Morgunblaðið - 02.09.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.09.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2009 ✝ Halldór Geir Lúð-víksson fæddist í Reykjavík 31. október 1930. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laugardag- inn 22. ágúst 2009. Foreldrar hans voru hjónin Lúðvík Thor- berg Þorgeirsson kaupmaður, f. 1910, d. 1996 og Guðríður Halldórsdóttir, f. 1911, d. 1997. Bræður Halldórs eru Birgir, f. 1937 og Þorgeir, f. 1943. Halldór Geir kvæntist 16. ágúst 1952 Nönnu Dísu Óskarsdóttur, f. í Reykjavík 30. mars 1929, d. 19. maí 1994. Foreldrar hennar voru Óskar Ólafsson sjómaður, f. 1897, d. 1955 og Jóhanna Jóhannesdóttir, f. 1896, d. 1993. Halldór Geir og Nanna Dísa eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Lúðvík Thorberg, f. 5. apríl 1951. Maki Jóna Sigríður Þorleifsdóttir, f. 1950. Börn þeirra eru: a) Halldór Geir, f. 1969, b) Þorleifur Hannes, f. 1972, maki Elva Dögg Númadóttir, f. 1973, börn þeirra eru Jóna Dís, f. þeirra er Jóhann Dagur, f. 2008. b) Ragnar Geir, f. 1984, sambýliskona Áslaug D. Benónýsdóttir, f. 1986, sonur þeirra er Gísli Benóný, f. 2008. Halldór Geir ólst upp á Berg- staðastræti 71 í Reykjavík og starf- aði við hlið föður síns í Lúllabúð frá unga aldri. Hann tók við rekstr- inum 1982 ásamt samstarfsmanni sínum Gunnsteini Sigurjónssyni og saman ráku þeir verslunina til árs- loka 2000. Halldór Geir og Nanna Dísa hófu búskap 1951 á Hverfis- götu 61 og 1959 flutti fjölskyldan í Glaðheima. Seinna byggðu Halldór og Nanna sér einbýlishús í Erluhól- um. Hann byrjaði snemma að æfa knattspyrnu með Fram og var val- inn til að leika með meistaraflokki félagsins 1950, upphaflega sem markvörður en síðan sem úti- leikmaður. Með Fram fór hann til Þýskalands 1953 og Rússlands 1961 og voru þessar ferðir honum afar eftirminnilegar og kærar. Halldór lék með félaginu þegar Fram vann Íslandsmeistaratitilinn 1962 og bræður hans tveir, Birgir og Þor- geir, voru þá einnig leikmenn liðs- ins. Hann lagði skóna á hilluna í lok keppnistímabils 1964 eftir 15 ára spilamennsku. Halldór Geir var gerður að heiðursfélaga Fram á 90 ára afmæli félagsins 1998. Útför Halldórs Geirs fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 2. september, og hefst athöfnin kl. 13. 1998 og Börkur Þorri, f. 2003, c) Hulda Nanna, f. 1973, sambýlismaður Arn- kell Bergmann Arn- kelsson, f. 1970, synir þeirra eru Lúðvík Thorberg, f. 1997 og Aron Daði, f. 2003. d) Guðmundur Steinar, f. 1975. 2) Guðríður, f. 6. janúar 1953. Maki Sveinn G. Óskarsson, f. 1948. Börn þeirra eru: a) Óskar, f. 1973, sambýliskona Linda H. Pétursdóttir, f. 1984. Sonur Ósk- ars og Tinnu Bjarkar Bryde, f. 1984, er Hilmir Freyr, f. 2006. b) Nanna Dísa, f. 1975, sambýlismaður Kjartan Sigurbjartsson, f. 1975, börn þeirra eru, Katrín Erla, f. 2001 og Arnór Elí, f. 2005. c) Hall- dór Jóhann, f. 1980, maki Þóra Jónsdóttir, f. 1982, dætur þeirra eru Katla Maren, f. 2005 og Hrafn- hildur Ása, f. 2006. 3) Jóhanna Ósk, f. 10. júní 1956. Maki Gísli Björns- son, f. 1948. Synir þeirra eru a) Ró- bert Geir, f. 1982, sambýliskona María Yngvinsdóttir, f. 1982, sonur Halldór Geir, tengdafaðir minn, var afskaplega ljúfur maður og hafði góða nærveru. Hann var alla tíð hlé- drægur og það verður seint sagt um hann að það hafi kjaftað á honum hver tuska. Hann var barngóður svo af bar og brosti sínu blíðasta fram á síðasta dag þegar börn voru nálæg, heilsaði þeim með virktum og opnaði nammi- skúffuna sína upp á gátt. Barnabörn- unum bauð hann stundum í sunnu- dagsbíltúra meðan þau voru lítil. Fyrst var komið við í Lúllabúð til að fá ískalda litla kók í gleri með lakk- rísröri og síðan keyrt niður að höfn og víðar um borgina. Að vetrarlagi festi hann kannski „óvart“ bílinn í smá snjósköflum, sem krökkunum fannst ekki leiðinlegt. Í ferð til Bret- lands um árið keypti hann stóran „smámæltan“ jólabangsa sem söng hástöfum ef klipið var í hann. Ein- hver hefði nú ekki nennt að hafa þann hávaða yfir sér – en eins og langafann grunaði vakti bangsinn mikla lukku þegar litlir strákar og stelpur komu í heimsókn. Knattspyrna átti hug Halldórs og hjarta og hann var Framari af lífi og sál. Sjálfur spilaði hann allar stöður frá unga aldri þar til hann endaði farsælan feril sinn 34 ára gamall. Nú eru barnabarnabörn hans, sem búa í Grafarholtinu, orðin gallharðir Framarar, fylgjast með leikjum og spila með félaginu. Þau horfa stór- eyg á myndir af langafa sínum í Frambókum og albúmum, hreykin af því hvað hann spilaði lengi og var klár í fótbolta. Í ensku knattspyrn- unni hélt Halldór með Manchester United og missti klárlega varla af leik í sjónvarpinu. Vinir hans, Fram- ararnir Lalli Hallbjörns og Geiri, sátu stundum með honum og tóku út leikina. Yngri meðlimir fjölskyld- unnar hafa fetað í fótspor hans og eru Manchester United-aðdáendur. Mikil skoðanaskipti fara fram á öll- um bæjunum og lætin yfirþyrmandi þegar þeir spila og dómarinn kann t.d. ekkert í dómgæslu. Mér skilst að Halldór hafi aldrei spilað snóker sjálfur en hann fylgdist samt grannt með þeim leik á erlendum sjónvarps- stöðvum og hafði gaman af. Form- úlan var líka í uppáhaldi. Hann safn- aði frímerkjum og reyndi að smita barnabörnin af frímerkjadellu, en hafði ekki erindi sem erfiði, enda þau kannski of ung á þeim tímapunkti. Hann stundaði laxveiði framan af bú- skaparárum sínum, með félögum sínum og fjölskyldu. Allan sinn starfsaldur vann Hall- dór í Lúllabúð og líkaði það vel. Elskulegur tengdafaðir minn hef- ur nú fengið hvíldina. Á seinni árum glímdi hann við mikil veikindi og erf- ið. Hann vildi sem minnst láta fyrir sér hafa og sagði allan tímann að sér liði bara vel. Hann missti mikið þeg- ar eiginkona hans, Nanna Dísa, lést fyrir 15 árum. Kannski byrjaði þá þegar að halla undan fæti þar sem hann varð eiginlega hálfur maður upp frá því og saknaði hennar mjög. Þau voru ólík en samhent hjón sem héldu vel utan um hópinn sinn: börn, tengdabörn og barnabörn. Elsta barnabarn Halldórs Geirs og alnafni hefur alltaf skipað sérstakan sess hjá afa sínum og milli þeirra ríkti stundum augngotusamband án orða og svo glottu báðir eða hlógu eftir því sem við átti. Líka þegar þeir hittust í hinsta sinn. Barnabörnunum þótti afskaplega vænt um afa sinn og börnum þeirra um langafa sinn. Að leiðarlokum lítum við yfir far- inn veg og geymum minningarnar vel og vandlega. Ég vil þakka tengdaföður mínum, Halldóri Geir, fyrir samfylgdina. Hún var ætíð á ljúfum nótum eins og hans var von og vísa. Jóna Sigríður Þorleifsdóttir. Tengdafaðir minn lést að morgni 22. ágúst sl. á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þar sem hann hafði dval- ist í stuttan tíma. Mín fyrstu kynni af Halldóri voru þegar tilvonandi tengdamóðir mín, Nanna, bauð mér óvænt í mat, þar sem ég var staddur hjá þeim í Sigtúninu, en ég hafði ný- lega kynnst dóttur þeirra, Gauju. Tengdapabbi kom síðastur, sem virtist vera fastur liður og átti eftir að koma betur í ljós síðar, en vinnu- dagurinn var oft langur hjá honum. Þar sem tengdapabbi var ekki mjög opinn maður og ég hálfstressaður þá fóru kynni okkar rólega af stað en við urðum fljótt mestu mátar. Þegar við Gauja giftum okkur hélt hann uppteknum hætti og mætti með brúðina hátt í 15 mínútum of seint, brúðgumanum og tengdamóð- ur hans til mikillar hrellingar. Þegar hann var inntur eftir svari í veisl- unni, þá sagði hann rólyndislega að því miður hefði hann ekki getað kom- ið fyrr með dótturina því hún var í nokkru stressi að hjálpa honum við slaufuna heima rétt fyrir athöfn. Ég frétti það líka seinna að þegar hann iðkaði knattspyrnu og var orð- inn alltof seinn í leik, svaraði hann að bragði, að því miður hefði „súpan verið alltof heit“. Halldór vann allan sinn aldur í Lúllabúð, sem var í eigu föður hans og var samband þeirra feðga og móð- ur hans með eindæmum gott og mik- ill samgangur þar á milli. Þá starfaði tengdamóðir mín einnig við hlið hans í búðinni. Halldór tók síðan við rekstri búðarinnar þegar faðir hans lét af störfum. Fljótlega eftir að við kynntumst réðst hann í framkvæmdir í Rofabæ þar sem hann ætlaði sér að koma upp verslun. Aðstoðaði ég hann þar alloft við spýtnahreinsun. Tengda- pabbi seldi verslunarbygginguna og hóf að byggja Erluhóla 1 sem varð síðan heimili tengdaforeldra minna. Við, fjölskyldan, dvöldum löngum stundum þar, enda alltaf nóg að bíta og brenna hjá Nönnu og Halldóri. Ennfremur var afinn einstaklega barngóður og soguðust börnin að honum og leyfðist þeim ýmislegt uppistand með afa, sem ekki átti upp á pallborðið hjá ömmu. Halldór var Framari af lífi og sál og lék knattspyrnu og handbolta á sínum yngri árum. Hann, ásamt bræðrum sínum, Birgi og Þorgeiri, spilaði með Fram þegar þeir urðu Ís- landsmeistarar í knattspyrnu 1962. Dálæti hans á ensku knattspyrn- unni var ekki minna og var hann öfl- ugur stuðningsmaður Man. Utd en hann sat löngum stundum fyrir framan sjónvarpið og fylgdist með sínum mönnum. Þá hafði hann upp- götvað snóker sem við horfðum oft saman á. Fráfall tengamóður minnar, langt um aldur fram, varð tengdaföður mínum mjög þungbært en það var stórt skarð sem hún skildi eftir í lífi hans og má segja að hann hafi lifað hálfu lífi eftir það. Sjúkralisti hans var orðinn langur, hann dvaldi oft á spítala og tók því með jafnaðar- og langlundargeði. Þegar hann var inntur eftir því hvernig honum liði var alltaf sama svarið hjá honum, það er allt í lagi með mig, ég redda mér, verið ekki að hafa áhyggjur. Á kveðjustund vil ég þakka honum fyrir það sem hann hefur gefið mér og mínum og mun ég í minningunni minnast manns með stórt hjarta og góða sál. Megi tengdafaðir minn hvíla í Guðs friði. Sveinn Óskarsson. Elskulegur afi minn er látinn. Afi hafði dvalið í Skógarbæ í 4 mánuði þar sem hann þurfti orðið á meiri að- stoð að halda en hægt var að veita honum heima. Honum hrakaði mjög hratt við þessa breytingu þar sem honum leið alltaf best heima í Erlu- hólunum. Það eru góðar minningar sem ég á um afa minn og margar tengjast þær Lúllabúð eða „stórmagasíninu“ eins og við systkinin kölluðum búðina í gamni. Þangað lagði ég oft leið mína þegar ég fór í bæinn en amma Nanna vann þar líka og var ekki slæmt að eiga þau bæði að og þar gat maður hvílt lúin bein og fengið smá hress- ingu. Náttborðsskúffan hans afa var afar vinsæl hjá okkur krökkunum á yngri árum en afi var þekktur fyrir það að vera með fulla skúffu af sæl- gæti sem hann leyfði okkur krökk- unum að stelast í. Það voru ekki lætin í honum afa mínum, hann var afar rólegur maður en átti það þó til að æsa okkur krakk- ana upp úr öllu valdi svo að ömmu fannst oft nóg um. Eftir því sem ég stækkaði þá gerði ég mér oft ferð að kvöldi til út í Erló til þeirra og tók þá afi ekki annað í mál en að skutla mér til baka á rauða kagganum og ekki var verra þegar hann laumaði að manni smá vasa- peningi. Þó svo að ég hafi gert mér grein fyrir í hvað stefndi með afa þar sem hann var búinn að vera lasburða lengi var samt sárt að fá þessar frétt- ir á laugardagsmorgninum. Ég get þó huggað mig við það, að nú er hann kominn til ömmu Nönnu, sem hann hefur saknað svo mikið síðustu ár. Ég mun um ókomna tíð varðveita allar góðu minningarnar sem ég á um afa og ömmu í Erló, en við dvöld- um þar löngum stundum um hátíðir og aðra daga. Hvíl í friði, elsku afi. Nanna Dísa. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (Valdimar Briem.) Elsku afi, okkur finnst mjög sorg- legt að þú sért dáinn. En mamma er búin að segja okkur að nú líður þér vel á himnum hjá ömmu Nönnu. Við söknum þín. Katrín Erla og Arnór Elí. Þung voru þau orð sem mér bár- ust að morgni laugardagsins 22. ágúst síðastliðinn. Afi var dáinn. Þegar ég settist niður til að skrifa þessi orð helltust yfir mig svo marg- ar minningar um hann Halldór afa minn, en ég er skírður eftir honum og hefur mér alltaf fundist afar vænt um það og ekki síst núna. Afa minnist ég fyrst og fremst af ást og kærleika. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að búa stutt frá ömmu og afa og fór maður ófáar ferðir þangað hérna áður fyrr. Ávallt var vel tekið á móti manni heima hjá ömmu og afa. Við afi brölluðum margt saman í bílskúrnum og í garðinum í Erluhól- unum. Stundum fór ég með afa niður í Lúllabúð, en sú búð var áður í eigu langafa, og þótti mér alltaf gaman að koma þangað. Elsku afi, nú er komið að kveðjustund. Síðustu ár hafa ver- ið þér erfið vegna veikinda og núna ertu farinn, eða eins og segir í laginu Söknuður: „Eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur nótt.“ Ég kveð þig afi með miklum sökn- uði, takk fyrir öll góðu árin. Núna ertu kominn til ömmu og þið eflaust búin að taka einn dans – sem vermir mér um hjartarætur. Þinn Halldór Jóhann. Elsku afi, það er með söknuði í hjarta sem ég kveð þig á þessari stundu. Eftir veikindi undanfarinna ára kveður þú okkur nú og ferð yfir til ömmu. Frá því að ég man eftir mér var alltaf gott að koma í heimsókn til afa og ömmu. Tekið var vel á móti manni og nóg af kræsingum á borðum. Þær voru líka ófáar heimsóknirnar sem maður fór til afa í Lúllabúð. Þangað var alltaf gaman að koma enda afi duglegur við að lauma að manni sæl- gæti og kók í gleri. Eftir að amma dó 1994 fluttumst við fjölskyldan til afa í Erluhólana en brottfall hennar reyndist afa erfitt. Eftir að við fluttum til afa urðu sam- skipti okkar meiri og það voru ófáar stundir sem við eyddum saman í að tefla eða horfa á fótbolta eða snóker í sjónvarpinu. Afi var mikill íþrótta- Halldór Geir Lúðvíksson Elsku afi. Ég vil þakka þér kærlega fyrir þá tíma sem ég hef fengið að eiga með þér. Það eru forréttindi að eiga þig sem afa. Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, nú gengin er sérhver þess gleði og þraut, það gjörvallt er runnið á eilífðar braut, en minning þess víst skal þó vaka. (Valdimar Briem.) Hvíl í friði, elsku afi minn. Ragnar Geir Gíslason. HINSTA KVEÐJA ✝ Ástkær sonur okkar og bróðir, KRISTJÁN PÁLSSON, lést á Landspítalanum í Kópavogi, deild 20, fimmtudaginn 27. ágúst. Viljum þakka starfsfólki vel unnin störf í gegnum árin. Páll Kristjánsson, Sigríður Sveinsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir, Reynir Gunnarsson, Viðar Örn Pálsson, Hafdís Pálsdóttir, Sandra Pálsdóttir, Erla Pálsdóttir, Jóna Valdís Reynisdóttir, Þóra Dögg Reynisdóttir, Sigurjón Arnar Reynisson. ✝ Systir mín og frænka okkar, HEIÐA AUSTFJÖRÐ frá Þórshöfn, Ægisgrund 19, Garðabæ, er látin. Trausti Örn Guðmundsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.