Morgunblaðið - 24.09.2009, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009
6 Fréttir
„SAMSTARF stjórnvalda og FTI Cunsulting
gæti verið mjög víðtækt. Tölvudeild fyrirtæk-
isins er öflug sem og bókhaldsrannsóknir og öll
gagnaöflun, til dæmis fyrir skattyfirvöld og
ákværuvald,“ segir Birgir Þórarinsson, tals-
maður bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins hér á
landi.
Á fimmtudag í síðustu viku fundaði hópur frá
FTI Consulting með sérstökum saksóknara,
dómsmálaráðuneytinu, fjármálaeftirlitinu og
skattrannsóknarstjóra.
Fyrirtækið sérhæfir sig meðal annars í rann-
sóknum á gjaldþrotum og fjársvikamálum um
heim allan. Fyrirtækið er með starfsemi í 26
löndum og hefur unnið fyrir stjórnvöld og fjár-
málaeftirlit fjölmargra landa segir Birgir.
Hann segir að um kynningarfundi hafi verið
að ræða og enginn formlegur samstarfssamn-
ingur sé kominn á. Allir voru áhugasamir og
auðvitað meðvitaðir um kostnað. Hins vegar fá-
ist sá kostnaður oftast til baka í endurheimtum
peninga úr skattaskjólum. Millifærslur milli
landa séu einmitt eitt viðfangsefni FTI.
„FTI vinnur nú meðal annars að rannsókn á
fimm stærstu gjaldþrotum Bandaríkjanna á
þessu ári, sem fylgdu í kjölfar efnahagskrepp-
unnar. Madoff-málið í New York er þar á meðal
og teygir það anga sína víða um heim,“ segir í
tilkynningu og að mál Madoffs sé eitt stærsta
fjársvikamál í sögu Bandaríkjanna.
Hingað komu stjórnendur frá FTI í London
og New York, þar á meðal Philip Stern sem
stýrir rannsókninni á Madoff-málinu.
Elta peninga og skoða bókhald
Bandarískt ráðgjafarfyrirtæki, sem kemur að rannsókn stærstu gjaldþrotamála
Bandaríkjanna, býður stjórnvöldum þjónustu sína. Komu að Madoff-málinu.
Fundað Birgir Þórarinsson, Ian Trumper, Ólafur Þór
Hauksson, sérstakur saksóknari, og Philip Stern.
SAMKVÆMT ákvörðun Fjár-
málaeftirlitsins þarf fjármögnun
Nýja Landsbanka Íslands (NBI) og
útgáfa fjármálagernings um loka-
uppgjör vegna ráðstöfunar eigna
og skulda Landsbanka Íslands til
NBI að vera lokið í síðasta lagi hinn
9. október.
Er þetta tíunda breytingin sem
Fjármálaeftirlitið gerir á ákvörðun
eftirlitsins um ráðstöfun eigna og
skulda Landsbanka Íslands til Nýja
Landsbanka Íslands (NBI) frá hruni
bankans fyrir rúmu ári.
Í ákvörðun FME frá 14. ágúst sl.
var sagt að fjármögnun ætti að
ljúka fyrir 18. september og loka-
uppgjörið ætti að fara fram í síð-
asta lagi 30. september. Eins og áð-
ur segir hefur því nú verið frestað
til 9. október.
Íslandsbanki, skilanefnd Glitnis,
fyrir hönd kröfuhafa, og íslenska
ríkið undirrituðu samninga um
uppgjör á milli gamla og nýja bank-
ans og endurfjármögnun Íslands-
banka 13. september síðastliðinn.
Samskonar samkomulag var
undirritað milli skilanefndar Kaup-
þings og íslenska ríkisins 3. sept-
ember síðastliðinn.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
FME Tíu ákvarðanir vegna NBI.
Enn frestast
lokauppgjör
Landsbanka
Viðskiptavinir
Byrs fá ekki
lengur yfirlit
reikninga og
kreditkorta svo
og greiðsluseðla
lána og kredit-
korta send í
pósti.
Í tilkynningu
frá Byr segir að
þetta spari viðskiptavinum sam-
tals 140 milljónir króna á ári,
sem annars færu í að greiða fyrir
sendingarnar. Í staðinn birtast
yfirlitin í heimabanka.
„[A]ðeins örfáir hafa óskað eft-
ir því að fá þessi yfirlit áfram
send í pósti. Sparnaðurinn sem af
þessu hlýst er einnig í þágu um-
hverfisins því um talsverðan
pappírssparnað er að ræða og
pósturinn sem kemur inn um
bréfalúguna minnkar,“ er haft
eftir Atla Erni Jónssyni, fram-
kvæmdastjóra viðskipta-
bankasviðs Byrs, í tilkynningu.
Spara papp-
ír og útgjöld
Fáir vilja yfirlit.
Mjúkar möppur í
öllum stærðum
og gerðum.
Þægilegar í
bakpokann.