Morgunblaðið - 02.09.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.09.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2009 ✝ Agna GuðrúnJónsson (Agne Gudrun Jensen) fæddist í bænum Hee við Ringkøbing í Danmörku 29. nóv- ember 1915. Hún andaðist á Hrafnistu, Vífilsstöðum, 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Niels Signe Jensen og Jens Peter Ley Jensen, úr- smíðameistari frá Ringkøbing. Agna var næstyngst fimm systkina, þeirra Edith Alfrida Sörensen, Jo- hannes Jensen, Werner Jensen og Davidsen. Síðan lærði hún og vann í nokkur ár sem kokkur á hinu þekkta veitingahúsi Fras- catti í Kaupmannahöfn. Haustið 1945 kemur Agna til Íslands og vann á sumrin á Hótel Garði en á veturna tók hún að sér veislur, m.a. fyrir sendiráð og hið op- inbera. Árið 1955 stofnuðu Agna og Halldór fyrirtækið Halldór Jónsson hf. og 1961 fyritækið Vogafell hf. (Lystadún). Vann Agna síðan við fyrirtækin með Halldóri og sá meðal annars um framleiðslu þess á snyrtivörum. Agna var virkur þátttakandi í starfi Thorvaldsensfélagsins og Den danske kvindeklub, ásamt því að starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árum áður. Útför Ögnu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 2. september, og hefst athöfnin kl. 15. Nanny Sörensen. Hinn 10. janúar 1948 giftist Agna Halldóri Jónssyni stórkaupmanni, f. 16.11.1916, d. 23.2.1977. Foreldrar hans voru Kristín Halldórsdóttir hús- freyja og Jón Sigfús- son bóndi á Hallfreð- arstaðahjálegu í Hróarstungu. Agna ólst upp í Hee og stundaði hefðbundna skóla- göngu en fór síðan ung til Kaup- mannahafnar til að læra hjá hinu virta smurbrauðsfyritæki Oscar Það var árið 1983 sem við kynnt- umst Ögnu þegar ég var ráðinn til starfa hjá Halldóri Jónssyni hf., þá nýútskrifaður viðskiptafræðingur. Við náðum strax vel saman og ekki skemmdi það fyrir þegar hún vissi að ég væri ættaður austan af Hér- aði eins og Halldór hennar, enda þekkti hún vel föðurfólk mitt. Agna var ákveðin og hafði sterk- ar skoðanir, bæði á mönnum og málefnum og var aldrei feimin við að láta skoðanir sínar í ljós, hver sem í hlut átti. Mér er minnis- stætt, þá nýorðinn framkvæmda- stjóri, þegar Lystadún brann árið 1987 og ég spurði hana hvað við ættum að gera. Hún svaraði að bragði: „Við byggjum fyrirtækið upp aftur.“ Þótt hún væri orðin 71 árs, þá var hún ótrúlega framsýn og stóð að fullu á bak við áform okkar um að byggja hús undir starfsemi fyrirtækjanna að Skútu- vogi 11 og fluttum við þangað 1. október 1988. Agna var meistarakokkur og voru ófá matarboðin í frikkadellur eða gúllas í Barðavoginum. Ekki skemmdi það fyrir að fá einn kok- teil á undan matnum, enda var kokteillinn hennar Ögnu frægur meðal starfsmanna og vina hennar. Það var ætíð mikið tilhlökkunar- efni hjá henni þegar eitthvað var um að vera hjá fyrirtækinu, þá kom hún alltaf til mín og sagði: „Verðum við ekki að hafa kokteil?“ Agna var mjög sjálfstæð og kom keyrandi í fyrirtækið nánast dag- lega til að athuga hvernig rekst- urinn gengi og hitta „börnin sín“ en það voru starfsmennirnir í hennar huga. Hún vildi fylgjast með og var áhugi hennar á velferð fyrirtækisins vakandi allt til hinstu stundar. Reglulega heimsótti hún Danmörku og keyrði þá sjálf á bílaleigubíl milli ættingja og vina. Það var því Ögnu mikið áfall þegar hún datt og brotnaði í nóv- ember 2004 og var þar með kippt út úr sínu daglega lífi, þá 89 ára gömul og varð upp á aðra komin. Eftir það fór hún í aðgerð en varð háð göngugrind og hjólastól upp frá því. Hún flutti eftir sjúkra- húslegu í apríl 2005 á Hrafnistu, Vífilsstöðum. Hún Agna er farin í sína hinstu för. Þrátt fyrir háan aldur og að við vitum það eitt að við munum öll deyja er þetta samt mjög skrítið. Agna hefur verið mjög stór þáttur í lífi okkar fjölskyldu og samskipti mjög náin sl. 26 ár. Allar ferðirnar hennar á sunnudögum í heimsókn til okkar og ferðirnar okkar til hennar í Barðavoginn og á Vífils- staði. Alltaf fundum við fyrir miklu þakklæti og hlýju orðin og brosið hennar sem tók á móti okkur lifir með okkur. Við viljum nota tækifærið og þakka öllu því frábæra starfsfólki sem annaðist hana á „miðlaut“ á Vífilsstöðum fyrir frábæra um- mönnun. Enda átti hún margar góðar vinkonur meðal starfsfólks- ins. Ein þeirra sagði okkur: „Hún var ein sú eftirminnilegasta, því hún var sérstakur karakter og hélt honum allt til hinstu stundar.“ „Hvad er livet? Pust í sivet.“ Hvað hefur þú ekki sagt þetta oft í gegn- um tíðina? Hvað var þetta? Hvad er livet? Pust i sivet Plask i vandet Og ikke andet. Já, hvað er lífið annað? Elsku Agna. Guð geymi þig og hafðu þökk fyrir allt og allt. Kristján og Guðrún. Kveðja frá Thorvaldsensfélaginu Í dag kveðjum við Ögnu Guð- rúnu Jónsson sem var mæt og góð félagskona í Thorvaldsensfélaginu. Agna gekk í félagið 28. október árið 1970 og vann félaginu vel á meðan heilsan leyfði. Hún var vönduð og traust kona og mikilvirk í sjálfboðastarfi þegar á þurfti að halda, t.d. við sölu á jólamerkjum félagsins, sölu á happdrættismiðum og fleira í þeim dúr. Margar og góðar gjafir færði hún félaginu í vinninga og verð- laun þegar unnið var að fjáröflun. Á Thorvaldsensbazarnum vann hún einnig af mikilli fórnfýsi og með glöðu geði í mörg ár. Það fór ekki á milli mála að henni þótti ákaflega vænt um Thorvaldsensfélagið og vildi veg þess sem mestan. Hún var sönn félagskona sem tók þátt í fundum og störfum fé- lagsins af heilum hug. Thorvaldsensfélagið á Ögnu mikið að þakka eftir áratugalangt og farsælt sjálfboðastarf. Við kveðjum nú heilsteypta og góða fé- lagskonu með virðingu og þakk- læti. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Sigurbergsdóttir formaður. Hún varð tæplega 94 ára hún Agna. Nú er hún farin og gengin þann veg sem við að lokum leggj- um öll út á. Við biðjum henni Guðs blessunar. Agna var aðdáunarverð kona. Sá um sig sjálf fram að níræðisaldri, bjó ein í húsinu sínu, keyrði bílinn um allan bæ eins og herforingi, kom daglega í fyrirtækið og fylgd- ist með. Það voru aðeins síðustu 4 árin sem hún þarfnaðist aðstoðar og bjó hún á Vífilsstöðum við gott atlæti sem við erum þakklát fyrir. Kunnum við starfsfólki Vífilsstaða bestu þakkir. Hún sagði ávallt að við starfsmennirnir værum börnin sín og til marks um það hafði hún mynd af öllum hópnum fyrir ofan rúmið sitt. Alla mannfagnaði hjá fyrirtækinu kom hún á og bjó hún þá til kokteil fyrir okkur sem er ómissandi. Og eitt er víst að Ögnu kokteill verður áfram í heiðurs- sessi hjá okkur um ókomin ár. Okkur starfsfólkinu hefur alltaf liðið vel að starfa hjá Halldóri Jónssyni enda er starfsaldur hjá fyrirtækinu óvenju hár og starfs- andinn til fyrirmyndar. Agna var sterk kona. Hún varð fyrir því áfalli að missa mann sinn snögglega árið 1977, en hún hélt ótrauð áfram og hún var svo hepp- in að hafa notið frábærra starfs- krafta frá stjórnendum fyrirtæk- isins alveg fram á þennan dag. Mannlegi þátturinn hefur fengið að njóta sín sem var að hætti Ögnu og Halldórs Jónssonar. Bjartsýni var ávallt höfð að leiðarljósi í lífinu hjá Ögnu, hún var hugrökk og dugleg. Viðkvæðið hjá henni var; það þýðir ekkert að kvarta, maður verður bara að „hold kjæft og sing med“. Við starfsmenn Halldórs Jóns- sonar njótum þess í dag að vinna hjá þessu góða fyrirtæki sem Agna og Halldór Jónsson lögðu grunninn að fyrir 54 árum. Við erum þakklát fyrir að hafa verið hluti af lífi hennar. Hún er kvödd af okkur með virðingu og söknuði. Guð blessi Ögnu og minningu hennar. Fyrir hönd starfsmanna Hall- dórs Jónssonar ehf. Ólafía Árnadóttir (Lólý), Anna Axelsdóttir, Rósa Rútsdóttir. Agna Guðrún Jónsson ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar, föður, stjúpföður og afa, HARÐAR BARÐDAL, Brúnastöðum 17, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. ágúst. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabba- meinsdeildar 11E fyrir frábæra umönnun. Sesselja E. Guðnadóttir Barðdal, Jóhanna I. Barðdal, Sesselja E. Barðdal, Bergþóra Fanney Barðdal, Þórður V. Oddsson, Marta E. Guðmundsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sambýlismanns, föður, tengdaföður og afa, INDRIÐA ARNARS ADOLFSSONAR yfirverkstjóra, Íshússtíg 9, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir hlýhug og góða umönnun, einnig til fyrrverandi starfsmanna mötuneytis Varnarliðsins og starfsfólks Fríhafnarinnar. Gísli Sigurðsson, Erlendur Viðar Indriðason, Nazanin Khayatpour, Eva Yasmin Erlendsdóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hluttekningu og vinarhug við andlát ástkærs föður okkar, tengdaföður, stjúpföður, afa og langafa, GUÐBJARTS ÞÓRIS ODDSSONAR málara. Vilhelm V. Guðbjartsson, Guðrún Ragnarsdóttir, Ólöf María Guðbjartsdóttir, Jónas Pétur Sigurðsson, Svanur Guðbjartsson, Ólöf Magnúsdóttir, Þröstur Guðbjartsson, Patiwat Dipien, Guðrún Guðbjartsdóttir, Benedikt Bjarni Albertsson, Unnur Guðbjartsdóttir, Garðar Benediktsson, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Sigurður Stefán Jónsson, Birna Guðbjartsdóttir, Sölvi Rúnar Sólbergsson, Bára Guðbjartsdóttir, Jón Haukdal Kristjánsson, Sif Ásthildur Guðbjartsdóttir, Örn Guðjónsson, Sigurósk Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna útfarar SIGURÐAR K. ODDSSONAR þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum verða Fræðslumiðstöð og Upplýsingamiðstöð þjóðgarðsins lokaðar eftir hádegi í dag. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, sonar, föður, tengdaföður, afa, bróður og mágs, HJALTA EINARSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Landspítala við Hringbraut fyrir góða umönnun. Gunnhildur K. Kristinsdóttir, Þorbjörg Valdimarsdóttir, Ragnheiður Erla Hjaltadóttir, Sigurður H. Jóhannesson, Viktor Snær Sigurðsson, Sunna Valdís Sigurðardóttir, Baldvin Einarsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir. Elsku amma. Það var gott að eiga þig að líka, eins og þú sagðir við okkur dag- inn áður en þú fórst. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Höf. ók.) Kristín Þorláksdóttir ✝ Kristín Þorláks-dóttir fæddist á Skútustöðum í Mý- vatnssveit 8. maí 1920. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. ágúst sl. og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 26. ágúst. Meira: mbl.is/minningar Kossi föstum kveð ég þig, kyssi heitt mitt eftirlæti, fæ mér nesti fram á stig, – fyrst ég verð að kveðja þig. Vertu sæll! og mundu mig minn í allri hryggð og kæti! Kossi föstum kveð ég þig kyssi fast mitt eftirlæti. (Jónas Hallgrímsson.) Nú færðu loksins að hitta afa aft- ur. Þín Kristín Auður. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minn- ingargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að út- för hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur ver- ið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefn- um, www.mbl.is/minningar. Æviá- grip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefn- um. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.