Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.05.1933, Qupperneq 9

Skólablaðið - 01.05.1933, Qupperneq 9
-9- setur G. G. svo gagnfræcMeildina, Þar er fé-i lagslifið i fögrum blóma. Nú vita allir, sem verið hafa bæði, gagnfiæða- og lærdómsdeild Þessa skóla, að ahugi fyrir málfundum ^efur alltaf verið meiri i meðri deildinni. Og ég vil rainna G. G. 'a Það, að veturinn 1930 - 31, Þegar tveir af stjórnarmeðlimum Pjölnis voru kommunistar, ég og Vésteinn Guðmundsson, var ágætt lif i félaginu, fundir á hverjum laugai- degi, Þegar Þvi vaið viðkomið, og oftast nær langir og fjörugir. Þá var fyrir forgöngu Pjölnisstjórnarinnar tékið upp Það nýmæli, að hafa kaffikvöld sameiginleg fyrir allan skólann. G.G. var Þriðji maðurinn i stjórn- inni, og varð ég aldrei Þess var, að hann fyndi til kæfandi anda kommunismans, enda hafði hann Þá ekki hitt sinn læriföður, og ekki öðlast neinar kratiskar opinberanir. Og mér er nær að halda, að Það hafi verið meira vit i Pjölnisfundum Þá en nú. T,d. voru Þá engar samÞykktir gerðar um Þaö, að vissir félagsmenn væru Midiotar", eins og gert hef- ir /erið i vetur. Það er, að Þvi ég bezt veit merkilegasta nýmælið, sem fram hefir komið i Pjölni undir stjórn G*G. Og svo kemur enn "skýring" á aðferðum okk- ar kommunista. Þessi"deyfð", sem búið er að mirmast á, kemur ekki af Þvi, að kommunistar séu "neitt vanfærari til stjómar en hver annar". En Þeir "gleyma öllu öðru en stjórn- málunum". Og hann talar um Það með heilagri vandlætingu, að "einn Þeirra helzti maður hér i skóla hefir lýst Þvi yfir, að hann sé hér i skólanum sem pólitiskur agitator." Gegn Þessu setur hann svo fram skoðun sina á Þvi ,hvernig allt Þetta eigi að vera. Menn eiga að starfa að félagslifinu. félagslifs- ins vegna, menn eiga að skapa sér skoðanir á stjómmálum, en Það nær ekki nokkurri átt, að lóta st jómmálaáhugann éta allt annað upp. Og svo kemur dasmi úr Bibliusögunum, sem á að sanna Þetta. "Eg hefi áhuga á stjórnmálum, en cg hefi áhuga á fleiru en stjómmálum", segir G. G. og eitt af Þ\ri marga, sem hann "vill", er að"láta fræðimenn utan úr bæ, eða úr hópi kennara, fræða nemendur um náttúru- fræöi, sálarfræði, sögu og hagfræði". Ég hefi tekið hér talsvert langt 'mál upp úr grein G. G., Þótt ég viti, að Það muni Þreyta Þá, sem hafa lesið grein hans áður. En i Þessum útdrætti opinberar hann svo glöggt sinn óÞroskaða, smáborgaralega hugsunarhátt, að furðu sætir. Hann lýsir Þarna viðhorfi, sem gerir rikjandi skipulagi ómetanlegt gagn viöhorf smáborgarans, sem einangrar Þjóðfé- lagsmálin, sér i Þeim aðeins eina hlið'af lif- inu, eina af mörgum. T,d. berjast yfirstétt- imar ávalt i orðu kveðnu fyrir grundvallar- reglunni, listin fyrir listina, á sama hátt og G. G. vill hafa "félagslifið félagslífsins vegna". Sennilega heldur hann, að Þessir "fræðimenn úr kennaraliði eða utan úr bæ".. gætu fylgt Þeirri reglu i fyrirhugaðri fræðslu að hafa söguna sögunnar vegna, hagfræðina hag- -fiæðinnar vegna og. sálfræðina sálfræðinnar - vegna. En Þetta er afar hættuleg kenning. Þessi slíkja af fölsku objektivitet, hlut— leysi, er eitt af áhrifamestu vopnum ríkjandi stéttar gegn verkalýðnum. Og eitt af Þvi fyrsta, sem marxisminn kennir manni, er að sjá i gegnum Þessa svikablæju. Þá sjá menn Þjóðfélagslikamánn sem heild, sjá hvemig trú, visindi og listir eru notuð til hins ýtrasta i Þarfir rikjándi stéttar, sjá hvem- ig skólar og kirkjur verða útvigi yfirstétt- 'anna i baréttunni um að vernda iðeologi auðvaldsins. En Þetta virðist G. G. ekki skilja, Það að vera marxisti, Þýðir ekki bara ,að menn séu i einhverjum st jómmálaflokki, hafa "áhuga á stjómmálum" o. s. frv. Nei, marxisminn er ný lifsskoðun, sjónarmið, sem ákveður afstöðu manna til allre fyrirbæra Þjóðfélagsins,-_kennir mönnum að sjá heildar- linur Þjóðfélagsbyggingarinnar gegnum ringul-.-h reið smáatriðanna, og skoða listir, trúar- brögð og annað slikt i nánu sambandi við Þjóðfélagsleg skilyrði hverra tima fyrir sig, en ekki sem óháð "hlutlaus" fyrirbæri. Eg lýsti Þvi yfir á fundi hér i vetur, að ég teldi mig fyrst og fremst.málsvara og agitator undirstéttanna hér i skólanum, og vitnar G. i Þetta. Eg stend við Þetta enn, og mun gera Það framvegis. Þessi afstaða er svo eðlileg afleiðing áf stéttaruppruna minum, að hvar sem ég væri, hvort heldur i skóla eða annarsstaðar, tel ég Það tvímæla- laust fyrstu skyldu mina., að koma fram sem mélsvari undirstéttarinnar, minnar stéttar, og berjast hlifðarlausri baráttu gegn hvers- • konar afturhaldsöflum og blekkingarpostulum, hvort sem Þeir kalla sig nazista, ihaldsmenn, framsóknarmenn eða social-demokrata. Eg ætla ekki að deila við G.G, um Þaö, hvað margir kommunistar séu hér i skóla, né hvað "klárir" Þeir séu. Hann segir, að skól- irui hafi aðallega fengið sina pólitisku menntun inn á við frá kommunistum, og mikill hluti af "hjörð"kommunista séumenn,"sem hafa opnað augu sin fyrir rangsleitni rikj- >andi skipulags, og séóáð socialisminn var eina lausnin". Sé Þetta afleiðing af póli- tiskri fræðslu okkar kommunistanna, Þá er

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.