Morgunblaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 4
4 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009
Spánverjarurðu í gær
Evrópumeistarar
í körfuknattleik
karla er liðið
lagði Serba 85:63
í úrslitaleiknum í
Póllandi. Pau Ga-
sol var maður
leiksins, og raun-
ar mótsins, en hann gerði 18 stig og
tók 11 fráköst í leiknum. Spánverjar
höfðu séð af meistaratitilinum í
nokkur ár, en nú kom loks að því hjá
þeim, en Spánverjar eru einnig
heimsmeistarar og fengu silfur á síð-
ustu Ólympíuleikum.
Rafael Cabrera-Bello, spánskurkylfingur, átti ótrúlegan síð-
asta hring á Opna austurríska
mótinu í golfi sem lauk í gær. Hann
lék á 60 höggum í gær, eða 11 högg-
um undir pari. Kappinn fékk 11
fugla á hringnum og sjö pör. Reynd-
ar var hann mjög stöðugur í mótinu,
fékk alls 25 fugla, 42 pör og fimm
skolla á hringjunum fjórum. Annar í
mótinu varð Benn Barham frá Eng-
landi sem lék á 19 höggum undir
pari alls, en Spánverjinn var á 20
höggum undir pari. Barham lék illa í
gær því hann var á tveimur höggum
undir pari. Þetta er fyrsti sigur
Cabrera-Bello á mótaröðinni, en þar
er hann á sínu þriðja ári.
Ungverskiframherj-
inn David Disztl
sá um að tryggja
KA sigur á HK,
3:2, í lokaumferð
1. deildar karla á
Kópavogsvelli á
laugardaginn.
Disztl skoraði
þrennu fyrir norðanmenn sem þó
urðu að sætta sig við að enda í
fimmta sætinu. Stefán Eggertsson
skoraði bæði mörk HK og fór jafn-
framt í markið á lokamínútunum
þegar Gunnleifur Gunnleifsson
landsliðsmarkvörður fór meiddur af
velli. HK hélt þriðja sætinu þrátt
fyrir tapið því Fjarðabyggð gerði
jafntefli gegn Víkingi í Ólafsvík.
Haukar knúðu fram sigur gegnÞór á Akureyri, 3:2, þrátt fyr-
ir að þeir lentu tvisvar undir í leikn-
um. Eiríkur Viljar Kúld, lánsmaður
frá FH, skoraði sigurmarkið 12 mín-
útum fyrir leikslok. Haukar, sem
urðu að vinna stórt ef Selfoss tapaði
gegn ÍA til að verða meistarar 1.
deildar, kórónuðu frábæran enda-
sprett þar sem þeir fengu 10 stig í
síðustu fjórum leikjunum og leika í
úrvalsdeild næsta sumar.
Jökull I. Elísabetarson skoraðitvívegis fyrir Víking úr Reykja-
vík sem vann langþráðan sigur, 4:1,
á ÍR. Þetta var eini sigur Víkinga í
síðustu níu leikjum sínum í deildinni
og þeir urðu að gera sér 10. sætið að
góðu.
Björn Berg-mann Sig-
urðarson, hinn
18 ára gamli
Skagamaður,
skoraði jöfn-
unarmark Lille-
ström gegn
Bodö/Glimt í
norsku úrvals-
deildinni í knattspyrnu í gær, 2:2.
Björn kom inn á sem varamaður í
lok fyrri hálfleiks. Stefán Logi
Magnússon lék í marki Lilleström.
Þórarinn Kristjánsson, hinn gam-alreyndi markaskorari frá
Keflavík, var í nýju hlutverki hjá liði
Grindavíkur á lokamínútunum gegn
Fram í úrvalsdeildinni í knattspyrnu
í gær. Þórarinn fór þá í markið eftir
að Óskari Péturssyni, markverði
Grindvíkinga, var vísað af velli.
Fólk sport@mbl.is
Eftir Sindra Sverrisson
sindris@mbl.is
„ÞETTA var auðvitað ekki galla-
laust sumar hjá okkur en heilt yfir
sýndum við bara og sönnuðum að við
erum með besta mannskapinn, bestu
þjálfarana og bara besta batteríið ef
svo má segja, og við áttum þetta svo
sannarlega skilið,“ sagði Eyjamað-
urinn Tryggvi Guðmundsson sem
fagnaði sínum fimmta Íslandsmeist-
aratitli í gær og þeim fjórða með liði
FH.
„Þetta er náttúrlega alltaf sætt
þótt ég verði nú að viðurkenna að
sigurinn í fyrra hafi kannski verið
aðeins sætari því þá komumst við
svona bakdyramegin á toppinn. En
þetta er alveg ótrúlega gaman.“
Tryggvi átti að vanda stóran þátt í
sigri FH-inga á Íslandsmótinu en
hann spilaði þó minna en hann hefði
kosið framan af móti.
„Þetta var mjög sérstakt sumar,
ég verð að viðurkenna það. Ég var
fyrirliði liðsins í 2. umferð í fyrsta
skipti í alvöruleik hjá FH. Tveimur
umferðum seinna var ég kominn á
varamannabekkinn og það var líka í
fyrsta skiptið sem ég prófa það,
þannig að það er ljóst að skjótt skip-
ast veður í lofti í þessum bransa,“
sagði Tryggvi.
„Að mínu mati var ég alltof lengi á
bekknum en ég hélt bara áfram að
æfa og lét þetta ekkert pirra mig
þrátt fyrir mikla pressu frá fjöl-
miðlum. Þegar ég fékk „sénsinn“
nýtti ég hann svo vel og hef haldið
sætinu mínu. Ég er örugglega mest
umtalaði varamaður Íslandsmótsins.
Það eru oft læti í kringum mig og því
fylgir auðvitað smá rugl og vitleysa
en ég býð náttúrlega upp á það, það
verður að viðurkennast,“ bætti
Tryggvi við.
Þótt það sé vandgreint á knatt-
spyrnuvellinum varð Tryggvi 35 ára
í sumar en hann segist hvergi nærri
hættur.
„Ég elska þetta. Ég held mér í
mjög góðu formi og vona að fólk sé
sammála mér í því að ég sé nógu
góður fyrir þetta Íslandsmót. Ég sé
alla vega enga ástæðu til að hætta í
bráð en auðvitað er þetta líka spurn-
ing um hvort FH telur sig hafa not
fyrir mig. Ég er alla vega með samn-
ing út næsta ár,“ sagði Tryggvi sem
kann vel við sig sem miðjumaður eft-
ir að hafa lengst af verið sóknar-
maður.
„Ég kann mjög vel við þetta en ég
verð að viðurkenna að mér líður allt-
af betur í vítateig andstæðinganna.“
Morgunblaðið/hag
Verðlaunaafhendingin FH-ingar á verðlaunapallinum og Tryggvi Guðmundsson fremstur í flokki.
„Þetta var mjög
sérstakt sumar“
Tryggvi fagnaði fimmta titlinum Hvergi nærri hættur
Eftir Guðmund Karl
sport@mbl.is
JÓN Steindór Sveinsson, fyrirliði Selfoss, hefur leikið
með Selfyssingum undanfarin tíu ár. Hann og Hjörtur
Júlíus Hjartarson voru einu leikmennirnir í 16 manna
hópi Selfyssinga gegn ÍA í lokaumferðinni á laugardag-
inn sem ekki eru uppaldir hjá félaginu.
Selfoss vann ÍA, 4:2, og gulltryggði sér sigurinn í 1.
deild og Jón tók við bikarnum í leikslok.
Jón hefur marga fjöruna sopið í vínrauða búningnum
en hann er á því að liðið í ár sé besta Selfosslið sem hann
hefur spilað með.
„Við höfum oft verið með gott lið en ekki náð að stilla
saman strengina. Síðustu þrjú árin hefur verið frábær
stemning hérna og liðið mjög gott. Við vorum tæpir á að
fara upp í fyrra og þrátt fyrir að hafa misst menn fyrir
tímabilið í ár þá sáum við það fljótlega eftir að mótið
hófst að við værum í sama pakka og í fyrra. Menn áttu
kannski ekki von á þessu fyrir mót en við erum með þétt
og gott lið og erum búnir að æfa þvílíkt mikið. Það er það
sem er að skila árangri,“ sagði Jón eftir leikinn gegn ÍA.
Fyrirliðinn er á því að árangur Selfoss sé mikil lyfti-
stöng fyrir samfélagið. „Þetta snýst ekki bara um knatt-
spyrnudeildina eða Selfyssinga því þetta er stór dagur
fyrir allt Suðurland. Sama hvert maður fer þá eru menn
að tala um árangur Selfossliðsins.“
Skagamenn voru mun sterkari framan af leiknum gegn
Selfossi og komust verðskuldað yfir í fyrri hálfleik með
marki Andra Júlíussonar. Á 69. mínútu jafnaði Henning
Jónasson úr vítaspyrnu og Selfyssingar söltuðu Skaga-
menn svo ofan í tunnu á síðustu tuttugu mínútunum með
þremur mörkum til viðbótar áður en ÍA minnkaði muninn
í 4-2 á lokamínútunni.
„Við vorum værukærir í upphafi enda mikil spenna í
loftinu. Menn voru stressaðir og fyrri hálfleikur var
hrikalega slakur hjá okkur. Við sýndum það hins vegar í
seinni hálfleik að við erum með vel spilandi lið og rúll-
uðum sannfærandi yfir þá,“ sagði Jón Steindór Sveins-
son.
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Meistarar Sævar Þór Gíslason og Jón Steindór Sveinsson hefja 1. deildar bikarinn á loft og félagar þeirra fagna.
Stór dagur fyrir Suðurland
1:0 11. Atli Guðnason náði bolt-anum á sínum eigin vall-
arhelmingi, fór fram hjá tveimur
Valsmönnum og sendi knöttinn á
Ólaf Pál sem gaf hann aftur á Atla og
hann skoraði með hnitmiðuðu skoti
rétt utan vítateigsins.
2:0 45. Tommy Nielsen sendilanga sendingu fram völl-
inn á Matthías Vilhjálmsson sem
skallaði knöttinn fyrir fætur Atla
Guðnasonar. Atli sýndi mikla yf-
irvegun þegar hann fór framhjá
Kjartani markverði og skoraði svo í
tómt markið.
I Gul spjöld:Arnar Sveinn (Val) 34. (brot),
Baldur Aðalsteinsson (Val) 44. (brot),
Atli Sveinn (Val) 50., Viktor Unnar
(Val) 90.
I Rauð spjöld: Enginn.
MMM
Enginn.
MM
Atli Guðnason (FH)
M
Gunnar Sigurðsson (FH)
Hjörtur Logi Valgarðsson (FH)
Tryggvi Guðmundsson (FH)
Kjartan Sturluson (Val)
Ian Jeffs (Val)
FH-ingar fögnuðu að vonum stíft í
leikslok eftir að hafa orðið Íslands-
meistarar en þegar þeir voru komnir
upp á verðlaunapallinum fannst
Gunnari Sigurðssyni eins og ein-
hvern vantaði. „Hvar er Matthías
Guðmundsson? Náið í Matta!“ kall-
aði Gunnar en Matthías fór einmitt
frá FH til Vals í sumar. Hann var
hins vegar farinn í sturtu.
Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jó-
hannesson var að sjálfsögðu mættur
til að fagna titlinum en hann á stóran
þátt í velgengni FH síðustu ár því
hann þjálfaði áður liðið.
Þetta gerðist
í Kaplakrika
„ÉG bjóst alls
ekki við að vera
svona mikið með.
Ég var náttúr-
lega á láni hjá
Víkingi í fyrra en
Heimir hringdi í
vor og vildi að ég
yrði hér. Svo
voru einhver
meiðsli á undir-
búningstíma-
bilinu sem gáfu mér tækifæri í lið-
inu og það gekk bara mjög vel
þannig að ég hélt sætinu eftir það,“
sagði Pétur Viðarsson, 22 ára varn-
armaður FH, sem varð í gær Ís-
landsmeistari í fyrsta sinn.
„Þetta er náttúrlega hrikalega
skemmtilegt og það verður ekkert
betra en að vinna titilinn á fyrstu
leiktíðinni sem maður spilar með
liðinu,“ bætti Pétur við og hann
vonast eftir svipuðu áframhaldi.
„Við skulum bara vona alla vega
að þetta haldi svona áfram. Þetta er
ansi gaman svona.“ sindris@mbl.is
„Heimir
hringdi í vor“
Pétur
Viðarsson
„ÉG held að leikmennirnir eigi bara stærsta
þátt í þessu því þeir stóðu sig virkilega vel í s
ar,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfarinn ung
hjá FH, eftir sigurinn á Valsmönnum í gær s
tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn annað
í röð. Heimir hefur einmitt þjálfað liðið þessi
ár og því skilað 100% árangri í úrvalsdeildin
sínum stutta ferli sem þjálfari.
„Það var mikið afrek að vinna þetta mót m
að við áföllin sem við lentum í varðandi meið
og annað. Við sýndum mikla samstöðu og ka
akter og ég tek bara ofan hattinn fyrir þessu
drengjum,“ sagði Heimir sem hefur fylgt vel
ir árangri Ólafs Jóhannessonar sem þjálfari
Hann var ánægður með hvernig liðið tók á m
um meiðslavandræðum í sumar.
„Það er ekkert annað lið á Íslandi sem hef
„Mikið afrek að v
Eftir
sind
Í VO
tíðr
arin
um
náð
dra
ir æ
hön
gre
arli
stöð
fimm
sigr
ferð
S
ar s
deil
glæ
ið h
aldr
Me
F
A