Norðurland - 10.12.1976, Side 8
NORÐURIAND
Föstudagur 10. des. 1976
MÁLGAGN SÓSÍALISTA
í NORÐURLANDSKJÖR-
DÆMI EYSTRA
AUGLYSIÐ I
NORÐURLANDI
— Síminn er 2-18-75 —
IMýtt fyrirtæki á Akur-
eyri: Tölvuþjónustan hf.
Hinn 5. des. sl. var stofnað
hlutafélag, Tölvuþjónustan hf.
á Akureyri, sem hefur það að
markmiði að reka tölvu til al-
mennrar þjónustu varðandi
fjárhagsbókhald, viðskipta-
mannabókhald, launaútreikn-
ing o. fl. 18 einstaldingar og
félög hafa þegar skráð sig fyr
ir hlutum og er hlutafjársöfn-
un langt komin.
Þetta er fyrsta fyrirtæki
sinnar tegundar á Akureyri,
er vaxandi þörf fyrir þjónustu
af þessu tagi, segir í fréttatil-
kynningu þess. Pöntuð hefur
verið IBM tölva S/32 og gert
er ráð fyrir að rekstur hennar
hefjist fyrri hluta árs 1977.
Slík tölva auðveldar td. út-
reikning á hverskonar bónus
greiðslum og þykir tilvalin við
gjaldendabókhald sveitarfé-
laga. Gefinn verður kostur á
sérstöku birgðabókhaldi eða
í tengslum við viðskiptamanna
bókhald. Þessi tækni er hag-
kvæm við launaútreikninga og
enn fremur gefur hún ótrúlega
möguleika á hverskonar upp-
lýsingum, sundurliðunum, af-
stemmingum oþh. við hið lög
boðna fjárhagsbókhald. Við
tölvuna er hægt að hafa skrán
ingarstöðvar ásamt prentara í
símasambandi við hana. Þann
ig geta stærri fyrirtæki og við
skiptavinir í öðrum byggðar-
lögum notfært sér þessa nýju
tækni til hins ýtrasta án þess
að leggja í verulega fjárfest-
ingu.
Dagheimilis
bygging
fyrirhuguð
Skortur er á dagvistunarplássi
fyrir börn í Ólafsfirði og að-
stæður ófullnægj andi, en und
anfarin ár hefur verið rekinn
leikskóli í húsi karlakórsins í
bænum. Þar dveljast nú 20—
25 börn og starfsfólk er ein
fóstra og aðstoðarstúlka. Ráð-
gert er að byggja barnaheimili
í bænum bráðlega og hefur
bæjarstjóm byrjað á að leggja
5—600 þúsund krónur til und
irbúningsvinnu.
í janúar nk. verður kynning
arnámskeið fyrir forstöðu-
menn fyrirtækja og stofnan og
síðar í vetur starfsnámskeið,
þar sem kennt verður að und-
irbúa verkefni til tölvuvinnslu.
Námskeiðin verða þátttakend
um að kostnaðarlausu.
í stjórn Tölvuþjónustunnar
hf. eru: Hermann Árnason
Goðabyggð 10, Þorsteinn
Kjartansson Skarðshlíð 9D
Sigurður H. Sigurðsson Goða
byggð 15, Friðrik Þorvaldsson
Mamarsstíg 18 og Guðjón B.
Steinþórsson Eikarlundi 6.
Framhaldsstofnfundur verð
ur í byrjun janúar og er þeim
sem vilja gerast hluthafar eða
kynna sér þjónustuna, sem hér
er í boði, bent á að hafa sam
band við einhverja ofnaritaða.
Hann verður dýr dropinn í
þessum fyrir jólin.
Y
Erlingur Sigurðarson, Grænavatni: J
FORIMSÖGIJR
ÚR NÚTÍIMA
X
:
Y
i
Y
X
x
i
X
i
I
*
i
X
X
x
X
í
i
i
?
y
!
I
?
y
y
X
Grænavatni, Mývatnssveit
8/12. — Ungmennafélagið
Mývetningur stóð sl. laugar
dagskvöld fyrir sínum hefð-
bundna skemmtifundi að
gömlum sið með hálfs ann-
ars tírna frumsaminni dag-
skrá og harmonikuspili og
mjög góðar undirtektir, en
dansi á eftir. Dagskráin fékk
hún var að þessu sinni
tvennskonar kvöldvaka, ann
arsvegar í gömlum stíl með
kveðskap, fornsögum, rím-
um og draugasögum, og hins
vegar nútímakvöldvaka í
sjónvarpi með auglýsingum
og öðru tiliheyrandi. Viður-
kennt skal, að heldur var
þetta hallt undir gamla tím-
ann, þótt allt væri það reynd
ar nýtt og fjallaði um nú-
tíma mývetninga og aðra
samtímamenn, jafnvel forn-
sagan. Rímurnar voru áf
kölska og kröflungum.
Mikið var kveðið af lausa
vísum og til að gefa lesend-
um aðeins nasasjón af fram-
leiðslunni er best að láta
eina fjúka hér:
Gjósi hnjúkur, garðar svíki,
geisi drottins hefnd.
Sjálfskapar í djúpu dýki
drukkni Kröflunefnd.
Undirbúningur undir jóla
fund er hafinn svoog fyrir
barnaskemmtun, sem venja
er að halda.
Herstöðvaandstæðingar
virkir
Herstöðvaandstæðingar
hafa verið virkir síðan í
haust, að haldinn var góður
fundur fyrir landsráðstefn-
una og sóttu hann hátt í 60.
Þangað komu þeir Ásmund-
ur Ásmundsson og Andrés
Kiristjánsson frá Samtökum
herstöðvaandstæðinga. Nú
hafa herstöðvaandstæðingar
í starfshópum hér skrifað
bréf til einstaklinga vítt um
sýs'luna og á Húsavík og
hvetja til dáða og er stefnt
að fundi samtakanna í sýsl-
unni og senniltega kvöldvöku
eða einhverju álíka.
íþróttaiðkanir
Auk skólaíþrótta eru tals-
vert stundaðar íþróttir af
öðrum í íþróttahúsinu, aðal-
ltega blak og badminton.
Heldur er þó minna um
þetta nú en í fyrra og er það
mest vegna bul'landi atvinnu
sem verið hefur, ma. við
Kröflu.
í félagsheimiiinu er viku-
leg spilamennska og sauma-
klúbbar amk. hálfsmánaðar
lega.
Færð er nú tekin að þyngj
ast og hefur skólabíllinn
ekki gengið síðan um helgi,
en börnin verið flutt á jepp-
um, þau sem efcki eru í
heimavist. Annars er snjór
ekki verulega mikill og ef
veður stillist svo hægt verði
að moka ætti þetta að geta
lagast. — Erlingur.
Y
♦♦.
i
i
Y
.♦.
t
!
Y
X
t
'4
!
i
i
i
T
T
T
v
i
X
12. þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu:
12% íbúanna
flytjendur
Vara við auglýsingum
utan við lög og rétt
Kór Raufarhafnarkirkju
gekkst 28. nóvember fyrir vel
heppnuðum tónleifcum í félags
heimilinu Hnitbjörg. Þar
sungu kirkjukórinn og kór
Raufarhahfnarskóla. Margrét
Bóasdóttir tónlistarkennari
söng einsöng og Orthuls Purn
er tónlistarkennari lék einleik
á píanó.. Fjöldi flytjenda var
alls 61, en íbúar staðarins eru
um 500. — Líney.
í samþykkt frá 12. þingi Lands
sambandsins gegn áfengisböl-
inu, sem haldið var í síðasta
mánuði, er vakin athygli á því
þjóðarböli sem af áfengis-
neyslu stafar og landsmenn
hvattir til að sameinast í að-
gerðum til að draga úr áfengis
neyslu og nýta hvert tækifæri
til að vinna gegn áfengistísku
og að aukinni bindindissemi.
Margar ályktanir voru sam
þykktar á þinginu, þám. er
dómsmálaráðherra þakkað
aukið eftirlit með vínveitinga
húsum og því beint til hans að
engar vínveitingar verði þar
tvö kvöld í viku, þaraf annað
um helgi og skiptist húsin þá
á um að hafa vínlaust lcvöld.
Lagt er til, að leyfisgjald til
vínveitinga verði stórlega
hækkað.
Þingið vildi láta koma í veg
fyrir að sala áfengis hafi áhrif
á launakjör framleiðslufólks
og afnema tollfríðindi ferða-
Framhald á bls. 6.
Jóla glaðn-
ingurinn:
5,4-7%
hækkun
Landsmönnum hefur heldur
betur verið sendur glaðning-
urinn fyrir jólin — með kærri
kveðju Villa, Matta og Geira:
stórhækkun á mjólfc og mjólk
urvörum! Nemur verðhækk-
unin frá 5.4% til 7.9% miðað
við smásöluverð og kostar nú
mjólkurlítrinn 75 kr. og rjóma
pelinn 172 kr. Skyrkílóið er á
163 kr. og kílóið af smjörinu
1092 kr.
Hitalausir
■ 3 daga
Hrísey 8/12. — Hríseyingar
máttu kynda með rafmagns-
ofnum, gastækjum og hverju
öðru tiltæku í þrjá daga sam-
fleytt þegar hitaveitan bilaði
um daginn. Sumir hafa enn
gamlar miðstöðvar sem þeir
gátu kVnt, en hætt er við að
allflestir hafi hækkað raf-
magnsreikninginn sinn allveru
lega meðan á þessu stóð.
Engin vinna hefur verið hér
að undanförnu þarsem Snæ-
fellið bilaði og er nýfarið út
aftur. Annars stóð til að vinna
í frystihúsinu alveg framað
jólum. Verkakonur þar, sem
jafnframt eru húsmæður, all-
flestar, eru þó svolítið fegnar
þessu hléi svona rétt fyrir jól-
in. — Guðjón.
íþróffta-
flokkurinn
veðurtepptur
á Akureyri
íþróttaflokkur sem fór frá
Ólafsfirði til keppni á Akur-
eyri á föstudag í síðustu viku
var ekki enn kominn heim nú
um miðja viku þar sem Múl-
inn var ófær.
Þegar flökkurinn fór frá
Ólafsfirði hafði verið ófært
nokkuð lengi, en 3—4 bílar
komust fyrir Múlann þennan
dag. Síðan ekki söguna meir
og vteður hefur verið þannig,
að ekki hefur verið hægt að
ryðja veginn. Það er núorðið
ekki gert nema þegar útlit er
sæmilegt. Áður var mokstur-
inn bundinn við vissan dag
vikunnar, en nú er viður-
kennt, að ólafsfirðingar séu
sjálfir dómbærastir á það
hvenær heppilegast sé að
ryðja.
Ófært er líka veginn framí
sveitina, en bændur hafa flutt
mjólkina á snjósleðum. Mjólk
ursamlag er á staðnum og þótt
bændur séu ekki margir hafa
þeir séð þorpsbúum fyrir þess
um nauðsynjum, sem er mikil
bót vegna ótryggra sam-
gangna. — Björn Þór.