Norðurland - 10.12.1976, Síða 2

Norðurland - 10.12.1976, Síða 2
ARIMÓR KRI8TJÁN8SOIVI MIWIMIIXIG Á laugardag, 11. desember, kveðja húsvíkingar Arnór Kristjánsson hinstu kveðju. Þá líta félagar í verkalýðs- hreyfingunni til baka og minn ast þess mikla starfs sem hann á langri ævi helgaði samtök- um alþýðu. Starfs, sem slíkur hugur fylgdi og slik órofa tryggð að fátítt er, ef ekki einsdæmi. Arnór fæddist í Holti í Húsavík 2. júní árið 1900, son ur hjónanna Þuríðar Björns- dóttur og Kristjáns Sigur- geirsson'ar. Þeim hjónum bætt ist ekki einn sonur þennan júnidag, heldur tveir. Hinn hét Kári, dáinn fyrir alllöngu. Drengirnir fæddust löngu fyrir tímann og má nærri geta hversu reynt hefur á um- hyggju foreldranna að annast hvítvoðungana sína. Ég veit að þau stóðu efcki ein í þeirri baráttu heldur var það sú al- þýðutrygging sem til var í landinu sem hér kom til' skjal anna. Það voru hinir hjálp- fúsu nágrannar. Oft hafa líkn arhendur þeirra komið til hjálpar á örlagastundu. Dreng irnir komust á legg og ólust upp í systkina'hópi. Arnór þurfti snemma að taka til höndum og vann öll algeng störf á sjó og landi þeg ar hann kornst á legg. Leið hans lá meðal annars til Siglu fjarðar og þar kynntist hann sínum góða lífsförunaut, Guð- rúnu Magnúsdóttur frá Súða- vík. Þau giftu sig 30. maí 1925 og stofnuðu heimili á Húsavík. Það er fallegt á Húsavík á vorin. Þau höfðu ætlað að gifta sig á afmæli Arnórs 2. júní en lífsbaráttan leyfði það ekki. Hann þurfti að mæta í skip- rúm fyirir þann tíma. Börnin urðu fimm er fram liðu stundir. Þau eru: Sigríð- ur Matfhildur, Benóný, Her- dis, Kári og Hörður, allt ágæt isfólk, og hafa aukið kyn sitt eins og vera ber. Þau hjónin, Arnór og Guð- rún, gátu litið yfir þrjár kyn- slóðir afkomenda sinna. Mikil er sú breyting, sem varð um daga Arnórs á öllu mannlífi á landi hér. Fólkið sem mundi „hin löngu mjólk- urlausu miðsvetrardægur", sá lífskjörin breytast í það horf að nú eru íslendingar taildir þriðju mestu mjólkurþambar- ar í heimi. Þessu líkt hefur gerst á öðrum sviðum einnig, ekki S'íst að því er varðar lífs- kjör launafólks í landinu. Ekkert hefur þó komið af sjálfu sér í þeim efnum. Verkalýðshhreyfingin varð til og vann sína stóru sigra, ger- breytti allri aðstöðu alþýðu hvort sem litið er til kjara- mála eða félagslegra réttinda. Hér var Arnór ekki áhorf- andi heldur þátttakandi og álltaf í fylkingarbrjósti eftir að fullorðinsaldri var náð. Verkamannafélag Húsavík- ur var stofnað 14. apríl 1911 og Verkakvennafélagið Von 28. apríl 1918. Þuríður, móð- ir Arnórs, var fyrsti formað- ur Vohar. Það var því engin tilviljun að Arnór varð sósíalisti og helgaði sig rétt- indamálum a'lþýðu. Hugsjón- ir verkalýðshreyfingarinnar voru samgrónar heimili for- eldran-na. „Sá er beztur sálar- gróður, sem að vex í skauti móður“. Ef rifja ætti upp störf Arn- órs í verkalýðshreyfingunni yrði það miki'll bálkur. Hann var formaður Vergamannafé- lags Húsavikur í 9 ár og ann- að er í rauninni óþarfi að tí- unda því eins og áður sagði stóð hann þar í fylkingar- brjósti ætíð eftir að hann varð fullorðinn. Vöku sinni hélt hann alltaf, varð aldrei sinnu- laus. Hann sem þefckti svo vel al'la baráttuna sem leiddi til þeirra lífskjara sem nútíma- fólk hefur, gat ekki sætt sig við þá afstöðu margra í dag að líta ekki á sig sem raun- verulega þátttakendur í félög- unum en mæna þangað í stað- inn eftir kjarabótum sem komi af sjálfu sér. Ég veit að honum lfeiddist oft að finna sig tala fyrir daufum eyrum. Aldrei kom þó ti'l mál'a að leggja árar í bát. Eðliskost- irnir og tryggðin við göfugan mális'tað ýtt-u öllu slí'ku til hlið ar. Guðmundur Böðvarsson orti: Því draumur vor skal kljúfa hvern dimman nætursæ þó djásn vort heimti eilífð til að þróast. Og tilraun vor ti'l sigurs skal endurtakast æ þó aldaraðir verði að hverfa og sóast. Arnór lét til sín taka á Al- þýðusambandsþmgum í ára- raðir, oft með eftirminnileg- um hætti. Hann gat verið svo ótrúlfega orðheppinn og var l'íka sanngjarn í besta lagi. Ég, sem þessar línur rita, held að hann hafi a'ldrei verið formúlum'aður. Hann skildi með hjartanu og skildi vel, enda er silífct öllum kenning- um dýrmætara. Oft verður mér hugsað til hans þegar lærðir menn eru að velta sér í formúlum en gleyma kannske að hlusta á rödd hjarta sins. Mörg þing sat Arnór hjá Sósíali'stafl'okknum og gustaði þá stundum af hressilegri ræðumennsku hans. Oft voru reknir upp stórir hlátrar enda var eins og mönnum létti þeg ar Arnór steig þar í ræðustól. Hann átti svo létt með að ná sambandi við lifandi fólk. Þar gilti aldur einu. Kynslóðabil- ið var áldrei til í lífi hans. Ég man vel frá barnæsku minni þegar Arnór þurfti að kyssa mann og spurði um leið: „Hvað segir elskan hans Nóra.“ Ég veit lífca að þetta breyttist ekkert allt hans líf. Þau voru mörg börnin sem voru „e'lskan hans Nóra“. Ég man að mér þótti hann stund- um nökkuð mórauður á hök- unni enda brúkaði hann mik- ið tóbak. Þetta rifjast allt upp núna á kveðjustund. Margs fteira er að minnast. Við rerum á sjó saman í skip- rúmi hjá öðlingnum Þormóði Kristjánssyni. Það var sein- asta sumar Arnórs á sjó. Þetta var 1959. Þá var mikið sungið á dekkinu og ævinlega byrjað á „Sjá hin ungborna tíð“. Það var okkar morgunsöngur. Hann bjó í næsta húsi og faðir minn var bróðir hans. Hann var því stór hluti af dag legu lífi mínu á meðan ég var í foreldrahúsum og lengur þó. Fyrir það allt skal nú þak'kað. Við söknum hans öll sem þekktum hann og vorum hon- um samtíða lengri eða skemmri tíma. Hátt yfir sökn- uðinn ber þó gleði og þakk- læti fyrir samfylgdina og kynnin. Margir munu um 'langa framtíð gleðjast yfir góðum minningum um Arnór Kristjánsson. Ég votta Guðrúnu og börn- um þeirra og afkomendum öll um mína dýpstu samúð. Megi þau ltengi sækja ýl í minning- ar um þennan góða mann. Sigurður Pálsson. PISTILL VIKIJNIMAR: Fram, þjáðir menn Nýafstaðið Alþýðusambandsþing kom af stað dálitlum taugatitringi hjá íhaldi og framsókn sem vonlegt er, enda var þar rösklega ályktað um marga hluti. Það er aug- ljóst, að mönnum er farið að leiðast að hafa ósvífna kjaraskerðingastjórn yfir sér. Þegar þing alþýöusamtak- anna í landinu ályktar, að hún eigi að segja af sér er sól hennar farin að halla í vesturátt svo um munar. Þing- ið samþykkti ennfremur að hefja mikla sókn í kjara- baráttunni og mun því burgeisaliðið, sem jafnan hleypur í spik í hallæri, bráðlega fá smjörþefinn af því að hafa sameinað vald fólksins á móti sér. Má vera, að ólarnar verði þá hertar með öðrum hætti en tíðkast hefur nú um stund. Burgeisarnir og ýmsir halakleprar þeirra hafa nú við orð, að völd verkalýöshreyfingarinnar séu alltof mikil, en ríkisvaldið sé veikt. „Þrýstihópar“ taki sér það vald sem löggjafarsamkundunni beri. Er þetta yfirborðslega hugtak notað eftir kúnstum borgaralegra vísinda til að kortleggja hin ýmsu háþrýsti- og Iágþrýstisvæði í þjóð- félaginu. En pólitíska veðurfræðin dugar skammt til að átta sig á því sem máli skiptir í þjóðfélaginu: stéttaskipt- ingunni. Mörgum gengur erfiðlega að skilja, að skipting landsmanna í stéttir orsakar öll átök í samfélaginu. önn- ur stéttin á og stjórnar framleiðslutækjunum og vill ekki með góðu láta gróða- og forréttindaaðstöðu sína af hendi. Hin stéttin á einungis vinnuafl sitt til að selja. Það er því augljóst mál, að hlutlægir hagsmunir þessara hópa geta aldrei verið þeir sömu. Af þessum grunni rís síðan öll hin mikla pólitíska yfirbygging og af þessari framan- greindri ástæðu er barist um kaup og kjör og til þess eru verkalýðsfélög stofnuð. Þannig er þetta í raunveruleikan- um, en ekki bara í bókum um hann. Það munu borgarar vorir fá staðfest enn einu sinni áður en Iangir tímar líða. Þótt það sé með þessum hætti næsta augljóst þeim sem rýnir í innviði auðskipulagsins, hversu leysa má á rót- tækan máta flest hin erfiðustu vandamál samfélagsins, er því svo ekki farið um þorra manna. Það sýnir atkvæða- magn íhaldsflokka á öllum tímum. Enda þyrfti burgeisa- liðið ekki lengi að kemba hærurnar ef fólk almennt áttaði sig á því, að Sjálfstæðisflokkurinn er einungis stjórn- málaverktaki í þjónustu stéttarhagsmuna gróða- og for- réttindalýðs. Hitt er svo annað mál, að sundurvirkt vald auðsins sameinast ágætlega þegar um er að ræða að halda niðri ekki bara lífskjörum fólksins heldur líka almennri upplýsingu og skilningi á umhverfi sínu. Það sem nú hef- ur gerst er á hinn bóginn aukin innsýn almennings inní þetta samhengi milli pólitíkur ríkisstjórnarinnar og stétt- arhagsmuna forréttindalýðsins. Þetta vita veifiskatar bur- geisanna á alþingi og óttast nú verkalýðshreyfinguna meir en flest annað, því til lítils er orðaflaumurinn á alþingi þegar til kastanna kemur. Hið raunverulega vald liggur annarsstaðar hvað svo sem hinir „snarorðu snillingar“ og „þjóðkjörnu prúðmenni“ annars kunna að innbyrla sér í því efni. Það er tómt mál að tala um virðingu al- þingis meðan fámenn klíka auðmanna og embættis- manna túlkar þar hagsmuni mikils minnihluta þjóðar- innar. Vegur alþingis er því jafnan minnstur þegar aftur- haldið ræður þar lögum og lofum. Á Alþýðusambandsþinginu voru íhaldsþingmennirnir hreinsaðir út úr miðstjórn sambandsins og var það að vonum. Sjómenn höfðu skömmu áður gert svipaða hrein- gerningu í sínum samtökum og hlotið lof verkalýðssinna. Því auðvitað er það hneisa fyrir launafólk að hafa íhalds- menn í forsvari í samtökum sínum. Sérstaklega er það þó ósmekklegt, þegar um samtök láglaunafólks er að ræða eins og td. verslunarmanna og ber ekki gott vitni pólitískum eða stéttarlegum þroska viðkomandi. Er þess því nú að vænta að slíkir hópar launafólks láti sér for- dæmi ASÍ þings að kenningu verða og fjarlægi stuðnings- menn afturhaldsstjórnarinnar úr forystu sinna samtaka, minnugir hins fornkveðna, að „óvinar síns skyldi enginn maður vinar vinur vera“. Og ekki skyldu menn heldur kippa sér upp við kommúnistanafnbót frá málgögnum afturhaldsins sem á þeirra máli þýðir svo mikið sem öfga- maður og varmenni. Við vitum betur. Því vart mundi geta göfugri hóp íslendinga ef hann væri kominn í einn stað niður en einmitt þann sem Morgunblaðið hefur nefnt kommúnista síðan blaðið komst yfir það hugtak. Hitt vitum við líka, að það gildir meira um kommúnsta en aðra menn, að það eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Þ. 2 — NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.