Norðurland - 12.11.1976, Síða 6

Norðurland - 12.11.1976, Síða 6
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi: IIMDREGIIM ANDSTAÐA Undirritaðir stjórnarmenn SUNN og fulltrúar þess í Eyjafirði, lýsa yfir eindreg- inni andstöðu við fram komnar hugmyndir um bygg ingu álbræðslu við Eyja- fjörð, og láta í ljós furðu sína á þeim undirbúningi, sem nú virðist vera í gangi þaraðlútandi, án þess að við komandi aðilar hafi fjallað um málið. Frá sjónarhóli umhverfis- verndar er vart hægt að hugsa sér óhentugri stað fyr ir slíkt iðjuver. Landslagi og veðurfari í Eyjafirði er þann ig háttað, að dreifing úr- gangsefna frá álveri yrði mjög hæg, og mikil hætta á að efnin safnist fyrir í loft- inu. Svipað gildir einnig um mengunarefni, sem skolað yrði í sjóinn. Gróðursæld héraðsins og framúrskarandi ræktunar- skilyrði gera tjón af völdum mengunar tilfinnanlegra í Eyjafirði en víðast annars- staðar. f Eyjafirði hefur orðið stöðug og fjölþætt atvinnu- þróun, grundvölluð á þeim verðmætum, sem landið og sjórinn gefa af sér. Með til- komu álvers er hætt við að þessi heillavænlega þróUn rofnaði en jafnvægisleysi kæmi. í staðinn, sem leitt gæti af sér ýmis félagsleg vandamál. Með áframhaldandi und- irbúningi að stofnun álvers í Eyjafirði eru líkur til að það festist hér í sessi, svo yfirvöld eigi ekki annars úr- kostar en samþykkja bygg- ingu þess. Þessvegna er því mótmælt, að fyrirhugaðar umhverfisrannsóknir vegna álversins verði einskorðaðar við Eyjafjörð. Stjórn og varastjórn SUNN: Árni Sigurðsson, Blönduósi, Bjarni E. Guð- leifsson, Akureyri, Helga Ólafsdóttir, Höllustöðum, Helgi Hallgrímsson, Víkur- bakka, Hjörtur E. Þórarins- son, Tjörn, Jóhannes Sig- valdason, Akureyri, Sigurð- ur Jónsson, Yztafelli, Sigurð ur Þórisson, Grænavatni. Fulltrúar SUNN í Eyjaf.: Angantýr H. Hjálmarsson, Hrafnagili, Kristján Rögn- valdsson, Akureyri, Svan- hildur Eggertsdóttir, Holts- seli. Eykur ójafnvægi i byggðinni Samþykkt SUNN um ál- ver við Eyjafjörð fylgir löng greinargerð, sem þegar hef- ur birst í heild í dagblöðum (Þjóðviljinn 22. okt.), en þar er rakinn aðdragandi imáls- ins og m. a. bent á, að ekk- ert samráð hefur verið haft við viðkomandi jarðeigend- ur, sveitarstjórn né sýslu- nefnd Eyjafjarðar. Ekki er vitað til að stjórnvöld hafi fjallað um málið, ekkert frv. um það hefur verið lagt fyr- ir alþingi og ekki hefur ver- ið leitað til náttúruverndar- ráðs eða heilbrigðiseftirlits- ins með umsögn. Minnt er á ályktun nátt- úruverndarþings 1975 um samráð við hlutaðeigandi að ila og rannsóknir áður en teknar eru ákvarðanir um stofnun iðjuvers á ákveðnum stað og lýst mengunarhættu frá álverum. Lýst er náttúru skilyrðum í Eyjafirði, lands- lagi, veðurfari, gróðri og sjávarlífi og minnt á, að hér eru nú framleidd um 20% af allri mjólk og mjólkur- vörum í landinu og allt að 7% kjötframleiðslunnar auk þess sem héðan kemur veru legur hluti af þeim kartöfl- um sem ræktaðar eru í land- inu. Síðast en ekki síst taka SUNN til meðferðar félags- leg áhrif álbræðslu og telja, að með tilkomu hennar sé hætt við að vinnuafl dragist frá hefðbundnum atvinnu- greinum héraðsins, einkum landbúnaði og útgerð, sem gætu af þeim sökum átt í vök að verjast. Einnig mundi fólk laðast hingað frá þeim stöðum í nágrenninu, sem hafa veikast atvinnulíf og yrði það enn til að auka ójafnvægi í byggðinni. Auk félagslegrar röskunar er að lokum bent á þann möguleika að slík verk- smiðja hætti skyndilega störf um vegna breytinga á mark- aði, framleiðslutækni osfrv., en samdráttarvandamál af því tagi höfum við þegar tal- andi dæmi um, sem eru síld arverksmiðjurnar á Hjalt- eyri og Dagverðareyri. Ekki hægt að útifoka mengun Helstu niðurstöður grein- argerðar SUNN eru eftir- farandi: 1. Sá undirbúningur, sem nú er í gangi, um að koma á fót álveri í Eyjafirði er næsta furðulegur og óviðeig andi, þar sem ekki hefur ver ið haft samráð við þá aðilja sem slíkt iðjuver snertir mest. 2. Þótt beitt sé fullkomn- ustu hreinsiaðferðum sem nú þekkjast er ekki hægt að úti loka mengun frá álverum. Árangursríkasta lofthreins- un þýðir vanalega töluverða sjávarmengun, sem getur reynst álíka hættuleg. Við bilun í hreinsibúnaði marg- faldast mengunarhættan. 3. Veðurfar í Eyjafirði mótast mjög af landslagi og ctaðháttum, en því er þannig háttað, að hætta er á hægri dreifingu og jafnvel á sam- söfnun mengunarefna í lofti. Svipað gildir og um sjávar- mengun í Eyjafirði. 4. Jafnvel hin minnsta loft mengun gæti haft alvarlegar afleiðingar í Eyjafirði vegna þess ríkulega gróðurs, sem þar vex, villtur eða ræktað- ur, og verulegur hluti af landbúnaðarframleiðslu ís- lendinga byggist á. 5. Sú rótfesta sem ein- kennt hefur mannfélagið við Eyjafjörð hlýtur að vera í hættu ef þar yrði byggt ál- ver, og líða myndi langur tími þar til jafnvægi kæm- ist á að"nýju. Sértímar í sundi og leikskólapláss Kjörbúðir KEA Notið endurskins- merki / skammdeginu Kjörbúðir KEA fyrir þroskaheft börn Deild úr „Foreldrasamtökum barna með sérþarfir“ tók ný- lega til starfa á Akureyri og er tilgangurinn með stofnun deildarinnar að koma því til leiðar, að betur verði sinnt en hingað til þörfum þroska- heftra barna í bænum. Að sögn Guðríðar Bergvins dóttur, sem sæti á í stjórn deildarinnar, hafa viðkomandi aðilar bæjarins, sem leitað hefur verið til, tekið erindi foreldrasamtakanna vel og hefur td. þegar fengist sértimi fyrir börnin í sundlaug bæjar ins og viðurkennd föst pláss á leikskólum fyrir fimm þeirra. Þá hafa 3 börn verið tekin í reynslukennslu, tvö í sein- þroskadeild Barnaskóla Akur eyrar og eitt í forskóladeild Oddeyrarskóla. Einn drengur hefur fengið vinnu hálfan dag inn í Iðunni og stundar auk þess lestrarnám hjá Hirti Jóns syni. Að frumkvæði foreldrasam- takanna fóru tvær fóstrur og ein starfsstúlka dagheimil- anna í vikuferð til Reykjavík- ur á vegum Félagsmálastofn- unar bæjarins til að kynna sér starfsemina í Kjarvalshúsi, þar sem nú er rekinn nk. leik skóli fyrir fjölfötluð börn, og meðferð slíkra barna. Að því er fram kom á stofn fundi Akureyrardeildar „For- eldrasamtaka barna með sér- þarfir“ eiga þessi börn sam- kvæmt landslögum að njóta sömu réttinda og önnur börn, en hafa í reynd orðið útundan að verulegu leyti. Aðaltilgang ur samtakanna er að aðstaða til líkamlegrar og andlegrar þjálfunar fyrir þroskaheft börn verði stóraukin, þar sem ljóst er, að hefjist þjálfun nógu snemma er hægt að hjálpa börnunum mjög mikið. Þau þurfa að fá daglega þjálf- un kunnáttufólks, en flest barnanna fá nú ekki aðra þjálf un en þá sem aðstandendur þeirra reyna að láta í té af takmarkaðri þekkingu og stundum með ömurlegum af- leiðingum fyrir börnin. Enn- fremur er tilgangur samtak- anna að tryggja félagslegt jafnrétti barnanna og foreldra þeirra til jafns við aðra þegna í þjóðfélaginu. í stjórn Akureyrardeildar- innar eru þau Guðríður Berg- vinsdóttir, Baldur Ragnars- son, Jón E. Aspar, Sigurður Kristinsson og Sigþór Bjarna- son. Enn eru ekki í samtökun- um nema foreldrar fárra þroskaheftra barna á Akur- eyri, en Guðríður sagði mjög æskilegt að fleiri foreldrar í sömu sporum kæmu til sam- starfs og gætu þeir snúið sér til hvaða stjórnarmanns sem væri. Dalvíkingar fá nýja fogarann um áramótin Þrjár stórbyggingar í smíðum auk einkahúsnæðis Nýr togari bætist væntanlega í fiskiskipaflota Dalvíkur um eða uppúr áramótum, en nú er unnið að innréttingum í honum í Slippstöðinni á Akur eyri. Skrokkur skipsins var keypt ur í Noregi og dreginn hingað, að því er Björgvin Jónsson for maður Útgerðarfélags Dalvík- ur sagði fréttamanni „Norður lands“, og átti togarinn upp- haflega að vera tilbúinn í byrjun október, en er nú lof- að um áramót. Ástæðan fyrir töfinni er að staðið hefur á fé úr fjárfestingarsjóði og varð stöðin því að setja menn í önn ur verk, sendi t. d. marga menn til vinnu við Kröflu í sumar, en í haust var aftur farið að vinna af krafti í stöð- inni. Togari útgerðarfélagsins „Björgvin11 (rúml. 400 lesta) hefur aflað mjög vel á þessu ári eða um 2900 tonn frá ára- mótum. Rækjubátarnir tveir, sem Söltunarfélag Dalvíkur keypti í sumar, hafa ekki farið á sjó undanfarinn mánuð vegna veðurs og því verið lítil vinna í rækjunni að undanförnu, að sögn Jóhanns Antonssonar stjórnarformanns Söltunarfé- lagsins. En meðan gaf voru þeir aðallega úti við Kolbeins- ey og unnu að jafnaði 15 manns á vakt í rækjunni, þar af margt í hálfsdagsvinnu, auk þeirra 10 sem eru á bát- unum. Rækjubátarnir eru Dalborg 62 tonna og Arnarborg 105 tonna — gamla Eldingin, — sem var höfð til þjónustu við síldveiðiskipin á sínum tíma. Þeir voru keyptir í júlílok þegar allt útlit var fyrir, að enginn mundi annars gera út á rækjuna. Rífandi vinna hefur verið á Dalvík, ekki síst við bygginga framkvæmdir, en hér eru nú þrjár stórar byggingar í smíð- um auk einkahúsnæðis, lækna miðstöð, elliheimili og stjórn- sýslumiðstöð, sem á að rúma bæjarskrifstofur, sparisjóð og fleira. — Óttar. Frumsýning í aðsigi og árshátíðar hafnar Húsavík, 10. nóv. — Leikfélag Húsavíkur hefur að undan- förnu æft leikritið „Indíána- leikur“ og verður það frum- sýnt um miðjan nóvember. Árshátíðar eru byrjaðar. Fiskiðjuverið hélt árshátíð fyr ir sitt starfsfólk fyrst, síðan hafa Framsóknarfélag Húsa- víkur og Sjálfstæðisfélag Húsa víkur haldið árshátíðir og kem ur nú hver af annarri næstu vikur og mánuði. Barna- og gagnfræðaskóli hófust hér í byrjun september og forskóli iðnskóla stendur yfir. Þá er hér nú haldið nám- skeið fyrir lögreglu og einnig námskeið í meðferð þunga- viimuvéla. — Snær. 6 — NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.