Alþýðublaðið - 01.11.1919, Side 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
Frá 1. nóvember er Felix Guðraundsson, Suðurgötu 6, umsjónar-
maður og gjaldkeri Goodtemplarahússins. Þeir, sem viðskifti hafa við
það, eru beðnir að snúa sér til hans. Heima kl. 5—6 e. h. á virkum
dögum. Sími 639. Húsnefndin.
heldur fund sunnud. 2. nóvember kl. 6 e. m. í G.-T.-húsinu. Fundar-
efni: Kaupgjald verkakvenna. Félagskonur beðnar að fjölmenna. Skorað
er á þær verkakonur, sem hafa ekki enn gengið í félagið, að gera það
á þessum fundi. Stjórnin.
Fnllnaðarsamþykt friðar-
samningsins.
Bonar Law segir að fullnaðar-
samþykt friðarsamninganna geti
dregist fram í febrúar.
Finme.
Frá París er símað að Banda-
ríkin neiti að ganga að uppá-
stungu ítala til lausnar á Fiume-
deilunni. Englendingar og Frakkar
reyna aÖ koma á samkomulagi.
Deilur í þýzha þinginu.
Frá Berlín er símað að áköf
deila hafi staðið í þýzka þinginu
milli hermálaráðherrans, meiri-
hlutajafnaðarmannsins Noske og
keisarasinna (íhaldsmanna).
Góður búskapur.
Kaupmannahafnarbær hefur 2
miljóna króna tekjuafgang á árs-
reikningi sínum, í stað áætlaðra
4 miljóna króna tekjuhalla.
(Jafnaðarmenn eru búnir að
vera í meiri hluta í nál. tvö ár,
og þrír af fimm borgarstjórum
Khafnar eru jafnaðarmenn.)
Hungrið.
Alþjóða Bandalagið gegn hung-
ursneyðinni heldur fund [í Lon-
don] á miðvikudag. Fimm þektir
menn úr Miðríkjunum taka þátt í
honum.
Slysið hjá Sameinaða.
Þess var getið í Alþýðublaðinu
í fyrradag, að maðurnokkur, Páll
Árnason, Hverfisgötu 64 hér í
bænum hafi slasast á afgreiðslu
Sameinaða.
Vlðtal við móður hans.
Vér gengum inn á Hverfisgötu
í gær og mæltumst til að fá að
fá að tala við Pál. Vér hittum
móður hans, sem er myndarleg
°g góðleg kona um sjötugt. Vér
spurðum um líðan Páls.
»Jú, hann er heldur skárri nú,
ekki sé hægt að segja neitt
ákveðið að svo stöddu; hnéskelin
er laus og fóturinn allur brákað-
ur um hnéð“. Konan sneri sér
undan til að hylja nokkur tár,
aem komu fram í augun.
„Hvernig atvikaðist þetta?"
„Þeir voru að vinna í afgreiðslu
Sameinaða og þá féll ullarballi
niður úr loftinu og lenti á Páli“.
„Verður nokkrum umkent?“
„Engum sérstökum, nema þessu
vanalega skeytingarleysi".
„Á sonur yðar fyrir konu eða
börnum að sjá?“
„Nei, hann býr hérna hjá okkur
foreldrum sínum, en er að öðru
leyti einhleypur".
Vér kvöddum konuna og þökk-
uðum henni upplýsingarnar.
Páll er meðlimur í Dagsbrún
og vinnur á eyrinni. Hefði hann
verið fjölskyldumaður, hefði þetta
sennilegast komið honum á sveit-
ina, eins og flestum þeim, sem
ekki hafa liggjandi fé í bönkum
eða útgerð. +
Sjálf8tjórn var stofnnð til
þess að vinna á móti alþýð-
unni. Með hverjnm eruþáþeir
menn, sem Sjálfstjórn er að
reyna að koma á þingi
Di daginn og veginn.
Alþýðublaðið kemur fyrst um
sinn ekki út á sunnudögum.
Eigendur kindanna sem dráp-
ust í forinni við Brúarenda á
Grímstaðaholti eru Árni Jónsson
Grímsstöðum og Ágúst Eiríksson
Bergstaðastræti 34.
Botnskafa hafnarinnar sem
verið hefir að grafa vestur við
Örfiriseyjargranda í sumar, var
látin grafa í þrjá daga við hinn
fyrirhugaða hafnarbakka við Ing-
ólfsgarð, til þess að reyna hvernig
botninn væri þar. Fullnaðarreynsla
fékst ekki, því vegna smástreymis
var ekki hægt að grafa nógu
djúpt, en reynt mun aftur núna
í stórstreymið. Vélin er nú aftur
að grafa vestan til á höfninni.
Morgunblaðið segir þær fréttir
að dálítið ólag hafi undanfarna
daga verið á útburði þess. Þetta
mun ekki hafa komið flatt upp á
neinn.
Þingmálafunður er haldinn í
Hafnarfirði í kvöld kl. 7.
€jtirhermur.
Sumir alþýðumenn halda, að
það sé sjálfsagt, að lasta hina
ötulustu og ósérhlífnustu braut-
ryðjendur alþýðustefnunnar liér í
landi, bara af því, að yfirboðarar
þeirra láta ekkert færi ónotað til
þess að sverta þá. Þessum al-
þýðumönnum er farið eins og
skóladrengjunum, sem hlægja að
því er kennarinn hæðist að vit-
leysu sem einhver bekkjarbræðra
þeirra hefir sagt. Þeir vita vel, að
næst getur röðin komið að þeim,
en þeir hlægja af því að kennar-
inn lítur kankvís í kringum sig
og brosir.
Kvásir.