Morgunblaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009 Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is KR-ingar gerðu sitt besta til þess að halda spennu í titilbaráttunni með 7:3 stórsigri á Stjörnunni í mesta markaleik deildarinnar í sumar. Þó svo að KR-ingar vinni ekki titil í ár hafa þeir engu að síður staðið sig vel á þrennum vígstöðum, deild, bikar og í Evrópukeppni. Auk þess hafa þeir leikið á köflum skemmtilega knattspyrnu. Það var því kannski viðeigandi að þeir byðu sparkelskum Vesturbæingum upp á skemmti- legan leik í síðasta heimaleiknum á leiktíðinni: „Ég held að við höfum þakkað áhorfendum fyrir stuðninginn í sum- ar með því að gleðja þá. Þetta var skemmtilegur leikur á að horfa og mikill fjöldi marka. Við erum ánægð- ir með þann stigafjölda sem við er- um með því við erum með fleiri stig en í fyrra og erum að færa okkur of- ar í töflunni. Vissulega geta menn velt sér upp úr einhverjum glötuðum stigum fyrr í sumar en það hefur lít- ið upp á sig,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari KR-inga, í samtali við Morg- unblaðið að leiknum loknum. Eins og fyrr segir hefur Loga tekist að búa til sterkt lið hjá KR og stuðn- ingsmenn félagsins sungu: „Meist- arar að ári“ að leiknum loknum: „Jú, ég get vel tekið undir það en við sjáum til. Við höfum náð góðum ár- angri þó að við hefðum viljað ná lengra í bikarnum. Við erum ánægð- ir með stigafjöldann í deildinni og gerðum góða hluti í Evrópukeppn- inni. Ef okkur lánast að halda sama mannskap erum við til alls líklegir á næsta ári. Við eigum reyndar eftir að sjá hvað gerist varðandi mark- varðarstöðuna,“ sagði Logi. Kollegi hans hjá Stjörnunni, Bjarni Jóhannsson, er einnig nokk- uð sáttur við leiktíðina í heild sinni: „Aðal okkar í sumar hefur verið sóknarleikurinn. Að nýliðar skuli vera búnir að gera hátt í 50 mörk hlýtur að vera athyglisvert. En auð- vitað var þetta skellur og við von- umst til að vinna síðasta leikinn og enda mótið með þokkalegri reisn.“ Morgunblaðið/Kristinn Sigur ekki nóg Jordao Diogo og félagar í KR gerðu það sem þeir þurftu gegn Stjörnunni og gott betur en titillinn er runninn þeim úr greipum. KR-ingar gerðu sitt besta  Áhorfendur fengu mikið fyrir aurana sína eða 10 mörk  Nýliðar Stjörnunnar hafa skorað 44 mörk í deildinni  Óskar Örn Hauksson gerði þrennu fyrir KR KR-völlur, Pepsi-deild karla, 21. um- ferð, sunnudag 20. sept. 2009. Skilyrði: Rigning en nánast logn. Völl- urinn rennandi blautur og háll. Skot: KR 14 (10) – Stjarnan 14 (5). Horn: KR 3 – Stjarnan 4. Lið KR: (4-4-2) Mark: Andre Hansen. Vörn: Skúli Friðgeirsson, Grétar Sig- urðarson, Mark Rutgers, Jordao Diogo (Gunnar Kristjánsson 63.) Miðja: Gunnar Jónsson (Ingólfur Sig- urðsson 80.), Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson, Óskar Örn Hauks- son. Sókn: Guðmundur Benediktsson (Guðmundur Gunnarsson 72.), Björg- ólfur Takefusa. Lið Stjörnunnar: (4-5-1) Mark: Bjarni Halldórsson. Vörn: Bjarki Páll Ey- steinsson, Guðni Rúnar Helgason, Tryggvi Bjarnason, Hafsteinn Rúnar Helgason (Grétar Atli Grétarsson 64.) Miðja: Steinþór Þorsteinsson (Magn- ús Björgvinsson 81.), Björn Pálsson, Daníel Laxdal, Halldór Orri Björnsson, Jóhann Laxdal Sókn: Þorvaldur Árna- son. Dómari: Magnús Þórisson – 3. Áhorfendur: 1.010. KR – Stjarnan 7:3 Bein textalýsing frá leiknum mbl.is | Pepsideildin 1:0 12. Guðmundur Bene-diktsson kom boltanum yfir marklínuna eftir hornspyrnu Óskars og skalla frá Baldri. 2:0 33. Bjarni Guðjónsson gafá Björgólf sem gaf fyrir markið og þar hamraði Bjarni bolt- ann viðstöðulaust á lofti í netið. 3:0 35. Guðmundur gaf fallegasendingu út á hægri kant- inn á Gunnar sem gaf fyrir markið. Þar kom Björgólfur á ferðinni og náði skoti sem Bjarni varði en Óskar Örn Hauksson fylgdi á eftir og skor- aði í opið markið. 4:0 51. Gunnar Örn Jónssonskaut fyrir utan vítateig- inn hægra megin nokkurn veginn beint á Bjarna en í netið fór boltinn. 4:1 54. Þorvaldur Árnasonskallaði knöttinn í netið eft- ir hornspyrnu frá Halldóri Orra. 4:2 57. Steinþór Freyr Þor-steinsson fékk boltann ut- an vítateigs hægra megin. Lagði boltann fyrir sig og þrumaði knett- inum upp í nærhornið. 5:2 58.Óskar Örn Haukssonfór í gegnum vörnina með þríhyrningsspili við Guðmund, lék á Bjarna og skoraði. 6:2 60.Björgólfur Takefusaskoraði með vinstri fæti úr vítateignum eftir undirbúning Bald- urs. 6:3 67. Þorvaldur Árnasonskoraði með skoti rétt inn- an vítateigs í vinstra hornið. 7:3 79.Óskar Örn Haukssonfékk boltann á vítateigslínu og kom honum neðst í hægra hornið. I Gul spjöld:Björgólfur (KR) 52. (leik- araskapur), Óskar (KR) 55. (handlék knöttinn). I Rauð spjöld: Enginn. MMM Enginn. MM Bjarni Guðjónsson (KR) Óskar Örn Hauksson (KR) Guðmundur Benediktsson (KR) M Gunnar Örn Jónsson (KR) Björgólfur Takefusa (KR) Þorvaldur Árnason (Stjarnan) Steinþór Þorsteinsson (Stjarnan) Þetta gerðist á KR-vellinum 1:0 27. Scott Ramsay geystistupp vinstri kantinn og náði að gefa fyrir markið. Hannes Þór, mark- vörður Fram, stökk upp með hendur á boltanum en missti hann aftur fyrir sig og þar lúrði Gilles Mbang Ondo sem potaði boltanum í markið. 1:1 38. Paul McShane tók hornfrá hægri. Boltinn datt niður alveg uppi við mitt markið þar sem Jón Guðni Fjóluson stökk hæst og skallaði í mitt markið. 1:2 69. Ívar Björnsson fékk frá-bæra stungusendingu frá Jóni Guðna vinstra megin í vítateiginn, lék honum aðeins áfram og renndi síð- an fram hjá Óskari í markinu. 1:3 83. Óskar Pétursson mark-vörður braut klaufalega á Guðmundi Magnússyni uppi við enda- mörk hægra megin þegar ekki virtist hætta á ferð. Dæmt var víti sem Heið- ar Geir Júlíusson skoraði úr af öryggi, þrumaði upp í vinstra hornið. I Gul spjöld:Stamenic (Grindavík) 37. (brot), Óskar (Grindavík) 83. (brot), Jón Guðni (Fram) 89. (brot). I Rauð spjöld: Óskar (Grindavík) 89. (brot). M Óli Baldur Bjarnason (Grindavík), Scott Ramsay (Grindavík), Zoran Stamenic (Grindavík), Gilles Mbang Ondo (Grindavík), Jósef Kristinn Jós- efsson (Grindavík), Kristján Hauksson (Fram), Auðun Helgason (Fram), Al- marr Ormarsson (Fram), Jón Guðni Fjóluson (Fram), Heiðar Geir Júl- íusson (Fram). Þetta gerðist á Grindavíkurvelli Eftir Stefán Stefánsson ste@mbl.is LENGI vel leit út fyrir rólegheit í Grindavík í gær þegar Fram kom í heimsókn en það rættist þó úr því – þó á kostnað heimamanna. Eftir ágæta byrjun og átakalítið mark misstu Grindvíkingar að mestu dampinn þeg- ar Framarar náðu flestum völdum á vellinum og þremur mörkum í 3:1 sigri. Útslagið fyrir Grindvíkinga var þegar Óskar Pétursson, markvörður þeirra, fékk rautt spjald fyrir tvö klaufaleg brot. „Við ætluðum fyrst og fremst að mæta til leiks en í heildina var leik- urinn eins og lognmolla sem kemur oft í lok tímabils en við vorum þó betri í seinni hálfleik og spiluðum vel á köfl- um,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálf- ari Fram, eftir leikinn en lið hans leik- ur til úrslita í bikarkeppninni í byrjun október. „Ég er persónulega ekkert farinn að velta bikarleiknum fyrir mér, enda tvær vikur í hann en það leynir sér ekki að menn eru farnir að hugsa um hann þó að þeir tali ekki mikið um hann. Það er nægur tími til þess og við ætlum bara að gera út um leikina sem við eigum eftir. Það fór að vísu mikil orka í leikinn við Fjölni þar sem við lékum tvo leiki á stuttum tíma á þungum velli og þó að völlurinn hafi verið blautur í dag voru mjög góðar aðstæður. Það er líka jákvætt að við fáum unga leikmenn til að spila, þeir eru að stíga sín fyrstu spor og vonandi að þeir spili stórt hlutverk hjá okkur í framtíðinni.“ „Farnir að hugsa um bikarleikinn“ Lánleysi Grindavíkur og rautt í 1:3 tapi Grindavíkurvöllur, Pepsi-deild karla, 21. umferð, sunnudag 20. sept. Skilyrði: Nánast logn og 11 stiga hiti, úði og völlur því blautur. Skot: Grindavík 16 (6) – Fram 10 (7). Horn: Grindavík 8 – Grindavík 8. Lið Grindavíkur: (4-4-2) Mark: Ósk- ar Pétursson. Vörn: Ray Anthony Jónsson, Zoran Stamenic, Óli Stefán Flóventsson, Jósef Kristinn Jós- efsson. Miðja: Scott Ramsay, Orri Freyr Hjaltalín, Jóhann Helgason, Óli Baldur Bjarnason (Þórarinn Krist- jánsson 64.). Sókn: Gilles Mbang Ondo, Tor Erik Moen (Sveinbjörn Jónasson 64.). Lið Fram: (4-5-1) Mark: Hannes Þór Halldórsson . Vörn: Jón Orri Ólafs- son, Auðun Helgason, Kristján Hauksson, Jón Guðni Fjóluson. Miðja: Heiðar Geir Júlíusson, Hlynur Atli Magnússon, Halldór Hermann Jónsson, Paul McShane (Guð- mundur Magnússon 62.), Almarr Ormarsson. Sókn: Hjálmar Þór- arinsson (Ívar Björnsson 62.). Dómari: Kristinn Jakobsson, KR – 6. Áhorfendur: 631. Grindavík – Fram 1:3 Bein textalýsing frá leiknum. mbl.is | Pepsi-deildin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.