Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 3
- k- - - m r Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is LANDSLIÐSMAÐURINN Emil Hallfreðsson heldur í dag til Barns- ley og að öllu óbreyttu mun hann skrifa undir samning við enska 1. deildarliðið. Emil kom til London í gær og hann heldur með umboðsmanni sín- um til Barnsley í dag þar sem hann gengst undir læknisskoðun og í framhaldinu mun hann svo rita nafn sitt undir samning. Um láns- samning er að ræða en Emil, sem stóð sig vel með íslenska landslið- inu gegn Slóvökum í fyrrakvöld, er samningsbundinn ítalska liðinu Reggina sem féll úr A-deildinni í vor. Ákvæði verða í samn- ingnum að Barnsley geti gert samning til frambúðar við Emil standi hann undir væntingum með liðinu. ,,Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að þetta klárist á morgun (í dag). Það eru allar líkur á því. Ég veit ekki hvort ég spila með Barnsley á laugardaginn en auðvitað yrði gam- an ef það gengi upp. Samningurinn á milli mín og Barnsley er nánast klár svo í raun er það bara lækn- isskoðunin sem er eftir,“ sagði Em- Emil að ganga frá samningi við Barnsley Emil Hallfreðsson fengið gefins horn. Í horninu virtist sem brotið hefði verið á Sandor Matus þannig að hann náði ekki í boltann. Knötturinn féll hins vegar á tærnar á Alberti Ás- valdssyni sem potaði honum í autt markið. KA jafnaði um hæl þegar David Disztl var fyrstur á boltann eftir hornspyrnu sem kom niðri á nærstöng. Í seinni hálfleiknum voru heimamenn mun sterkari en sköpuðu lítið af færum. Það var svo vítið fræga sem dæmt var á 56. mínútu sem gerði gæfumuninn og KA náði þremur stigum í hús. Haukur Heiðar Hauksson, hinn þindarlausi sóknarbakvörður KA, var sáttur með niðurstöðuna og ákveðinn í að halda áfram á sig- urbraut. „Þetta var baráttuleikur og góður sigur hjá okkur. Við er- um búnir að vera í basli í síðustu leikjum en sýndum karakter með því að sigra Fjarðabyggð fyrir austan með vængbrotið lið og er- um nú komnir aftur í rétta gírinn. Næsti leikur við Hauka er mjög mikilvægur og þar ætlum við að taka þrjú stig og ekkert annað.“ Spurður um vítaspyrnudóminn sagði Haukur Heiðar: „Ég var ekki búinn að sjá umræðuna á netinu um þetta en vissi bara að það var langt síðan síðasta víti var dæmt. Ég hef ekki hugmynd um hvort umræðan hefur haft nokkur áhrif á dómarann eða að hann hefur vitað af henni. Ég efast nú um það en hins vegar eig- um við að vera búnir að fá einhver víti í sumar svo við áttum nú alveg innistæðu fyrir þessu.“ Með það kvaddi Haukur sæll með afrakstur kvöldsins. Selfoss skellti Víkingum í Ólafsvík Topplið Selfyssinga skellti lán- lausum Víkingum á Ólafsvík, 6:1, og fátt getur komið í veg fyrir að Víkingarnir kveðji 1. deildina í haust. Heimamenn náðu forystu eftir 8 mínútna leik þegar Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði en Sel- fyssingar létu þetta ekkert á sig fá. Sævar Þór Gíslason skoraði tvívegis fyrir Selfyssinga, Hjörtur Júlíus Hjartarson, Arelíus Mar- teinsson og Stefán Ragnar Gunn- laugsson gerðu sitt markið hver og Dalibor Nedic varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Öflugur Dean Martin er leik- maður og þjálfari KA-liðsins í knatt- spyrnu sem vann baráttusigur gegn Aftureldingu á heimavelli í gær.  David Ditszl tryggði KA-mönnum sigur sem ekki höfðu fengið vítaspyrnu í 47 leikjum í röð KA lagði Aftur- eldingu 2:1 í 1. deild karla í knattspyrnu á Akureyri þar sem þau undur og stórmerki urðu að KA- menn fengu dæmda vítaspyrnu. Loks fékk KA vítaspyrnu Eftir Einar Sigtryggson sport@mbl.is Úr vítaspyrnunni skoraði David Disztl og var það sigurmark leiks- ins. Fyrir leikinn var Gunnar Níelsson, hinn landsfrægi stuðn- ingsmaður KA, búinn að fletta í sögubókunum og finna út að KA hafði hvorki fengið vítaspyrnu í deild né bikar í heil tvö ár. Leik- irnir voru orðnir 47 en eftir 4.289 mínútna vítaþurrð flautaði Þór- oddur Hjaltalín vítaspyrnu þegar boltinn hrökk í hönd- ina á varnarmanni Aftureld- ingar. Vissulega nokkuð harkalegt en KA-menn voru lítið að velta því fyrir sér. Annars var leikurinn fremur tíðindalítill, jafnræði lengstum í fyrri hálfleik en und- ir lok hans fór að draga til tíðinda. Gestirnir skoruðu fyrst eftir að hafa Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 Ján Mucha,markvörður Slóvaka í knatt- spyrnu, stóð í markinu í fyrri hálfleik í fyrra- kvöld þegar Ís- land og Slóvakía gerðu 1:1 jafn- tefli í vin- áttulandsleik. Markvörðurinn á bróður sem leikur hér á landi, en sá heitir Matús Mucha og leikur með Árborg í 3. deildinni. Matús, líkt og bróðir hans, stendur á milli stang- anna hjá sínu liði.    Egill Jónasson mun leika meðNjarðvíkingum í körfunni í vetur en hann var við nám í Dan- mörku í fyrravetur og gat lítið leik- ið þar vegna meiðsla. Egill, sem er mjög hávaxinn miðherji, er uppal- inn hjá Njarðvíkingum.    Hamarsmenn í Hveragerði hafagengið frá samningi við Andre Dabney um að hann leiki með liðinu í körfuboltanum í vetur. Dabney er lítill og snöggur leik- stjórnandi og lék hann í Argentínu í vetur en var áður í Blookfield- skólanum í NCAA II deildinni og var þar með 24,6 stig að meðaltali í leik og gaf 3,6 stoðsendingar að meðaltali.    Manuel Neu-er, mark- vörður Schalke í Þýskalandi, er nú undir smásjá Sir Alex Fergu- son, stjóra Man- chester Unted. Neuer þykir eitt mesta efni Þjóð- verja og er Bayern München einnig sagt áhugasamt um leikmanninn. Ekkert tilboð hefur þó enn borist í markvörðinn hávaxna, sem er mik- ill aðdáandi Jens Lehman, fyrrver- andi markvarðar Schalke.    Brasilíumaðurinn Romario, semlagði skóna á hilluna árið 2007, þá 41 árs, hefur tekið upp takkas- kóna að nýju. Hann hyggst leika einn eða tvo leiki með América í heimalandi sínu, en það var helsta ósk föður hans heitins að sonur sinn léki með þessu uppáhaldsliði sínu.    Argent-ínumað- urinn Ossie Ardiles, sem lengi lék með Tottenham Hotspurs á ní- unda áratugn- um, segist nú glaður vilja taka við stjórnartaumum New- castle, en hann stýrði liðinu árið 1991-92, áður en Kevin Keegan tók við. Ardiles sagði þó að eflaust gengi það ekki eftir, en hann stýrði síðast liði Cerro Portano í Para- gvæ.    Michael Mancienne, varn-armaður Chelsea, hefur verið lánaður til Wolves og mun hann leika með nýliðunum í ensku úr- valsdeildinni á komandi leiktíð. Mancienne er U21 landsliði Eng- lands og hann ekki er alveg ókunnugur Úlfunum því hann var í láni hjá liðinu í tvo mánuði á síð- ustu leiktíð og stóð sig afar vel.    Portsmouth, lið HermannsHreiðarssonar, hefur náð samningnum við ítalska liðið Genúa um að fá belgíska landsliðsmanninn Anthony Vanden Borre að láni. Leikmaðurinn er 21 árs gamall og getur bæði spilað sem bakvörður og miðjumaður Fólk sport@mbl.is Auk Hjalta gengu Gísli Guðmundsson og Jón Karl Björnsson m.a. til liðs við Gróttu fyrr í sumar. iben@mbl.is ýliða Gróttu Vistaskipti Hjalti Pálmason er á leið í Gróttu DAVID Beckham, einn frægasti knattspyrnu- maður veraldar, segist nokkuð viss um að hann snúi aftur til Evrópu þegar samningur hans hjá LA Galaxy í Bandaríkjunum rennur út um ára- mótin. Kemur AC Milan þar sterklega til greina, þar sem hann var á láni á síðasta keppn- istímabili. Fabio Capello, landsliðseinvaldur Englendinga, sagði að ef Beckham vildi eiga víst sæti í liði sínu yrði hann að spila í Evrópu, enda mestu gæðin þar að finna. Útilokar ekki að fara aftur til Englands „Nú einbeiti ég mér að tímabilinu með Galaxy. Þegar því lýkur, eftir nokkra mánuði, mun ég gera áætlanir. En það er nokkuð sem ég vissi fyrir. Ég er 95-99% viss um að það gangi eftir. Það er ákvörð- un sem ég þarf að taka í sam- ráði við félagið. Fer ég aftur til Englands? Ég veit það ekki, maður veit aldrei. Ég naut tím- ans hjá AC Milan, án þess að vita hvort það gangi eftir að ég fari þangað aftur, en þeir vilja fá mig þangað á ný. AC Milan er með eitt besta lið í heimi, en ég hef enn nokkra mánuði til að ákveða mig,“ sagði Beckham við fréttastofu Sky en hann lék með Englendingum í Amst- erdam í fyrrakvöld þegar Holland og England skildu jöfn, 2:2. trausti@mbl.is David Beckham aftur til AC Milan? David Beckham il í samtali við Morgunblaðið í gær en Barnsley tekur á móti Aroni Einari Gunnarssyni og félögum hans í Coventry í fyrsta heima- leiknum í 1. deildinni á þessu tíma- bili á morgun. Simon Davey, knattspyrnustjóri Barnsley, sagði í viðtölum við enska fjölmiðla í gær að hann gerði sér góðar vonir um að ganga frá samningi við Emil í dag en hann hefur lagt hart að forráðamönnum félagsins að fá Emil til liðs við Barnsley. ,,Við eigum enn eftir að fá leik- heimild frá Knattspyrnusambandi Íslands svo ég reikna ekki með því að hann nái leiknum á móti Cov- entry,“ sagði Davey.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.