Morgunblaðið - 02.09.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.09.2009, Blaðsíða 33
Dagbók 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2009 Sudoku Frumstig 6 7 3 2 1 3 5 7 5 4 9 6 6 7 5 2 2 8 4 4 1 9 3 1 7 8 3 7 5 7 4 1 2 4 6 8 3 6 9 4 2 1 7 5 8 3 2 8 1 7 3 9 6 5 5 3 1 7 5 8 3 9 7 8 2 3 4 1 8 7 4 3 1 7 6 8 2 9 5 5 7 8 9 4 2 6 1 3 2 6 9 3 5 1 4 7 8 3 1 2 4 7 9 8 5 6 9 5 7 8 2 6 1 3 4 8 4 6 1 3 5 9 2 7 6 8 3 2 9 7 5 4 1 1 9 4 5 8 3 7 6 2 7 2 5 6 1 4 3 8 9 2 1 7 8 4 3 6 5 9 3 4 9 7 5 6 1 8 2 6 5 8 1 2 9 4 7 3 1 6 4 2 7 5 9 3 8 7 3 5 9 8 4 2 1 6 9 8 2 3 6 1 5 4 7 8 2 1 4 9 7 3 6 5 4 7 6 5 3 2 8 9 1 5 9 3 6 1 8 7 2 4 6 1 2 7 5 8 4 9 3 8 3 4 2 1 9 5 7 6 9 7 5 6 4 3 8 2 1 1 8 3 4 2 7 6 5 9 7 2 6 3 9 5 1 4 8 4 5 9 1 8 6 2 3 7 3 4 7 5 6 1 9 8 2 5 6 8 9 7 2 3 1 4 2 9 1 8 3 4 7 6 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 2. september, 245. dagur ársins 2009 Orð dagsins: En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrni- runni. (Lúkas 6, 44.) Eitt sinn voru tveir kostir þegarfinna þurfti áningarstað norð- an Holtavörðuheiðar, Brú og Staðar- skáli. Nú er bara einn og hann ber nafnið Staðarskáli. Þegar Víkverji kom þangað í sumar var staðurinn eins og umferðarmiðstöð, fullt af fólki og vart þverfótað fyrir vinum og ættingjum. Nýi Staðarskáli er hins vegar fremur óaðlaðandi og hef- ur fyrir utan nafnið ekkert fengið af sjarma þess gamla, sem hafði með sér að vera eins og þar hefði tíminn numið staðar fyrir nokkrum áratug- um þannig að í hvert sinn sem þang- að var komið rifjuðust upp fjöl- skylduferðalög bernskunnar. Nú er Staðarskáli bara enn ein vega- sjoppan og að auki voru pulsurnar súrar kvöldið, sem Víkverji átti leið um. x x x Veðrið í höfuðborginni hefur veriðmeð gott í sumar. Víkverji hef- ur oft brugðið sér út fyrir borgina á undanförnum vikum og reyndar yf- irleitt verið í ágætisveðri, en alltaf reyndist hlýrra og sólríkara í Reykjavík. Eina helgina dvaldi Vík- verji í rigningu á Sauðárkróki á með- an sólin skein í Reykjavík og aðra í roki á Snæfellsnesi á meðan blanka- logn var í Reykjavík og átján stiga hiti. x x x Íslenska kvennalandsliðið stóð sigmeð prýði í Finnlandi þótt upp- skeran yrði rýr í stigum talið. Liðið var í sterkasta riðlinum á mótinu og hefði ugglaust fengið meira út úr leikjum sínum hefði það lent í öðrum riðli. Ekki þýðir að sýta það, heldur blása í herlúðra fyrir riðlakeppnina fyrir næsta heimsmeistaramót. Næsti leikur verður gegn Eistum á Laugardalsvelli fimmtudaginn 17. september. Hins vegar verður spennandi að fylgjast með því hvern- ig hinum liðunum þremur í riðlinum, Þjóðverjum, Frökkum og Norð- mönnum, sem öll komust áfram, mun vegna í átta liða úrslitum. Það skyldi aldrei fara svo að þrjú lið úr dauðariðlinum verði í fjögurra liða úrslitum? víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 höggs út í loft- ið, 8 öldu, 9 þoli, 10 grænmeti, 11 veiða, 13 vísa veg, 15 skammt, 18 mælieining, 21 hestur, 22 ósanna, 23 ungbarn, 24 óhemja. Lóðrétt | 2 duglegar, 3 tilbiðja, 4 iðinn, 5 æli, 6 áll, 7 ósoðna, 12 liðin tíð, 14 málmur, 15 svengd, 16 reiki, 17 fell, 18 vaxin, 19 héldu, 20 keyrir. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 topps, 4 burst, 7 síðan, 8 teppi, 9 nýt, 11 apar, 13 bali, 14 úrill, 15 barm, 17 Ægir, 20 úti, 22 lýsir, 23 losti, 24 arðan, 25 neiti. Lóðrétt: 1 tuska, 2 peðra, 3 senn, 4 bætt, 5 rupla, 6 teiti, 10 ýmist, 12 rúm, 13 blæ, 15 bylta, 16 ræsið, 18 gusti, 19 reiki, 20 úrin, 21 ilin. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rc3 e6 3. f4 d5 4. Rf3 dxe4 5. Rxe4 Rc6 6. d3 Rh6 7. g3 b6 8. Bg2 Bb7 9. Bd2 Rf5 10. O-O Be7 11. Rf2 Dc7 12. c3 O-O 13. Rg5 Bxg5 14. fxg5 Re5 15. Bf4 Bxg2 16. Kxg2 Dc6+ 17. Kh3 Rg6 18. Re4 Had8 19. Df3 Dd5 20. Had1 Dxa2 21. Dh5 Dxb2 22. Bc1 Dc2 23. Hd2 Db3 24. Rf6+ gxf6 25. gxf6 Dxc3 26. Hdf2 Hxd3 27. Bb2 Staðan kom upp á opnu móti sem lauk fyrir skömmu í Olomouc í Tékk- landi. Lenka Ptácníkova (2258) hafði svart gegn Dominic Freyberg (2191) frá Þýskalandi. 27… Hxg3+! og hvít- ur gafst upp enda mát í næsta leik. Íslandsmótið í skák, landsliðsflokkur, hófst í gær í Bolungarvík og eru skákir mótsins sýndar í beinni út- sendingu á netinu. Nánari upplýs- ingar eru á www.skak.is. Svartur á leik Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Ástin er blind. Norður ♠4 ♥Á863 ♦Á754 ♣Á732 Vestur Austur ♠ÁK107 ♠DG932 ♥G95 ♥1072 ♦K9 ♦G8 ♣DG85 ♣K104 Suður ♠865 ♥KD4 ♦D10632 ♣96 Suður spilar 5♦. Bridsspilarar vita manna best að ástin er blind. Hver hefur ekki orðið ástfanginn af hundunum sínum og meldað eins og vitlaus maður? „Ég var svo hrifinn af skiptingunni, makker?“ er þekkt viðbára þegar illa fer. Suður var alvarlega ástfanginn. Vestur vakti á grandi og austur yfirfærði í spaða. Vestur sagði 3♠ og nú doblaði norður til úttektar. Einhverra hluta vegna féll suður fyrir skiptingunni og stökk í 5♦. Út kom ♠K og ♣D í öðrum slag. Hvernig á nú að halda lífi í ástinni? Sagnhafi var sannur riddari: Hann tók á ♣Á, spilaði hjarta fjórum sinnum og henti laufi heima. Var þá með trompleguna að ofan í huga: ♦Kx í vestur og ♦Gx í austur. Það er sama hvor mótherjinn trompar fjórða hjart- að – tígulslagurinn fellur dauður niður eins og skorinn dreki. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú hefur orðið fyrir vonbrigðum og þarft því að gera þér grein fyrir hvaða væntingar þú gerir til annarra. Þú mátt eiga von á einhverri þróun í sam- skiptum þínum við hitt kynið. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það hefur verið mikið álag á þér að undanförnu svo þú hefðir gott af því að komast út úr bænum um helgina. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Nú ertu kominn með lausn á vandamáli sem hefur verið að naga þig að undanförnu. Reyndu að finna jafn- vægi svo þú getir heyrt svar hjarta þíns. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Vinir fara yfir strikið í einlægri viðleitni sinni til þess að hjálpa þér. Ein- beittu þér að þeim verkefnum sem fyrir liggja og þá sjá aðrir þínar bestu hliðar. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú hefur lagt hart að þér og ert þreytt/ur og vilt helst að aðrir taki við ábyrgðinni. Styrkur þinn mun leiða þig áfram og ryðja öllum hindrunum úr vegi. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þetta er góður dagur til félagslífs, sérstaklega til að leika sér við börn. Náðu valdi á lífi þínu í dag með afdrátt- arlausri yfirlýsingu. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Enginn veit að óreyndu hvern mann annar hefur að geyma. Gefðu þér tíma til þess að fara rækilega í gegnum málin og gerðu viðeigandi ráðstafanir. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú ert að skilja hvað skiptir þig mestu máli. Sýndu öðrum í fjölskyld- unni þolinmæði og mundu að allar fjöl- skyldur ganga einhvern tímann í gegn- um erfiðleika. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er upplagt að nota dag sem þennan til þess að velta fyrir sér hvernig maður skuli halda áfram. Aðal- málið er að vera sáttur við sjálfan sig. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þegar verkefnaskráin er orðin hlaðin eins og hjá þér er nauðsynlegt að forgangsraða. Vertu fyrirmyndar læri- faðir með því að leiðbeina en ekki gagn- rýna. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú stendur þig ekkert endi- lega betur þótt þú undirbúir þig rosalega mikið. Skyldan kallar svo þú þarft að gera þitt besta í stöðunni. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þig langar að kaupa eitthvað verulega fallegt í dag, jafnvel einhvern dýran munað. Flestar breytingar verða vegna hversdagslegra hluta. Stjörnuspá 2. september 1876 Kveikt var á fyrsta götu- ljóskerinu í Reykjavík. Þetta var steinolíulukt á allháum stólpa neðst í Bakarabrekku, sem nú heitir Bankastræti. 2. september 1932 Fossvogskirkjugarður í Reykjavík var vígður þegar öldungur og ungur drengur voru jarðsettir. „Einkennileg og hrífandi jarðarför,“ sagði í Morgunblaðinu. „Var þar sam- an kominn múgur manna.“ 2. september 1958 Freigátan Eastbourne tók níu varðskipsmenn af Þór og Mar- íu Júlíu sem höfðu staðið breska togarann Northern Foam að ólöglegum veiðum. Eastbourne hafði Íslend- ingana í haldi í ellefu sólar- hringa. 2. september 1967 Brúin yfir Jökulsá á Breiða- merkursandi var vígð. Þetta var önnur lengsta hengibrú landsins, 110 metra löng. Þar með komust Öræfingar í ak- vegasamband við aðra lands- hluta þó enn væru nokkrar ár óbrúaðar á leiðinni frá Höfn. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Ásta María Eggertsdóttir, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Svæðis- skrifstofu, nú- verandi dreifing- araðili Herbalife, er 70 ára í dag, miðvikudaginn 2. september. Í tilefni þess verður hún með opið hús, í kaffi og afmælis- knús, í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju í dag. Hún afþakkar blóm og gjafir. 70 ára STEINDÓR Andersen, kvæðamaður og fyrrver- andi sjómaður, ætlar ekki að halda upp á afmæl- isdaginn þar sem hann segist ekki gera neinn greinarmun á honum og öllum öðrum dögum. „Ég var alveg búinn að gleyma afmælinu. Mundi reyndar eftir því fyrir nokkrum dögum en þú varst að minna mig á það núna,“ segir hann þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans. Það er því ekki til neins að spyrja Steindór um eftirminnilega afmælisdaga en auðveldara reynist að spjalla við hann um hans aðaláhugamál; vísna- gerð, kvæðalög og gömlu rímnalögin. Steindór hefur gefið út geislaplötur, bæði einn síns liðs og í samvinnu við Sigur Rós og Hilmar Örn Hilmarsson, og segist nú vera að leggja drög að nýrri plötu. „Annars hef ég verið að reyna að fá einhvern til að gefa út gamlar hljóðritanir frá Kvæðamannafélaginu Iðunni. Það er svo viðamikið verk að það þarf styrki í það en við gáfum út árið 2004 heil- mikið rit og fjóra diska sem voru hljóðritanir frá 1935-6. Það þarf að gefa út annað eins einhvern tímann þegar ríkið opnar budduna en það verður nú seint,“ segir Steindór. „Það er ekki mikill áhugi á því að halda þessari gömlu menningu lifandi.“ ylfa@mbl.is Steindór Andersen kvæðamaður 55 ára Gleymdi afmælisdeginum Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.