Morgunblaðið - 24.09.2009, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009
4 Fréttir
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
LEIÐTOGAR G20-ríkjanna svokölluðu munu á
fundi sínum í Pittsburgh í Bandaríkjunum í dag
og á morgun meðal annars ræða um hvenær
heppilegast verður fyrir stjórnvöld að draga úr
þeim umfangsmiklu aðgerðum sem þau hafa
beitt að undanförnu til að örva efnahagslífið. Þá
er viðbúið að bónusar til æðstu stjórnenda í
bankakerfi heimsins verði ofarlega á dagskrá
fundarins.
Leiðtogar G20-ríkjanna komu síðast saman í
London í aprílmánuði síðastliðnum. Síðan þá
hefur víða mátt sjá árangur af aðgerðum
stjórnvalda, sem hafa víða lækkað vexti niður í
sögulegt lágmark og dælt gríðarlegum fjár-
hæðum inn í efnahagslífið til að stuðla að því að
snúa frá samdrætti yfir í hagvöxt. Þetta hefur
skilað tilætluðum árangri í Kína, Bandaríkj-
unum og í Evrópu.
Ný vandamál blasa hins vegar við vegna að-
gerða stjórnvalda til að örva efnahagslífið.
Markmiðið með aðgerðunum hefur meðal ann-
ars verið að örva eftirspurn í hagkerfinu og
stuðla að auknum útlánum. Það hefur hins veg-
ar leitt til mikils fjárlagahalla og aukið á ótta
um að hætta sé á að verðbólga aukist.
Í frétt á fréttavef bandaríska dagblaðsins
Washington Post segir að hagfræðingar séu al-
mennt þeirrar skoðunar að það sé mjög vanda-
samt verk framundan í efnahagsstjórninni. Ef
stjórnvöld dragi of snemma úr þeim aðgerðum
sem þau hafi beitt til að örva efnahagslífið sé
hætta á bakslagi og að þau umskipti sem víða
hafa komið fram jafnvel stöðvist. Með því að
bíða hins vegar of lengi með að draga úr að-
gerðunum sé mikil hætta á því að verðbólgan
fari á skrið með þeim verðhækkunum sem því
fylgir. Þá geti sá árangur sem náðst hefur verið
fyrir bí.
Vandi að ákveða hvenær
skal dregið úr aðgerðum
Reuters
Allir velkomnir Fundarstaður leiðtoga G20-ríkjanna er vel girtur af í Pitsburgh í Pensilvaníu í Banda-
ríkjunum. Efnahagsmálin eru af eðlilegum ástæðum talin verða efst á dagskrá fundarins.
Í HNOTSKURN
» G20-hópurinn kom fyrst saman árið1999. Í honum eru fjármálaráðherrar
og seðlabankastjórar nítján helstu iðnríkja
heimsins auk Evrópusambandsins.
» Leiðtogar G20-ríkjanna hafa tvisvarsinnum fundað, í nóvember í fyrra og
apríl á þessu ári. Þriðji fundur þeirra hefst
í dag.
HRUN Sovétríkjanna og einka-
væðingin, sem Borís Jeltsín beitti
sér fyrir, urðu til þess, að upp
spruttu auðmenn, svokallaðir ólíg-
arkar, menn, sem margir hverjir
höfðu áður verið í lykilstöðum í
gamla kerfinu. Þeir komust yfir ófá
ríkisfyrirtæki í Rússlandi á spottprís
og fyrr en varði voru þeir komnir á
lista Forbes yfir ríkustu menn í
heimi. Nú eru sumir þessara manna
komnir á bak við lás og slá en miklu
fleiri hafa flúið land með allt það fé,
sem þeir komu höndum yfir. Fyrir-
tækin sjálf eru hins vegar rústir ein-
ar.
Listinn yfir þessa „flóttamenn“ er
langur. Einn af þeim er Sergei Pol-
onsky, eigandi Mirax-samsteypunn-
ar, sem nú er gjaldþrota. Um tíma
fór hann með himinskautum í bruðli,
óhófseyðslu og alls kyns uppátækj-
um en þegar olíuverðið lækkaði og
lánardrottnarnir, bankarnir, vildu fá
eitthvað til baka, var draumurinn
úti. Þá var kominn tími fyrir Pol-
onsky til að forða sér en áður tókst
honum að færa 440 millj. dollara frá
fyrirtækinu inn á sína einkareikn-
inga. Það gerði alveg út um fyrirtæk-
ið.
Jevgení Chicvarkin, stofnandi
stærstu farsímaverslunarinnar í
Rússlandi, flýði til Englands þegar
til stóð að ákæra hann fyrir mannrán
og fjárkúgun og það gerði líka Alex-
ander Shífrín, fyrrum yfirmaður
Eldorado-verslananna. Hann skuld-
ar rússneskum yfirvöldum 13,2 millj-
arða rúblna.
Bretland er fyrirheitna landið
Shalva Chígírínskí, sem átti hlut í
stærsta byggingarfyrirtæki í
Moskvu og Moskvu-olíufélaginu, er
kominn til Bretlands, sem má kalla
fyrirheitna landið í augum rúss-
nesku ólígarkanna. Ástæðan er sú,
að breskir dómstólar viðurkenna
ekki ákvarðanir rússneskra dóm-
stóla og hafna yfirleitt beiðni um
framsal.
Sagan um rússnesku ólígarkana
minnir óneitanlega um margt á það,
sem gerst hefur hér á landi. Sem
dæmi um það má nefna Gennadí
Mesherjakov, aðaleiganda Svyaz-
bankans. Á aðeins tveimur árum
komst hann í hóp 20 stærstu lána-
stofnana í Rússlandi en þá lét Mes-
herjakov sig hverfa. Ári síðar var
bankinn gjaldþrota. Í ljós kom, að
hann hafði lánað út stórfé án veða.
Mesherjakov er nú í felum í Hol-
landi. svs@mbl.is
Rússnesku ólígarkarnir
hafa flestir flúið land
Forðuðu sér þegar
bólan sprakk og
hirtu reyturnar
Í HNOTSKURN
» Orðið ólígarkar yfir auð-menn var notað í Banda-
ríkjunum á 19. öld og snemma
á þeirri 20. og um þá menn,
sem fóru sínu fram á svæðum
sem armur laganna náði lítt
til.
» Í Rússlandi voru það hinirnýríku sjálfir, sem völdu
sér þetta nafn.
Mannrán og fjárkúgun Jevgení
Chichvarkín er nú í Bretlandi.
LÍKLEGT er talið að Mervyn
King, seðlabankastjóri Bretlands,
verði skipaður í stjórn nýrrar evr-
ópskrar fjármálastöðugleikastofn-
unar, sem unnið
er að því að
koma á fót.
Hann mun þá
taka þar sæti við
hlið Jean-Claude
Trichet, banka-
stjóra evrópska
seðlabankans,
sem fyrirhugað
er að verði í for-
svari stjórnar
hinnar væntanlegu stofnunar.
Hlutverk þessarar sameiginlegu
stöðugleikastofnunar verður að
fylgjast með og samræma reglur
fyrir evróska fjármálakerfið, með
það að markmiði að stuðla að því
að koma í veg fyrir hrun á mark-
aðinum í líkingu við það sem varð
í fyrra.
Viðurkenning á mikilvægi
Í breskum fjölmiðlum segir að
stjórnvöld og þeir sem tengjast
fjármálalífinu þar í landi fagni
væntanlegri skipun Kings í stjórn
hinnar væntanlegu stofnunar. Það
muni tryggja áfram leiðandi stöðu
fjármálakerfisins í London á fjár-
málamarkaðinum.
Í frétt á fréttavef Financial
Times segir að með skipun Kings
felist viðurkenning ESB á því
hlutverki sem Bretland hefur
gegnt á fjármálamarkaði Evrópu
og hve miklu máli markaðurinn
skipti fyrir breskt efnahagslíf.
gretar@mbl.is
Staða London
verði tryggð
Mervyn King
GRIKKLAND og Pól-
land eru þau ríki innan
Evrópusambandsins, sem
fengu tiltölulega mestu
framlögin, en Þýskaland
er aftur það ríki, sem
greiddi mest til sambands-
ins.
Fram kemur í nýrri
skýrslu, að Grikkir hafi
fengið 6,3 millarða evra,
sem svarar til 2,7% af
þjóðarframleiðslu, umfram það, sem
þeir greiddu til sambandsins. Pól-
verjar fengu 4,4 milljarða evra um-
fram framlög eða 1,3% af
þjóðarframleiðslu.
Engir greiða meira en
Þjóðverjar til ESB eða 8,8
milljarða evra umfram það,
sem þeir fá frá sambandinu.
Önnur ríki, sem greiða meira
en þau fá, eru Austurríki,
Bretland, Ítalía, Frakkland,
Holland og Svíþjóð. Þau vilja
líka öll, að fjárlögin verði
skorin niður. Vilja Bretar og
Svíar skera verulega niður framlög
til landbúnaðar en þau eru nú 37% af
fjárlögunum. svs@mbl.is
Pólverjar og Grikkir
fengu mest frá ESB
Landbúnaður nýt-
ur mestra styrkja.
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Stuðningshlífar
fjölbreytt úrval