Morgunblaðið - 26.09.2009, Síða 1

Morgunblaðið - 26.09.2009, Síða 1
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009 íþróttir Áratugur Hamar á sínu tíunda ári í efstu deild. Margir ungir strákar fá að reyna sig. Hamar teflir fram ungu og óreyndu liði. Aðeins tveir leikmenn með fleiri en 100 leiki. 4 Íþróttir mbl.is ÞRÓTTUR og Fjölnir, liðin sem eru fallin úr Pepsi-deild karla í knatt- spyrnu, hafa notað flestu leikmenn- ina í deildinni í sumar. Bæði hafa þau notað 27 leikmenn í leikjunum 21 en lokaumferð deildarinnar fer fram í dag. Keflavík og Stjarnan hafa notað 25 leikmenn, Íslandsmeistarar FH og Grindavík 24 hvort félag, Valur og ÍBV 23 og KR, Fylkir, Breiðablik og Fram hafa öll notað 22 leik- menn. gummih@mbl.is Fallliðin hafa notað flestu leikmennina Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is „Vonandi fæ ég að spila einhverjar mínútur á móti KR-ingunum og ég geri þá fastlega ráð fyrir að það verði þær síðustu sem ég spila fyrir Val,“ sagði knattspyrnumaðurinn Arnar Gunnlaugsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Valur tekur á móti KR í lokaumferð úr- valsdeildarinnar á Hlíðarenda í dag klukkan 16. Arnar hefur ekki verið með Hlíðarendalið- inu í síðustu fimm leikjum vegna meiðsla aft- an í læri en hann og Bjarki tvíburabróðir hans gengu til liðs við Val um mitt sumar eft- ir að slitnaði upp úr samstarfi þeirra og Skagamanna. „Ég hef ekki hugmynd um hvað tekur við hjá okkur eftir tímabilið. Maður er búinn að brenna sig ansi oft á því að segjast vera hætt- ur en það verður að segjast eins og er að þetta tímabil hefur ekki verið neinn dans rós- um. Hlutirnir hafa ekki farið alveg eins og handritið var skrifað í vor og ég held að ég taki mér gott frí eftir þetta sumar og sjái svo til hvort hungrið kemur aftur,“ sagði Arnar en hann og Bjarki tóku við þjálfun ÍA-liðsins um mitt sumar í fyrra af Guðjóni Þórðarsyni en tókst ekki halda liðinu í deild þeirra bestu. Undir þeirra stjórn gekk liðinu illa í 1. deildinni í sumar og eftir fyrri umferð Ís- landsmótsins þar sem Akurnesingar voru í þriðja neðsta sæti deildarinnar var það sam- eiginleg ákvörðun þeirra bræðra og stjórnar ÍA að slíta samstarfinu. Arnar hefur komið við sögu í fjórum leikj- um Vals í sumar og Bjarki einum en samn- ingar þeirra við liðið gilda út leiktíðina sem lýkur í dag. Arnar segir að ekki sé neitt í spilunum að hann fari þjálfa aftur. „Fjórða stigið hjá KSÍ verður í nóvember og það getur vel verið að ég fari í það til að hafa það bakhöndinni en eins og staðan er í dag er ég ekki að fara að þjálfa.“ Ekki samkvæmt handritinu  Arnar reiknar með að kveðja Val í dag  Vonast eftir einhverjum mínútum  Ætlar að taka sér gott frí og sjá hvort hungrið í fótboltann kemur aftur  Tímabilið ekki verið dans á rósum Hættur Arnar Gunnlaugsson, leikmaður Vals. FORRÁÐAMENN knattspyrnu- deildar Hauka áttu fund með KSÍ í gær en sú staðreynd blasir við að ef Haukarnir ætla að leika heima- leiki sína í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á Ásvöllum á næsta tímabili þarf að fara út í fram- kvæmdir við gervigrasvöllinn, sem var heimavöllur Haukaliðsins í sumar. Annar möguleiki sem Haukarnir líta til er að spila heima- leiki sína í Kaplakrika, heimavelli FH-inga. ,,Við funduðum með KSÍ og það liggja fyrir drög að áætlun um framkvæmdir á Haukasvæðinu sem stefnt er á að hefja á næstu vikum. Með þeim framkvæmdum upp- fyllum við leyfiskerfi KSÍ. Hvort við endum á að spila þar er svo annað mál,“ sagði Jón Björn Skúla- son, formaður knattspyrnudeildar Hauka, við Morgunblaðið í gær. Þær framkvæmdir sem Jón Björn talar um er að við völlinn þarf að koma upp aðstöðu þar sem 500 manns geta setið í sætum. ,,Það verður byrjað á 500 sætum en það liggja líka drög fyrir því að fjölga þeim upp í 1.000,“ sagði Jón Björn. gummih@mbl.is Haukar í Kaplakrika? Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ANDRI Marteinsson verður áfram við stjórnvölinn hjá Haukum. Samn- ingur Andra rann út eftir tímabilið en samningaviðræður milli hans og Haukanna eru langt komnar og aðeins forms- atriði að ganga frá nýjum samn- ingi. Andri hefur náð frábærum ár- angri með Hafn- arfjarðarliðið. Hann tók við því fyrir tveimur ár- um þegar það var í 2. deild og fór með það beint upp í 1. deild og á dög- unum stýrði hann Haukunum upp í Pepsi-deildina en Haukar hafa ekki leikið í efstu deild síðan 1979. ,,Ég er ánægður að halda áfram með liðið. Ég vil fylgja því verki eftir sem er hafið. Þegar það hófst vorum við í 2. deildinni. Fyrsta skrefið var að fara upp úr henni, annað skrefið að festa okkur í sessi í 1. deildinni og þriðja var að fara upp í Pepsi- deildina en það átti ekkert að taka fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári sam- kvæmt upprunalegri áætlun. Við er- um því aðeins á undan áætlun sem er gott en næsta skrefið hlýtur svo að vera að festa okkur í sessi í deild þeirra bestu,“ sagði Andri í samtali við Morgunblaðið í gær. Andri segir liggja í augum uppi að Haukarnir þurfi að styrkja liðið fyrir baráttuna næsta sumar. ,,Ég reikna fastlega með að halda þeim leik- mönnum sem voru í sumar fyrir ut- an Þórhall Dan en við þurfum að bæta kjölfestu í okkar lið og fá leik- menn með reynslu sem geta miðlað til okkar spræku stráka sem við höf- um,“ sagði Andri. Andri áfram með Haukana Andri Marteinsson TIGER Woods er efstur þegar keppni er hálfnuð á To- ur-meistaramótinu á PGA-mótaröðinni í golfi. Banda- ríkjamaðurinn er á 5 höggum undir pari en Írinn Padraig Harrington og Sean O’Hair frá Bandaríkj- unum koma þar næstir á 4 höggum undir pari. Sig- urvegarinn fær 1,2 milljarða kr. í verðlaunafé en um er að ræða lokamót úrslitakeppninnar þar sem 30 kylf- ingar eru með keppnisrétt.  Nánar á mbl.is. Reuters Kylfingar keppa um 1,2 milljarða kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.