Norðurland - 12.11.1976, Qupperneq 3
>
Aætlun hilaveitu fyrir Akureyri:
Fyrsta hverfið fær heita
vatnið strax næsta haust
Samkvæmt framkvæmdaáætlun fyrir hitaveitu á Akureyri er
gert ráö fyrir að fyrstu húsin í bænum verði tengd næsta haust
og verður það væntanlega Syðri brekkan og þar með sundlaugin
og skólarnir. Síðan verður dreifikerfið lagt áfram og er reiknað
með að framkvæmdum miðað við núverandi byggð ljúki árið
1980.
Aðalframkvæmdaár hita-
veitunnar verður 1978 sam-
kvæmt áætluninni og verður
þá ma. unnið við miðlunar-
geymana tvo, en annar þeirra
á að standa sunnan og ofan
við Elliheimilið, en hinn í Mið
húsaklöppum. Þetta aðalár,
1978, á að verja 700 — 800
miljónum króna til fram-
kvæmdanna, en 1977 400 —
500 miljónum. Árin 1979 og
1980 verður unnið við dreifi-
kerfið um bæinn og varið til
þess 400 — 500 miljónum 1979
og 200 — 300 miljónum 1980
ef áætlanir standast.
Það hefur komið í Ijós við
samanburð á kostnaði, að hag
kvæmara sýnist að aðveituæð
in verði lögð á lofti, einangruð
í blikkkápu en í stokk í jörðu.
Lögnin frá Laugalandi að miðl
unargeyminum við Elliheimil-
ið verður um 12 km löng.
Bæjarverkfræðingur Akur-
eyrar er nú á förum til útlanda
ásamt verkfræðingum þeirra
verkfræðiskrifstofa "em
hanna hitaveituna til að kynna
sér efni hitaveitulagna, helstu
nýjungar og reynslu. Væntan
lega verða framkvæmdir við
hitaveituna boðnar út.
Næsta sumar verður unnið
við aðveituæðina frá Lauga-
landi út til Akureyrar og að
byggingu dælustöðvarinnar á
Laugalandi.
Að því er fram kemur í
skýrslu frá Orkustofnun um
framhald vatnsöflunar fyrir
hitaveitu Akureyrar, sem lá
fyrir síðasta bæjarstjórnar-
fundi, mun einnig þurfa að
bora fleiri holur að Lauga-
landi, amk. eina, og verður
hún um 3000 metra djúp. Til
þess verður að fá Jötun, en
óvíst er hvenær hægt er að fá
hann frá Kröflu.
Þá leggja jarðfræðingar
Orkustofnunar til, að borhol-
urnar sem fyrir eru við Lauga
land verði hreinsaðar og lag-
færðar, ma. til að fá betri upp
lýsingar um vatnskerfið. Með-
alstór bor nægir til þess verks.
Loks telja þeir að bora þurfi
tvær 1600 metra djúpar holur
á Eyjafjarðarsvæðinu fjarri
syðra Laugalandssvæðinu í
von um að fá þar aukið vatns-
magn óháð vatnskerfum nú-
verandi borhola.
Það kemur fram, að Jarð-
borunardeild telur líkur á, að
boranir þessar geti farið fram
í vetur.
Úr sýningu Alþýðuleikhússins á Krummagulli, sem brátt verður
sýnd í Reykjavík samtímis Skollaleik.
Alþýðuleikhúsið sýnir í Reykjavik:
Skollaleíkur íær mjög góð-
ar undirtektir borgarbúa
Einar opnar sýningu
Einar Helgason, myndlista- og
íþróttakennari opnar mál-
verkasýningu í Iðnskólanum á
Akureyri í kvöld og sýnir þar
75 vatnslitamyndir, teikningar
og málverk.
Einar lauk á sínum tíma
námi úr Myndlista- og hand-
íðaskólanum og hefur kennt
myndlist í 23 ár. í stuttu við-
tali við „Norðurland“ sagðist
hann upphaflega hafa ætlað
að leggja þetta fyrir sig, en
komist að raun um, að það
væri ekki beinlínis lífvænlegt
og því tekið þann kostinn að
taka teiknikennarapróf. Með
kennslunni hefur hann þó
ekki mikinn tíma til eigin
myndlistariðkunar og hefur
því notað sumrin eftir megni.
Myndirnar á sýningunni
eru langflestar frá síðasta
sumri, bæði landslagsmyndir
frá Akureyri og nágrenni og
teikningar, en einnig er tölu-
vert af myndum frá Suðurnesj
um, sem Einar málaði er hann
dvaldist þar 1972.
Alþýðuleikhúsið er uin þessar
mundir í sýningarferð í
Reykjavík. Leikhúsið frum-
sýndi um miðjan október nýtt
leikrit eftir Böðvar Guðmunds
son er nefnist Skollaleikur.
Leiknum hefur verið afar
vel tekið og aðsókn verið góð.
uppselt hefur verið á allar sýn
ingarnar í Reykjavík. Gagn-
rýnendur hafa lokið upp ein-
um munni um ágæti verksins
og frammistöðu aðstandenda
sýningarinnar. Til marks um
það skulu hér tilfærð ummæli
eins þeirra, Heimis Pálssonar
í Vísi:
„Nú er það löngu vitað að
ekki nægir að flytja sannan
og góðan boðskap. Það þarf
meira til að hræra hjörtu okk-
ar en einasta ábendingu um
ranglæti. Hana verður að setja
fram á þann hátt að raunveru
lega vekji menn úr lífsgæða-
dvalanum. Það er þar sem skil
ur milli feigs og ófeigs. Og það
er áreiðanlegt, ef að einhverju
leyti má taka mark á viðbrögð
um leikhúsgesta á fimmtudags
kvöldið, að þessa framsetning
arleið höfðu höfundur og flytj
endur fundið. Með vel sömd-
um, fyndnum og hressilegum
texta, einföldum, en markviss-
um leikbröndurum og leik-
mynd, og sannfærandi, en með
vitaðri túlkun hittu þau beint
í mark.“
Anægjulegt er til þess að
vita að Alþýðuleikhúsið skuli
fá svo góðar viðtökur sem
raun ber vitni, því að með
þeim virðist vera að koma í
ljós að sú tilraun sem gerð
var með stofnun leikhússins
muni heppnast.
Krummagull, sem sýnt var
53 sinnum í vor, verður tekið
til sýninga í Reykjavík um
þessar mundir. Þannig verð-
ur leikhúsið með tvö ný ís-
lensk verk á fjölunum í einu,
sem bæði hafa fengið framúr-
skarandi viðtökur.
Ekki með í láglaunafundi
iiklar verklegar fram-
kvæmdir eru í Ólafsfirði
Miklar verklegar fram-
kvæmdir hafa verið í Olafs-
fjarðarbæ í sumar og atvinnu
ástand með eindæmum gott
framað þessu, en nú hefur at-
vinna dregist saman. Fiskirí
hjá togurunum hefur verið
lítið auk þess sem annar tog-
ari Ólafsfirðinga er nú í sigl-
ingu.
Eitt stærsta verkefni sem
Ólafsfjarðarbær hefur ráðist
í er gatnagerðin í sumar er
steyptar voru götur fyrir fram
an helstu fiskverkunarhúsin,
þ. e. hraðfrystihúsin bæði, og
framhald þess kafla aðalgöt-
unnar sem steyptur var fyrir
nokkrum árum. Einnig voru
götur undirbyggðar.
Hafin er smíði heilsugæslu-
stöðvar og elliheimilis og var
unnið við grunn og kjallara í
sumar og ætlunin að bjóða
verkið út í vetur, þannig að
húsið verði fokhelt fyrir næsta
haust.
Þá var unnið við verknáms-
álmu gagnfræðaskólans og var
unnið fyrir um 10 milljónir
króna, en þetta er lokaáfangi
skólans.
Ný íþróttamannvirki
Lokið hefur verið við gerð
knattspyrnuvallar og unnið er
við byggingu skíðastökkbraut
ar í svokölluðu Kleifarhorni.
Hafnargerð er stöðugt á dag
skrá og er það verkefni mikill
fjárhagslegur baggi fyrir lítið
sveitarfélag. Ný höfn var í
byggingu í nokkur ár og hef-
ur rýmt og bætt töluvert að-
stöðu stærri bátanna, en óleyst
ur er samt enn vandi togar-
anna, sem eiga erfitt með að
athafna sig í höfninni nema í
góðu veðri.
Of mikil vinna?
Atvinnuástand hefur verið
með eindæmum gott í sumar
og haust, jafnvel um of, þann-
ig að fólk hefur haft sáralít-
inn frítíma og börn og ungling
ar hafa unnið mikið við fram-
leiðsluna. Jafnhliða mikilli
vinnu hefur félagslíf verið
fremur dauft, helst eitthvað
um klúbbastarfsemi og kven-
félögin hafa verið nokkuð
hress. íþróttastarfsemi vetrar
ins er rétt að fara í gang.
Leikfélag Ólafsfjarðar hef-
ur nýverið ráðist í stóra fjár-
festingu, keypti ljósatæki fyr
ir á aðra milljón króna, svo
ljóst er, að ekki ætlar það að
leggja upp laupana. Það hef-
ur sýnt 1—2 leikrit á ári í sam
komuhúsi bæjarins. — Björn
Þór.
Starfsstúlknafélagið Sókn í
Reykjavík hefur boðað til
fundar láglaunafðlks á sunnu
daginn og verður hann haldinn
í Hreyfilshúsinu við Grensás-
veg og hefst kl. 2. Búist er við
mikilli þátttöku að því er Að-
alheiður Bjarnfreðsdóttir for-
maður Sóknar sagði Norður-
landi, þótt Verkamannasam-
bandið hafi hafnað að eiga að
ild að fundinum.
Láglaunafundurinn var á-
kveðinn á félagsfundi í Sókn
og þarmeð að bjóða Verka-
mannasambandiinu og öðrum
láglaunafélögum þátttöku, en
nú hefur stjórn Verkamanna-
sambandsins svarað neilcvætt
og segist telja eðlilegra, að
þegar boðað sé til slíks fundar
á félagssvæði þess, þá væru
það Dagsbrún og Framsókn
sem fyrir honum stæðu. Segir
stjórnin bæði þessi félög ætla
að efna til félagsfunda á næst
unni um málefni ASÍ og leggur
áherslu á náið samstarf við
sambandið. Hinsvegar muni
stjórnarmenn sækja fundinn
ef Sókn efnir til hans eigi að
síður.
TILKYNNIIMG
frá Félagsmálastofnun
Akureyrar
Samkvæmt lögum nr. 53 frá 1966 er daggæsla
barna á einkaheimilum háð eftirliti barnaverndar-
nefndar.
Til að auðvelda að þetta lögskipaða eftirlit komist
á hér á Akureyri eru allir þeir, sem hafa börn í
daggæslu á heimilum sínum og þiggja gjald fyrir,
beðnir að tilkynna það til Félagsmálastofnunar.
Félagsmálastofnun Akureyrar
sími 21000
NORÐURLAND — 3