Dagrenning - 01.08.1924, Síða 3
DAGRENNINGr
3
sitja fyrir flutningi sínum. En látum hina skifta
við alþýðu þeirra landa, er þeir hossa skipunum
fyrir.
Augun opin ! Enga vægð !
Rangárþing.
(Minni).
Strauma linda björtum bundið,
björgum stutt og' grænni lilíð
landnám Hæings ljósi undið
litum fágar sumartíð.
Styrkur Orms og Stórólfs ríkir
stöðugt enn í góðri sveit,
Gunnar, Njáll og greppar slíkir
gerast fleiri en nokkur veit.
U.
Bergþóra á bæ iijá lýði,
búi stýrir enn í dag,
Hildigunnur, lirunda prýði,
hefir enn hiö sama lag.
Landnáms rekka rausn og hreysti
runnin er í merg og bein,
sá í lund mun lifa neisti,
landnámstíð er yfir skein.
Endurborin íturmenni
alla vegu ríða á þiug,
enn eg sama svipinn kenni
sem í þjóðar dagrenning.
Iturvaxinn vífa skari,
vegleg þyrping liingað fer
þenja á skeiði mjúka mari,
mund að taumi leikur sér.
íþrótt marga aftur þreyta
ungir menn að fornum sið,
þakkir fljóðin fögur veita,
fræknum er þau brosa við.
Enn má Saga setja á spjöldin
sagnafjöld um Rangárþing,
illrar skulu gleymsku gjöldin
greidd í nýrri dagrenning.
Bera skal nú hátt og hærra
hyggni Njáls og orðasnilld,
vinna skal nú stórt og stærra
Stórólfs kynslóð orkufylld.
Strauma linda björtum bundið,
björgum stutt og grænni hlíð
landnám Baugs skal björtum undiö
bjarma frægðar ár og síð.
Bjarni Jónsson
frá Vogi.
Bækur.
íslenzk tunga í fomöld, eftir Alexander Jó-
hannesson. Bókaverzlun Ársæls Árnasonar. —
Reykjavík 1923—24, stórt 8 bl. brot, 406 bls.
Dr. Alexander Jóhannesson hefir unnið gott
og mikíð þrekvirki á fáum árum. Hann hefir
fyrir fjórum árum gefið út „frumnorræna mál-
fræði“, er segir frá hljóðum og beygingum tungu
vorrar frá þriðju öld og fram undir landnáms-
tíð. En nú bætir hann við í þessari bók, sögu og
lýsing tungunnar fram á miðja fjórtándu öld og
auk þess rakin sagan aftur til frumgermanskrar
tungu og indogermanskrar. Síðar mun birtast
hér í blaðinu ritdómur um bók þessa eftir kunn-
áttumann í þessari grein, en hér verður þess að-
eins minnst, að liún er út komin. En þótt ritstjóri
þessa blaðs sé eigi lærður maður á íslenzka tungu,
þá hefir hann þó svo mikla nasasjón af málfræði
og ýmsum þeim tungum, sem hér er rakið til, að
hann getur fullvissað menn um, að hér er mjög
vandað til þessa verks, og að það fullnægir kröf-
um málfræðinnar, þeim er frekastar eru gerðar
nú á tímum. pað er og víst, að í bókum þessum
liggur afarmikil vinna, og má heita dæmalaus
dugnaður að lúka verkinu svo vel á svo skömm-
um tíma, Má að því vísu ganga, að höf. verði vel
launað.
T Heimskringlu segir, að „Eyvindr orti drápu
um alla Islendinga, en þeir launuðu svá, at
hverr bóndi gaf honum skattpenning“. Bændur
vorra tíma munu eigi meta þetta verk minna. en
drápan var metin, og launa því betur, sem verk-
ið er meira. Mun meðferð þingmanna vera upp-
haf að þeim launum. peir rufu samninga á Dr.
Alexandri og veittu ekkert fé til þess að launa
honum kennslu hans í háskólanum næsta ár. Er
ætlun þeirra vafalaust sú að gera hann að pró-
fessor næsta ár með góðum launum, því að nú
verður hlutverkum snúið svo, að þingið verður
að biðja hann að vera kyrran, en eigi svo sem
verið hefir, að stjórnin og nokkrir þingmenn
vilji halda gerða samninga við hann. Eftir þetta
verk munu honum opnar dyr víða í löndum til
betri kjara, en hér hafa verið boðin bezt, og verð-
ur þá eigi að því fundið, þótt vér ölum upp fræði-
menn handa öðrum þjóðum, ef þing vort vill
vinna það til skemmda háskóla vorum að bola
burt sem flestum og sem beztum mönnum.
Oldur, sögur eftir Benedikt porvaldsaon
(Gröndal). Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar.
Reykjavík, 1920, 8 bl. brot, 240 bls.
Það hefir dregizt um skör fram að geta þess-
arar bókar, og á hún þó vel skilið, að það sé
gert. pað hefir jafnan látið íslendingum vel að
segja sögur, og má heita þjóðareinkenni. Er það
því segin saga, að þeir menn rita og beztar skáld-
sögur, sem fylgja hinum forna frásagnarhætti