Morgunblaðið - 24.09.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.09.2009, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 2 Fréttir                                   ! "! # $ $ %& !'                           ($  ()& *( *+ ,  ( %'!$- .* '#$- .*   !"  Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, net- fang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Björgvin Guðmundsson, frétta- stjóri, bjorgvin@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is „ÞAÐ voru engar atkvæðagreiðslur eða handauppréttingar um eitt né neitt. Þetta var fyrst og fremst upp- lýsingafundur fyrir kröfuhafa þar sem við fórum meðal annars í gegn- um söluna á Bakkavör til félags okk- ar bræðra,“ segir Ágúst Guðmunds- son. stjórnarmaður í Exista og forstjóri Bakkavarar Group. Umræddur fundur var haldinn í London seinni part síðustu viku. Þangað var boðið fulltrúum 37 er- lendra fjármálastofnana sem standa að sambankaláni til Exista. Auk þeirra voru umboðsmenn innlendra kröfuhafa eins og lífeyrissjóða. Spurt um stuðning við tillögu Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins kom fram óformleg spurn- ing á fundinum frá fulltrúa erlends banka um hvort allir sem standa að sambankaláninu væru búnir að sam- þykkja tillögu stjórnar Exista um áframhaldandi rekstur félagsins. Stjórnendur Exista töluðu þannig. Aðrir svöruðu nei og ítrekuðu að ekkert væri formlega samþykkt. Ágúst segir enga ákvörðun hafa legið fyrir þessum fundi. Viðskiptin með Bakkavör hefðu verið útskýrð sem og staða félagsins almennt. Einnig hefði verið farið yfir rekstur dótturfélaga fyrstu átta mánuði þessa árs. Þá hefði KPMG í London kynnt kröfuhöfum hvert endur- greiðsluhlutfall lána yrði miðað við ákveðnar forsendur; ef félagið færi í þrot eða farið yrði eftir tillögum stjórnarinnar. Spurður hvort undirritun skjals, sem fulltrúar erlendu kröfuhafanna skrifuðu undir til að fá aðgang að upplýsingum um stöðu félagsins, hefði verið túlkað sem stuðningsyfir- lýsing við þeirra tillögur segir Ágúst svo ekki vera. Þeir sem vildu fá að- gang að gögnum um Exista hefðu undirritað trúnaðaryfirlýsingu um að miðla þeim gögnum ekki áfram. Stuðningur við endurreisn Exista enn ekki staðfestur Bakkabræður funduðu með lánardrottnum Exista og útskýrðu Bakkavararviðskiptin Morgunblaðið/Eggert Stjórnendur Ágúst Guðmundsson segir enga ákvörðun hafa átt að taka á fundi með lánardrottnum Exista í London í síðustu viku. Í HNOTSKURN »Því hefur verið haldiðfram að 37 alþjóðlegir bankar, sem standi að sam- bankaláni Exista, styðji áætl- un stjórnar Exista. Ekkert samkomulag er þó undirritað. »Meðal þessara alþjóðlegubanka eru Bayerische Landesbank, Deutsche Bank, RBS og Barclays. »Stórir íslenskir lífeyris-sjóðir eins og Gildi og LSR voru ekki tilbúnir að sam- þykkja áætlunina. »Exista á Skipti, VÍS, Lífís,og Lýsingu. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is KAUPMÁTTUR launa minnkaði um 0,5% í ágúst frá fyrra mánuði. Síð- astliðna tólf mánuði hefur kaupmátt- urinn minnkað um 7,8%, samkvæmt tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 0,02% milli júlí og ágúst og hefur hækkað um 2,2% síðast- liðna tólf mánuði. Á sama tímabili hefur vísitala neysluverðs hins vegar hækkað um 10,9% og kaupmátturinn því minnkað. Í byrjun þessa mánaðar birti Hag- stofan upplýsingar um launabreyt- ingar á öðrum fjórðungi þessa árs, sundurgreint fyrir opinbera starfs- menn, annars vegar, og starfsmenn á almennum vinnumarkaði, hins veg- ar. Í ljós kom að laun opinberra starfsmanna hefðu hækkað um 9,5% frá júní 2008 til júní 2009 en laun á al- mennum vinnumarkaði hefðu hins vegar aðeins hækkað um 1,2%. Sér- fræðingur á Hagstofunni útskýrði þennan mun í Morgunblaðinu þann- ig, að áhrifa umsaminna hækkana kjarasamninga gætti á mismunandi tímum, sérstaklega þar sem opinber- ir starfsmenn fylgdu frekar á eftir starfsmönnum á almennum markaði. Stefán Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri BHM, segir að auk þessa hafi til að mynda styrkir til vís- indasjóðs BHM-starfsfólks verið færðir inn í launatöflu á síðasta ári, auk þess sem kennarar hafi þá feng- ið ákveðna leiðréttingu á launum. „Hins vegar mælist ekki í tölum Hagstofunnar öll sú lækkun sem orðið hefur á yfirvinnu opinberra starfsmanna,“ segir Stefán. Kaupmáttur launa minnkar áfram $$  ! ! $$  /                        # $%& '  (    "   $( &'($ $) "-   !$ * (                   GRÍMUR Sigurðsson, skipta- stjóri þrotabús Milestone, hefur lýst eftir kröfulýsingum á hendur búinu. Er gefinn tveggja mánaða frestur til að skila þeim til skiptastjóra. Segir í tilkynningu að skipta- fundur til að fjalla um skrá með lýst- um kröfum og ráðstöfun á eignum og réttindum bús Milestone verði haldinn hinn 21. desember 2009. Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði Milestone, félag þeirra Karls og Steingríms Wernerssona, gjaldþrota 18. september síðastlið- inn. Skilanefnd Glitnis er stærsti kröfuhafi með 44 milljarða króna kröfu. gretar@mbl.is Lýst eftir kröfum á Milestone SKULDABRÉF gömlu bankanna, sem þeir gáfu út á sínum tíma til að fjármagna þá, hafa hækkað nokkuð á markaði að undanförnu. Bréfin féllu gríðarlega mikið í verði við fall bankanna fyrir tæpu ári og urðu nánast verðlaus. Skuldabréf gamla Landsbankans hafa hækkað úr um 1% af upp- haflegu virði þeirra í um 5%. Frá því í vor hafa bréf Kaupþings hækkað úr um 7% í um 19% og bréf Glitnis úr um 14% í um 23%, sam- kvæmt upplýsingum frá Ómari Sig- tryggssyni, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Saga Capital. Fyrirtækið hefur miðlað mjög miklu af skuldabréfum gömlu bank- anna milli erlendra aðila og átt stóran þátt í því að mynda markað með skuldabréfin í Evrópu og Bandaríkjunum. „Að megninu til áttu evrópskir bankar skuldabréf gömlu íslensku bankanna fyrir hrunið síðastliðið haust,“ segir Ómar. „Þessir aðilar eru væntanlega að selja bréfin sín og einhverjir fjárfestar telja að þeir fái meira til baka úr endurheimtum bankanna, sem skýrist þó líklega ekki fyrr en eftir þrjú til fimm ár.“ Ómar segir að mest hafi orðið vart við bandaríska sjóði, fjárfest- ingar- eða vogunarsjóði eða sjóði sem sérhæfa sig í að fjárfesta í kröfum þrotabúa meðal kaupenda skuldabréfanna. Hann segist ekki geta fullyrt hver ástæðan er fyrir því að þessi skuldabréf hafi verið að hækka í verði en oft á tíðum hækki þau samhliða hlutabréfamörk- uðum. Varðandi bréf gamla Lands- bankans megi hins vegar leiða líkur að því að í því sambandi sé veðjað á að neyðarlögin frá síðastliðnu hausti standist ekki málsókn. „Varðandi hækkun á skuldabréf- um Kaupþings þá bendir það til þess að fjárfestar, sem eru að kaupa skuldabréf þeirra, geri ráð fyrir að endurheimturnar verði meiri en skilanefndin gerir ráð fyr- ir,“ segir Ómar. gretar@mbl.is Skuldabréf bankanna hækka Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is BRYNJA Halldórsdóttir, fyrrver- andi stjórnarmaður í Kaupþingi banka, hefur sagt sig úr stjórn Líf- eyrissjóðs verslunarmanna af ótil- greindum ástæðum. Viðbúið er að Lífeyrissjóður verslunarmanna tapi háum fjár- hæðum á falli Kaupþings og tengd- um fyrirtækjum. Af þeirri ástæðu vöknuðu spurningar um hæfi Brynju til setu í stjórn lífeyrissjóðs- ins. Samtök verslunar og þjónustu skipuðu Brynju í stjórn lífeyris- sjóðsins og sagði formaður samtak- anna í fréttum RÚV hinn 8. sept- ember sl. að Fjármálaeftirlitið hefði ekkert við skipan Brynju að athuga. Samkvæmt upplýsingum frá FME er hæfi Brynju enn til at- hugunar hjá stofnuninni og í hefðbundnu ferli, en stofnunin úr- skurðar um hæfi stjórnarmanna í fjármálafyr- irtækjum og lífeyrissjóðum. Brynja Halldórsdóttir staðfesti við Morgunblaðið í gær að hún væri ekki lengur í stjórn lífeyrissjóðsins en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Brynja Halldórsdóttir sagði sig úr stjórn LV Brynja Halldórsdóttir www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Einnota latex hanskar – ópúðraðir. Verð: 690 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.