Norðurland - 10.12.1976, Blaðsíða 3
Þingeyincfar:
Sameignarfélag
um elliheimilið
Bygging dvalarheimilis aldr-
aðra á Húsavík er hafin og
hafa sveitarfélög í héraðinu
4. stærsta
fyrirtækið
KEA er fjórða stærsta fyrir-
tæki landsins miðað við vinnu
aflsnotkun samkvæmt skýrsl-
um um slysatryggðar vinnu-
vikur. Þetta kemur fram í
skrá, sem gerð er af Guðmundi
Magnússyni prófessor og birt-
ist í Frjálsri verslun 8. tbl. þ.
árs. Skráin nær yfir 50 stærstu
atvinnurekendur 1975, en árið
1974 var KEA í 5. sæti. Sam-
kvæmt skránni eru tíu stærstu
fyrirtækin:
1. Póstur og sími, 2. SÍS, 3.
Flugleiðir, 4. KEA (með úti-
búum), 5. Eimskip, 6. íslenska
álfélagið, 7. Landsbankinn (án
útibúa), 8. Sláturfélag Suður-
lands, 9. Energoprojekt við Sig
öldu, 10. Mjólkursamsalan.
stofnað sameignarfélag um
byggingu og rekstur þess og
skipað sérstaka bygginga-
nefnd.
Þetta kom fram ma. á aðal-
fundi Styrktarfélags aldraðra
í Þingeyjarsýslu, 4. des. Fé-
lagið hefur beitt sér að undir
búningi dvalarheimilisins og
þegar lagt fram nokkurt fé til
byggingarinnar, sem því hef-
ur áskotnast með félagsgjöld-
um og gjöfum, en auk þess
stendur nú yfir sérstök fjár-
öflun í sama skyni.
Félagsmenn eru rúmlega
400 og stj'órn þess skipa nú
Þuríður Hermannsdóttir,
Húsavík, Óskar Sigtryggsson,
Reykjahverfi, Elín Aradóttir,
Reykjadal, Aðalbjörn Gunn-
laugsson, Axarfirði, og Ingi-
mundur Jónsson, Húsavík. í
varastjórn eru sr. Björn H.
Jónsson, Húsavík, Jóna Þórð-
ardóttir, Laxamýri, og Björn
Haraldsson, Kelduhverfi. —
Gíróreikningur félagsins er
nr. 21200.
Togarinn beið í 3 daga
Togarinn sem síðast landaði á
Ólafsfirði mátti fyrst liggja 3
sólarhringa við Hrísey, þar-
sem hann komst ekki inn í
höfnina.
Þetta er ekkert einsdæmi og
eru ólafsfirðingar orðnir lang
eygir eftir hafnarbótum með
betra lægi fyrir togarana og
télja Ólafsfjarðarhöfn hafa
orðið útundan, ékki sist með
tilliti til að hún er önnur
stærsta höfnin norðanlands
varðandi bolfisk.
Hafnarmálin eru stöðugt á
dagskrá hjá bæjarstjórn, sem
hefur nú breytt fyrirhugaðri
framkvæmdaröð hafnamála-
stjórnar og vill fyrst af öllu
fá lagfærðan lélegan grjót-
Varnargarð og lægi fyrir tog-
arana. Gert er ráð fyrir að
settar verði 30—40 milljónir í
Ólafsfjarðarhöfn. - Björn Þór.
Dagheimilinu á Raufar-
höfn hefur verið lokað
Dagheimilinu á Raufarhöfn
var lokað um síðustu mánaða
mót vegna húsnæðisleysis og
fjárskorts, en það hafði verið
rekið síðan sl. vor og dvöldust
þar um 22 börn.
Hætt er við, að þetta eigi
eftir að koma sér mjög illa í
vetur fyrir börn þeirra for-
eldra sem vinna úti, en lausn
er ekki fyrirsjáanleg í bráð.
Dagheimilið var rekið í skóla-
húsinu frá því í vor og þar til
hann tók til starfa í huast og
síðan í félagsheimilinu, en þar
stangaðist rekstur heimilisins
á við aðra starfsemi hússins
og reyndist hreppnum of dýr.
Engin vinna
Togarinn Rauðinúpur er í
viðgerð sem stendur og er þvi
engin vinna í frystihúsinu. En
hann er væntanlegur um
miðjan mánuð og verður þá
trúlega næg atvinna framað
jólum. Þessa dagana er hér
norðaná-tt og töluvert frost.
Nokkuð hefur snjóað. - Líney.
Stofnfundur
judodeildar Þórs
verður í íþróttahúsinu við Sundlaugina kl. 3 á
laugardaginn, 11. des.
Þeir sem hafa áhuga á að kynnast júdó mæti
stundvíslega.
Upplýsingar í síma 2-18-80
...............A ^
X
x
i
4
I
I
1
*
f
x
A
f
s
f
f
f
I
I
*
I
?
I
i
f
f
f
f
f
f
«$♦
±
x
x
❖
1
f
f
f
f
f
X
?
I
X
bækur
Jólabókaútgáfan á Akureyri:
Aldnir hafa áfram orð/ð
Bókaútgáfan Skjaldborg hef
ur sent frá sér þrjár bækur
fyrir þessi jól og ber þar
fyrst að nefna 5. bindi bóka-
flokksins Aldnir hafa orðið,
frásagnir, sem Erlingur
Davíðsson ritstjóri hefur
skráð eftir eldra fólki.
Alls eru þeir nú orðnir 35,
viðmælendur Erlings í bóka
flokknum, þaraf sjö í þess-
ari nýjustu bók: Guðjón
Hallgrímsson frá Marðar-
I. forstjóri SIS
Bókaforlag Odds Björns-
sonar sendir frá sér forvitni
léga bók eftir Pál H. Jóns-
son, Úr Djúpadal að Arnar-
hóli, og er þar komin saga
Hállgríms Kristinssonar,
fyrsta forstjóra Sambands-
ins, en nú er aldarafmæli
hans og er bókin gefin út í
samvinnu við SÍS. Frægðar-
ferill Hallgríms frá því að
hann var bóndi í Eyjafirði,
síðan framkvæmdastj. KEA
og loks forstjóri Sambands-
ins og ótrúlega mikil störf
hans í þágu samvinnuhreyf-
iingarinnar og þáttur í stjórn
málaþróun síns tíma, þar til
hann lést fyrir aldur fram
46 ára gamall, hefur orðið
mör’gum umræðuefni og þarf
ekki að efa að ófáa mun fýsa
að glugga í þá sögu, sem Páll
H. Jónsson frá Laugum hef-
ur hér fest á blað. Hann hef-
ur unnið að þessu verki lengi
og aflað gagna og heimilda
úr öllum áttum. Bókina
prýða margar myndir.
Ingibjörg enn
•x~x~x~x~:~x“x"x~:“x~x~x~x~x~x*»x“:~x»*x«*>' -x-x-x*
t
f
f
:
f
I
*
I
x
x
x
I
I
f
f
f
f
X
*
I
f
f
?
f
f
X
I
1
!
?
?
f
f
f
I
'4
4
4
I
4
f
i
f
f
f
f
f
f
f
f
f
X
X
X
f
V
V
♦•:—:—x—x—x—:—x—x—:—:*
núpi í Vatnsdal, Helgi urs Jónssonar bónda þar.
Símonarson fyrrum skóla- Þá eru komnar frá Skjald-
stjóri og bóndi á Þverá í borg tvær barnabækur, Eld-
Svarfaðardal, Jóhanna Gunn urinn í Útey, 9. bók Indriða
laugsdóttir húsmóðir á Akur Úlfssonar s'kólastjóra, og 6.
eyri, Óli Bjarnason sjómað- Kátu'bókin, Káta og fóst-
ur og sigmaður í Grímsey, bræðralagið, eftir Hildegard
Stefán HaTldórsson múr'ara- Diessel. Fyrri Kátu-bækurn
meistairi Akureyri, Tryggvi ar hafa notið vinsælda og er
Helgason fv. formaður Sjó- sú fyrsta uppseld. Sama má
mannafélags Eyjafjarðar og segja um bækur Indriða,
Þuríður Gísladóttir í Reyni- þrjár þeirra eru nú orðnar
hlíð við Mývatn, ekkja Pét- ófáanlegar.
Hoel
einsog þær fyrri um ástir og
örlög og gott og fallegt fólk.
Þessi heitir Bergljót. Fræki-
legt sjúkraflug heitir saga
handa börnum og ungling-
um eftir Ármann Kr. Ein-
arsson, 2. útgáfa, sem nú
kemur sem 9. bók í ritsafni
höfundar hjá forlaginu.
Að lokurn er komin frá
Bókaforlagi Odds Björnsson
ar Sikáldsaga norska rithöf-
undarins Siigurd Hoels, Upp-
gjörið, í þýðingu Gunnars
Kristinssonar, en margir
Þá gefur Bókaforlagið út telja þessa bók Hoels þá per
17. skáldsögu Ingibjargar sónulegustu og einlægustu
Sigurðardóttur, sem fjallar frá hans hendi.
Johann
Snorrason
sigurvegari
á haustmóti
Haustmóti Skákfélags Akur-
eyrar lauk á miðvikudag 8.
des. Þátttakendur voru 22.
Tefldar voru 7 umferðir eftir
Monradkerfi. Sigurvegari varð
Jóhann Snorrason með 5V2 v.
annar varð Jón Ingimarsson
einnig með 5V2 v., stig ráða
úrslitum. Röð efstu manna:
1. Jóhann Snorrason 5V2
2. Jón Ingimarsson 5V2
3. Haki Jóhannesson 5
4. Margeir Steingrímsson 5
5. Jón Björgvinsson 5 9
6. Stefán Ragnarsson 4V2
Deildarkeppnin
Um síðustu helgi fór sveit frá
Skákfél. Akureyrar til Reykja
víkur og tefldi við sveit frá
Taflfélagi Reykjavíkur og Tafl
félagi Hafnarfjarðar. í sveit-
inni voru: Halldór Jónsson,
Hreinn Hrafnsson, Jón Björg-
vinsson. Hólmgrímur Heiðreks
son, Gylfi Þórhallsson, Haki
Jóhannesson, Stefán Ragnars-
son og Margeir Steingrímsson.
Frammistaða Akureyringa var
var ágæt, fengu 3 vinninga
gegn 5 í keppni við Taflfélag
Reykjavíkur. Jón vann Hilmar
Karlsson, Gylfi vann Gylfa
Magnússon, jafntefli varð hjá
Hreini og Birni Þorsteinssyni
og Stefáni og Þresti Bachman.
Akureyringar fengu 4V2 gegn
3V2 í keppni við Hafnfirðinga.
í 2. deild kepptu sveitir frá
Vestmannaeyjum, Austfjörð-
um, Breiðafirði og Vestfjörð-
um. Vestfirðingar unnu með
miklum yfirburðum og tefla í
1. deild að ári.
Ungir
skákmenn
Gífurlegur skákáhugi hefur
gripið um sig meðal barna og
unglinga á Ólafsfirði og
stunda td. um 90% barna,
bæði strákar og stelpur, úr 4.,
5. og 6. bekk barnaskólans
ékákíþróttina af kappi og taka
þátt í flökkakeppni. Er tekið
eftir, að þar standa stelpurn-
ar sig ekki síður en skóla-
bræðurnir.
Frank Herlufsen, sem var
Norðurlandstmeistari í skák í
fyrra, stjómar skákiðkun
barnanna og kennir þeim, og
eru sérstakir skáktímar á
stundaskrá þeirra í skólanum.
Hefur þetta gefið góða raun
og reynst þroskandi. Bj. Þór.
Aðalfundur Þingeyingafélagsins
Aðalfundur Þingeyingafélags-
ins á Akureyri var haldinn 13.
nóv. síðastliðinn. Félagið var
stofnað árið 1962, og eins og
nafnið ber með sér er það átt-
hagafélag, sem vinnur að lcynn
ingu þingeyinga, sem hér eru
búsettir, og hefur jafnframt
reynt að stuðla að framfara-
málefnum heima í héraði. Eft-
irtaldir voru kosnir í stjórn
félagsins:
Sigurður Aðalgeirsson, for-
maður. Aðrir í stjórn, Einar
Kristjánsson, Svandís Hannes-
dóttir, Hreiðar Arnórsson og
Sigurveig Einarsdóttir.
Fráfarandi formaður, Stef-
án Þorláksson baðst undan
endurkosningu, einnig aðrir
fyrrverandi í stjórn, og var það
tekið til greina, að öðru leyti
en því að Einar Kristjánsson,
sem verið hefir ritari frá stofn
un félagsins, var endurkjörinn.
Árshátíð félagsins er fyrirhug
uð snemma á næsta ári.
NORÐURLAND — 3