Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1936, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.05.1936, Blaðsíða 3
-3- "já, en það er nú eignnlega algert prívatmalo En ég veit að þið segið eng- um frá því,- ég bjó það til út úr einu af mínum misluEkuðu ástaræfintýrum undir ljémandi fallegum vísum eftir Arnér Sig- urjónsson". "Nei, blessaðir verið þér, ég skal ekki hafa orð á þessu við nokkura lifandi sál. En eru þá öll lögan gömul,- og kannske öll til eihh.verra gamalla ást- meyja?" "Nei, o sussu nei, þetta er nú það eina, sem a svona romantíska sögu að baki sér. Auk þessa eru 3 af lögunum gömul, lagið sem JÓn Árnason syngur, dúetcinn og lokasöngurinn. Hin lögin eru samin sérstaklega fyrir þennan leik". "Faist þer annars mikið við samningu laga?" "Nei, ekki get ég ... " En Ævar grípur fram í: "NÚ segir bann ekki satt. Aldrei kem ég svo til h.ans, að ég heyri ekki eitthvað nýtt lag". "En hvað um ^að", heldur Gylfi áfram, "þa skrifa eg lítið eða ekkert niður. Eg geri þetta einungis að gamni mínu. Þegar ég er orðinn þreyttur að lesa á daginn, flyt ég mig að píanóinu. Ég spila nú ekki svo vel, ao hafi neina sérstaka ánægju af að hlusta á það sjálfur. Þess vegna tek ég kvæðabok, og reyni að búa til lag við eitthvert fallegt kvæði í h.enni " . "Einmitt já, verða kannske öll yðar lög svona til?" spyrjum vér. "Nei, auðvitað getur margt annað kom- ið til. Við sum lögin eru alls engin kvæði, og stundum gerir maður þetta eftir pöntun, eins og t.d. 3 lögin í leiknum". "Ja-há, ég get nú skilið, að það sé ekki sem auðveldast. En vel a minnst, ég hefi heyrt að kvæðin í leiknum væru líka eftir þig". "Ja, þau eru það, að tveim undanteknum, sem eru þýdd. íegar leikstjóri og leik- nefnd voru búin að velja lögin, vantaði tekstana, því að auðvitað var ekki hægt að nota kvæðin, sem gömlu lögin voru bú- in til undir. 0g nú nudduðu þeir á mér þessi lifandi ósköp, Bjarni Guðmundsson, Ævar og Gunnar Stefánsson, sitt í hvoru lagi eða allir saman, að búa til tekstana líka. Og það er ég viss um, að hefði ég ekki gert þetta, sæti ég ekki hér nokkurn- veginn heill á sönsunum og talaði við yð- ur. Þeir astluðu alveg að æra mig". "Ja, þetta eru svoddan bölvaðir æringj- ar. En hvernig er það, hafið þér fengist mikið við skáldska^?" "Nei, ekki get eg sagt það, Það sem aðallega liggur eftir mig a því sviði, eru skammavísur um vini mína og bekkiar- bræður, sem mér þykir satt að segja helLdur lítill heiður að" . "Það voru þó 3 kvæði eftir yður í síð- asta eintaki blaðsins", segjum ver. "Ekki voru það skammavísur,- þessi eldheitu ástaljóð?" "Það er rétt, já. Ég var búinn að gleyma því. jú, ég hefi nú ort svolítið, en ég er ósköp latur við þaðo.— En nú sýnist mér a Ævari, að hann vildi gjarnan fá að halda áfram að æfa sig undir að heilla ungfrúna. Nei, ég er auðvitað ekki að reka yður. Blessaðir verið þér, sitjið þér kyrr. Fáið ]jér yður vindil eða ciga- rettu, gjörið þér svo vel. Yður er velkom- ið að hlusta á, ef þér hafið einhverja ánægju af því. Eannske þer viljið líka svolítinn sjúss?" "Nei, þakka yður fyrir,- þakka jfður fyrir. En vindil skal ég þiggja., — takk" e Ég hinkra þó við augnablik. Vér setjcamst niður og kveikjum oss í vmdlum. Ævar og Gylfi halda áfram að æfa sig. SVAR VIB GREIN Há.LhDÓRS JaKOBSSOMR. Það gleður mig, að H.J. skuli svnra grein minni svona vel, svo að eg geti snúið mér að þeim atriðum, sem hann hreyf- ir við. Það er satt, að rökin gegn o koimnunismanum, sem ég kom fram með í grein- inni, voru ekki mörg, því að greinin var ætluð svo stutt, að það hefði verið ómögu- legt að nefna þótt ekki vaari nema nokkurn hluta af öllu því, sem menn hljóta að finna kommúnismanum til forattu. H.J., þú segir, að það sé afar hæpið að kalla einhvern sérstakan flokk eða stefnu erlenda, "því það má kalla hve.ða flokk hér sem væri og benda á annan flokk erlendis, hvar sem væri, sem heí'ir sömu stefnu í aðalatriðum". Það er að vísu satt að íhaldsflokkurinn, framsóknarflokk- urinn og bændaf lokkurinn her eiga sínar

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.