Morgunblaðið - 24.09.2009, Side 12

Morgunblaðið - 24.09.2009, Side 12
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is H ÉR hefur verið vaxandi aðsókn undanfarin ár og öll met voru slegin í ár því við vorum með um 90% meðalnýtingu og það er mjög gott,“ segir Guðrún G. Bergmann sem rek- ur Hótel Hellna á Snæfellsnesi. Hótelið á Hellnum er umhverfisvottað af Green Globe og ýmislegt gert til að fá gestina til að taka þátt. „Við hvetjum ferða- menn til að endurnýta bæklinga og tímarit því mikið af þeim vill enda í ruslinu. Við höfum því haft kassa frammi fyrir slíka endurnýtingu. Það sem er heillegt fer aftur á upplýsingaborðið, hitt fer í endurvinnslu,“segir Guðrún. Áhersla er lögð á að bjóða lífrænt ræktaða matvöru á hót- elinu auk leiðsagnar um Snæfellsnes. Hún segir ferða- menn áhugasama um umhverfið. „Margir velta m.a. fyrir sér áhrifum hlýnunar jarðar á Íslandi og hvort Snæfells- jökull hafi orðið fyrir áhrifum vegna þess á undanförnum árum,“ segir Guðrún. Hún segir að þrátt fyrir góða aðsókn hafi ákveðin vandamál komið upp í sumar þar sem ferðamenn hafi bú- ist við því að allt væri svo ódýrt á Íslandi. „Þó gengið sé auðvitað hagstætt fyrir útlendinga þá hefur allur kostn- aður hækkað hjá okkur og hann er ekki hægt að setja út í verðlagið. Við sitjum því uppi með hærri rekstrarkostnað og minni tekjur því við verðum að halda okkur við eitthvað raunhæft,“ segir Guðrún. Hvetur konur til að greiða veginn Aðspurð segist Guðrún nauðsynlegt að hafa mörg járn í eldinum þegar rekstur sumarhótels sé annars vegar. „Hótelið er bara opið í fjóra mánuði á ári svo ég þarf að hafa annað fyrir stafni á veturna,“ segir Guðrún. „Ég hef verið með fyrirlestra og kynningar í tengslum við bókina mína, Konur geta breytt heiminum. Ég var með tvo fyrirlestra í síðustu viku, þrjá í þessari viku og tvo í næstu viku. Það hefur því verið mikill áhugi á því hvað er hægt að gera grænt og umhverfisvænt,“ segir Guðrún en bók hennar kom út í apríl og í henni eru konur hvattar til að greiða veginn í umhverfismálum og hafa áhrif á karlana í leiðinni. „Konur stýra svo miklu í smásöluinnkaupum og geta haft mikil áhrif í gegnum þau,“ segir Guðrún. Hún segist nú kanna möguleikana á útgáfu bókarinnar í Bandaríkjunum og fleiri löndum. „Það þarf að staðfæra bókina svo fólk hafi trú á því sem kemur fram í henni. Ég er því að leita að meðrithöfundi í viðkomandi löndum til að hjálpa mér við það. Verkefnið er sérstakt því mér vitandi hefur enginn tekið bók og leitað eftir meðrithöfundum að sama texta í mörgum löndum í einu,“ segir Guðrún. Guðrún G. Berg- mann rekur um- hverfisvænt sumarhótel á Hellnum en stefnir jafnframt að því að kenna konum í mörgum löndum að breyta heiminum með breyttum lífsstíl. Ljósmynd/Vera Páls Umhverfisvæn Guðrún leggur áherslu á lífræn matvæli og endurvinnslu á Hótel Hellnum á Snæfellsnesi. Skiptir um starfs- vettvang á veturna SVIPMYND» RÚSSNESKI vopnaframleiðandinn sem fram- leiðir hinar þekktu Kalasjnikov-vélbyssur er í mikl- um erfiðleikum. Er jafnvel talið að fyrirtækið, Izj- masj, kunni að fara á hausinn innan tíðar. Lánardrottnar þess hafa sótt að því fyrir dóm- stólum vegna vanskila. Kalasjnikov-vélbyssan, sem einnig gengur undir heitinu AK-47, er líklega einna þekktust fyrir að liðsmenn hinna ýmsu skæruliðahreyfinga í heiminum sjást gjarnan með- höndla slík vopn. Sovéski herinn notaði AK-47 hins vegar fyrst í seinni heimsstyrjöldinni. Talið er að framleidd hafi verið fleiri eintök þessari vél- byssu en nokkurri annarri. gretar@mbl.is AK-47-framleiðandi á hausinn Íslendingar hafa eðlilega verið mjög uppteknir af Tortola-eyju und- anfarið ár. Þangað teygja anga sína fjölmörg félög sem tengst hafa ís- lensku útrásinni. Tortola skaut upp á stjörnuhimin íslenskrar umræðu þegar Egill Helga- son spurði Jón Ásgeir Jóhannesson hvort hann kannaðist við eyjuna Tor- tola í þætti sínum Silfri Egils. Jón Ásgeir sagðist ekki kannast við þá eyju. Á sínum tíma var venja að banka- menn og lögfræðingar sæju um alla þá flóknu snúninga sem við- skiptajöfrar stóðu í. Þegar þessir snúningar og skúffufélög voru kynnt fyrir peningafólkinu var venjulega tal- að um BVI-félög (BíVíÆ-félög). Átti það við Bresku jómfrúaeyjarnar (Brit- ish Virgin Islands), sem Tortola-eyja er hluti af. Tortola er vissulega ein af sextíu eyjum sem tilheyra Bresku jóm- frúaeyjunum og þeirra stærst. Hana þekkja allir. En hversu margir kann- ast við Virgin Gorda, Anegada og Jost Van Dyke, sem sagðar eru helstu eyjarnar í klasanum? Hvern langar ekki til að geta sagst þekkja Anegada-eyjuna? ÚTHERJI HARLEY Davidson er það al- þjóðlega vörumerki sem orðið hef- ur fyrir mestu falli á lista yfir verð- gildi þekktustu og verðmætustu vörumerkin í heiminum. Reyndar hefur verðgildi nánast allra þeirra vörumerkja sem komast á árlegan lista alþjóðlega markaðsfyrirtæk- isins Interbrand fallið í kjölfar efnahagskreppunnar. Fallið á verðgildi Harley Dav- idson er metið um 43%. Vörumerki lúxusbílsins Lexus hefur fallið næstmest og þar á eftir koma aðrir bílaframleiðendur. gretar@mbl.is Kreppir að vörumerkjum Töffari Marlon Brando var einn þeirra sem völdu Harley Davidson. sími: 511 1144 Vökvadælur Vökvamótorar Stjórnbúnaður Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf Vökvakerfislausnir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.