Norðurland


Norðurland - 18.03.1977, Blaðsíða 1

Norðurland - 18.03.1977, Blaðsíða 1
NORÐURIAND 80 íiskar í tonninu! IVIesti afli neta- bátanna í 15 ár IMýja íþróttahúsið tekið i notkun um sl. Nýja íþróttahúsið við Glerár- skóla var tekið í notkun sl. laugardag við hátíðlega at- höfn og að viðstöddum fjölda gesta. Fluttar voru margar ræður, fimleikar sýndir og keppt í blaki. Lykill hússins gekk á milli ræðumanna og talaði fyrstur Tryggvi Pálsson fyrir hönd Smára hf., aðalverktaka húss- ins, síðan Haukur Haraldsson verkfræðingur hússins og full trúi húsameistara Akureyrar- bæjar, þá Sigurður Óli Brynj- ólfsson form. fræðslunefndar, Helgi M. Bergs bæjarstjóri og loks Vilberg Alexandersson skólastjóri Glerárskóla. Her- mann Sigtryggsson íþróttafull trúi setti samkomuna og kynnti dagskrá. Nemendur úr skólum bæjar ins sýndu síðan fimleika und- ir stjórn Þrastar Guðjónssonar íþróttakennara og tvö karlalið kepptu í blaki. Að lokum var gestum boðið að skoða húsið og að því loknu til kaffisam- sætis í Glerárskóla. Glæsilegt hús 33 ár eru nú síðan íþrótta- húsið við Laugargötu var tek- ið í notkun og er það að von- um löngu orðið alltof þröngt ilíl að anna þörfum bæjarbúa, en íþróttahúsið við Glerár- skóla er eina íþróttahúsið sem byggt hefur verið, við skóla í bænum fyrir utan gamla íþróttahúsið við Menntaskól- ann, að því er fram kom í ræð um manna. Nýja húsið er hið glæsileg- asta að allri gerð og útliti og hefur fátt verið til sparað. Það er 7300 rúmmetrar að stærð og skiptist í tvo hluta, 630 fer- metra sal og búningsherbergi sem taka yfir 457 ferm. íþróttasalurinn er 18x33 metr ar og má skipta honum í tvennt með tjaldi. 7 metra loft hæð er undir bita og var ráð- ist í að hækka salinn um metra frá upphaflegri teikn- ingu á miðju byggingatíma- bili og olli það nokkurri töf og kostnaðarauka, en þarmeð er mætt samræmdum kröfum á Norðurlöndum um gerð lög- legra képpnishúsa. Salurinn er búinn öllum helstu föstum Landssamtökin Þroskahjálp efndú sl. laugardag til funda á fjórum stöðum á landinu í því skyni að kynna starfsemi sína og stefnumið og ræða málefni skjólstæðinga sinna. Fundurinn á Akureyri var haldinn á Möðruvöllum og héldu þar erindi Helga Finns dóttir bókavörður, sem sæti á í stjórn Þroskahjálpar og Hólmfríður Guðmundsdóttir sérkennari Akureyri. Helga Finnsdóttir rakti að- draganda að stofnun samtak- anna Þroskahjálp, en þau voru stofnuð í Reykjavík 13. okt. 1976. Deildir eru starfandi út um landið, og eiga styrktar- félög vangefinna á hinum ýmsu stöðum aðild að samtök unum Þroskahjálp. Héðan frá Norðurlandi á Styrktarfélag vangefinna fulltrúa* í stjórn Þroskahjálpar, og er það Ein- ar Sigurbjörnsson, sem er starfandi við vistheimilið Sól- borg. Það kom fram í ræðu helgi og lausum íþróttatækjum og sérstöku íþróttahúsgólfefni. Búningsherbergi eru 4 og þar eru einnig snyrtiherbergi, böð, áhaldageymslur, kennara herbergi og herbergi fyrir fé- lagsstarfsemi. Ytra frágangi hússins verður lokið í sumar, þám. listskreytingu eftir Snorra Svein Friðriksson. Byggingarkostnaður hússins var talinn verða 103.200.000 krónur. Helgu, að brögð voru að því, að vangefnir, sem einnig eru haldnir annarskonár fötlun, hefðu ekki orðið aðnjótandi ýmisskonar þjónustu, sem þeir ella hefðu átt kost á, væru þeir ekki greindarskert- ir að auki. Hefðu samtökin m. verið stofnuð til þess að'bæta þar um. Hún taldi, að því færi fjarri, að kostur væri á viðun ureyrartogarinn Sólbakur land aði 125 tónnum á Dalvík um daginn, en þrátt fyrir það hefur hráefni ekki verið nægi legt. Eru menn að vona,, að þetta ástand fari að lagast, því nú er loks von á nýja togar- £num Björgúlfi frá Slipp- stöðinni á Akureyri um mán- aðamótin næstu. Pétri og Rúnu vel tekið Leikfélag Dalvíkur er nú búið að sýna Pétur og Rúnu 7 sinnum við sæmilega aðsókn og góðar undirtektir og er ætlunin að halda eitthvað áfram sýningum. Árshátíðir eru í fullum gangi og tekur hver við af andi aðstoð og þjónustu margs konar, en þó væri það e. t. v. samræming og markviss heild arstýring á þessum málum, sem væri mest aðkallandi. Helga hvatti til þess, að þeir aðilar, sem um málefni van- gefinna og fjölfatlaðra fjalla, samræmdu aðgerðir sínar. Hólmfríður Guðmundsdótt- greindi frá því í sinni ræðu Framhald á bls. 7. Markviss heildarstýring mest aðkallandi af öllu varðandi málefni vangefinna og fjölfatlaðra annarri, Kiwanishátíð var um síðustu helgi og Lions þar á undan. Þá voru kennarar með þorrablót á miðri góu og kaup félagið og verkalýðsfélagið hafa haldið sín blót. - Óttar Smyslov teflir á Akureyri Vasilí Smyslov stórmeistari og fyrrverandi heimsmeistari í skák kemur til Akureyrar á morgun, laugardag, og teflir fjöltefli. Hann mun tefla við alltað 30 menn, en taflið hefst 'kl. 13 í Félagsborg (Gefjunar- sal). Kynna nýja prófskipu- lagið á Dalvík Kennarar á Dalvík gangast á föstudaginn kemur, 25. mars, fyrir kynningarfundi um próf og einkunnir í grunnskóla og verður þar ma. fjallað um próf in uppúr 9. bekk nú. Verður fundurinn opinn öllu áhuga- fólki, þám. foreldrum, sem mikið hafa spurt um nýja fyr- irkomulagið að undanförnu. Til fundarins koma og ræða þessi mál Ólafur Proppé for- maður prófanefndar og Val- garður Haraldsson fræðslu- stjóri Norðurlandskjördæmis eystra. - Óttar Myndin hér að neðan: Hjör- leifur Guttormsson flytur er- inrli ciH o nrlrmnó 1 afnnrlinnni. Gífurlegt fiskirí hefur verið hjá netabátunum á Dalvík að undanfömu og eru hæstu bát arnir komnir með um 150— 160 tonn á vertíðinni. Að sögn Ottós Jakobssonar á Blik anum hefur ekki fiskast svona vel á Dalvík í 15 ár. Gæftir hafa verið góðar og fiskurinn er óvenju vænn, þannig að dæmi eru til, að ekki hafi verið nema 80 fisk- ar í tonninu. Allur aflinn hef- ur farið í salt, ýmist í söltun- arhúsum hjá útgerðum bænd anna eða hjá kaupfélaginu. í frystihúsinu hefur ekki verið eins mikið að gera og ekki einu sinni náðst þar full dagvinna að undanförnu, þar sem togarinn Björgvin hefur lítið fiskað. Hann kom inn 4. mars með 52 tonn og nú í vikunni með 80 tonn. Ak- 11. tölublað Föstudagur 18. mars 1977 2. árgangur Frá vígslu nýja íþróttahússins sl. sunnudag. OPIMAM í dag Steingrímur Eggertsson ber saman afstöðu bæjarstjórnar til rauð- Iiða fyrr og nú Sagt frá orkumálafundi Alþýðubandalagsins á Akureyri sl. sunnudag

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.