Morgunblaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009 íþróttir Stjarnan Garðabæjarliðið mætir með reynslulítinn hóp til leiks. Ungum mönnum hent í djúpu laugina í vetur. Byggt á mönnum með félagshjarta og af þolinmæði til framtíðar 8 Íþróttir mbl.is Morgunblaðið/hag Íslandsmeistarar FH tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu annað árið í röð og í fimmta skiptið á sex árum. Davíð Þór Viðarsson fyrirliði og Tryggvi Guðmundsson, einn reyndasti leikmaður Hafnarfjarðarliðsins, voru í fararbroddi þegar meistararnir hlupu með bikarinn um Kaplakrikann ásamt fjölda stuðningsmanna sinna eftir sigurinn á Val. »4-5 Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is „VIÐ erum bara með leikmenn sem kunna að vinna, vilja vinna og eru vanir að vera í þess- ari stöðu. Manni líður mjög vel núna og við erum orðnir vanir því að vinna titla en það er alltaf jafn gaman og góð tilfinning fyrir mig að taka við bikarnum. Ég vil ekkert breyta því,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, eftir að liðið varð í gær Íslandsmeistari í knattspyrnu í fimmta sinn á síðustu sex ár- um. Davíð hefur fagnað öllum þessum titlum auk eins bikarmeistaratitils á sannkölluðu gullskeiði Hafnarfjarðarliðsins. Hann stóðst ekki mátið að skjóta aðeins á Viðar Hall- sagði Atli Viðar en FH hélt með sigrinum fimm stiga forskoti á KR nú þegar ein um- ferð er eftir af mótinu. „Búið að vera ógeðslega gaman“ Atli Viðar hefur glímt við erfið meiðsli á sínum knattspyrnuferli en verið frábær í sumar og skorað fjórtán mörk, og er hann á góðri leið með að verða markakóngur tíma- bilsins. „Það er ekki spurning að þetta er mitt besta tímabil til þessa, ég er búinn að skora helling af mörkum og fékk svo tækifæri með landsliðinu. Þetta er búið að vera alveg ógeðslega gaman í sumar og í raun algjör draumur,“ sagði Atli Viðar glaður í bragði. að ég sé einhver Maradona,“ sagði Davíð Þór áður en hann hélt til búningsklefa þar sem hann stýrði áköfum fagnaðarlátum FH-inga sem eflaust hafa staðið langt fram eftir nóttu. Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson var að sama skapi hæstánægður með titilinn sem hann á stóran þátt í að skuli áfram vera í Hafnarfirðinum. „Við þurftum að hafa mikið fyrir hlutunum í sumar þannig að þetta var nú ekki eitthvað auðvelt en vissulega komum við okkur í góða forystu með frábærri byrjun. Við misstum hana reyndar aðeins niður í lokin og þótt það væri ekki kominn neinn skjálfti í okkur viss- um við að við þyrftum að gera betur eins og við gerðum svo í þessum síðustu leikjum,“ dórsson, föður sinn, sem lék á sínum tíma með FH og á að baki 27 landsleiki fyrir Ís- land. „Ég er búinn að vera í FH í svona sjö eða átta ár og hef unnið sex titla. Pabbi var hins vegar í FH í 25 ár og vann engan titil nema kannski í næstefstu deild þannig að ég er með aðeins betri árangur en hann,“ sagði Davíð Þór léttur í bragði en hann vildi hins vegar alls ekki eigna sér mikinn heiður af titl- inum að þessu sinni. „Þetta var alls ekkert mitt besta sumar og ef ég á að segja alveg eins og er þá fannst mér ég bara ekkert sérstakur. Það er bara eins og gengur og gerist og svo lengi sem lið- ið vinnur þá er ég alveg tilbúinn að fórna því „Við kunnum að vinna“  FH er Íslandsmeistari karla í knattspyrnu 2009  Davíð Þór Viðarsson fyrirliði og Atli Viðar Björnsson ánægðir með sumarið  Sjötti stóri titill Davíðs  Atli Viðar nálgast gullskóinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.