Morgunblaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009
Stjörnuliðið hefur gengið í gegnummiklar mannabreytingar á þessu
ári. Nokkrir leikmenn yfirgáfu her-
búðir liðsins snemma á þessu ári og
fleiri hafa fylgt í þeirra fótspor í sum-
ar. Enginn hefur gengið til liðs við
Stjörnuna frá síðustu leiktíð. Félagið
hyggst byggja á ungum leikmönnum
sem aldir eru upp hjá félaginu.
Björgvin Hólmgeirsson kvaddiherbúðir Stjörnunnar í vor og
gekk til liðs við Íslandsmeistara
Hauka.
Varnarmaðurinn sterki, FannarÖrn Þorbjörnsson ákvað í lok
leiktíðar í vor að leggja skóna á hill-
una, að minnsta kosti um tíma. Fann-
ar var næstmarkahæstur hjá Stjörn-
unni í fyrra með 60 mörk í
úrvalsdeildinni en Vilhjálmur Ingi
Halldórsson skoraði mest fyrir liðið,
87 mörk.
Annar sterkurvarn-
armaður, Jón
Heiðar Gunn-
arsson, hætti að
leika með Stjörn-
unni í vor. Hann
gekk yfir í raðir
FH-inga. Guðni
Már Kristinsson
fór á ný yfir til FH-inga eftir að hafa
verið lánaður til Stjörnunnar á síð-
asta keppnistímabili.
Hrafn Ingvarsson hélt aftur upp íMosfellsbæ til liðs við uppeldis-
félag sitt, Aftureldingu. Bjarni Aron
Þórðarson fór einnig til Aftureld-
ingar í sumar en hann var lánsmaður
hjá Mosfellingum á síðustu leiktíð en
gekk tímabundið í raðir Stjörnunnar
á ný þegar lánasamningur Stjörn-
unnar og Aftureldingar rann út.
Ólafur Víðir Ólafsson kom ekkertvið sögu hjá Stjörnunni í fyrra
vegna meiðsla. Hann skipti yfir til
uppeldisfélags síns, HK, í sumar.
Ólafur Sigurjónsson ákvað aðganga til liðs við Val í sumar eft-
ir skamma viðdvöl hjá Stjörnunni.
Sömu sögu er að segja að GunnariInga Jóhannssyni. Hann söðlaði
um í sumar og gekk til liðs við bik-
armeistara Vals.
SigurðurBjarnason,
fyrrverandi lands-
liðsmaður í hand-
knattleik og leik-
maður og þjálfari
Stjörnunnar,
verður aðstoð-
armaður Patreks
Jóhannessonar
þjálfara.
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
STJARNAN hafnaði í sjöunda og
næstneðsta sæti N1-deildar karla í
vor. Eftir þrjá hörkuleiki við Aftur-
eldingu tókst Stjörnumönnum að
halda sæti sínu í deild þeirra bestu.
„Í vor fór ég vel yfir stöðu mála
með formanni meistaraflokksráðs í
ljósi þess að margir leikmenn yfir-
gáfu okkur. Niðurstaðan varð sú að
byggja upp nýtt lið á heimamönnum,
sýna þolinmæði og fara alls ekki út í
það að kaupa til okkar leikmenn frá
öðrum liðum. Fyrir vikið er mikið
um unga leikmenn í hópnum og fram
eftir sumri voru nær eingöngu piltar
úr öðrum og þriðja aldursflokki á
æfingum. Eftir verslunarmanna-
helgi bættust aðeins eldri og reynd-
ari menn í æfingahópinn, svo sem
Þórólfur Nielsen fyrirliði, Vil-
hjálmur Ingi Halldórsson og Björn
Friðriksson. Björn er gamall
Stjörnumaður með stórt hjarta sem
mikilvægt er að fá inn í þennan hóp.
Síðan er Roland Valur markvörður
ennþá með okkur. Hann er í fínu
standi.
Tilbúnir að vaða
eld og brennistein
Af um 20 manna hópi eru tveir að-
komumenn, aðrir eru uppaldir hjá
Stjörnunni. Þetta vona ég að verði
okkar styrkur í vetur, að við höfum
leikmenn sem vilja vera í Stjörnunni
og eru um leið tilbúnir að vaða eld og
brennistein fyrir félagið. Svona hóp-
ur hefur ekki verið hjá félaginu síð-
an ég og Siggi Bjarna aðstoðarþjálf-
ari vorum ungir og með hár,“ segir
Patrekur sem er við stjórnvölinn hjá
Stjörnunni annað keppnistímabilið í
röð.
„Við erum með efnilegan hóp
ungra leikmanna sem lagt hafa á sig
mikla vinnu við æfingar. Ég geri
mér grein fyrir því að við eigum
ennþá nokkuð í land, það sást meðal
annars á Ragnarsmótinu á Selfossi
fyrir skömmu og ég fer ekki í graf-
götur með að veturinn á eftir að
verða okkur erfiður.“
Auk reynslumanna sem fyrr er
getið segist Patrekur reikna með að
Ragnar Már Helgason bætist í hóp-
inn. „Ég er virkilega ánægður með
að hann skyldi taka ákvörðun um að
vera áfram með okkur. Hann er ekki
uppalinn hjá félaginu en ákvað að
vera um kyrrt þrátt fyrir erfiðleika.
Ragnar fellur vel inn í liðið,“ segir
Patrekur.
Margir stíga fyrstu skrefin
„Það stíga margir leikmanna okk-
ar sín fyrstu skref í vetur, það er al-
veg ljóst þótt við séum sannarlega
með nokkra reynslumenn í hópn-
um,“ segir Patrekur og bætir við að
það sé að mörgu leyti skemmtilegra
og meira krefjandi að þjálfa hóp af
þessu tagi. „Nú hefur maður tæki-
færi til þess að móta ákveðinn hóp,
setja mark sitt á hann í stað þess að
þjálfa og leiðbeina mönnum sem
hafa þroskast sem handknattleiks-
menn.“
Töpum ekki fyrirfram
Við gerum okkur grein fyrir að
veturinn verður erfiður en við
treystum þessum hópi til þess að
standa sig. Það er fjarri okkur að
tapa einhverjum leik fyrirfram,“
segir keppnismaðurinn Patrekur
sem lagt hefur skóna á hilluna og
reiknar ekki með að spila í vetur.
„Ég reikna með að Stjörnuliðið í
vetur verði ungt, ferskt og baráttu-
glatt. Þar liggi okkar styrkur og með
því náum við betur til bæjarbúa. Um
leið vona ég að „superstar“, stuðn-
ingsmannahópur Stjörnunnar, styðji
jafn myndarlega við bakið á okkur í
vetur og hann hefur gert í fótbolt-
anum í sumar,“ segir Patrekur Jó-
hannesson, þjálfari Stjörnunnar.
Byggjum á mönnum
með félagshjarta
Stjarnan mætir með ungt lið til leiks Byggt upp til framtíðar af þolinmæði
„Eins og allir vita vorum við í vand-
ræðum á síðasta keppnistímabili,
sem meðal annars varð til þess að
nokkrir leikmenn yfirgáfu okkur á
meðan keppnistímabilið stóð yfir. Nú
hefur stefnan verið sett á að byggja
upp liðið á uppöldum Stjörnumönn-
um sem hafa félagshjarta,“ segir Pat-
rekur Jóhannesson, þjálfari úrvals-
deildarliðs Stjörnunnar í
handknattleik karla.
Morgunblaðið/Ómar
Reynslulitlir Kristján Svan Kristjánsson er kominn í hóp reynslumestu leikmanna Garðabæjarliðsins.
um þriggja leikja dansi við fyrstudeildarlið Aftureld-
ingar um keppnisrétt í N1-deildinni.
Eftir „flóttann“ á síðasta vetri og í vor, sem m.a. er
rakinn hér á síðunni, ákváðu Stjörnumenn að herða
upp hugann og treysta á þá ungu menn sem deildin
hefur alið upp á síðustu árum. Það er vel og verður
gaman að fylgjast með framgöngu Stjörnunnar á
komandi vetri. Búast má við að leikmenn eigi eftir að
fá margar dýfur og eiga erfitt uppdráttar. En að baki
þessum unga hópi standa í brúnni reynslumennirnir
Patrekur Jóhannesson og Sigurður Bjarnason. Þeir
eru eldri en tvævetur í handknattleiknum. Nú reynir
á þá að miðla úr brunni reynslunnar til kynslóð-
arinnar sem nú hefur verið hent út í djúpu laugina.
raunin og segja má að á síðustu leiktíð hafi þessar
vonir hrunið nærri því á einni nóttu á sama tíma og Ís-
land sigldi inn í bankakreppu og fjármálahrun. Þar
með hrundi reksturinn endanlega í fangið á fámennri
stjórn deildarinnar. Samningum við leikmenn liðsins
var sagt upp. Fljótlega lögðu nokkrir þeirra á flótta
og í vor flúðu enn fleiri af hólmi þar sem ljóst að var að
þeir yrðu að leika handknattleik fyrir Stjörnuna upp á
vatn og brauð vildu þeir halda iðju sinni áfram í
Garðabæ.
Fyrir félag sem hafði byggt upp drjúgan hluta leik-
mannahóps síns á „aðkeyptu vinnuafli“ var þetta mik-
ið áfall. Botninn virtist detta úr liðinu sem þó rétt
slapp við fall úr N1-deildinni eftir að hafa lent í kröpp-
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
KARLALIÐ Stjörnunnar í Garðabæ hefur nær alla tíð
staðið í skugganum af kvennaliði félagsins í hand-
knattleik. Stjarnan hefur lengi verið í hópi fremstu
liða landsins í handknattleik karla en aldrei náð að
brjóta ísinn og komast alla leið – verða Íslandsmeist-
ari, eins og kvennaliðinu hefur margoft tekist. Stjarn-
an hefur fjórum sinnum náð að vinna bikarkeppnina í
karlaflokki, síðast tvö ár í röð árin 2006 og 2007. Á
þeim tíma gerðu menn sér vonir um að upp væri að
koma lið hjá félaginu sem gæti tryggt því fyrsta Ís-
landsmeistaratitilinn í karlaflokki. Sú varð alls ekki
Ungum mönnum hent í djúpu laugina
Þjálfarinn Patrekur Jó-
hannesson býr sig undir
erfiðan vetur í Garðabæ.
Handknattleikur: Morgunblaðið kynnir liðin í efstu deild karla, N1 deildinni
Björn Friðriksson 27 ára línumaður
Daníel Örn Einarsson 21 árs hægri hornamaður
Eyþór Már Magnússon 19 ára skytta vinsta megin
Guðmundur S. Guðmundsson 23 ára skytta hægra megin
Gunnar Örn Arnarson 18 ára vinstri hornamaður
Gunnar Gylfason 20 ára skytta hægra megin
Hafþór Helgason 19 ára línumaður
Jón Arnar Jónsson 19 ára leikstjórnandi
Kristján Svan Kristjánsson 27 ára vinstri hornamaður
Ragnar Már Helgason 29 ára skytta h. megin/v. hornam.
Roland Valur Eradze 38 ára markvörður
Sigurður Helgason 19 ára hægri hornamaður
Svavar Már Ólafsson 18 ára markvörður
Sverrir Eyjólfsson 18 ára línumaður
Tandri Már Konráðsson 19 ára línumaður
Viktor Alex Ragnarsson 21 árs markvörður
Vilhjálmur Ingi Halldórsson 27 ára skytta v. megin/miðjumaður
Víglundur Jarl Þórsson 17 ára leikstjórnandi
Þorgils Orri Jónsson 22 ára markvörður
Þórólfur Nielsen 28 ára leikstjórnandi
Leikmannahópur Stjörnunnar