Morgunblaðið - 24.09.2009, Síða 10

Morgunblaðið - 24.09.2009, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 10 Fréttir FRÉTTASKÝRING Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is STJÓRNVÖLD munu væntan- lega fá frjálsari hendur til að sam- ræma aðgerðir í þágu skuldsettra heimila ef íbúðalán bankanna verða færð yfir til Íbúðalánasjóðs. Þetta er líkast til ein af skýringunum á end- urnýjuðum áhuga stjórnvalda á því að færa íbúðalánin, sem fyrst kom til álita fljótlega eftir bankahrunið síðastliðið haust og aftur um síðustu helgi. Eftir því sem næst verður komist er þetta þó einungis ein af fjölmörgum hugmyndum sem ráð- herranefnd þriggja ráðherra og sér- stök nefnd á þeirra vegum hefur verið að skoða, sem lið í lausn á skuldavandanum að undanförnu. Forsvarsmenn bankanna hafa að því er næst verður komist tekið þessum hugmyndum misjafnlega og sumir verið lítt hrifnir. Óhætt er hins vegar að segja að margir bíði eftir niðurstöðum varðandi þessi mál, og þá helst eftir því að upplýst verði um frekari aðstoð við skuld- sett heimili en nú þegar er í boði. Flutningur á íbúðalánum bank- anna til Íbúðalánasjóðs er auðvitað engin lausn á greiðsluvanda heim- ilanna. Frekari aðgerðir þurfa að koma til. Fyrir liggur að verði ekk- ert að gert muni vandi heimilanna magnast stórkostlega. Árni Páll Árnason, félags- og trygginga- málaráðherra, hefur sagt að aðstoð við skuldsett heimili verði meðal fyrstu mála sem lögð verði fram þegar Alþingi kemur saman í næsta mánuði. Hætt er við að þeir verði fyrir vonbrigðum sem hafa trúað því að hægt verði að fara í allsherjar niðurfellingu, eða leiðréttingu, á höf- uðstól skulda. Mismunandi afstaða Í sambandi við flutning á íbúða- lánum bankanna yfir til Íbúðalána- sjóðs er rétt að hafa í huga að að- stæður bankanna eru misjafnar. Sérstaklega sker Nýi Landsbankinn sig úr, meðal annars vegna þess að ríkið hefur skrifað undir samninga við kröfuhafa Íslandsbanka og Nýja Kaupþings. Staða ríkisins gagnvart bönkunum er vegna þessa ekki sú sama og ljóst að samningar verða að koma til ef ætlunin er að færa öll íbúðalánin yfir til Íbúðalánasjóðs. Þá eru til að mynda íbúðalán Kaup- þings í gamla bankanum, ekki þeim nýja. Bankarnir verða augljóslega mun minni um sig en ella, verði íbúða- lánin flutt úr þeim og yfir til Íbúða- lánasjóðs. Enda eru íbúðalánin í sumum tilvikum að minnsta kosti líklega meðal öruggustu eigna bank- anna, þrátt fyrir allt. Í fréttatímum Stöðvar 2 hefur að undanförnu verið gerð góð grein fyrir skýrslu Nýja Landsbankans frá því fyrr á þessu ári um stöðu þeirra fyrirtækja sem eru í við- skiptum við bankann. Þar kemur fram að um 70% fyrirtækjanna séu í verulegum vanda. Væntanlega skýr- ir það meðal annars neikvæða af- stöðu forsvarsmanna bankans til hugmynda um að flytja íbúðalánin yfir til Íbúðalánasjóðs. Verði íbúðalánin flutt frá bönk- unum má hins vegar gera ráð fyrir því að útfærslan verði þannig, að gerður verði þjónustusamningur um að viðskiptasamband bankanna við viðskiptavini þeirra haldist. Það væri í samræmi við samskipti Íbúðalánasjóðs og sparisjóðanna og reyndar í líkingu við það sem þekk- ist víða um heim. Íbúðalánastjóður reiðubúinn Samkvæmt upplýsingum frá Guð- mundi Bjarnasyni, framkvæmda- stjóra Íbúðalánasjóðs, er sjóðurinn tæknilega séð vel undir það búinn að taka við íbúðalánum bankanna. Hann tekur hins vegar fram, að auð- vitað muni þá þurfa að horfa til fjár- hagslegrar stöðu sjóðsins. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að Íbúðalánasjóður geti tekið þetta verkefni að sér, enda er ut- anumhald um íbúðalán bankanna ekkert frábrugðið þeim verkefnum sem starfsfólk sjóðsins fæst við í sínum daglegum störfum. Þar að auki hefur Íbúðalánasjóður nú þeg- ar tekið við nokkrum fjölda af íbúða- lánum sparisjóða. Hins vegar má gera ráð fyrir að ýmsar spurningar geti vaknað í tengslum við flutning á gengisbundnum lánum bankanna yf- ir til sjóðsins. Þetta gæti tafið þessa vinnu. Reynsla af því að veita aðstoð Ef ákveðið verður að færa íbúða- lán bankanna yfir til Íbúðalánasjóðs, er ljóst að það verður einungis hluti af væntanlegum aðgerðum í þágu skuldsettra heimila. Allt er enn á huldu um raunverulegar aðgerðir til að laga skuldastöðuna. Það mun væntanlega ekki skýrast fyrr en eft- ir að skuldavandanefndir ríkis- stjórnarinnar hafa lokið sinni vinnu. Hver sem niðurstaðan verður í þeim efnum liggur fyrir að Íbúðalánasjóð- ur hefur töluverða reynslu af greiðsluerfiðleikaaðstoð. Þar byggir sjóðurinn á næstum því óslitinni starfsemi á þessu sviði frá því for- veri hans, Húsnæðisstofnun ríkisins, hóf að aðstoða íbúðeigendur í greiðsluerfiðleikum árið 1985. Þar var um að ræða aðgerðir sem ákveðnar voru í kjölfar þess að fjöl- mörg heimili lentu í skakkaföllum vegna misgengis á launum og lán- um, sem komu til vegna beinna að- gerða þáverandi ríkisstjórnar. Þetta var í raun ekki ósvipað ástand og nú, nema hvað nú er það væntanlega miklu stærra. Verði flutningur á íbúðalánum bankanna yfir til Íbúðalánasjóðs fyrir valinu sem liður í því að að- stoða heimilin vegna greiðsluerf- iðleika þeirra, er næsta víst að fjölga þurfi þeim starfsmönnum sjóðsins sem sinna þessum verkefnum. Þeir eru nú 3 til 5, samkvæmt upplýs- ingum frá Guðmundi Bjarnasyni. Flutningur íbúðalána hefur mætt mótstöðu Forsvarsmenn bankanna hafa tekið misjafnlega í þá hugmynd að færa íbúðalánin yfir til Íbúðalánasjóðs, sumir verr en aðrir » Sérstaklega skerNýi Landsbankinn sig úr, meðal annars vegna þess að ríkið hef- ur skrifað undir samn- inga við kröfuhafa Ís- landsbanka og Nýja Kaupþings. Alþjóðlega lánshæfismats- fyrirtækið Moo- dy’s heldur láns- hæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs óbreyttri, en hún er Baa1. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu matsfyrirtækisins sem birt var í gær. Einkunnin er einnig áfram á neikvæðum horfum líkt og lánshæf- ismat ríkissjóðs en mikil tengsl eru alla jafna á milli einkunna Íbúða- lánasjóðs og ríkissjóðs þar sem rík- issjóður baktryggir skuldir sjóðs- ins. Í skýrslu Moody’s kemur fram að fyrirtækið telur ekki miklar líkur á því að lánshæfiseinkunn Íbúðalána- sjóðs hækki á næstunni. Einkunnin gæti hins vegar að mati lánshæfis- matsfyrirtækisins lækkað af nokkr- um hugsanlegum ástæðum. Þar á meðal sé lækkun hugsanleg, ef áhætta sjóðsins verður talin hafa aukist, til dæmis vegna yfirtöku sjóðsins á erlendum húsnæðislánum bankanna. gretar@mbl.is Neikvæðar horfur AnnarhfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a ÁrsreikningarBókhald Skattframtöl • Lítil en rótgróin bílaleiga. Auðveld kaup. • Þekkt skyndibitakeðja. • Rótgróin heildverslun með gjafavörur. Auðveld kaup. • Lítil heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 80 mkr. Hentar vel til sameiningar. • Þjónustufyrirtæki sem selur um 600 fyrirtækjum þjónustu sína. Ársvelta 100 mkr. • Vinsælt veitingahús. Ársvelta 230 mkr. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að þjónustu- og innflutningsfyrirtæki. Ársvelta áætluð um 200 mkr. Ágætur hagnaður. • Heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 170 mkr. Mjög skuldsett. • Meðeigandi óskast að nýju framleiðslufyrirtæki. Reiknað er með 30-35% árlegri ávöxtun eigin fjár næstu árin. • Sérverslun með fatnað á góðum stað. Ársvelta 150 mkr. Góð framlegð. • Iðnfyrirtæki í matvælaframleiðslu með mikinn og vaxandi útflutning. Ársvelta 240 mkr. • Rótgróið iðnfyrirtæki. Ársvelta 450 mkr. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 400 mkr. Hagstæðar skuldir. • Rótgróið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 130 mkr. • Þekkt innflutningsfyrirtæki með eigin verslanir. Ársvelta 240 mkr. EBITDA 35 mkr. Hagstæðar skuldir. GENGI íslensku krónunnar veiktist um 0,72% í gær, daginn fyrir vaxtaákvörðun peningastefnu- nefndar Seðlabanka Íslands. Er gengisvísitalan nú komin yfir 235 stig, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka. Gengi Bandaríkjadals er 124,15 krónur. Evran kostar 183,20 krónur, pundið 203,70 krónur og danska krónan 24,617 krónur. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni á Íslandi breyttist lítið í gær, en hún lækkaði um innan við 0,1%. Við- skipti með hlutabréf voru lítil eins og verið hefur, eða fyrir liðlega 160 milljónir. Viðskipti með skulda- bréf námu 6,4 milljörðum. gretar@mbl.is Krónan veiktist um 0,72%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.