Norðurland - 12.11.1976, Qupperneq 2
Kennarar Glerárskóla:
Tal menntamálaráðherra
verkar eins og klámhögg
Kennarar í Glerárskóla sendu
fjölmiðlum til birtingar eftir-
farandi ályktun af fundi sín-
um í kennaraverkfallinu sl.
mánudag:
1. í dag gengur kennara-
stéttin í grunnskólum lands-
ins fram til samstilltrar bar-
áttu.
Kennarar hafa sýnt það á
undangengnum árum að þeir
eru seinþreyttir til vandræða,
en svo má brýna deigt járn
að bíti.
Tal menntamálaráðherra
um löglausa baráttu stéttar-
innar verkar eins og klám-
högg, þegar þess er gætt að
hann hefur sýnt lítinn skiln-
ing og ekkert framtak til að
koma til móts við stétt okk-
ar. í stað þess að ganga heiðar
lega til samninga við okkur
hefur ríkisvaldið beitt fyrir
sig ósvífinni samninganefnd
og hlutdrægum kjaradómi æ
ofan í æ. Árangurinn þekkja
allir. Menntamálaráðherra
ætti a. m. k. að skilja það öðr
um fremur að það er ekki
menntun og menningu þjóð-
arinnar til framdráttar að láta
kennarastéttina troðast undir
í launa- og kjaramálum.
Landsföðurlegt tal æðstu
valdsmanna þjóðarinnar um
erfiða tíma og litla greiðslu-
getu verkar ekki sannfærandi
þegar jafnframt gefur að líta
Borgarísjaki
við Dalvík
Dalvík, 9. nóv. — Stóran borg
arísjaka rak hér inná víkina
í síðustu viku og stendur nú
hér þannig að menn verða að
fara varlega á bátum eftir að
skyggja tekur. Áður hafði jak
inn strandað úti við Múla, en
klofnaði í tvennt og annar
hlutinn lenti hér, mitt á milli
Hríseyjar og lands. — Óttar.
Alþýðubandalagið:
að byrja
Fræðslunefnd Alþýðubanda-
lagsfélagsins á Akureyri mun
í vetur gangast fyrir leshring
í fræðikenningu sósíalismans
og sögu hinnar faglegu og
pólitísku verkalýðshreyfingar.
Farið verður í grundvallar-
atriði kenninga Marx um vinn
una og upphaf verkalýðshreyf
ingarinnar í fyrsta hluta les-
hringsins. Þeir sem hafa áhuga
á að taka þátt í þessu starfi
eru beðnir að mæta í félags-
heimilinu, Eiðsvallagötu 18,
nk. laugardag, 13. nóv., kl. 5.
(Frá fræðslunefnd.)
milljarðasóun fjármuna á öðr
um sviðum.
2. Með vaxandi ugg hefur
kennarastéttin fylgst með
framvindu kjara- og réttinda
mála sinna auk almennrar þró
unar í skólamálum.
3. Kennaraskólinn hefur á
undanförnum árum verið hafð
ur að leiksoppi misviturra
stjórnvalda og er nú aðeins að
hluta til fagskóli og útskrifar
orðið alltof fáa kennara. Það
ásamt hraksmánarlegum kjör-
um kennara veldur því að sí-
vaxandi fjöldi réttindalauss
fólks skipar nú kennarastöður
um allt land.
4. Handahófskennd vinnu-
brögð við röðun í launaflokka
vekja furðu og hneykslun. Eng
in önnur stétt, sem okkur er
kunnugt um, verður að sæta
því að langþjálfaðir menn með
tilskylda starfsmenntun séu
settir neðar í launastiga en ný
útskrifaðir viðvaningar í
starfsgreininni.
5. Það hlýtur einnig að telj-
ast misskilin hagsýni að gera
þannig við kennara að úr
stétt þeirra hrekist mikill
hluti þess fólks, sem mennt-
ast hefur og þjálfast til starfs
ins, þess starfs sem a. m. k. á
hátíðlegum stundum er talið
eitt hið þýðingarmesta og
vandasamasta, sem menn fást
við.
6. Það dugar skammt að
orna sér við drauma um glæsi
lega og fjölbreytta æðri mennt
un í þessu landi, ef valdsmenn
skortir andlega stærð til að
skilja og viðurkenna í verki
mikilvægi góðrar undirstöðu-
menntunar.
Saga Jónsdóttir setur Sabínu
ó svið.
Vetrargöngulandið illa
farið eftir hita og fok
Mývatnssveit, 11. nóv. Ein-
stök veðurblíða var hér í allt
sumar og haust, þurrkatíð, sól
og hiti, jafnvel um of, þannig
að tún spruttu ekki nógu vel
vegna þurrviðris og heyfeng-
ur er því ekki jafnmikill og
oft áður. En þótt hey séu ekki
mikil að vöxtum ættu þau að
vera mjög góð eftir slíka ein-
munatíð.
Þurrkurinn veldur því einn
ig að öræfin koma ekki nógu
vel undan sumri og hefur fok
og hiti unnið spjöll á landi.
Vegna þessa er nú komin upp
hálfgerð deila við sand-
græðslustjóra, sem mælst hef
ur til að ekki verði rekið í
vetrargöngu á mellendisöræfi
austur af Nýja hrauni að
Jökulsá, einsog stundað hefur
verið undanfarin ár. Margir
ráku þangað einnig ær eftir
göngur í haust og ætluðu að
h'afa fram í desember að
venju, en nú hefur verið sam-
þykkt að gróðurverndarnefnd
sveitarinnar fari á vettvang,
skoði landið og ákveði hvenær
verður rekið heim. Land þar
eystra er nú meira uppurið en
áður, bæði vegna veðurfars-
ins í sumar og vegna þess að
þarna er nú orðið miklu meira
beitt á sumrin en áður tíðk-
aðist.
í heildina var fé hér um
slóðir heldur rýrara til frá-
lags en undanfarin haust, þótt
á einstaka stað væri það eins
eða skárra. — Erlingur.
Sabína
frumsýnd í
næstu viku
Leikfélag Akureyrar frumsýn
ir í næstu viku, föstudaginn
19. nóv., nýtt íslenskt leikrit,
Sabínu, eftir Hafliða Magnús-
son frá Bíldudal.
Að sögn Eyvindar Erlends-
sonar er þetta skopleikur með
ádeilu eða ádeila með skopi,
hvort sem menn vilja kalla
það, og hefur einu sinni verið
sýndur áður, af Litla leik-
klúbbnum á ísafirði í fyrra-
vetur.
Leikstjóri Sabínu er Saga
Jónsdóttir og Ingimar Eydal
sér um tónlistina, en mikið af
söngvum er í leikritinu. Leik-
mynd er unnin af leikflokkn-
um undir yfirumsjón Hall-
mundar Kristinssonar. Með
hlutverk í leiknum fara þau
Þórir Steingrímsson, Heimir
Ingimarsson, Sigurveig Jóns-
dóttir, Kristjana Jónsdóttir,
Kristín Árdal, Gestur E. Jón-
asson, Aðalsteinn Bergdal, Ása
Jóhannsdóttir, Magnhildur
Gísladóttir og Áslaug Ásgeirs
dóttir. Lítil hljómsveit leikur
með undir stjórn Ingimars.
Aðsókn að fyrsta verkefni
LA á þessum vetri, Karlinum
í kassanum, hefur verið geysi-
mikil og hafa þegar verið 13
sýningar fyrir fullu húsi.
Um áramótin er ætlunin að
frumsýna barnaleikritið Ösku
busku undir leikstjórn Eyvind
ar Erlendssonar.
PISTILL VIKLIMIMAR:
Alþingismenn i kaldastríðsleik
Stundum þróast grunur manns upp í kenningu. Lengi hef-
ur mig grunað að þegjandi samkomulag ríki meðal þing-
manna allra flokka um það að verja vinnustað sinn, al-
þingi, með kappi þegar hætta er á að alþjóð rnissi trúna
á að þar ráðist nokkur þau mál sem einhverju gilda.
Þegar efnahagsvandinn stendur fyrir dyrum, — hann
hefur alltaf staðið þar einusinni á vetri síðan ég man
eftir mér, — þá er eins og alþingismenn eigi á hættu að
verða að hálfgerðu undri, og vita kannski ekki nema tak-
markað, að minnsta kosti margir, um það sem kraumar
í pottum seðlabankans, efnahagsstofnunar, framkvæmda-
stofnunarinnar, orkustofnunarinnar og hvað þær nú allar
heita. Þá grunar mann stundum, að alþingismennirnir,
þessi óskabörn sem þjóðin hefur valið sér til forystu, hafi
fátt til mála að leggja móti tölvum og skýrsluvélum allra
teknókratískra jóhannesa. Man ég þá tíð er efnahagsvandi
fyrir dyrum olli því að umræða um hundahald barst inn
á þing. Einnig man ég að stafsetningarkjaftæði verra og
heimskulegra en flest önnur málefnaumræða á þingi upp-
hófst þar eitt sinn er efnahagsvandinn stóð við dyrnar.
Mig var svona hálfpartinn farið að gruna að stafsetningar-
og hundahaldsumræða væri einhvers konar leikur sem
þingmenn færu í þegar svo mikilvæg mál ráðast að þeim
er ekld treyst fyrir þeim.
Nú er enn eitt stórmálið vakið upp til rifrildis á lög-
gjafarsamkomu íslendinga, — það þarf víst ekki að taka
það fram að efnahagsvandinn stendur grenjandi við dyrn-
ar og býst jafnvel til að brjóta þær inn. Það var því eink-
ar vel til fundið að hefja kaldastríðsumræðu um ferða-
frelsi til Bandaríkjanna og Sovétríkjanna meðan jóhann-
esar í orkuframkvæmda- og seðlastofnunum semja við
hollendinga og norðmenn um ál og kál.
Umræðan á alþingi hefur verið rakin í blöðum, það
var ömurleg lesning. Þingmenn mððgaðir í Bandaríkjun-
um, ferðafrelsi sendiherra skert í Sovétríkjunum, og loks
deildi allur þingheimur um það hvort heldur skyldi for-
dæma ferðafrelsissviftingu í austri eða vestri, hvort held-
ur bæri að leyfa ferðafrelsi frá löndum en til, hvort auð-
veldara væri fyrir alla íslendinga að fara til Sovét eða til
Bandaríkjanna. Svo fánýt sem umræðan öll var, nema
kannski til að minna á kaldastríðið, þá var þó merkilegt
hvað allir sem til máls tóku voru jákvæðir og fullir upp
af góðum vilja mannkyninu til handa. Enginn virtist hafa
minnsta grun um að fasismi er afar sterkt afl svo í
Bandaríkjunum sem í Sovétríkjunum, að logandi hræðsla
við að einhver hruggi við viðteknum skoðunum valdhafa
er það afl sem virðist standa á bak við her og ráðuneyti
þessara óhamingjusömu þjóða. Það er næstum grátlegt
að sjá íslenska þingmenn verða alveg steinhissa á því,
að bandarísk ráðuneyti skuli ekki bera þá á höndum sér
þótt skoðanir þeirra fari ekki saman, það er undarleg
krafa íslenskra þingmanna að sendiherra og fylgifólk hans
í Sovét skuli ekki hafa ferðafrelsi um þvert og endilangt
land milli iLadoga og Kyrrahafs.
En ergilegast er þó að vita til þess, að tíma íslenslcra
þjóðóskabarna slculi varið í þvílíkar selffölgelíheðer sem
allir vita um og enginn getur breytt, vafasamt hvort nokk-
ur vill breyta. Hefði verið einhver alvara í þessum kalda-
stríðsleik á alþingi hefði að minnstakosti komið fram svo
sem eins og ein ógnþrungin tillaga til úrbóta, mér dettur
nú kannski helst í hug að ísland setti viðskiptabann á
bæði Sovét og Bandaríkin svo lengi sem allir íslendingar
fá ekki að fara um öll Bandaríkin og sovétmenn eru að
pukrast á útskögum í sinni sveit. Hefði slík tillaga komið
fram hefði ég freistast til að trúa að hugur fylgdi máli og
leikurinn væri ekki settur á svið til að, eins og fyrr segir,
— breiða yfir þann skelfilega sannleik að stóru málin
ráðast án almennrar þátttöku alþingismanna. B. G.
2 — NORÐURLAND