Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 2
Tiger Woods ermeð forystu eftir fyrsta keppn- isdag á 91. PGA- meist- aramótinu í golfi sem hófst í Minnesota í gær. Woods, sem stefn- ir á að vinna sitt 71. risa- mót, lék fyrsta hringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari vallarins. Írinn Predraig Harr- ington fylgir fast á eftir en hann lék á 68 höggum en Harrington á titil að verja.    Íslenska U21 árs landslið karla íhandknattleik burstaði Norð- menn, 34:24, í umspili um sæti 13-16 á HM í Egyptlandi í gær. Íslendingar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var, 20:11. Ólafur Gústafsson var markahæstur í íslenska liðinu með 6 mörk, Oddur Grétarsson, Rúnar Kára- son og Ásbjörn Friðriksson skoruðu 5 mörk hver, Ólaf- ur Bjarki Ragnarsson og Guðmundur Árni Ólafsson 4, Anton Rúnarsson 3 og þeir Bjarni Aron Þórðarson og Hjálmar Þór Arnarson 1 mark hver.    David Bentley,leikmaður enska úrvalsdeild- arliðsins Totten- ham, hefur beðið fé- lagið afsökunar á hegðan sinni en leik maðurinn var hand- tekinn í gær fyrir ölvunarakstur eftir að hann ók Porche bifreið sinni á ljósastaur. Bentley var látinn laus gegn tryggingu en mál hans verður tekið fyrir í dómstólum í lok mánaðar- ins. Bentley hefur ekki verið hátt skrifaður hjá stuðningsmönnum Tott- enham enda hefur hann lítið getað síð- an hann kom til Lundúnaliðsins frá Blackburn.    Bandaríski landsliðsmaðurinn ClintDempsey framlengdi í gær samn- ing sinn við enska úrvalsdeildarliðið Fulham og er hann nú samningsbund- inn Lundúnaliðinu til ársins 2013. Demspey skoraði 7 mörk fyrir Fulham á síðustu leiktíð.    Hannes Jón Jónsson skoraði 2mörk fyrir Hannover Burgdorf þegar liðið sigraði Wisla Plock, 32:21, á Sparkassen-mótinu í handknattleik.    Ólafur Stefánsson hafði hægt umsig og skoraði aðeins 1 mark fyrir Rhein-Neckar Löwen þegar liðið sigr- aði Wetzlar á þessu sama móti, 36:25. Uwe Gensheimer fór mikinn í liði Rhein-Neckar Löwen og skoraði 16 mörk. Fólk sport@mbl.is 2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 Knattspyrna 1. deild karla: KA – Afturelding......................................2:1 David Disztl 41., 55. (víti) - Albert Ásvalds- son 37. Víkingur R. – Leiknir R...........................1:2 Marteinn Briem 78. - Ólafur Hrannar Kristjánsson 74., 89. Víkingur Ó. – Selfoss ...............................1:6 Brynjar Gauti Guðjónsson - Sævar Þór Gíslason 2, Hjörtur Júlíus Hjartarson (víti), Arelíus Marteinsson, Stefán Ragnar Gunnlaugsson, sjálfsmark. ÍA – Haukar...............................................0:1 Úlfar Hrafn Pálsson 4. Staðan: Selfoss 16 11 2 3 34:18 35 Haukar 16 9 4 3 31:18 31 KA 16 7 5 4 23:15 26 HK 15 8 2 5 27:21 26 Leiknir R. 16 6 6 4 22:20 24 Fjarðabyggð 15 7 2 6 25:25 23 Víkingur R. 16 6 3 7 27:24 21 Þór 15 7 0 8 21:22 21 ÍR 15 6 1 8 27:34 19 ÍA 16 4 5 7 20:23 17 Afturelding 16 3 5 8 17:26 14 Víkingur Ó 16 2 1 13 16:44 7 1. deild kvenna: HK/Víkingur – Selfoss..............................2:0 Fjarðab./Leiknir – Höttur........................0:3 Staðan: HK/Víkingur 10 9 0 1 30:12 27 Þróttur R 9 6 1 2 35:10 19 Selfoss 10 5 3 2 23:13 18 Sindri 9 4 1 4 13:19 13 Höttur 10 2 1 7 14:26 7 Fjarðab./Leikn. 10 0 0 10 3:38 0 Enski deildabikarinn: Dregið var í aðra umferð í gær og lentu eft- irtalin lið saman, úrvalsdeildarliðin eru feitletruð, en þau koma nú inn í keppnina nema þau sem eru í Evrópukeppninni. WBA - Rotherham Norwich - Sunderland Tranmere - Bolton QPR - Accrington Bristol City - Carlisle Leyton Orient - Stoke Port Vale - Sheffield Wednesday Hull - Southend Leeds - Watford Cardiff - Bristol Rovers Portsmouth - Hereford Crystal Palace - Manchester City Wolves - Swindon Gillingham - Blackburn Blackpool - Wigan Southampton - Birmingham Preston - Leicester Newcastle - Huddersfield West Ham - Millwall Hartlepool - Burnley Nottingham Forest - Middlesbrough Reading - Barnsley Swansea - Scunthorpe Doncaster - Tottenham Peterborough - Ipswich í kvöld KNATTSPYRNA 1. deild karla: Kópavogsvöllur: HK – Þór ...................18.30 ÍR-völlur: ÍR – Fjarðabyggð................19.00 2. deild karla: Njarðtaksvöllurinn.: Njarðvík – Víðir.19.00 3. deild karla: Bessastaðav.: KFK – Skallagrímur.....19.00 Búðagrund: Leiknir F. – Einherji .......19.00 Boginn: Draupnir – Huginn .................20.00 MÓTENEFND KSÍ mun í dag eða í síðasta lagi á morgun ákveða hvort hún verður við beiðni Grind- víkinga um að fá leik liðsins gegn ÍBV sem fram á að fara á sunnu- dagskvöldið frestað um óákveðinn tíma. Skæður inflúensufaraldur hefur leikið leikmenn liðsins grátt og í gær voru 10 leikmenn komnir með inflúensueinkenni. Fljótlega beindist grunur manna að því að um svokallaða svínaflensu gæti verið að ræða og í gær fékkst það staðfest af lækni að Óli Stefán Flóventsson er með svínaflensu en nið- urstaðna úr fleiri sýnum sem tekin voru af leik- mönnum er að vænta í dag. ,,Ég hef nú lent í ýmsu sem þjálfari og leikmaður en þetta er alveg ný reynsla. Loksins þegar liðið var að komast á skrið þá gerist þetta,“ sagði Lúkas Kostic, þjálfari Grindvík- inga, í samtali við Morgunblaðið í gær. Í bréfi sem Þorsteinn Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sendi til mótanefndar KSÍ segir meðal annars: ,,Óski KSÍ eftir læknisvottorðum er það sjálf- sagt mál en það gæti tekið einhvern tíma að safna þeim saman því flestir leikmennirnir eru rúmliggj- andi. Rétt er að taka fram að okkur er nauðugur einn kostur að biðja um þessa frestun. Hún er alls ekki í okkar þágu því við missum einn af okkar lyk- ilmönnum, Boga Rafn Einarsson, í nám til Bandaríkj- anna eftir helgi. Ástandið er einfaldlega þannig að það er ekki forsvaranlegt að spila leikinn á sunnudag- inn við þessar aðstæður.“ gummih@mbl.is Svínaflensa í herbúðum Grindvíkinga Óli Stefán Flóventsson Eftir Guðmund Hilmarsson og Stefán Stefánsson Það var blaðburðardrengurinn Úlfar Hrafn Pálsson sem tryggði Hauk- unum sigurinn þegar hann skoraði eina mark leiksins strax á 4. mínútu. Haukur er tvítugur að aldri og lætur sig ekki muna um að bera út Morg- unblaðið á hverjum morgni. „Þetta var ótrúlega sætur sigur og það er góður gangur á okkur þessa dagana,“ sagði Andri Marteinsson, þjálfari Hauka, við Morgunblaðið, eft- ir sigurinn á ÍA. Spurður hvort leiðin lægi upp í efstu deild sagði Andri: „Við settum okkur markmið eftir fyrri um- ferðina og það var að ná sæti í Pepsi- deildinni. Það hefur ekkert breyst og ég tel okkur alveg hafa burði til þess að ná þessu markmiði. Við erum ekk- ert síðri en öll liðin í deildinni og nú er það bara undir drengjunum komið hvort við förum upp eða ekki. Sigurinn á Skagamönnum var mikill baráttu- sigur og hann gefur okkur byr undir báða vængi,“ sagði Andri. Skipulag Leiknis gekk upp „Svakalega er gaman að koma hing- að í Víkina og taka þrjú stig, það er ekki oft sem það gerist og draumurinn að skora tvö mörk. Það er ekkert skemmtilegra en að geta tryggt liðinu sínu sigur enda gerir maður hvað sem er fyrir klúbbinn,“ sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson, sem skoraði bæði mörk Leiknis í 2:1-sigri í Víkinni í gærkvöldi. Með sigrinum stukku Breiðhyltingar upp í 4. sæti deild- arinnar en Fossvogsbúar verða að sætta sig við það sjöunda. Leiknir fékk fyrsta færi leiksins en hálftími leið áður en Víkingar fóru að feta sig nær marki Leiknis og skapa sér færi. Þau voru hins vegar fæst hættuleg því vörn Leiknis barðist vel. Á 61. mínútu fékk Víkingurinn Grétar Ali Khan sitt annað gula spjald og var vikið af velli en það virtist vekja Vík- inga, sem sóttu af meiri krafti enda fóru þeir loks að vanda sóknarleikinn. Leiknismenn hins vegar sættu færis og Ólafur Hrannar skoraði á 74. mín- útu eftir snarpa sókn. Marteinn Briem jafnaði fjórum mínútum síðar en hann kom inn á sjö mínútum áður. Víkingar héldu áfram að sækja en fóru svo út í að halda fengnum hlut og það kann sjaldnast góðri lukku að stýra enda sóttu Leiknismenn stíft þar til Ólafur Hrannar skoraði aftur. Það gekk því allt upp samkvæmt markahróknum. „Við komum skipulagðir til leiks, vor- um þéttir fyrir og héldum Víkingum vel frá okkur svo þeir komust ekki í mörg færi, en svo sóttum við hratt og Víkingar voru í basli með það. Við bara gerðum það sem við þurftum að gera,“ hélt Ólafur Hrannar áfram, ánægður með gengi liðsins. „Við sett- um okkur ekki markmið fyrir mótið, ætluðum bara að mæta í það, sem gekk ekki vel fyrstu leikina. Svo tók- um við gott spjall og ákváðum að taka einn leik fyrir í einu, sem hefur gefist vel. Við höfum bara tapað einum af ell- efu síðustu, sem segir sitthvað um hvað þetta lið getur gert.“ Leifur S. Garðarsson, þjálfari Vík- inga, var eðlilega ekki sáttur. „Við vor- um betri ellefu og líka tíu en þeir skor- uðu fleiri mörk. Við ætluðum að vera þéttir í vörninni og sækja svo en ég ætla ekki að falla í þá gryfju að segja að við séum miklu betra lið því Leiknir vann. Við vorum með boltann 85% af leiknum en við verðum að nýta færin til að vinna leik, þetta gengur út á að skora fleiri mörk en hinir og vera vak- andi í varnarleiknum. Við gáfum mörk og gerðum ekki út um færin okkar,“ sagði Leifur eftir leikinn. Morgunblaðið/Ómar Barátta Það var hart tekist á í leik Víkings og Leiknis í Víkinni í gær þar sem Leiknir hafði betur. HAUKAR eru á góðri siglingu í 1. deild- inni en Hafnarfjarðarliðið vann mikinn baráttusigur á Skagamönnum á Akra- nesvelli í gærkvöldi. 1:0 urðu lokatöl- urnar og Haukarnir eru í góðum málum í 2. sæti deildarinnar, fimm stigum á undan KA-mönnum, en Selfyssingar tróna á toppi deildarinnar. Haukarnir stefna á Pepsi-deildina  Haukar lögðu ÍA á útivelli  Leiknir R. fagnaði sigri í Víkinni HANDKNATTLEIKSMAÐURINN Hjalti Pálmason er á leið til nýliða Gróttu samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hjalti hefur und- anfarin ár leikið með Val og er einn leikreynd- asti leikmaður liðsins en þar áður lék hann með Víkingum. Ekki hefur verið formlega gengið frá fé- lagsskiptum Hjalta úr Val í Gróttu en fátt mun vera til fyrirstöðu í þeim efnum eftir því sem heimildir herma. Hjalti mun gera tveggja ára samning við Seltirninga. Lið Gróttu komst upp í N1-deild karla, úrvals- deild, í vor eftir að hafa unnið 1. deildina nokkuð örugglega. Halldór Ingólfsson var ráðinn þjálfari liðsins í vor eftir að fráfarandi þjálfari, Ágúst Jó- hannsson, flutti til Noregs. Hjalti er á leið til ný ENSKA 2. deildar liðið Hartlepool hefur mikinn áhuga á að fá Ármann Smára Björns- son til liðs við sig frá Brann í Noregi. Samn- ingur Ár- manns við Brann rennur út í haust en hann hefur ekki fengið ýkja mörg tækifæri með liðinu á þessari leiktíð. „Ég veit lítið um þessi mál. Það eru einhverjar þreifingar í gangi og maður hefur heyrt utan að sér að enskt lið hafi verið með fyrir- spurnir en það hefur enginn talað við mig ennþá, hvorki frá Brann né Hartlepool,“ sagði Ármann Smári við Morgunblaðið í gær. Spurður hvort hann væri tilbú- inn að halda kyrru fyrir hjá Brann sagði Ármann: „Ég er ekki ánægður með hversu lítið ég fæ að spila og auðvitað horfi ég á það. Ég er hins vegar opinn fyrir öllu.“ gummih@mbl.is Ármann til Hartlepool? Ármann Smári Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.