Norðurland - 12.11.1976, Side 8

Norðurland - 12.11.1976, Side 8
NORÐURLAND Föstudagur 12. nóv. 1976 MALGAGN SOSIALISTA í NORÐURLANDSKJÖR- DÆMI EYSTRA Húsavík: IViikið byggt í sumar og haust Raforkuverðið frá Norðurlandsvirkjun: IVtargfalt hærra en sunnanlands Miklar byggingaframkvæmdir hafa verið á Húsavík að und- anförnu bæði hvað varðar hús byggingar og gatnagerð. Tíðarfar til landsins hefur verið hagstætt til þessa, þótt brugðið hafi til hins verra síð- ustu daga, og hefur bygginga- vinna gengið sem á sumar- degi. Lokið er við að steypa 400 metra kafla af aðalgötu bæjarins til viðbótar því sem Iðja andvíg hyggingu álvars við Eyjafjörð Á fundi Iðju um síðustu helgi var samþykkt eftir- farandi ályktun um álver við Eyjafjörð: „Almennur fundur hald- inn í Iðju, félagi verk- smiðjufólks á Akureyri, 7. nóv. 1976, lýsir sig alger- lega andvígan þeim hug- myndum, sem fram hafa komið um byggingu álvers við Eyjafjörð. Bendir fundurinn á þá miklu mengunarhættu, sem s'líkri byggingu er samfara vegna jarðargróðurs og sjávarlífs. Þá vill fundurinn enn- fremur benda á, að sala á raforku til álversins langt undir framleiðslukostnaði, svo sem dæmin sýna á sölu rafmagns til Álversins í Straumsvík, þýðir í reynd að almenningur þarf að greiða raforku til heimilis- nota á margföldu verði. Virðist augljóst að íslend- ingar hafi nóg annað með fjármuni sína að gera en að framleiða ódýrt rafmagn í þágu útlendinga.“ áður hafði þar verið gert. Þá hafa einnig verið steyptir nokkur hundruð metrar af gangstéttum. Byrjað er á byggingu dval- arheimilis fyrir aldraða og áætlað að ljúka fyrsta áfang- anum, sem er kjallari, fyrir áramót. Haldið er áfram fram kvæmdum við barnadagheim- ili og verður það gert fokhelt á þessu ári. Byggður hefur ver ið annar áfangi gagnfræðaskól ans og er hann kominn undir þak. Tíu íbúða fjölbýlishús var byggt hér í sumar og telst fok helt. Þá var nýlega flutt inn í 5 íbúðir í öðru fjölbýlishúsi. Nokkur einbýlishús eru einn- ig í smíðum. Tvær steypustöðvar eru hér starfandi. Önnur var sett á stofn fyrir nokkrum árum, en hin hóf starfsemi um mitt sum ar. — Snær. Gauti Arnþórs son skipaður dósent við HÍ Gauti Arnþórsson, yfirlæknir Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri, hefur verið skipaður dósent í almennum handlækn ingum við Háskóla Islands frá og með áramótum. Skipaður ufibusstjori Magnús Gíslason hefur verið ráðinn útibússtjóri Lands- bankans á Akureyri með sam þykkt bankaráðs. Magnús hef ur starfað við bankann frá 1953, verið bókari útibúsins um langt skeið og gegnt störf- um útibússtjóra frá 1975. Það er nú komið á daginn sem marga grunaði, að verð rafork unnar frá Kröflu verður marg falt hærra en frá öðrum virkj - unum í Iandinu Þetta kemur fram í nýrri skýrslu eða úttekt frá iðnaðar ráðuneytinu og Framkvæmda stofnun ríkisins, áætlana- deild, sem „Norðurlandi“ hef ur borist. Þar segir, að miðað við að lánin vegna ICröflu- virkjunar verði til 7 ára og með 9.5% vöxtum megi gera ráð fyrir að framleiðsluverðið á raforku frá Norðurlands- virkjun verði á bilinu kr. 6.20 til 9.25 kílóvattstundin næstu fimm árin og fer munurinn eftir mismunandi markaðsað- stæðum, kr. 5.20 þannig mið- aðar við að Austurlandskerfi sé komið inná 1980. Verði lánin hinsvegar til 14 eða 15 ára og með 8 — 9.5% vöxtum lækkar verðið og má þá reikna með að það verði á bilinu kr. 4.50 til kr. 6.80 á kílóvattstundina miðað við sömu markaðsstærðir. Bæði dæmin eru um heild- söluverð, en til samanburðar kemur fram í skýrslunni að meðalverð Landsvirkjunar til almennra nota í heildsölu var á síðasta ári kr. 2.80 á kílóvatt stund, en meðalheildsöluverð allrar sölu var kr. 1.15 á kíló- vattstund (þarna kemur til frá dráttar í heildinni smánarlega lágt verð á rafmagni til ál- bræðslunnar í Straumsvík). Norðlendingar geta sam- kvæmt þessu átt von á að raf- orkuverðið verði allt að átt- falt hærra á Norðurlandi en sunnanlands, ef ekki verður þá gripið til jöfnunarverðs yfir allt landið. 43 atvinnu- iausir á skrá Um síðustu mánaðamót voru 43 skráðir atvinnulausir á Akureyri, 16 karlar og 27 konur. I október voru skráðir 224 atvinnuleysisdagar. Fjöhnenni í fertugs- afmæli Sannkallaður baráttuandi var ríkjandi í afmælis- veislu Þjóðviljans 31. októ- ber sl., en þann dag voru liðin 40 ár frá því að Þjóð- viljinn hóf göngu sína. Á þessum tímamótum flutti Þjóðviljinn í nýtt og glæsi- legt hús við Síðumúla, sem komið hefur verið upp með fjárstuðningi fylgismanna og velunnara blaðsins um allt land. Um 2000 manns kom í fertugsafmælið til að fagna þessum tímamótum og þeim áfanga sem náðst hef ur. Afmælið var haldið í nýja húsinu og gafst fólki þar kærkomið tækifæri til að skoða þessa byggingu, sem það hefur komið upp og um leið til að ræða við kunningja og samherja, unga og aldna. Myndin hér að ofan var tekin í afmælinu og sýnir Svavar Gestsson ritstjóra bjóða gesti velkomna. kennarastarfíö eftir- Gera verður sóknarvert Kennarar við barnaskóla um land allt lögðu niður vinnu síðastl. mánudag og héldu þess í stað fundi um kjaramál og stöðu kennarastéttarinnar. Barnakennarar á Akureyri tóku þátt í þessum aðgerðum og birtist ályktun kennarafundar Glerár- skóla á öðrum stað í blaðinu í dag. Ástæðan fyrir ákvörðun kennaranna er annarsvegar sú almenna óánægja sem ríkir meðal opinberra starfsmanna með kaup og kjör og fram kom á þingi BSRB fyrir skömmu og hinsvegar það sérstaka órétt- læti sem barnakennarar eiga við að búa í launamálum. M. a. er þeim kennurum grunn skólans sem kenna 12 ára börnum og yngri ætlað að kenna 4 stundum lengur á viku fyrir sömu laun en þeim kennurum sem kenna 13—15 ára nemendum í sama skóla. Þar að auklfá barnakennarar 10% lægra álag á yfirvinnu. Munurinn á kaupinu innan eins og sama skóla getur num ið uþb. 200 þús. kr. á ári. Eins og gefur að skilja eru menn ekkert ánægðir með þessa afstöðu og mat ríkis- valdsins á störfum kennara. En þessi afstaða yfirvalda til kennarastéttarinnar og sú óvirðing sem í henni felst birt ist á fleiri sviðum. Það er td. harla ólíklegt að ríkisvaldið ætli nokkurri stétt eða starfs- hópi þann aumingjaskap að gefa eftir hlunnindi eða áunn in réttindi sem einu sinni eru fengin, nema kennarastétt- inni. En svo hefur verið að málum staðið að frítími kenn ara minnkar um 7.6 daga á ári skv. nýjum reglum — og það eiga kennarar að bera bóta- laust. En nú bendir margt til þess, þám. þetta verkfall, að kennarar láti ekki bjóða sér öllu lengur, að með þá sé far- ið eins og annars flokks eða þriðja flokks starfshóp. Aðgerðir á Akureyri Hér á Akureyri lögðu kenn arar niður vinnu í öllum barna skólunum og ennfremur kenn arar í unglingadeildum þar sem þær eru. Ræddu þeir kjör sín og gerðu ályktanir um þau mál. Helstu kröfurnar voru þær, að kennarapróf frá gamla kennaraskólanum, sem á sín- um tíma var hæsta kennara- próf sem hægt var að taka, verði metið jafnt og próf frá Kennaraháskólanum nýja. Þá var þess og krafist, að ríkis- valdið gerði svo vel við kenn- ara í launum, að þeir héldust í þeim störfum sem þeir eru menntaðir til, en leituðu ekki út á hinn almenna vinnumark að, þar sem kjörin væru mun betri. Bent var á, að í öðrum starfsgreinum væri ekki ráðið réttindalaust fólk þótt fólk með réttindi vantaði, tam. dytti engum í hug að ráða ein- hvern hómópata í læknislaust hérað. Að því er varðar skóla- málin líti þetta öðruvísi út: Ríkið skýtur sér undan að tak ast á við vandann með því að ráða fjöldann allan af rétt- indalausu fólki í kennarastöð- ur. Eina leiðin til að tryggja nóg framboð af fólki með kennararéttindi og þar með betra skólahald er sú að gera svo vel við kennarastéttina í launum og starfsaðstöðu, að kennarastarfið verði eftirsókn arvert. — Þ.

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.