Dægradvöl - 21.01.1932, Side 21

Dægradvöl - 21.01.1932, Side 21
DÆGRADVÖL 45 skinnsbelti um lendarnar. Westman kallaði á Macrae og bað foringjann að setjast hjá sér við eldinn. Macrae hafði legið með byssu sína tilbúinn, meðan þessu fór fram, hann hafði miðað á aðkomumennina, reiðu búinn til að hleypa skotinu af, ef á þyrfti að halda. Nú stóð hann upp og gekk að eldinum til þeirra. West- man bað nú Kilimi og hina svert- ingjana að sitja við tjaldið og lofa sér sér og Macrae að vera einurn með foringjanum við eldinn. Hann vissi að það var tryggara, því að þó þeir ætluðu sér að svíkjast að þeim mundu þeir ekki þora það, þar sem foringinn var þá í hættu. V. KAPÍTULI. Macrae kunni mjög lítið í Swahili- mállýskunni, og skildi því ekki mikið af samtali þeirra Westmans og Tit- tenwa, það var nafn foringjans. — Hann talaði því ekkert, en hugsaði því meira, meðan hann braut trjá- greinarnar og kastaði þeim á eldinn. Eftir góða stund sneri Westman sér að honum og mælti: „Tittenwa segir okkur slæmar fréttir, Mac. Hann og menn hans ætla að flytja ]>orp sitt burtu úr Iturihéraðinu, því að þeir geta ekki haldist hér við fyrir óaldarflokkn- um. Hann segir, að Abd-el-Hussan, „maðurinn, sem klæðir sig eins og hvít kona“, sé stjórnari flokksins og verndari. Þeir voru á leið suður á bóginn, til að leita að góðum stað fyrir þorpið, er þeir komu að tjald- stað okkar. Hann segir, að flokkur þessi hafi oft ráðizt á menn sína, og hafi hann drepið fyrir sér fjóra þeirra. Höfuðið, sem við fundum í dag, var af einum þeirra, hann villt- ist í skóginum og lenti í klónum á þeim. Þeir höfðu skipun um það, frá Abd-el-Hussan, að leita að mönn- um til að vinna í námunum. Hann reyndi að strjúka, og hafði með sér það, sem hann hélt að væri fémætt, en mannæturnar eltu hann og drápu“. „Hvað hafði hann með sér, gull eða hvað?“ spurði Macrae. „Nei, steinana, sem eg fann í hári hans“, svaraði Westman, „og enga finnst þeim jafn-sjálfsagt að éta, eins og þá, sem hafa stolið frá Abd- el-Hussan, því að hann er eins konar hjáguð þeirra. Þetta „þorp dauð- ans“, sem aumingja Collins var að tala um í óráðinu, hlýtur því að vera endurminning hans um að hafa séð einhverja af átveizlum þeirra. Eg heyrði hann líka tala um einhvern stein, og spurði því, Tittenwa, hvort hann gæti skilið, hvað Collins hefði átt við, en hann er jafn nær og við um það. Hann sagði mér, að bak við námurnar á nesi einu litlu, sem er á árbakkanum, væri þorp, sem búið væri að yfirgefa og væri þar ekkert nema töfrakraftur hvíta mannsins í kvenbúningnum!"

x

Dægradvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dægradvöl
https://timarit.is/publication/771

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.