum líka. Það er bara jákvætt að fá alla þessa athygli en það getur líka reynt á en við reynum að láta þetta ekki trufla okkur. Við beinum öllum beiðnum um viðtöl til Ómars Smárasonar hjá KSÍ og hann skipu- leggur þetta fyrir okkur,“ sagði Sig- urður Ragnar. Erna Steina tognaði Hann sagði að ástandið á leik- mannahópnum væri gott. „Ástandið er fínt nema hvað Erna Steina [Arnardóttir] tognaði á ökkla á æf- ingu í gær og við vitum ekki ná- kvæmlega ennþá hversu slæm togn- unin er,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Hann neitaði því ekki að nokkur spenningur væri kominn í hópinn. „Jú, jú, það er aðeins farið að örla á spenningi enda verður þetta hrein- asta ævintýri fyrir stelpurnar og við erum staðráðin í að láta þetta verða rosalega skemmtilegt. Við spilum við Serbíu á laug- ardaginn og síðan erum við að reyna að fá æfingaleik við eitthvert lið hér heima á sunnudag eða mánu- dag, fyrir þær stelpur sem spila ekki í leiknum á laugardaginn. Við förum síðan út föstudaginn 21. ágúst og fyrsti leikur hjá okkur er síðan mánudaginn 24. ágúst. Spennandi að sjá myndina Annars er aðalspenningurinn hjá okkur í dag að sjá bíómyndina á for- sýningu í kvöld,“ sagði Sigurður Ragnar en í dag verður kvikmynd um íslenska kvennalandsliðið frum- sýnd. Myndina, sem heitir Stelp- urnar okkar, unnu þær Þóra Tóm- asdóttir og Hrafnhildur Gunnars- dóttir og hafa þær fylgst með liðinu síðustu tvö árin þannig að myndin ætti að gefa góða mynd af leið liðs- ins í úrslitakeppni EM. „Þær hafa fylgt okkur í tvö ár þannig að það er mikil spenna að sjá hvernig þetta kemur út hjá þeim,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Tekur áhættu með leiknum Hann sagði vissulega dálítið furðulegt að leika í undankeppni HM svona stuttu áður en farið er í lokakeppni EM. „Ég vildi fá leik á þessum tíma og við ræddum við flestallar þjóðir í Evrópu en það vildi engin koma og leika við okkur hér heima á þessum tíma. Það má segja að við sláum tvær flugur í einu höggi með því að fá þennan leik núna, en það er áhætta sem ég tek og vonast til að við fáum fullt af áhorfendum og náum að sigra. Það yrði mikil lyftistöng fyrir stelpurnar ef það tækist hvort tveggja, en mað- ur veit auðvitað aldrei hvernig þessi fótbolti er. En ég held að ef þetta tekst þá sé það flott veganesti á EM. Þetta var planið og vonandi gengur það upp hjá okkur,“ sagði Sigurður Ragnar. Áhætta að spila núna  Engin Evrópuþjóð vildi spila vináttuleik við íslensku stelpurnar  „Yrði mikil lyftistöng fyrir stelpurnar ef við næðum sigri og fengjum fullt af áhorfendum“ Morgunblaðið/Eggert Fjör Margrét L. Viðarsdóttir, Rakel Logadóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir og Þóra B. Helgadóttir á æfingu í gær. Í HNOTSKURN »„Stelpurnar okkar“, kvik-mynd um kvennalands- liðið, var forsýnd í gærkvöldi og mætti kvennalandsliðið auðvitað til að sjá afrakstur tveggja ára vinnu. »Sigurður Ragnar lands-liðsþjálfari segist vita lítið um serbneska liðið, en þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem þjóðirnar mætast. Ísland vann 5:0 hér heima 2007 og 4:0 ytra 2008. „Það er rosalega mikið áreiti á kvennalandsliðið þessa dagana og því nóg að gera,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvenna- landsliðsins í knattspyrnu, við Morg- unblaðið í gær. Landsliðið mætir Serbíu á Laugardalsvelli á laugardag- inn og er það fyrsti leikur liðsins í undankeppni HM. Síðan liggur leiðin til Finnlands þar sem liðið tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins. Ásta Árna-dóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Ty- resö í Svíþjóð, er meðal annars þekkt fyrir löng innköst sem hún tekur með því að fara í kraftstökk. Knattspyrnu- samband Evrópu, UEFA, er búið að setja inn á heimasíðu sína myndband þar sem Ásta sýnir hvernig hún tek- ur innköstin.    Á heimasíðu UEFA má einnig sjáviðtal við Margréti Láru Við- arsdóttur þar sem hún ræðir um EM í Finnlandi og segir þar meðal annars: „Liðið, starfsfólk KSÍ og allt landið bíða bara eftir mótinu í Finn- landi. Þetta hefur verið erfitt ár fyrir Ísland, efnahagsmálin eru í lama- sessi og því viljum við færa þjóðinni eitthvað jákvætt og við vitum að við höfum stuðning allra. Við erum mjög spenntar.“    Fabio Canna-varo, fyr- irliði heimsmeist- ara Ítala í knattspyrnu, sló landsleikjamet fyrir Ítalíu í fyrrakvöld þegar Ítalía og Sviss gerðu markalaust jafntefli í Basel. Cannavaro lék sinn 127. landsleik en fyrir leikinn deildi hann metinu með goðsögninni Paolo Maldini. ,,Það er mikill heiður að spila í þessari skyrtu og það einu sinni og það er draumur allra frá því á unga aldri að spila fyrir sína þjóð,“ sagði Cannavaro við fréttamenn eft- ir leikinn.    Hvít-RússinnAliaksandr Hleb sem er kom- inn til þýska liðs- ins Stuttgart í láni frá Evrópu- og Spánarmeist- urum Barcelona viðurkennir að það hafi verið mistök hjá sér að yfirgefa Arsenal síðastliðið sumar. ,,Að sjálfsögðu sé ég eftir því að hafa farið frá Arsenal. Ég spilaði í hverri viku með einu mest spennandi liði í Evrópu, liði sem var alltaf í hópi fjögurra efstu liða í ensku úrvalsdeildinni og var í Meistaradeildinni,“ sagði Hleb í við- tali við sjónvarpsstöðina ESPN en hann fékk fá tækifæri með Börsung- um á síðustu leiktíð.    Nemanja Matic, ungur miðvall-arleikmaður frá Serbíu, geng- ur í dag í raðir Chelsea frá MFK Ko- sice, standist hann læknisskoðun. Er kaupverðið sagt fimm milljónir punda og gerir Matic fjögurra ára samning við félagið. Þó er búist við að Matic verði lánaður aftur til Ko- sice út næstu leiktíð. Fólk sport@mbl.is Skotar sóttu Norðmenn heim til Osló í undankeppni HM þar sem þeir töpuðu, 4:0, en þjóðirnar leika í sama riðli og Íslendingar. ,,HM-draumur Skota er í tætlum eftir eina mestu niðurlægingu í sög- unni,“ segir í umfjöllun Daily Mail. ,,Burley er undir miklum þrýstingi og það skiljanlega því hann hefur aðeins náð að stýra liðinu til sigurs í tveimur leikjum af níu og þeir sigrar komu báðir gegn Ís- landi,“ segir í Daily Mail. ,,Burley varð fyrir niðurlæg- ingu í Osló,“ er fyrirsögnin í The Scotsman en blað- ið kallar eftir því að hinn 39 ára gamli miðvörður, David Weir, verði kallaður inn í tvo síðustu leiki Skota í riðlinum. ,,Það voru ekki háar og langar sendingar lærisveina Egils Olsen sem braut skoska liðið niður heldur langur armur laganna. Tvö gul spjöld á tveimur mínútum sem Gary Caldwell fékk var áfall sem liðið réði ekki við,“ segir í Guardi- an. ,,Svarti herinn sem í eru dygg- ustu stuðningsmenn skoska lands- liðsins voru æfir eftir leikinn og þeir kröfðust að landsliðsþjálfarinn George Burley yrði látinn taka pok- ann sinn en ósigurinn í fyrrakvöld er sá versti hjá Skotum í sex ár eða frá því þeir töpuðu, 6:0, fyrir Hol- lendingum. Skotar, Makedóníumenn og Norðmenn berjast um annað sætið í riðlinum. Skotar og Makedóníu- menn hafa 7 stig og Norðmenn 6 en öll eiga liðin eftir tvo leiki. Skotar eiga heimaleiki gegn Makedóníu og Hollandi, Norðmenn mæta Íslandi á útivelli og Makedóníu heima. gummih@mbl.is Vilja að Burley verði látinn víkja  Skotar hafa aðeins unnið tvo leiki undir stjórn Burley, báða gegn Íslandi SKOSKA landsliðið og ekki síst lands- liðsþjálfarinn George Burley fá harða gagnrýni eftir skellinn gegn Norð- mönnum í fyrrakvöld. George Burley

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.